Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIBJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968 17 Sinfóníuhljómsveitin NÝTT starfsár er hafið hjá Sin- fóníuhljóms veitinni, ný heildar- efnisskrá hefur verið gefin út, mýir menn standa þar á stjóm- palli í vetur, nýjar endurbætur hafa verið gerðar og auglýstar á salnum í samkomuhúsi Háskól- ans. Það er ekki hægt að segja, að verkefnarvalið sé líka „nýtt“, en þó ber efnisskráin nú töluvert annan svip en verið hefur síð- ustu ár. Hún sýnist í heild öllu „hefðbundnari" en áður og er ekki nema gott um það að segja. Tveimur íslenzkum tónskáldum er sýndur sá sómi að helga þeim sína tónleikana hvorum: dr. Páli ísótfssyni í tilefni af 75 ára af- mæli hans í haust, og Jóni Leifs, sem nýlega er látinn, en hefði orðið sjötugur á vori komanda. Að öðm leyti er hlutur islenzkra höfunda í efniskránni næsta smár: aðeims tvö verk. Annað þeirra verður hér frumflutt, Kaprísa fyrir píanó og hljóm- sveiit eftir Þorkel Sigurbjörns- son, hitt er píanókonsert Jóns Nordal, sem áður er kumnur. Aðeins eitt verk annað verður frumtflutt í vetur, eftir því sem efniskráin ber með sér. Það er þriðja sinfónía austurrís'ka tón- skáldsins dr. Frarnz Mixa, sem hér er mörgum að góðu kunnur frá gamalli tíð og telur meðal nemenda sinna marga íslenzka tónlistarmenn af þeim, sem nú eru miðaidra eða vel það. All- mörg fleiri verk heyrast nú hér í fyrsta skipti, þótt sum séu nokkuð komin til ára sinna, og er verulegur fengur að því að fá þau flutt á íslenztou tónleika- sviði. Má þar nefna ekki sízt þriðju sinfóníu Bruckners og „Das Lied von der Erde“ eftir Mahler, auk margra nýrri verka. Stjórnendur verða óvenjulega margir í vetur, eða sjö alls. Flestum tónleikum stjórnar Norð maðurinn Sverré Bruland og Austurríkismaðurinn Alfred Walter. Stjórnar Bruland fimm tónleikum nú í haust, en Walter sex síðari h'iuta vetrar. Róbert A. Ottósson stjórnar þremur tón- leikum alls, en fjórir menn aðrir eiinum hver. samur og nákvæmur stjórnandi, og vonamdi tekst með honum og hljómsveitinni gott og árangurs- ríkt samstarf. Tónleikunum lauk með píanókonsertinum nr. 2 í B-dúr eftir Brahms, og fór þýzkur píanóleikari, Detlef Kraus, með einleikshlutverkið. Flutningurinn var myndarlega og trúverðuglega af hendi leyst- ur, en ekki með sérlegum glæsi- brag eða tilþrifum. Eins og áður var vikið að, hafa nokkrar breytingar verið gerðar á umbúnaði á tónleikapallinum í samkomuhúsi Háskólans í sum- ar, og eiga þær að bæta hljóm- burð í húsinu. Þetta var mjög tímabært, en því miður held ég að það hefi ekki tekizt, nema að litlu leyti, og sú breyting, sem á hefur orðið, virðist mér ekki að öilu leyti til bót-a. Hljómur- inn hefur að vísu aukizt nokkuð, en það virðist einkum koma blás'turshljóðfærunum til góða, og var sízt þörf á því. Þetta kom ! berlega fram í Mozarf-sinfóní- unni, þar sem lítilsháttar fyll-! ingarraddir blásaranna — sem þar eru þó ekki liðsterkir — yfir, gnæfðu fiðlurnar með öllu. Ég tel, að hljómburðarvanda- , málið í samikomuhúsi Háskólans sé enn óleyst — og ef til vilt óleysanlegt, svo að vel sé. Áreið- anlega verður það