Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIBJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968 31 Æðri skólarnir að hefja vetrarstarfið Frá setningu Menntaskólans í H -mrahlíð. Kvöldeftirlit í hverf- um borgarinnar Breyttur útivistartími barna og unglinga ÆÐRI SKÓLARNIR, mennta- skólar, Kennaraskólinn og Verzl- unarskólinn eru að hefja vetrar- starfið um þessar mundir. Sum- ir skólamir hafa þegar hafið kennslu, en aðrir eru við það að byrja. Við höfðum samband við skólana í gær og inntum frétta af nemendafjölda í hverj- um skóla og skólasetningu. Kennaraskóli íslancks mun hafa um 820 nemendur í vetur og hafa þeir aldrei verið fleiri. í I. betkk verða um 270-280 nemendur. í Kennaraskólanum verða væntanlega 34 bekkjardeildir, að !því er dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri, tjáði okkur í gær. Kennaraskólinn hóf starf 3. september sl., en þá hófst ibennsla hjá hinni nýju fram- haldsdeild og kennaradeild stúdenta. Einnig birjuðu þá 130 gagnfræðingar á námskeiði í stærðfræði og eðlisfræði. Nú um mánaðarmótin ;eru I. bekkingar að undirbúa sig undir að hefja vetrarstarfið, en skólinn verður formlega settur einhvfern tíma fyrri hluta október. Menntaskólinn í Reykjavík verður settur í dag kl. 2 við há- tiðlega athöfn í Dómkirkjunni. Einar Magnússon rektor tjáði okkur í gær að nemendafjöldi í vetur yrði um 1040. Fjöldi kienn- ara verður sami og í fyrra, eða alls 75. Þar af eru 36 stunda- kennarar, en 39 fastir. Bekkjar- deildir verða 44 og þar af eru 15 fyrstu bekkjardeildir með um 380 nemendur. í lærdómsdeild eru alls um 660 nemiendur. Skól- inn er tvísettur með 540 nemend- ur árdegis og um 500 nemendur síðdegis. Einar sagði að s.l. ald- arfjórðung hefði engum með til- skilin réttindi verið synjað um iskólavist og að húsrými væri nóg fyrir þennan fjölda, þó svo - ÍÞRÖTTIR Framhald af bls. 30 fyrir Leeds. Liverpool er nú komið upp í annað sæti eftir stórsigurinn á Molineux-vellin- um í Wolverhampton. Það var hinn ungi Alun Evans, sem átti ekki hvað minnstan þátt í þessu tapi Úlfanna á heimavelli í ára- tugi. Hann skoraði tvö glæsileg mörk gegn sínu gamla félagi. 'Hin mörkin skoruðu Rogeir Hunt og Peter Thompson, tvö hvor. A'lan Ball skoraði þrjú fyrir Ever ton og átti 'stórkostllegan leik og Everton þakkaði West Brom- wich fyrir síðast á eftirminni- legan hátt, en þessi lið mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar í vor og þá sigraði West Brom- wioh á einu marki, eftir fram- lengdan leik. David Thomas, 17 ára unglingur, skoraði bæði mörk in fyrir Burnley, len Bobby Tambling fyrir Chelsea. Mark- vörður Sundarlands, Montgo- mery, átti stórkostlegan leik gegn Arsenal. Blackpool tapaði nú í fyrsta skipti. Það var annað falliiðið úr 1. deild s.l. ár. Sheffield Uni- ted sem lágði þá að velli. Keppn in í annari deild er sérlega skemmtileg, þar sem ekki mun- ar nema þremur stigum á efsta liði og hinu ellefta. í þriðju deild er Luton efst mieð 16 stig, en Barrow og Rother ham hafa 14 stig hvort og Bourne mouth 13. Oldham er neðst með 4 stig og Gillingham hefur 6. Darlington, í 4. deild, er nú eina taplausa liðið í Englandi. Dar- lington er efst með 16 ijtig, en Doncaster fylgir fast eftir með sama stigafjölda. f þriðja sæti er Chester mieð 15 stig. Dundee United er efst í Skot- landi með 8 stig eftir 4 leiki, eða 100%. í næstu sætum eru Mor- ton, St. Mirren og Rangers með 6 stig hvert. hann áliti slíkan nemendafjölda í m .nntaskóla of mikinn. Menntaskólinn á Laugarvatni var settur kl. 4,30 í gærdag. Jó- hann Hannesson skólameistari sagði okkur að 163 nemendur yrðu í skólanum í vetur og hefðu þeir aldrei verið fleiri. 