Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968 13 Komiun til móts við fólkið — Rœtt við fulltrúa Sambands Ungra Björn Þorláksson, Blönduósi. Björn Þorláksson: Einmevinings- kjördæmi eru leiðin Frá A-Húnavatnssýslu var msettur til þings Björn Þorláks- son, mjólkurfræðingur frá Blönduósi. Hann er formaður Jörundar, félags ungra Sjáifstæð ismanna þar í sýslunni. — Hvað segja Húnvetningar um stjórnmálaástandið þessa dag ana? — Ekki eru menn of ánægðir með það. Óánægjan er megn, þótt hún beinist kannski ekki ein göngu gegn Sjálfstæðisflokknum fremur en öðrum flokkum. — Hvað er til úrbóta? — Ég hallast að því, að breyt- ing á kjördæmaskipuninni í átt til einmenningskjördæma geti verið skref í rétta átt að koma á meira jafnvægi í stjórnmálun- um. Núverandi kjördæmaskipun hefur ekki reynzt vel að mínum dómi, og hún á stóran þátt í þeirri óánægju sem nú virðist ríkja um land allt. Ef við komum til móts við fólk- ið er ég ekkert hræddur um fram tíð okkar, málstaðurinn er það góður. — Hvernig finnst þér þingið hafa heppnazt? — Það hefur margt merkilegt verið rætt á þinginu, en mér þykir sem félögin utan Reykja- víkur hafi ekki verið höfð nóg með í ráðum um tillögugerð- ir. Þetta stendur vonandi til bóta fyrir næsta þing. Fyrst ég er byrjaður að tala um næsta þing vil ég koma þeirri hugmynd á framfæri, að það verði haldið á Blönduósi. Ágætt hótel er á staðnum og einnig eitt bezta samkomuhús landsins. Stað urinn er miðsvæðis og liggur í þjóðbraut. Þinghald þar yrði á- reiðanlega vel þegin tilbreyting og ungum Sjálfstæðismönnum í sýslunni til hvatningar. Cuðmundur Waage: Prófkjör Guðmundur I Waage bygging armeistari í Borgarnesi er for- maður Félags ungra Sjálfstæðis- manna í Mýrasýslu. Við hittum Guðmund að máli í þinghléi og spurðum hann tíðinda af ungum Sjálfstæðismönnum þar í sýsl- unni. — Næsta vetur reynum við að halda uppi eins mikilli starfsemi og hægt er með fundahöldum og öðru. Veturinn er líka eini tím- inn sem mögulegt er að halda uppi félagslífi. á aukaþingi Sjálfstœðismanna — Hvaíð finnst mönnum í Mýra sýslu fara miður í. flokknum? — Óánægjan beinist einkum að því, að mönnum þykir flokk- urinn ekki nógu opinn. Okkur lizt vel á þær hugmyndir sem hér hafa komið fram um próf- kjör. Það gæti verið leið út úr vandanum, láta fólkið vita að þess eru völdin. Eftir á er þá varla hægt að sakast við nokkurn um að illa hafi tekizt til um framboð og Alþingismenn. — Er hægt að koma slíku próf kjöri við úti á landsbyggðinni? — Auðvitað yrði það nokkuð erfitt í framkvæmd. En ég held, að ef ákveðinn vilji væri fyrir hendi, sé það mögulegt. Þó er skoðun mín sú, að ekki eigi aðrir Guðmundur I. Waage, Borgarnesi að hafa atkvæðisrétt í prófkjör- um en félagar í flokksfélögum. Annað býður upp á hættu af af- skiptum andstæðinganna. — Eru menn fylgjandi þjóð- stjórn í Borgarnesi? ■— Nei, áreiðanlega ekki. Sjálf ur tel ég hana enga lausn. Ég vil að flokkurinn leggi sína stefnu fyrir þjóðina, segi henni sannleikann óhikað, þá þurfum við engu að kvíða. — Hvað um þinghaldið? — Ég tel brýna nauðsyn hafa legið til þess og ef að þeim mál- um sem við höfum rætt hér og ályktað um, verður fylgt eftir tel ég vel farið. Sigurður Jónsson: Endurnýjun Einn af fulltrúum Eyverja, fé- lags ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, var Sigurður Jónsson kennari. Við spurðum Sigurð hvað væri títt úr starf- semi ungra Sjálfstæðismanna í Eyjum? — Það yrði líklega helzt, að við lögðum í húsakaup í vor og seldum jafnframt húseign okk- ar í Helgafelli. Húsið í Helga- felli keyptum við fyrir nokkrum árum og starfræktum þar félags- heimili. Sá galli fylgdi þó hús- inu að það var nokkuð út úr bænum. Húsið, sem við erum nú búnir að festa kaup á er hinsvegar í hjarta miðbæjarins. Heitir það Vík. Þetta er gamalt hús og nú er ætlunin að félagsmenn taki sig til og endurnýi það. Á fyrstu hæð verður salur til fundarhalda, sem einnig á að starfrækja í félagsheimilinu. Á 2. hæð eru ein 5 herbergi og þar verða skrifstofur félagsins og flokksins