Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968 23 Nefndarmenn úr landsprófs- og samræmingamefnd gagnfræð aprófs ásamt forstöðumanni Skólarannsókna. T.v. (standa ndi) Óskar Halldórsson, Heimir Askellsson, Ólafur Hansson, Hjálmar Ólafsson, Hörður Lár usson, Friðrik Sigfússon, Þórður Jörundsson og Björn Bjama- son. (Sitjandi) Halldór J. Jónsson, Jóhanna A. Friðriksdóttir, Andri Isaksson og Guðmundur Amlaugsson. A myndina vantar Benedikt Sigvaldason, Ólaf Briem, Gest Magnússon og Guð- mund Þorláksson. - LANDSPRÖF Franxhald af bls. 32 aðeins að þreyta landspróf tví- vegis, en ekki oftar nema til feomi skrifleg undanþága Mennta málaráðuneytisins. Þá er áforma’ð, að gefa ein- kunnir aðeins í heilum tölum — frá 0-10, en meðaleinkunn skal reikna með einum aukastaf. Loks er gert ráð fyrir því, að vara- menn verði skipaðir í landsprófs nefnd til aðstoðar fagnefndar- mönnum, og heimild er til að skipa í nefndina xitara til aðstoð ar formanni. Reglugerðin nýjá gerir ráð fyr ir fækkun prófgreina. Landsprófs nefnd hefur fengið samþykki fræðslustjóra og leyfi Mennta- málaráöuneytisins fyrir því, að prófgreinum verði fækkað úr 9 í 8 á hvern nemenda. Verður þetta gert með þeim hætti, að hver nemandi er undanþeginn prófi í einni lesgreininni, þ.e. sögu, landafræði, náttúrufræði. Nefndin skal ákveða, hvaða próf grein hver nemandi skuli undan þeginn og lætur tilkynna það nemendum í byrjun prófa. Gert er ráð fyrir því, að árseinkunn í skóla gildi í undanþágugreininni, og reiknist hún til meðaleink- unnar miðskólaprófs en ekki til landsprófs. Telur landsprófsnefnd in athuganir og útreikninga benda til þess, að á þennan hátt megi fá jafnáreiðanlega nfður- stöðu af prófinu með minni fyrir höfn og tilkostnaði. Drögin að nýju námskránni fela í sér nokkrar breytingar á námsefni, en þó ekki mjög mikl- ar. Hafa nefndarmenn unnið að samningu draga þessara sl. mán- uð, en þetta er í fyrsta skipti, sem landsprófsnefnd semur drög að námskrá. Það er von lands- prófsnefndar að skólastjórar af- hendi kennurum landsprófsdeilda námsikrárdrögin til eignar nú í byrjun skólaárs og gangi ríkt eftir því, að þeir Irynni sér þau vandlega. Andri ísaksson tjáði blaða- mönnum, að það hefði verið stefna nefndarmanna við samn- ingu námsskrárdraganna að stytta úrlausnartímann við hvert próf um allt að hálfa klukkti- stund og þá námsefnið í sam- ræmi við það. Þessu næst greindu nefndarmenn frá helztu breyt- ingum á námsefni. Hörður Bergmann skýrði frá því, að nú kæmi ný dönsk kennslubók í dönsku, sem velja mætti um auk íslenzku bókanna sem fyrir eru. Sagði Hörður að þessi bók yrði notu*ö af um þriðj ungi nemenda nú í vetur. Þá yrði lögð aukin áherzla á að þjálfa nemendur í að koma fyrir sig orði á dönsku og munnlegi þátturinn í dönskuprófinu auk- inn. Hörður kvað hraðlesiS efni, sem nemendur þurfa síðan að endursegja á prófi, verða aukið samtímis og dregið verður úr vandlega lesnu efni. A'ð sögn Guðmundar Arnlaugs sonar eru þær breytingar helzt- ar á eðlifræðikennslunni, að bætt er við nýrri kennslubók, sem er dönsk að uppruna, en þýdd af Sigurði Elíassyni, og má nota hana ásamt íslenzku kennslubók unum, sem fyrir eru. Á sjálfu prófinu verða ekki mjklar breyt ingar frá því sem verið hefur, en í námsikrárdrögunum er lögð áherzla á það við kennara, að þeir auki notkun hjálpartækja við kennslima. Ólafur Hansson kvað engar Breytingar verða á kennslubók- um í sögu, og kvað prófin vei*ða í líku formi og verið hefur. 