9 fastir kennarar kenna við skólann og 3 stundakennarar. Undanfarin tvö ár hafa verið tekin í notkun tvö heimavistarhús og nú er ver- ið að taka það þriðja 1 notkun. Það fjórða og síðasta í bili verð- ur fullgert næsta haust, en eftir það verður hafist handa um að reisa raunvísindahús fyrir skól- ann. Jóhann skólameirstari tjáði okkur að í haust yrði farið með af stað í skólanum nýtt kerfi, valgreinakerfi, sem að visu væri ennþá á tilraunastigi, en væri fyysta sporið frá gömlu deilda- skipTThgunni. Menntaskólinn á Akureyri v.srður settur í dag kl. 2, en alls verða um 510-520 nemendur við nám í skólanum í vetur. 23 bekkjadeildir verða við skólann, en kennarar verða um 30 tals- ins. Steindór Steindórsson skóla- meistari sagði okkur að helzta nýjungin í skólastarfinu væri náttúrufræðideildin, sem tók til starfa s.l. vetur og yrði haldið áfram á þeirri braut. Verzlunarskóli fslands var sett ur mánudaginn 16. sept. sl. Nem- endur eru 620 og eru þá meðtald- ir gagnfræðingar, sem sækja nám skeið í skólanum. 33 kennarar verða við skólann og þar af eru 19 fastir, en alls eru bekkjar- deildirnar 24. í lærdómsdeild, 5. og 6. bekk, eru 70 nemendur, en Blönduósi, 30. sept. EFTIR langvarandi góðviðri brast á norðan óveður um miðj- an dag á laugardag. Skipti þá engura togura að jörð varð grá niður að sjó. Vindur var hvass af norðaustri og stórsjór. f allan gærdag var hið versta veður í norður hluta sýslunnar, en betra frammi í dölunum, að minnsta kosti fyrri hluta dags- ins. Um tvö leytið kom bíll að sunnan til Blönduóss. Hann fékk sæmilegt veður og færi, nema síðasta spölinn. Eftir það voru bílar að koma ihingað langt fram á kvöld og höfðu alliir tafizt mik- ið vegna vatnsviðris, hríðar og hálku. Áætlunarbíll Norðurleiða var tvo kl'ukkutíma frá Varma- hlíð til Blönduós, en það er 50 km leið. Þá var stórviðri í Langa dal, blindhríð og vegurinn gler- 'háll. Norðurleiðabíllinn frá Reykja- vík kom 3 klst. á eftir áætlun til Blönduóss. Þá var orðið slæmt veður og færi að bílstjóriinii ákvað að fara ekki lengra. Aðrir ferðamenn á norðurleið tóku sama kostinn. Knattspyrnukappleikur við Völsunga á Húsavík og Snæfell- inga átti að fara fram á Blöndu- ósi og hefjast kl. 3 í gær. För beggja liðanna seinkaði talsvert og þegar hingað kom þótti ekki fært að hefja leikinn. Hlviðrið færðist í aukana og knattspyrnumeninimir urðu að halda heimleiðis án þess að clrepa fæti sínum á vðllinn. Gestarúm á Hótel Blönduósi urðu brátt fullskipuð, en gestum sem þurftu að fá gistingu og ann í I. bekk eru 120 nemendur. Að sögn skólastjórans dr. Jóns Gíslásonar, verða nokkrar breyt- ingar á kennsluháttum við skól- ann. M.a. hefur verið ákveðið að leggja niður Örsted einkunnar- kerfið og taka upp venjulega 10 stiga kerfið. Menntaskólinn í Ilamrahlíð var settur sl. laugardag og eru nem- endur þar tæplega 470. í fyrra voru þeir 320. 17 fastir kenn- arar verða við skólann og um 10 stundakennarar. Alls eru bekkj- ardeildir í skólanum 19, að sögn Guðmundar Arnlaugssonar rekt- ors. Þegar skólinn var settur var afhjúpuð stytta Ásmundar Sveins sonar, Öldugjálfur, en Reykja- víkurborg gaf skólanum stytt- una, sem er staðsett fyrir utan skólann. an greiða fjölgaði jafnt og þétt. Engm þurfti samt að úthýsa, því að hóte'lsjórann, Þorseinn Sigur- jónsson, skorti hvorki ráð né góð an vilja til að greiða fram úr vanda gestanna. Var þó e'kki vit- að langt fram yfir miðjan dag að neinnar óvenjulegrar gesta- komu væri að vænta. Næturgest ir voru um 100. Ferðafólkið lagði svo af stað í morgun. Margir höfðu orðið að skilja bíla sína eftir einhvers staðar í nágrenn- inu, sumir í Langadal, aðrir á Ásum og í Þingi. Ekki er þó vit- að um nein alvarleg óhöpp. í nótt lægði og létti til og í dag er glaða sólskin og logn. En vetrarlegt er um að litast. Blanda er þakin krapahrönn og þrátt fyr ir sólskinið klökknar lítið. Húna- vatn er ísilagt. Gangnamenn á Grímstunguh. og Auðkúluheiði voru lagðir af stað áður en óveðrið skall á. Ekki hafa fréttir borist af þeim aðr- ar en þær, að Auðkúluheiðar- menn, sem gistu á Hveravöllum aðfaranótt sunnudagsins lögðu af stað um morguninn og ætluðu eins og venjlega að 'hafa næsta náttstað á Kolkuskála, sem er marga tugi kílómetra norðar á heiðinni. Gangnamenn á þessum heiðum