Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 10
JLL MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968 Kosningarnar í Grikklandi: NÝ STJÓRNARSKRÁ GENGIN í GILDI — en fjórði hver kjósandi sat heima þrátt fyrir hótanir stjórnarinnar um málssókn og fangelsisvist Aþenu, Washington, Kaup- mannahöfn, Varsjá, Osló 30, sept. AP. NTB. í ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLUNNI, sem fór fram í Grikklandi á sunnudag, lýstu um 93,8 prs. kjósenda yfirstuðn ingi við nýju stjómarskrána. Þátttaka í kosningunum var um 76,2 prs. Gegn stjómar- skránni greiddu atkvæði 273.417, eða um 6 prs. Georges Papadopoulos, forsætisráðherra, fagnaði í dag úrslitunum og sagði að þau bæru þess gleggstan vott, að yfirgnæfandi meirihluti grísku þjóðarinnar stæði einhuga að baki stjóm- inni. Tveir þekktir fyrrverandi for sætisráðherrar Grikklands sýndu andstöðu sína með þvi að kjósa ekki. Þeir era Georges Papandreu og Panayotis Kan- ellopoulos. Sá síðamefndi var forsætisráðherra, þegar herfor- ingjarair tóku völdin í april 1967. Papandreu er kominn yf- ir sjötugt og var því lögum sam kvæmt ekki skuldbundinn til að kjósa. Fyrir kosningarnar var lögð á það mikil áherzla, að þung við nrlög lægju við því, ef kjósend nr skirrðust við að neyta at- kvæðisréttar síns. Þrátt fyrir þær hótanir sátu þó um 25 prs. atkvæðisbærra manna heima og fóra hvergi. Af hálfu stjómar- innar hefur því verið lýst yfir, að þessi tala sé villandi, þar sem allmargir hafi verið farnir úr landi, aðrir ellihrumir og enn aðrir látnir. Eins og fyrr segir voru sex prósent kjósenda andvígir nýju stjórnarskránni, en fréttaritar ar benda á, að þessi tala þurfi engan vegin að gefa rétta mynd af því, hvem hug fólk hafi bor ið til nýju stjórnarskrárinnar, þar sem kjósendur þurftu að biðja um sérstaka „nei atkvæða seðla“ ef þeir vildu kjósa gegn henni. Hafi þeir, sem það gerðu, verið skráðir sérstaklega. Papadopoulos, forsætisráð- herra hafði tilkynnt, að ef þjóð in lýsti eindregnum stuðningi við stjórnarskrána yrði komið á lýðræði í Grikklandi, sem önn- ur ríki myndu hafa gott af að taka sér til fyrirmyndar. Nýja stjórnarskráin, sem nú hefur verið samþykkt tekur þeg- ar í stað gildi, þó að und anskildum 12 greinum hennar, sem einkum snúast um frelsi ein staklingsins, opinber fundahöld og ritskoðun grískra blaða. Þá eru völd konungsins skert stór- lega, en framkvæmdavaldið eflt og nær öll ráð safnast á hendur forsætisráðherrans og stjórnarinnar. Er Konstantín konungi voru sögð úrslitin, þar sem hann dvelur í útlegð í Rómaborg kvaðst hann ekki reiðubúinn að gefa út neina yf- irlýsingu um niðurstöður þjóð- aratkvæðisins. í stjórnarskránni er og stórlega dregið úr fjár- veitingu til konungsfjölskyld- Samkvæmt fréttastofufréttum fór allt fram með friði og spekt víðast hvar í Grikklandi á kjör degi, enda hafði her og lögreglu vörður verið efldur, einkum í Aþenu og öðrum stærri borgum landsins. f ávarpi til grísku þjóðarinn- ar á sunnudagskvöld sagði for- sætisráðherrann, að greinarnar 12 myndu taka gildi innan tíð- ar. Hann bætti því við, að með hverjum degi sem liði myndi lýð ræði verða aukið í landinu, þó innan þeirra takmarka, sem stjórnin teldi æskileg. Byron Stamatopolos talsmað- ur stjórnarinnar sagði, að meiri- hluti þjóðarinnar hefði sýnt að hún styddi stjórnina og bylting- una af heilum hug. Næsta skref ið í lýðræðisátt yrðu svo