Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968
NÚ er tízka hjá ungu fólki
að hafa hugsjónir eins og um
aldamótin. Menn vilja reyna
eitthvað nýtt, menn vilja
fara ótroðnar götur til tak-
marksins. Og ungir leikarar
hafa stofnað félagsskap, sem
heitir Leiksmiðjan, og mark-
mið hennar er, „að rækta ís-
lenzka leiklist." Smiðirnir
Myndina tók Sveinn Þormóðsson, þegar meðlimir Leiksmiðjunnar voru að segja blaðamönn-
um frá fyrirhuguðu starfi í vetur.
Islendingar trúa ekki á staö-
reyndir, heldur á ævintýri
— spjallað við ungan hóp leikara
sem nefna sig Leiksmiðjuna
boðuðu blaðamenn á sinn
fund og skýrðu þeim frá
Smiðjunni og fyrirhuguðum
smíðisgripum og hugsjónum
sínum, og það var auðheyrt,
að þeir eru ákveðnir í að
koma þeim í framkvæmd.
í stofnskrá Leiksmiðjunnar
segir, að einn meistari skuli
móta listræna stefnu og
marka starfshætti. Þessi
meistari var kjörinn Eyvind-
ur Erlendsson, leikstjóri.
Hann sagði raunar, að ætlun-
in væri að starfa á lýðræðis-
legum grundvelli, og allar
ákvarðanir væru teknar af
meðlimum í sameiningu.
„Þeir, sem vinna eingöngu
fyrir Smiðjuna og helga henni
krafta sína eru meðlimir
hennar, en missa réttindi sín
um leið og þeir fara að starfa
að öðru. En auk þeirra virku,
eru einnig aukameðlimir, sem
vinna með okkur að ákveðnu
verkefni, en taka ekki þátt í
starfinu að öðru leyti,“ bætti
Eyvindur við. „Ætlunin okk-
ar er að reyna að skapa það
samband milli framlefðenda
listarinnar og neytendanna,
sem okkur finnst vanta.“
„Sláturhúsið hraðar hend-
ur“, sem við sýndum í sumar,
var í rauninni frumeinkenni
þessa hóps, eins konar fyrir-
boði, enda starfa margir
þeirra, sem þá léku, með okk
ur nú, en aðrir hafa að sjálf-
sögðu snúið til fyrri starfa.
Þessi hópur hefur í rauninni
myndazt vegna listræns
þorsta, vegna þess að leikhús-
in hafa, að okkar dómi, ekki
það sem við erum að leita
að.“
Menn spjölluðu svona sín í
milli hvernig hugmyndirnar
væru og vi'ð fengum að vita,
að ætlunin væri að setja upp
Galdra-Loft og Litla prins-
inn.
„Galdra-Loft ætlum við að
setja upp,“ segir Eyvindur,
„eins og við höldum að Jó-
hann Sigurjónsson hafi hugs-
að sér hann, — sem mann,
sem ætlaði sér að verða mik-
ilmenni og gera stóra hluti,
en gat það ekki, vegna þess
að það vantaði eitthvað í
verkfð, og allt mistókst.
Svona menn eru um allt. Við
ætlum ekki að „modernisera"
leikritið, það á ekki að
„moderisera“ gömul leikrit.
Nú, Litla prinsinn semjum
við sjálf eftir sögunni. Við
erum með hana á fjórum
tungumálum og reynum að
koma prinsinum til skila á
tungutaki okkar. Magnús
Jónsson stjórnar þeirri upp-
setningu."
í stofnskrá Leiksmiðjunnar
segir á einum stað, að leggja
skuli áherzlu á, að athuga ís-
lenzka þjóðhætti, mál, tón-
list og náttúrueinkenni til að
finna séreinkenni íslenzks
hugsunarháttar og skáldskap
ar. Vi'ð spurðum, hvort hér
væri á ferðinni einhver sér-
stakur þjóðernisboðskapur.
„Nei,“ svaraði Eyvindur.
„Ég býst við, að við hefðum
kannað rússneskt lundarfar,
ef við hefðum starfað þar.
Sérhver þjóð hefur sinn eig-
in hugsunarhátt, og ég held,
að það sé ekki rétt að flytja
inn vöru til tjáningar í leik-
húsum meira en nauðsynlegt
er, heldur eigi að byggja á
íslenzkum grundvelli, en til
þess þarf auðvitað mikla
vinnu, og eins og við vitum,
eru Islendingar sérstæðir:
Þeir trúa ekki á staðreyndir
heldur ævintýri.
Tökum t.d. mann, sem ætl-
ar að níða Grímsnesið. Ef
hann telur upp skipulega lið
fyrir lið ókosti Grímsnessins,
þar sé Ijótt, fullt af moldar-
flögum, og Ijót hús, þá trúir
honum enginn. En ef hann
segir: í Grímsnesinu eru stór-
ir skógar og i'ðgræn engi o.
s.frv., trúa allir og vita, að
það er ljótt í Grímsnesinu."
Þau sögðu okkur, að ætl-
unin væri að ljúka þessum
tveimur verkefnum fyrir
miðjan október. Þá á að sýna
verkin út um land, enda
töldu þau líklegt, að hægt
væri að fá fólk út á landi til
að horfa á leikrit um vetur
ekki síður en á sumrin. Þau
leggja mikið að sér, byrja
daglega klukkan tíu og æfa
allt, sem getur komið leikara
að gagni. Þau eru níu, sem
eru me’ðlimir Smiðjunnar:
Eyvindur Erlendsson, Arnar
Jónsson, Karl Guðmundsson,
Edda Þórarinsdóttir, Þórhild-
ur Þorleifsdóttir, Sigmundur
Örn Arngrímsson, Níels Ósk-
arsson, Sólveig Hauksdóttir
og Bjarni Steingrímsson og
með þeim starfa núna Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir og
Magnús Jónsson.
Að lokum spurðum við,
hvort þau héldu, að þau gætu
gert þá hluti, sem þau hefðu
svo mikinn áhuga á að gera.
„Það held ég,“ svaraði
Eyvindur. „Við höfum fólk,
sem hefur vilja og áhuga á
að leysa vandann, en talar
ekki bara og talar, en gerir
aldrei neitt."
Har. Bl.
SLÖKKVITÆKI.
Ólafur Gíslason & Co. hf.
Ingólfsstræti 1 A. Sími 18370.
SENDISVEINN ÓSKAST
Sendisveinn óskast hálfan daginn.
Viðskiptaráðuneytíð,
Amarhvoli.
Bílar til sölu
Saab árg. 1966. Mjög fallegur bílil. Volkswagen 1600
fastback ekinn aðeins 26 þús. km. til sýnis og sölu
í dag.
SVEINN BJÖRNSSON & CO.
Skeifan 11, sími 81530.
VERZLUN OLA ÞÓR HÁTEIGSVEG
GERIÐ ÓDÝR MATARINNKAUP ALLT Á GAMLA VERÐINU
Ódýrir niðursoðnir óvextir
KAFFI nðeins kr. 26,25 p.k.
Mikið úrval af kjöt- og nýlenduvörum
BRAUÐ Sr KÖKUR
Allar vörur ódýrari i heilum og
hálfum pakkningum
SENDUM HEIM
Opið frá kl. 8—
22 alla daga
vikunnar
NÆG
BÍLASTÆÐI
Engar verðhækkanir ennjbd
S^MR
HÁTEIGSVEGI 20 - SÍMI /6-8-17