munu koma til byggða í kvöld og stóðið verður réttað á morgun í Auðkúlurétt og Undir- fellsrétt. í fyrri göngum var því öllu smalað norður undir byggð og þessar síðari göngur eru fyrst og fremst eftirleit. Bjöm Bergmann. FRÁ og með 1. október breytist útivistartími barna og unglinga í Reykjavík, samkvæmt reglum í lögreglusamþykkt borgarinnar, þannig að börn innan 12 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20,00 (klukkan 8 að kvöldi), og börn innan við 15 ára aldur ekki eftir kl. 22,00, nema í fylgd með fullorðnum, sem beri ábyrgð á þeim. Barnaverndarnefnd Reykjavík ur mun, eins og undanfarin ár, í samstarfi við lögreglu borgar- innar, stuðla að því, að þessum reglum sé framfylgt, með sér- stöku kvöldeftirliti í hinum ýmsu hverfum borgarinnar. Verður hert á því eftirliti nú við hinn breytta útivistartíma. Nefndin vill enn sem fyrr leggja áherzlu á, að slíkt eftirlit er gagnslítið, nema að til komi samstarfsvilji foreldra og heim- ila og skilningur á iþví, að hér er annarsveigar velferðarmál barna og unglinga, sem nauð- synlegt er að gefa gaujn, — þá ekki hvað sízt að koma börnun- uim sj álfum í skilning um, að það Háskóla- fyrirlestur PRÓFESSOR J. Bisnnett Mi'ller frá lagadeild Glasgowháskóla dvelur hér á landi í boði Háskóla íslands og á vegum British Coun cil. Hann flytur fyrirlestur þriðjudag 1. október n.k. kl. 5.30 e.h. í I. kennslustofu Háskólans. Fyrirlesturinn nefnist „Putting Academic Standards into Prac- tice“. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. (Frá Háskóla íslands). Fyrirlestur í iMorræina liúsinu FRITS VON DER LIPPE leik- hússtjóri og stofnandi norska Riksteatret, hélt í gærkvöldi fyrirlestur í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn fjallaði um norr- æn leikhúsmál og einnig var sýnd kvikmynd um „riksteatret i Skandinavia“. er fyrst og fremst í þeirra þágu að þau læri að virða og temja sér eðlilegar og hollar venjur í þessu efni. f því sam'bandi skal vakin athygli á rödd, sem ný- lega kom frá reyndum ísienzk- um skólamanni um svefnþörf barna og unglinga og niðurstöð- ur af könnun, er hann gerði á isvefntíma allmargra reykvískra barna. Sú könnun gefur tilefni til að álykta, að þorri reykviskra skólabarna sitji vansvefta og sjálfum sér ónóg í kennslustund- um. Þarf ekki að fjölyrða um, hvaða áhrif slíkt hefur á náms- árangur og almenna líðan bam- anna. Sé litið einungis á íbúafjöld- ann, þá getur Reykjavík ekki kallazt stórborg. Hún hefur þó óumdeiLanlega tileinkað sér í vaxandi mæli ýmis einkenni stór borgarinnar nú á síðustu árum, og uggvænlegar eru tölur í skýrslu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur frá s.l. ári, aem sýna, að afbrotum uniglinga, einkum hinum alvarlegri fer fjölgandi, afbrotum, sem mörg ;eru framin í skjóli náttmyrkurs og reiðileysis götunnar, eftir að leyfilegum útivistartíma er lok- ið. Nú þegar vetur fer í hönd og dimmir dagar, heitir Barnavernd arnefnd á foreldra og alla þá, sem hafa með höndum forsjá barna og unglinga, að gera sam- stillt átak um að koma í veg fyr- ir óþarfan slæping þeirra og göturáp að kvöldlagi og bægja þannig frá dyrum margvíslieg- um vanda og hættum, sem slikt hefur í för með sér. Sérstökum tilmælum skal beint til skóla og annarra aðilja, sem skipuleggja ýmiskonar félagisstörf ungmenna að stefna að því, eftir því sem framast er kostur, að starfsem'i þeirra gangi ekki fram yfir til- se'ttan útivistartíma. Barnaverndarnefnd hlefur á ýmsan hátt orðið 'þess vör, að s\l- menningur er ánægður með og þakklátur fyrir þá aðstoð, sem nefndin í ágætu samstarfi við lögreglu borgarinnar hefur veitv með áróðri og aðgerðum í úti- vistarmálum barna og unglinga. Vænir hún áfram góðs og irang- ursríks samstarfs við alla þá að- ilja, sem þeim málum vilja leggja lið. (Frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur). A 2. hundrað manns tepptust á Blönduósi — fyrsti haustsnjórinn féll um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.