frjáls ar þingkosningar, en ekki hefur verið ákveðið hvenær þær fara fram. Stamatopolos roinnti á, að Papadopoulos hefði iðulega líkt Grikklandi við sjúkling, sem hefði annan fótinn í gipsi. Nú hefði gríska þjóðin sannað að líðan sjúklingsins væri mjög góð. Aðspurður um, hvort þing- kosningar yrðu haldnar fljót- lega svaraði talsmaðurinn, að forsætisráðherrann hefði jafnan haft mesta yndi af því að koma þjóð sinni gleðilega á óvart og það skyldi hann einnig fá að gera að þessu sinni. Þegar Sta- matopolos var inntur eftir því, hvort gripið yrði til einhverra aðgerða gegn þeim stjórnmála- mönnum sem ekki hefðu kosið sagði hann, að dómsmálaráðherr ann myndi taka ákvörðun um það. Á sunnudag efndu Grikk- landsfélög í ýmsum löndum og grískir útlagar til mótmælaað- gerða og Andreas Papandreu sagði í dag, að „eina bjargar- vonin fyrir vora hlekkjuðu Framhald á bls. 23 Nýnazistar föpuðu tylgi Hannover 29. sept. — NTB — HINN öfgafulli hægri flokkur þjóðernissinna (NPD) í Neðra Saxlandi fékk færri atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum á sunnudag, en fylkisþingkosning- unum í júní 1967. Þá hlaut flokk urinn 7 af hundraði atkvæða, en nú aðeins milli 5 og 6 af hundr- a»L Mikill styrr hefur staðið um flokk þennan og Ernst Benda, innanríkismálaráðherra Vestur- Þýzkalands upplýsti fyrir skömmu að hann væri að safna gögnum um starfsemi flokksins sem hann myndi leggja fyrir stjórnina. Þá myndi hann um leið gefa upplýsingar um hvort hann teldi að hægt væri að banna flokkinn með hæstarétt- ardómi. Hiiui sérstaki flokkur demó- krata sem berst gegn nýtnazisima og endurreiisn nazismans teLuir þetta ekki nauðsynlegt, í rauai- inni sé þegar búið að barana hann. Þetta er rökstutt með því að NPD sé bara nokkurs konar fylgja hins hægri öfgaflokks, sósíalistisikra ríkisflokksins, sem bannaður var 1952, og það bann igildi einnig um NPD. í kosningum á sunmiudag bauð NPD í fyrsta skiþti fram það mikinn fjölda flokksmanna sinna að flokkurinn hefði getað náð einhverjum völdum að ráði, hefðu þeir náð kosningu. Á þeim þrem árum sem flokkur- IWenntaskólinn í Reykjavík settur í dag í dag kl. 2 verður Menntaskól inn í Reykjavík settur við há- tíðlega athöfn í Dómkirkjunni. inn hefur starfað hefur honum tekist að koma sextíu og einum fulltjnía í sjö af tíu fylkisþing- um Vestur-Þýzkalamds. Benda, oig aðrir leiðtogar Vestur-Þýzka- lands hafa varað fólk við þvi að kjósi það NPD sé það að kjósa landinu í óhag. Þeir eru ekki aðeins órólegir vegna hótama Rússa yfir framgangi flokksins, heldur einnig vegna andúðar sem orðið hefur vart í vestrænum vimalöndum. Vlll Ieigjo ísl. síldnrskip til iBandoríkjanna FYRIR nokkra leytaði banda rískur maður, Frank Lipmann að nafni til Friðriks A. Jóns- I sonar útvarpsvirkja og spurð ist fyrir um möguleika á þvi að fá leigð íslenzk fiskiskip til síldveiða við austurströnd Bandaríkjanna. Vildi Lipmann leigja 2—3 báta um 250—300 tonn að I stærð til þess að veiða síld I á síldarmiðum, sem eru um 6 tíma stím frá hafinarborg- inni Gloster í Massachusset- 1 fylki í Bamdaríkjumum. Glost- I er er ekki alllamgt frá borg- inni Boston. Kom til tals að lexgja bátana til eins árs og 1 með ís'lenzkri áhöfin. Á um- | ræddum síldarmiðum er 60 faðma dýpi, en vemjulega stemdur síldin þar á 12—15 föðmum. Einhver vandkvæði munu vera á að leigja erlemd skip il veiða við srendur Banda- ríkjanna, en