til húsa. Þegar þetta er komið í gagn- ið gerum við Okkur vonir um að færa út starfsemina til muna. í félagsheimilinu á að vera „opið hús“, rabbfundir og aðstaða fyr- ir kvenfólkið til föndurs. — Hvað um stöðu Sjálfstæðis flokksins í Eyjum? — f síðustu bæjarstjórnar- kosningum töpuðum við meiri- Sigurður Jónsson, V est mannaey jum. hlutanum í bæjarstjórn. Við stefnum að því að vinna þann meirihluta aftur. Það er skoðun okkar yngri mannanna að til þess að svo megi verða verðum við að yngja upp forystuliðið. Með því að hafa ferska og óþreytta menn í kjöri teljum við sigur nokkuð vísann, því fólkið er al- mennt óánægt með frammistöðu meirihluta krata, komma og fram sóknar, sem nú stjórnar Vest- mannaeyjum. — Hvað um aðra starfsemi Ey verja? — Frá henni er það merkast að frétta, að við höfum tek ið upp þá nýjung að bjóða ýms- um forystumönnum flokksins á mánaðarlega fundi með okkur. Þar eru flokks og bæjarmálefni rædd og forystumönnunum gef- inn kostur á að kynnast skoðun- um unga fólksins. — Er sama ókyrrð meðal unga fólksins í Eyjum eins og hér í Reykjavík? — Hvað snertir að yngja upp forystuna og opna flokkinn get ég ekki betur séð, að sami andi ríki í Eyjum eins og hér í Reykja vík. Um þjóðstjórnarhugmynd- ina er sama að segja. Henni mæla fáir með, ungir sem eldri. Við veittum Sjálfstæðisflokknum stuðning til ríkisstjórnarforystu. Ef þá brestur getu til úrlausn- ar eiga þeir að segja af sér. Steinþór Júlíusson: Mikilvægt þing ATHYGLISVERO NÝSKIPAN STEINÞÓR JÚLÍUSSON frá Keflavík svarar spumingu okk- ar um, hvernig þingið hafi starf- að: — Þingið gaf greinilega vís- bendingu um þá vakningaröldu, sem nú er meðal ungra Sjálf- stæðismanna. Þeir vilja auðsýni lega ekki erfa það skipulag, sem nú er ríkjandi hjá stjórnmála- flokkunum, og þeir gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að nútíma velferðarþjóðfélag þarfn ast annarra stjórnmálaaðgerða en það þjóðfélag, sem hér var fyrir 30 árum. Hér á þinginu kom fram at- Steinþór Júlíusson, Keflavík. hyglisverð nýskipan í málsmeð- ferð. Hún er, að gera ekki fljót færnislegar samþykktir um ein- staka flókna málaflokka, heldur var rætt um málaflokkana eftir því sem tími vannst til og til- lögur gerðar til breytinga, en síðan var þeim vísað til umsagn ar hinna einstöku sambandsfé- laga, og verða þeir endanlega af greiddir á næsta reglulega þingi S.U.S., sem haldið verður á næsta 5ri. Þessi málsmeðferð réttlætir að mínum dómi það, að haldið verði þeim hætti að kalla saman aukaþing það sir, sem aðalþingið er ekki. Sigurður Sigurðsson: IMýtt skipulag Samvirk forysta eldri og yngri Við spurðum SIGURO SIG- URÐSSON frá Akureyri, hvem- ig hann liti á starfsemi Sjálf- stæðisflokksins í dag. Hann svar aði: Sjálfstæðisflokkurinn hefurnú Guðmundur Agnarsson, Bolungavik. starfað um það langt bil, að ó- hætt er að stefna hans og mark- mið ættu að vera öllum kunn. En stefnuskrá hans var mótuð á tímum miklu hæggengari þróun artímabils heldur en við búum nú við. Ég hef því þá skoðun, að nútíðin sé raunverulega kom in fram úr flokksstarfinu, að flokkurinn þurfi raunverulega að taka þróunarstökk fram á við til þess að halda áfram forystu- hlutverkinu. — Hvað um hlutverk S.U.S. í því sambandi? Það er einmitt sú stefna, sem hefur vaknað hjá okkur ungum Sjálfstæðismönnum. Þær kröfur, sem ungir Sjálfstæðismenn bera fram í von um að til úrbóta verði, eru mjög margar og mót- ast af víðsýni hins stóra hóps. Mín skoðun er sú, að stórauka þurfi þátttöku fjöldans, en láta ekki einstaklinga eða einkahug- myndir vera svo til einráða um mótun stefnu flokksins. Tillögur um breytingar á skipulagsmálum flokksins þarf að meta á hlutlausan hátt, en ekki láta vissa hópa stingaþeim undir stól, — hljóðalaust. Það hýltur að vera krafa sjálfstæðis manna, að mat á breytingum fari ekki aðeins eftir hugsana- gangi þeirra manna, er mestra hagsmuna hafa að gæta og byggja upp völd sín eftir nú- yerandi stefnuskrá flokksins. Stefna þarf að auknum og Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.