1 ábendingum til kennara er hvatt til þess að aulfa kennsluna í fé- lagslegum- og menningarlegum þáttum sögunnar en leggja minni áherzlu á samtíning af sundur- lausum smáatriðum, (mannanöfn og ártöl), þar sem hægt er að komast hjá því. 1 stærðfræði er gert ráð fyrir einni tegund námsefnis í stað tvenns konar námsefnis, ein* og verið hefur. Að sögn Björns Bjamasonar, hefur verið reynt að sveigja stærðfræðina inn á nýjar brautir, eftir því sem nú- verandi námsbækur gefa kost á og gert er ráð fyrir a'ð auka hinn munnlega þátt í prófinu. Stærð- fræðiprófið hefur verið tvískipt og skipzt á tvo daga. Hafa nem- endur fengið 3 tíma sitt hvom Jaginn til úrlausna á hvoru próf verkefni. Nú verður aðeins eitt próf og stendur í þrjá tíma. Heimir Áskelsson greindi frá breytingum á enskukennslunni, og kvað hann þátt munnlegs efn- is verða mjög aukinn í prófinu og ennfremur lögð stóraukin áherzla á framburð. Yrði lögð áherzla að þjálfa nemandann í að nota málfð — tala það og skrifa — en dregið úr beinum þýðingum á lesnu efni. Litlar breytingar verða á nátt úrufræðikennslunni, að sögn Guð mundar Kjartanssonar. Kennslu bækur verða hinar sömu og fyrr, og prófið verður með líkum hætti og verið hefur. Á landafræði- og íslenzku- kennslu er ekki gert ráð fyrir verulegum breytingum. Náms- bækur verða hinar sömu og áður og próffð sjálft með svipuðum 'hætti. SAMRÆMING A NAMSEFNI FYRIR GAGNFRÆÐAPRÓF Skal nú vikið að samræmingu gagnfræðaprófsins, Andri ísaks- son, sem er formaður samræm- ingarnefndar, skýrði fréttamönn um frá því, að hinn 22. janúar 1968 hefði Menntamálaráðuneyt- ið sett reglugerð um samræmt gagnfræðapróf. Er í reglugerð- inni gert ráð fyrir samiæmdu prófi í íslenzku, dönsku, ensku og stærðfræði. Samræmingar- nefnd var svo skipuð hinn 5. marz, og í henni eiga sæti: Andri ísaksson, formaður, Halldór J. Jónsson, Óskar HaUdórsson, Hjálmar Ólafsson, Jóhanna A. Friðriksdóttir, Benedikt Sigvalda son, Friðrik Sigfússon, Hörður Lárusson og Þórður Jörundsson. Rætt hefur verið um nauðsyn þess að samræma gagnfræðapróf í allmörg ár, og kvað Andri ýms ar ástæður fyrir því. Námsefni í gagnfræðadeildum hefur verið harla sundurleitt og einnig hefur verið talið, a’ð prófkröfur séu mjög misjafnar í hinum ýmsu skólum. Hefur sú skoðun lengi verið uppi í þeim sérskólum, sem við gagnfræðingum taka, að lítið sé að marka einkunnir gagn- fræðaprófs og fátt vitað með Wssu um nám að baki prófinu, m.a. vegna þess, að gagnfræða- deildir starfa ekki eftir sam- ræmdri námsskrá. í bráðabirgða skýrslu um könnunarpróf í gagn- fræðadeildum vorið 1968, sem nefndarmenn hafa látið frá sér fara, er talið líklegt að þetta á- stand hafi átt nokkum þátt í að mynda þá skoðun, að gagn- fræðapróf sé minni háttar próf, er veiti lítil réttindi. Raunhæfur undirbúningur að samræmingu þessara fjögurra námsgreina hófst sumarið 1967, og um mánaðamótin apríl-maí sl. voru haldin könnunarpróf í gagn fræðaskólunum. Unnið var úr könnunarprófunum í vor og sum ar, en síðan var haldin rá'ðstefna með kennurum og skólastjórum