ekki leyst með reikningslist einni saman eða lauslegum skyndiprófunum. Ég minni enn á Philiharmonic Hall í New York, sem reist var um svipað ieyti og þetta hús. Þar mun líka haifa verið reiknaður hljómburður og enginn skortur verið á sérfræðingum í þeiirri grein. Samt tók það áralangar at- huganir og tilraunir að ná þar h'ljómburði, sem við varð unað, og þykir þó ekki ful'lnægjandi. Jón Þórarinsson. Frá vinstri: Auður Guðmundsdóttir, Atli Heimir Sveinsson, Helga Hjörvar, Bríet Héðinsdóttir, Úlfur Hjörvar, Erlingur E. Halldórsson og Messína Tómasdóttir. Af leikendum vantar Sigurð _ , , . Karlsson á myndina. Crima symr: „Velkominn til Dallas mr. Kennedy" FlfRSTA verkefni leikfélags- ins Grímu á þessu ári er leikrit- ið „Velkominn til Dallas mr. Listsýningar Kennedy" eftir Danann Kaj Himmelstrup og var það frumsýnt í Tjarnarbæ á mánu- dag. Efni leikritsins er, elns og nafhið bendir til, byggt á morð- inu á John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta, og er stuðzt við all mikið af þeim mörgu bók um, sem skrifaðar hafa verið um þennan atburð. Margir söngvar eru í leiknum, en einnig eru sýndar skuggamyndir og tvær stuttar kvikmyndir. Úlfur Hjörvar þýddi leikritið og söngtextana og er hann einnig framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar, en leikstjóri er Erlingur E. Halldórsson og er þetta þriðja leikritið, sem hann stjórnar hjá Grímu. Aðstoðar- leikstjóri er Arnhildur Jóns- dóttir. Atli Heimir Sveinsson hefur samið lög við söngvana og leika hann og Pétur Östlund undir á sýningum. Leikendur eru fjórir: Sigurð- ur Karlsson, Helga Hjörvar, Bríet Héðinsdóttir og Auður Guðmundsdóttir, en hvert þeirra fer með fleira en eitt hlutverk. Guðmundur Ármann og Magnús Tómasson aðstoðuðu við gerð leikmyndar, en Messíana Tómas- dóttir teiknaði og saumaði bún- inga. Einleikairar (eða einsöngvarar) koma fram á flestum eða öllum tónleikuinum, þar á meðal all- marigir heimamenn. Af gestum, sem ætla tmá að beðið verði með sérstakri eftirvæntingu, má nefna Peter Serkin og Louis Kentner, glæsilega fulltrúa tveggja kynslóða af píanóleikur- um, ennfremur norska píanóleik- arann Robert Riefling og aust- urrísku söngkonuna Herthu Töpper. Magrt annarra ágætra listamairtna er hér á skrá, og yrði það of langt að telja. En eftia- efnisskránni eins og hún liggur fyrir mun mega vænta margra ánægjustunda á sinfóníutónleik- um í vefcur. Fyrstu tónleikarnir, sem haldnir voru í fyrirrkvöld, hófusrt með „Fanfare og Koral“ eftir norska tónskáldið Egil Hovland. Samikvæmt efnisskrá er þetta verk upphaflaga samið fyrir norska skólalúðrasveit í Bandaríkjuinum, en síðar umrit- að fyrir hljómsveit. Þrátt fyrir umritumina ber verkið enn sterkan svip upphafs síns, en sem lúðramúsík er það vissulega allrar athygli vert, ef til vili svolítið yfirborðslegt, en þó ekki án dýpri og viðkvæmari tona. Næst var á efnisskránni g-moll sinfónían eftir Mozart, eitt hið viðkvæmasta verk sinmar teg- undar og ef til vill ekki vel til þess fallið að sýna hljómsveit- ina í ákjósanilegu ljósi, þegar hún kemur fyrst fram eftir sumar- leyfi. Þetta var líka heldur „grófpússaður“ Mozart, sem hér heyrðist, þótt verkið væri að öðru leyti skilmerkilega flutt. Hljómsiveitarstjórinn, Sverre Bruland, sem stjórnaði hér norrænum tónleikuim fyrir tveimur árum, kom nú eins og þá vel fyrir. Hann virðist rögg- Vilhjálmur Bergsson hefur und- anfarin ár haft hljótt um sig, unnið í kyrrþey, haldið sér frá öllum samsýningum og opin- berum málum myndlistarmanna. Við þekkjum list hans frá sýn- ingum í Ásmundarsal ’61 og Listamannaskálanum ’64, einnig frá nokkrum samsýningum. Jafn- an hefur hann valið sér eitt á- veðið stef (tema) að vinna úr og þrautvinnur það, svo að ekkert annað kemst að. Slík vinnubrögð krefjast harðfylgis þess, er þann ig vinnur, og hann verður að horfast í augu við margar hætt- ur, sem þeim eru samfara, svo sem einhæfni og stöðnun og svo að ólík viðhorf til hlutanna hverju sinni brúi ekki bil áranna, myndi eyður. Þannig að erfitt sé að koma auga á rökrétta þróun. Þá fylgir þessu ósjaldan, að við komandi listamanni finnist hann túlka hið eina rétta, og getur verið full svo sannfærður um það, en sá grunur verður áleit- inn, að það sé aðeins yfirborð og sjálfblekking, sem gripið sé til af lífsnauðsyn á vissu þroska stigi — brynja til að dylja og bæla niður innri óvissu. Berum við saman sýningu Vil- hjálms árið 1964 við sýningu hans í Bogasalnum í dag, þar sem hann sýnir 18 málverk, er líkast því að dottið hafi á dúnalogn eftir mikið óveður — ofsi og laus strik fyrri ára eru orðin að óbifanlegri festu og engu ónauð synlegu hleypt inn í myndbygg inguna. Slík breyting hefur ekki orðið í einni svipan. Hún á sér aðdraganda í vinnu lista- mannsins á þeim fjórum árum, sem liðin eru frá síðustu sýningu hans, jafnframt því að aukin sál rænn þroski á hér óefað einnig hlut að máli. Við kynntumst þessu fyrirbæri fyrst í viðtali í dagbl. Vísi fyrir skömmu, skil- merkilegu og málefnalegu. Slík viðtöl fyrir sýningu á verkum þeirra, er hafa eitthvað að flytja, geta stuðlað að því að bregða ljósi yfir viðleitni listamann- anna og eru því mjög þakkar- verð. Einhæfni í formavali ein- kennir þessa sýningu. Listamað- urinn gæti vafalaust leikið á fleiri strengi innan þess stranga ramma, sem hann hefur markað sér, en gleymi maður þeirri stað reynd og einbeiti sér hinsvegar að beztu myndum sýningarinnar hverfur manni allur efi um það að hér séu tvímælalaust beztu verk Vilhjálms til þessa, og hafa þau á sinn hátt mikið gildi fyrir íslenzka myndlist í dag. Vinnu- brögð Vilhjálms eru mjög sér- stök og vönduð, svo að stund- um hallast maður næstum að þeirri skoðun, að um ofvinnu sé að ræða. Það er ánægjulegt að sjá svo hrein, sígild og öguð vinnubrögð á þeim tímum, er vél ræn vinnubrögð og ýmis hjálp- armeðöl virðast vinsælasta leið- in meðal ungra listamanna til að skjóta sér undan átökum við vandamál sjálfs myndflatarins og útfærslu innri lífæða — þó sýnir Vilhjálmur hér nútímaverk í fyllsta skilningi, sem staðfesta, að það er háskaleg villa að álíta að þeir, sem ekki taka þátt í leiknum með sprautur, dælur, ljósmyndatækni o.fl., fylgi ekki tímanum. — Tíminn vinsar úr hvortveggja, og það varir, sem hefur sterkastan bakgrunn. Mjög