Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 1
32 SIDUR Humphrey í útvarpi og sjónvarpi: BOÐAR STODVUN LOFT- ÁRÁSA Á N-VIETNAM — nái hann forsetakjöri Washington 30. sept. NTB. Hubert Humphrey flutti út- varps- og sjónvarpsræðu í kvöld, þar sem hann gerði grein fyrir stefnu sinni í Vietnamstyrjöld- inni. Hann kvaðst reiðubúinn að stöðva ailar loftárásir á skotmörk í Norður Vietnam, ef hann yrði kjörinn forseti, að því tilskildu að kommúnistar virtu hlutlausa beltið milli Suður og Norður-Vi- etnam. Humphrey kvaðst mundu gera þetta yrði hann kjörinn, þar hann liti svo á að þetta gæti orðið til þess að friður kæmist á í Vietnam, en að sjálfsögðu yrðu kommúnistar að færa sönn ur á — í orði eða á borði — að þeir væru fúsir til að virða lilutlausa beltið. Humphrey sagðist gera það að tillögu sinni að Sameinuðu þjóð- irnar eða einhver önnur alþjóða- samtök hefðu eftirlit með vopna hléi í landinu, og myndu þær bera ábyrgð á að allt erlent her- lið yrði á brott úr landinu. Vara- forsetinn sagði að lykill að raun- hæfri lausn væru kosningar, sem öllum væri frjáls þátttaka í, og þetta ætti einnig við um þjóð- frelsishreyfinguna. Samþykkt brezka Verkamannaflokksins: Lögin um kaup- og verð- bindingu falli úr gildi lllikið áfall fyrir stjórn Wilsons I áður lýst því yfir að stefnunni í launa- og verðlagsmálum verði anna er enganvegin bindandi ekki breytt undir nokkrum fyrir ríkisstjórnina, sem hefur I kringumstæðum. Fylgi Humphreys Blackpool, 30. sept. AP-NTB. Á LANDSFUNDI brezka verka- mannaflokksins í dag var tillaga um að fella niður kaup- og verð bindingarlög rikisstjórnarinnar samþykkt með miklum meiri- hluta atkvæða. Það voru flutn- ingaverkamenn sem báru þessa tillögu fram, en þeir mynda sterkasta verkalýðsfélag Bret- lands. Talið er að þetta þing verði Harold Wilson, forsætisráð ingi og það væri vandamálið efni, sem hann hefur nokkru sinni fengizt við. Bæði Roy Jenkins, fjármála- ráðiherra, og Barbara Castle, at- vinnu- og framleiðslumálaráð- herra, reyndu að tala um fyrir þingfulltrúum. Jenkins sagði, að ef brezka þjóðin legði hart að sér í átján mánuði í viðbót myndu nýir og betri tímar fram- undan. Bretar hefðu alltof lengi lifað á lánsfé frá öðrum þjóðum og þegar komið væri að skulda- skilum yrðu þeir að leggja hart að sér. Bárbara Castle sagði, að það gæti verið undir þessu þingi komið hvort hægt væri að bjarga Verkamannaflokknum frá klofn- anna er enganveginn bindandi sem mest ætti að ræða. Hún sagði, að í tíð Wilsons hefðu grunnlaun hækkað hvert einasta ár, án þess að framleiðslan ykist, og að það væri engin lausn að hækka skatta í stað verðbinding arinnar eins og Frank Cousins, formaður flutningavierkamann- anna hefði stungið upp á. Þessi samþykkt þingfulltrú- Herferð gegn bítlahári Bagdad, 30. sept. AP. ÍRAK hóf herferð gegn bítla- hári í dag. Lögregluistjórinn hér í borg sagði í yfirlýsingu, að ungir menn sem hefðu sítt hár gætu átt það á hættu að vera handteknir, snoðaðir og veitt tilsögn í mannasiðum. Hann bætti því við, að frarn- koma síðhærðra unglinga væri í andstöðu við siði Araba. Washington 30. sept. AP-NTB. NÝJUSTU skoðanakannanir, sem hafa verið gerðar í Banda ríkjunum um fylgi frambjóð endanna þriggja til forseta- kjörs sýna, að Hubert Hump- hrey, varaforseti, og forseta- efni demókrataflokksins hefur Búdapest: enn misst fylgi. Samkvæmt þessum sko'ðanakönnunum hef ur Richard Nixon 43% fylgi, Humphrey 28% og Geong Wallace 21%. Hefur