Friðrik visaði málinu il Einars Sigurðssonar I úgerðanmanms og mun hann vera að ikanma málið. Á myndinni sést staðurinn í Bjamarborg þar sem eldurinn varð iaus, en á hæðinni fyrir ofan í þessu timburhúsi voru svefnher- bergi. Brunaliðsmenn þurftu að rífa jám frá til þess að komast að eldinum í veggjum hússins. Hættulegar íkveikjur Slökkviliðið var tvisvar kvatt út vegna elds um helgina og leikur grunur á að um íkveikju bafi verið að ræða í bæði skipt- in. Að undanförnu hafa komið upp í nokkur skipti eldar í borg inni, sem allar líkur benda til að stafi af völdum íkveikja. Annar bnmastaðurinn var hús ið Bjarnarborg að Hverfisgötu 83 en hinn var verzlunar- og í Bjarnarborg búa yfir 50 manns og hefði þarna getað farið verr ef ekki hefði tekizt að ráða niðurlögum eldsins eins fljótt og raun bar vitni. Rannsóknarlögreglan starfar nú að rannsókn á eldsvoðum þessum. Furðuróð símans á Raufarhöfn Raufarhöfn, 30. september. Frá fréttaritara Mbl. Ólafi Ófeigs- syni. Starfsfólk símstöðvari*nar á Raufarhöfn hefur nú fengið fyrir mæli um að afgreiða ekki sím- töl í gegnum stöðina innan sjálf virka svæðisins, frá einka- og fyrirtækjasímum hér. Vekur þetta hreinustu furðu og mun verða krafizt a'ð banni þessu verði aflétt, hið bráðasta. Við pósit og síma hér vinna 7 manns og hafði frekar verið talin þörf á aukinni þjónustu gagn- vart síldveiðisjómönnum og þeim fjölda sem hér dvelur yfir síld- veiðitímann. Lokunartími í stöð- inni er kl. 20 að kvöldi og að- eins opin 4 tíma á sunnudögum. Söltunarstöðin saltaði úr Höfr ungi III. 50 tunnur í nótt. Stöð- in á von á Gísla Árna með 130 tonn. Hlöðubruni í Hornufirði Höfn, Hornafirði, 30. sept. KLUKKAN 19,30 í gærkvöldi varð þess vart að eldur var kom- inin í iheyhlöðu í Lindarbakka í Hornafirði. Slökkvilið Hafnar- hrepps var þegar kallað út og auk þess var þagar brugðið við frá nálægum gveitatoæjum, til að- stoðar. Látlaust hefur verið unn- ið að slökkvistarfinu í alla nótt, og síðdegis í dag var því ekki lokið. — Um 700 hestar af heyi munu hafa verið í hlöð- unni og hefur tekist að moka nokkrum hluta út, en þó má ætla að meira en ihelmingur heysins brenni. Tekizt hefur að bjarga hlöðunni. Er ennþá verið að safna fólki til að vinna að björg- un eins og hægt er. Gunnar. Kortinu, Grikklandi, 30. sept. JÁRNBRÁUTARLEST með mörg hundruð farþega innanborðs, ók á fleygiferð á kyrrstæða lest skammt frá Korintu í Suður- Grikklandi í kvöld. Fyrstu fregn ir hermdu, að yfir 300 manns hefðu slasazt, a.m.k. 12 biðu bana. 85 óra í dag í dag er Þórarinn Olgeirsson ræðismaður íslands í Grimsby 85 ára. Þórarinn var fæddur á Valdastöðum í Árnessýslu 1. okt. 1883. Þórarinn var sjómaður og útgerðarmaður í mörg ár. Hann hefur verið búsettur í Grimsby um langt árabil og verið þar ræðismaður íslands og umboðs- maður íslenzkra togaraeigenda í Bretlandi. JAZZBALLETTSKOLI BARU Skólinn tekur að fullu til starfa 7. október. Kennt verður í öllum aldursflokkum. Bamaflokkar — táninga- flokkar — byrjendaflokkar — framha' dsflokkar. Jazzballet fyrir alla! Innritun alla daga frá kl. 9—7 f síma 8-37-30. Dömur — líkamsrækt Megrunaræfingar fyrir konur á öllum aldri. — Nýr þriggja vikna kúr að hefjast. 4 tímar í viku. — Dagtímar — kvöld- tímar. — Góð húsakynni. — Sturtuböð. Frúarjazz einu sinni í viku. Innritun alla daga frá kl. 9—7 í síma 8-37-30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.