Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Hér er verið að leggja síðustu hönd á fyrstu þotuna. Fyrsti „strœfis- vagn" loftsins — fer senn í jómfrúairferðina Washington, Osló 1. október AP-NTB FYRSTU Boeing 747 risaþotunni var rennt út úr skýli sínu á mánudaginn. Hún er þó ekki full búin, eftir er að ganga frá inn- réttingum og nokkrum smáhlut- um. Þessar flugvélar eru kallað- ar „strætisvagnar" lofsins og það er ekki svo fjarri lagi því að í samanburði við þær eru Bo- eing 707, sem við köllum risa- þotur í dag, eins og leigubílar. Boeing 747 getur flutt 490 far- þega, eða 100 lestir af vörum 6000 mílna vegalengd í einum á- fanga, og það með rúmlega 1000 kílómetra hraða. Stélið er jafn hátt og fimm hæða hús og lengd in er 70,5 metrar, sem er held- ur lengra en Wright bræðurnir gátu komið Kittyhawk í fyrstu flugferðinni. Búist er við að fyrsta risaþot- an fari í loftið einhverntíma í desember og þá eru mörg reynsluflug eftir áður en hún verð ur tekin í notkun sem farþegaflug vél. Það er samt þegar búið að panta 158 slíkar vélar frá Bo- eing, og það er algert sölumet fyrir flugvél sem aldrei hefur flogið. Meðal flugfélaga sem pantað hafa Boeing 747 er SAS sem hefur gert samning við KLM og Swissair um að vélar þær sem félögin panti verði allar ná- kvæmlega eins innréttaðar og með sama útbúnaði. Með því móti spara þau milljónir króna, sem veitir líklega ekki af því þotan kostar litlar 32 milljónir dollara. Ræðu Humphreys um Vietnam fálega tekið New York, Washington, Moskvu. 1. október. AP-NTB. LOFORÐI Huberts Humphrey um að hann muni stöðva loft- árásir á Norður Vietnam ef hann verði kjörinn forseti, hefur verið heldur fálega tekið víðast hvar. Margir halda því fram að þeir séu jafnnær og áður um stefnu forsetaefnisins, og illar tungur segja að hann hafi fengið sam- þykki Johnsons forseta til að gefa þetta loforð. Edward Kennedy, sem er ákaf ur stuðningsmaður Humphreys, lýsti þó hrifningu sinni yfir ræð- unni og segir hann vera eina manninn sem vir'ðist geta stefnt ákveðið að friði í Vietnam. Tass fréttastofan sagði að þetta væri augljóslega áróðurbragð sem frambjóðandinn notaði til að afla sér atkvæða og taldi lítið mark á takandi, ekki sízt vegna þeirra krafa sem hann gerði til Norður- vietnama. Nokkrir þingfulltrúar republik ana sögðu í yfirlýsingu áð Hump hrey væri bara að fiska eftir at- kvæðum og að ekkert mark væri takandi á þessu loforði. Everett Dirkson og Gerald R. Ford, öld- ungadeildarþingmenn republik- ana frá Illinois og Michigan, 75 þúsund bandarískir hafnarverkamenn í verkfalli — Johnson kann að fyrirskipa 80 daga verkfallsbann New York 1. október AP. Verkfall 75000 hafnarverka- manna á Austurströnd Banda- ríkjanna hófst í dag, en John- son forseti virðist hafa ákveðið Verst lögreglu og her meö haglabyssu Á litlum bóndabæ í Englandi er maður vopnaður tvíhleyptri haglabyssu, sem hefur varizt miklum fjölda lögreglu- og her- manna í tólf daga. Með honum er kona hans og fjögur börn. Maður þessi heitir John James og hann er í þessari aðstöðu vegna þess, að hann neitaði að greiða sekt fyrir umferðarbrot. Hann lenti í hörðum deilum við lögregluna og svo leiddi eitt af öðru þartil nú að svona er kom- ið. Hann lét þau boð út ganga, að hann ætlaði að setja heimsmet í vörn gegn umsátri og til að leggja áherzlu á þau ummæli skaut hann af báðum hlaupum haglabyssunnar á hænsnakofa sem tveir lögregluþjónar notuðu sem skjól. Lögregluþjónarnir settu óðara heimsmet í undan- haldi. Þetta er fremur einkennilegur vígvöllur að heimsækja. Allt um hverfis húsið eru tjöld, þar sem hermenn, lögreglumenn og blaða menn hafast við, og tjaldbúðirn- ar eru rétt utan skotfæris hagla byssu númer 12. Það hefur verið kalt