gagnfræðaskóla, þar sem rætt var úm niðurstöður könnunarpróf- anna. Var að því búnu gengið til samningu námskrárdraganna og hafa þau verið send skólum. Andri kvað það von þeirra, er sæti eiga í samræmingamefnd- inni, að með hinni nýju reglu- gerð og námskrárdrögunum í ís- lenzku, dönsku, ensku og stærð fræði hafi gagnfrætðingum opnast fleiri leiðir til framhaldsnáms, þar sem próf þeirra verða eftir- leiðis talin áreiðanlegri og náms kröfur tryggari. Svo vikið sé að einstökum námskreinum, þá eru skólamir yfirleitt ekki bundnir við ákveðn ar kennslubækur. í dönskunni t.d. verður aukinn þáttur munn- legra prófa. Ekki verður prófað sérstaklega í málfræði, en nem- andinn verður að sýna kun«áttu sína á því sviði í stílnum. Mikil áherzla vei*ður lögð á aukna þjálf un í tali. 1 íslenzkunni eru ekki fyrirskipaðar tilteknar námsbæk ur, en reýnt er að benda á heppi- lega kennslutilhögun, Til nýmæla má telja, að prófað verður í tali og framsögn. í enskunni er allt prófið ólesið, þar sem skólarnir eru ekki bundnir við kennslu ákveðinna bóka. Hvatt er tii að nota málið meira við kennslu. 1 prófinu sjálfu verða sérstakar spurningagreinar, sem sýna eiga skilning nemandans og hæfni hans í að tjá sig á þessu tungu- máli. Þá verða sérstakar mál- fræðispurningar,- sem gilda 15% af prófinu. 1 námskrárdrögunum í stærtð- fræði er gert ráð fyrir að kenna það sama og verið hefur, en rifja jafnframt upp ýmiss ahnenn at- riði stærðfraéðinnar, því að í könnunarprófunum kom í ljós ótrúlegt þekkingarleysi nemenda á þeim. Þá er það nýmæli, að nú verður alls staðar tekin upp kennsla á algebru, en hún hefur ekki verið nema í örfáum skól- um þessa stigs. - GRIKKLAND Framhald af bls. 10 bræður væri raunhæf and- spyrna. Við munum einbeita okk ur að því að Grikkland verði að nýju frjálst og lýðræðislegt ríki. Við erum sannfærðir um sigur að lokurn" Þá minnti Andreas Papandreu á þá stað- reynd að skömmu fyrir kosning- arnar hefði bandaríska stjórnin ákveðið að veita herforingja- stjórninni að nýju hernaðarað- stoð og Spiro Agnew, varafor- setaefni republikanaflokksins, hefði lýst yfir því að hann styddi herforingjastjórnina heils hugar. Agnew hefur lýst þeirri skoðun sinni að þeir sem berjist gegn henni séu allir kommúnistar, þar á meðal hinn hægri sinnaði stjórnmálamaður Kanellopoulos og Georges Pap- andreu. Hins vegar hefði Ev- rópuráðið fyrir skemmstu for- dæmt herforingjastjórnina og krafizt tafarlausrar endurreisn- ar lýðræðis í landinu. Blaðafulltrúi bandarísku stjórnarinnar Robert J. McClo- skey sagði í dag, að hann myndi ekkert segja um úrslit grísku kosninganna. Hann sagði að bandaríska stjórnin liti svo sagði að bandaríska stjórnin liti á að nýja stjórnarskráin væri að minnsta kosti jákvæðari held ur en ekkert. Heimildir í Wash- ington höfðu þó fyrir satt, að ekki væri þar með sagt, að bandaríska stjórnin væri að ö'llu leyti sátt við ákvæði nýju stjórn arskrárinnar, en liti þó á hana sem nokkra viðleitni í þá átt að koma aftur á lýðræðislegu stjórnarfari í landinu. Utanrikisráðherra Dana, Poul Hartling sagði í dag, að framtíð in myndi leiða í Ijós hvort nýja stjórnarskráin veitti grísku þjóð inni vonir um frjálsara stjórn- málalíf. Jens Otto Krag, fyrrv. for- sætisráðherra Danmerkur sagði, að