fylgi Humphreys rýrnað um 3 pró- sent og fylgi Wallace aukizt um tvö prósent. Fundur 46 kommúnista flokka hafinn Búdapest 30. sept. NTB-AP. FULLTRÚAR 46 kommúnista- flokka hófu fund með sér í Búda pest í sær, og er aðalverkefni fundarins að undirbúa kommún istafund þann, sem áformað er að halda í Moskvu í nóvember. Fundurinn er haldinn fyrir lukt um dyrum, en stjórnmálafrétta- ritarar segja, að helzta mál hans sé að fjalla um framtíð alþjóða- hreyfingar kommúnista eftir inn rásina í Tékkóslóvakíu. NTB-fréttastofan kveðst hafa það eft.ir áreiðanlegum heimild- um, að margir fulltrúar vest- rænna kommúnistaflokka á Búda pestfundinum séu þeirrar skoð- unar að Moskvuráðstefnunni skuli frestað þangað til umræðumar um Tékkóslóvakíu hafi hjaðnað. Talið er að fulltrúar Sovétríkj- anna rísi öndverðir gegn þeirri hugmynd. Engin opinber tilkyrining var gefin út um setningu fundarins og ekki er gert ráð fyrir að neinar orðsendingar verði gefnar út um störf fundarins, fyrr en honum lýkur. Kurt Kiesinger, kanzlari Vestur-Þýzkalands, tók á móti de Gaulle, Frakklandsforseta, er hann kom til Bonn á laugardag, til viðræðna við vestur-þýzku stjórnina. Varaði við aðild Breta —- að Efnahagsbandalaginu Bonn, 28. sept. AP. DE GAULLE, Frakklandsfor- seti hélt heimleiðis í dag eftir tveggja daga viðræður við Kurt Kiesinger, kanzlara Vestur- Þýzkalands. De Gaulle varaði kanzlara Vestur-Þýzkalands við því að Efnahagsbandalagið gæti leystst upp ef aðilar að því reyndu að fá aðild Breta, án Frakka. Hann sagði að Frakkland myndi harma þetta, en það væri nægilega sterkt til að standa á eigin fótum. Kiesinger fullviss- aði forsetann um að Vestur-tÞjóð verjar hefðu ekkert slíkt í hyggju. Varnarmál voru einnig til um- ræðu og þótt De Gaullie vildi ekki samþykkja endurskoðun á vörnum Vestur-Evrópu, sagði hann að Frakkland myndi standa við hlið Vestur-Þjóðverja ef svo hörmulega færi að Rússar reyndu að gera innrás. Svartir mega ekki berjast við hvíta Pnetoria, 30. september. AP. STJÓRN Suður-Afríku hefur ákveðið, að í framtíðinni fái svartir og hvítir menn ekki að- gang að sömu hnefaleikakeppn- um. í ræðu á fundi Þjóðernis- flokksins sagði dr. Carel de Wet, heilbrigðismálaráðherra, að það væri stefna stjórnarinnar að svertingjar mættu koma til lands ins til að keppa í hnefalieik, en aðeins þá gegn öðrum svertingja. Slíkar keppnir yrðu og aðeins leyfðar á ábúðasvæðum svertingj anna sjálfra. Færum. valdiö til fólksins — Frá aukaþingi ungra Sjálfstæðismanna Á aukaþingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna 27.-29. sept. 1968 voru um ræður um stjórnmálaflokk ana störf þeirra og starfs- hætti. Var einkum rætt um Sjálfstæðisflokkinn, skipu lag, starfshætti og stefnu- framkvæmd. Mikil gagn- rýni kom fram á starfsemi stjórnmálaflokkana í land- inu og talið var nauðsyn- legt að gera nú þegar á næsta landsfundi Sjálf- stæðisflokksins gagngerðar breytingar á starfsháttum flokksins til þess að opna flokkinn, tryggja raunhæf ara lýðræði, tryggja að stefnumálum flokksins sé haldið fram, efla tengsl flokksins við forustumenn sína og tengsl flokksins við kjósendur og landsmenn alla og tryggja meiri breyt ingu og fjölbreytni í þing- mannavali flokksins. Á þinginu var samþykkt eftirfarandi fréttatilkynn- ing: Alvarlegar blikur eru á lofti í íslenzkum stjórnmál um. Stjórnmálaflokkarnir hafa að töluverðu leyti misst tiltrú þjóðarinnar, Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.