athyglisverðar þóttu mér mynd- irnar nr. 14 og 15. Eftir að mað- ur hefur skoðað sýningu þessa allvel, tekur maður allt í einu eftir því, að grænt er í dökka forminu til vinstri í mynd nr. 14, og við þá uppgötvun verður myndin auðugri. — Athyglisvert er samspil svarta og fílabeins- hvíta formsins annars vegar og mjög vel málaðs bakgrunns hins vegar. Þá eru myndirnar 11, 12 og 18 mjög vel útfærðar og at- hyglisverð verk. Þessi sýning Vil hjálms Bergssonar er ekki aðeins persónulegur sigur hans sem á- stæða er að samgleðjast honum með, heldur einnig sigur sígildra vinnubragða, og því er þessi sýn ing verð fyllstu athygli listunn- enda. Magnús Pálsson, sem menn þekkja að góðu sem hugmynda- ríkan leikmyndamálara, hefur flestum að óvörum sett upp myndlistarsýningu í Ásmundar- sal við Freyjugötu. Magnús kem ur manni á óvart fyrir miklar tilraurtir, sem falla merkilega vel inn í tilraunir, sem hinir róttæk- ustu eru að gera í dag, — og um leið er sýning hans ánægjulegt framlag í viðleytni hinna yngstu til að endurnýja íslenzka mynd- list, veita nýjum straumum braut argengi og hika ekki við að beita til þess öllum tiltækilegum að- ferðum. Fatnaðarmótlist hans, hangandi í lofti, en aðallega í einni kös eftir endilöngu á gólfi, hafa svo furðuleg áhrif á skoð- endur, að ég held, að margur gleymi að hneykslast. Að nokkru getur þessi útfærsla minnt á Kienholz hinn ameríska, en mér leikur svo hugur, að Magnús vilji fara eigin leiðir og sé að þreifa fyrir sér, og held ég í því sambandi, að hann sjálf- ur muni hafa mikið gagn af þess ari sýningu. Myndir hans „Mi- ami Beach“ og „Króksfjarðar- nes“, undir hálfkúluformuðum- plasthjálmum, eru vel mótaðar. og einnig mynd hans „Fyr- ir lengra korr na", en mér er mik il spurn, hve varanlegt þetta efni sé, sem hann notar. Mynd- in „Er það nú borð“ þyrfti nauð synlega að vera á palli til þess að njóta sín til fulls. Sáld- þrykkimyndir hans eru mjög iriis jafnar, en þær beztu eru mjög i rétta átt, en hann ætti að forð ast að mála í þær því þá tapa þær grafísku gildi sínu. Nöfnin sem hann notar á myndirnar, eru fráleit og leiða athygli skoð enda frá því, sem máli skiftir 1 myndunum — hinnar mótuðu heildar. Þó geta óvænt nöfn vak ið sýningargesti til umhugsun- ar. Þessi sýning er þáttur í tíma- mótum í íslenzkri myndlist og er í andlegum skilningi fyrst og fremst fyrir ungt fólk á öllum aldri og á ekki erindi í mal staðnaðra skoðana. Björgvin Siggeir Haraldsson. sýndi nýverið í Unuhúsi teikn- ingar og graflist. Ekki var hægl að koma auga á mikil umsvif í útfærslu mynda þeirra, er hann sýndi þar, en þær voru þokka- lega gerðar og oft með vissri grafískri tilfinningu sem hanr þyrfti að leggja meiri rækt við en hann gerir, því að beztu myndir sýningarinnar leiddu i ljós, að í þessum manni býr meira en heildin gaf til kynna. Dúk- og tréristur hans virkuðu sem frumdrög, sem ekki hefur verið unnið nægilega úr, og sama gild ir um fleiri myndir. Með því að temja sér hnitmiðaðari vinnu- brögð myndi Björgvin vera trú- andi til aukinna landvinninga i heimi svartlistar. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.