gríska þjóðaratkvæðagreiðsl- an væri aðhlátursefni ef hún hefði ekki í sér fa'lda örlög grísku þjóðarinnar. Norska blaðið Verdens gang segir í dag, að atkvæðagreiðsl- an gefi einræðisstjórninni ögn löglegri svip, en þrátt fyrir það ríki vissulega enn neyðarástand í landinu. Pólska fréttastofan PAP sagði, að þrátt fyrir þvinganir og hót- anir hefðu fjölmargir Grikkir kosið að sitja heima og eiga yf- ir höfði sér máisókn eða jafn- vel fangelsisvist. - FÆR UM VALIÐ Framli. af bls. 1 einkum unga fólksins. I öWum stjórnmálaflokkum verður vart erfiðleika á að fá nýtt fólk til þátttöku og starfa, og jafnframt þynn- ast raðir hinna eldri. Djúp gjá er að myndast milli stjórnmálamanna og kjós- enda og Alþingi nýtur ekki þeirrar virðingar sem skyldi. í>etta ástand er orð ið svo alvarlegt að skjótra útbóta er þörf. í lýðræðisríki getur ekkert komið í stað stjórn- málaflokka og stjórnmála- manna. Ef þessir burðarás ar lýðræðisins bresta, er skammt yfir í stjórnleysi eða einræði. Þess vegna er nauðsynlegt að finna leiðir til að bæta stjórnmála- flokka og áhrif þeirra í þjóðlífinu, svo að þeir teng ist þjóðinni á nýjan leik. Jafnframt verða allir góðir menn að taka hönd- um saman um að hvetja almenning til aukinnar þátttöku í stjórnmálum. Það stoðar lítt að standa fyrir utan og kvarta, held- ur eiga menn með þátttöku sinni að leggja sitt af mörk um til endumýjunar stjórn málanna. Nauðsynlegt er að taka upp óháða og líf- ræna kennslu í þjóðfélags- fræðum í skólum landsins. Virkasta lausnin felst í því að draga úr valdi stjóm málamannanna og færa það þjóðinni í hendur: Það er hægt að gera með ýms- um hætti: Þingið bendir m.a. á eftirfarandi leiðir til úrbóta: 1. Kjósendur flokkanna ráði beint vali frambjóð- enda sinna með því að prófkosningar verði gerð- ar skyldar innan þeirra. 2. Peningavaldið í land- inu verði tekið úr greipum stjórnmálaflokkana og fært almenningi í landinu, t.d. að ríkisbankar verði að miklu eða öllu leyti gerðir að almenningshluta- fílögum eða sjálfseigna- stofnunum. 3. Óheimilt verði að kjósa Alþingismenn í yfir- stjórnir ýmissa menningar stofnana og atvinnufyrir- tækja, sem Alþingi kýs stjórn í, svo sem Útvarps- ráð, menntamálaráð, út- hlutunarnefnd listamanna- launa, síldarútvegsnefnd, stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, húsnæðismála- stjórn, stjórn Atvinnujöfn unarsjóðs o.s. frv. Um Sjálfstæðisflokkinn: 1. Þingið skorar á allar stofnanir flokksins að setja sér reglur, er tryggi hæfi- lega endurnýjun í trúnað- arstöðum og framboðum. 2. Stefnumótun Sjálf- stæðisflokksins verði unn- in upp frá grunni í flokks- félögum, málefnanefndum og öðrum stofnunum, sem gefi hinum almenna flokks manni tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnumótun flokksins. 3. Sjálfstæðisflokkurinn beiti sér í vaxandi mæli fyrir fundum og ráðstefn- um um afmarkaða mála- flokka til þess að kanna hugi fólks til einstakra mála og til aðstoðar við stefnumótun. Jafnframt verði komið á beinum skoð anaskiptum milli flokks- fólks og forystumanna Sj álf stæðisf lokksins. 4. Brýn nauðsyn er á þvi að skipta forustu flokksins þannig að stjómmálaleg forusta flokksins og flokks manna sé ekki eingöngu í höndum þingmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.