og leiðinlegt veður undanfar ið og umsáturliðið situr lengstum við prímusana og hitar sér kaffi. James hinsvegar lifir góðu lífi í hlýju húsi sínu og móðir hans færir honum vistir daglega. Vegna konunnar og barnanna get ur lögreglan ekki reynt að svelta hann. Lögreglan hefur reynt ótal aðferðir við að ná James, en þær hafa það allar sameiginlegt að vera vita gagnslausar. að beita fyrir sig Taft-Hartley lögunum, sem banna verkfall í 80 daga meðan viðræður fara fram. Það var Alþjóðasamband hafnarverkamanna, sem fyrir- skipaði verkfallið eftir að samn- ingaviðræður við Samband út gerðarmanna fóru út um þúfur á mánudagskvöld. Nokkrum klukk ustundum síðar skipaði forsetinn þriggja manna nefnd, sem á að hefja rannsókn á deilunni og skila áliti á miðvikudag. Niður- stöður nefndarnnar gætu orðið til þess að 80 daga verkfalls- bann gengi í gildi, en það er mögulegt ef þjóðarhagurinn er talinn í veði. Mikill fjöldi skipa stöðvaðist í höfnum á austurströndinni þeg- ar verkfallið hófst, en full afleið ing þess kemur ekki strax í ljós. Herskip og skip sem notuð eru til flutninga á hergögnum, eða matvælum fyrir Bandaríkja- stjórn eru undanþegin verkfall- inu. Thomas Gleason, forseti Al- Framh. á bls. 27 sögðu í sameiginlegri yfirlýsinigu að þeir teldu loforðið vera gefið í eiginhagsmunaskyni. Það ætti að líta á það í því ljósi og því ekki taka mark á því. Narciso Ramos, utanríkisráð- h:rra Filipseyja, sagði að þetta sama loforð hefði Johnson g<4f- ið í San Antonio. Hann hefði gert sömu kröfur til Norður-Vi- etnam og Humphrey gerir (að þeir virði hlutlausa beltið milli Suður- og Norður-Vietnam) og þeir hefðu engan áhuga sýnt. Josef Luns, utanríkisráðherra Hollands sagði loforðið vera mikla tilslökun isem væri nálægt Framh. á bls. 21 Banna nynazista Berlín, 1. okt. NTB. ÞING Vestur-Berlínar mun leggja bann við starfsemi Þjóð- ernissinnaða lýðræðisflokksins í borginni. Skýrði talsmaður þingsins frá þessu í dag. Var fjallað um mál þetta á viku- legum fundi þingsins, þar sem borgarstjóranum, Karl Schiitz, var falið að grípa til allra þeirra ráðstafanna, sem nauðsynlegar væru til þess að framfylgja slíku banni. Var skýrt frá því, að flokkurinn hefði um 400 með- limi í borginni. Undirbún fund Norðurlondarúðs Osló. 1. október NTB. FORSÆTISRÁÐHERRAR Norð landa og forsetar Norðurlanda- ráðs koma saman til fundar í Osló 19. og 20. okt. nk. til þess að ræða um dagskrá næsta fund ar Norðurlandaráðs, sem haldinn verður í Stokkhólmi í marzmán- uði á næsta ári. Fundurinn nú er haldinn samkvæmt venju á hverju ári til þess að undirbúa næsta fund ráðsins. Fjármála- nefnd Norðurlandaráðs mun koma saman í Osló 21. októ'ber. Brezka stjórnin mun ekki breyta um stefnu í efnahagsmálum Stefna stjórnarinnai loks tekin að bera árangur, segir Wilson Blackpool, 1. október. NTB-AP. Harold Wilson, forsætisráð herra Bretlands, lýsti því yfir á landsþingi Verkamanna- flokksins í dag, að efnahags- málastefna ríkisstjórnar hans væri nú tekin að bera árang- ur og skoraði hann á fylgis- menn sína að veita sér stuðn- ing, svo að Verkamannaflokk urinn héldi völdunum í land- inu og gæti því uppskorið árangur erfiðis síns. Lýsti hann því yfir, að stjórnin hefði ekki í huga að breyta stefnu sinni í launa- og kjara málum, þrátt fyrir það, að þingið hefði hafnað henni dag inn áður. Ræðu Wilsons var mjög fagnað á landsþingi Verkamannaflokksins og er talið, að með ræðu sinni hafi hann mjög styrkt aðstöðu sína, þrátt fyrir þá erfiðu að- stöðu, sem hann var í. — Undanfarið tímabil hefur verið verkalýðshreyfingunni erf- itt, sagöi hann. — Einkum hefur síðasta ár valdið okkur miklum vonbrigðum, en nú horfir allt til Framh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.