Morgunblaðið - 02.10.1968, Síða 13

Morgunblaðið - 02.10.1968, Síða 13
MORGUINBLAÐIB, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 196« 13 BRIDGE VETRARSTARF Bridgeíélags Reykjavíkur er hafið og stendur nú yfir hjá félaginu einmenn- ingskeppni (3 umferðir). Að 2 umferðum loknum er rö_ð efstu þessi: 1. Páll Bergsson 795 stig 2. Ólafur H. Ólafsson 762 — 3. Ríkharður Steinb.s. 750 — 4. Reimar Sigurðsson 744 — 5. Hörður Þórðarson 740 — 6. Hjalti Elíaason 732 — 7 .Þröstur Sveinsson 711 — 8. Þráinn Finnbogason 711 — Síðasta umferð verður spiluð miðvikudaginn 2. oktober í Dom us Medica við Egilsgötu. Dagana 9., 16. og 23. október fer fram tvímenningskeppni (undankeppni) hjá Bridgefélagi Reykjavíkur og síðan fer fram úrslitakeppnin (5 umferðir). Jólakeppni félagsins fer síðan fram 11. og 18. desember. Stjórn félagsins gefur frekari upplýsingar um keppnir þessar, en stjórnin er þannig skipuð: Hjalti Elíasson (sími 40690), formaður, Stefán J. Guðjhonisen (sími 10811), Þorgeir Sigurðsson (sími 38880), Guðmundur Pét- ursson (sími 12332) og Ásmund- ur Pálsson (sími 10121). Ákveðið hefur verið að Heims- meistarakeppnin árið 1969 fari frarn isíðari hluta maímánaðar í S.-Ameríku. Árið 1970 mun keppnin fara fram í Svíþjóð og hefjast 15. júní. Verður þá ieinn- ig tvímenningskeppni. Árið 1971 fer Heimsmeistarakeppnin fram í Asíu. Evrópukeppnin fyrir spilara undir 30 ára fór fram í Prag dag ana 5.—10. ágúst sl. Sænska sveitin sigraði með miklum yfii burðum en alls tóku 11 sveitir þátt í þessari fyrstu Evrópu- keppni yngri spilara. Röð þátt- tökusveitanna varð þessi: íslenzk-þýzk orðabók — eftir Svein Bergsveinsson 1. Svíþjóð 74 stig 2. Portúgal 56 — 3. Brstland 55 — 4. Pólland 55 — 5. Holland 63 — 6. Finnland 52 — 7. Danmörk 44 — 8. Austurríki 43 — 9. Ungverjaland 42 — 10. Tékkóslóvakía 28 — 11. írland 28 — Ákveðið hefur verið að næsta FÉLAGSLIF Framarar, handknattleiksdeild, stúlkur. Æfingar fyrir stúlkur 10-12 ára á fimmtudögum kl. 7.40— 8.30. Stúlkur 12—16 ára kl. 8.30—9.20. Ath., æfingarnar fara fram í æfingasalnum undir stúku Lauigaxdalsvallar. Fjölmennið — Stjómin. Knattspymufélagið Valur, knattspyrnudeild. Innanhúsæfingar h e f j a s t miðvi'kudaginn 2. okt. Annar flokkur miðvikudaga og föstu daga kl. 19.40—20.30. Þriðji flokkur miðvikudaga og föstu daga kl. 18.50—19.40. Fjórði flokkur miðvikudaga og föstu- daga kl. 18—18.50 og sunnu- daga kl. 15.40—16.30. 5. fl. a og b lið fimmtudaga kl. 10—18 og sunnudaga kl. 14.50—15.30. c lið sunnudaga kl. 14—14.50 og yngri en 10 ára sunnudaga kl. 13.10—14. Mætið stundvís- lega. Stjórnin. NÚ, er skólar eru sem óðast að búa sig undir og hefja vetrar- starfið, er tímabærf að vekja athygli á bók, sem kom á mark- aðinn snemma á þessu ári, en hefur ekki verið getið opinber- lega, svo ég viti. Ég á hér við ÍSLENZK-ÞÝZKA ORÐABÓK eftir dr. Svein Bergsrveinsson, prófessor við Humboldt-Univer- sitát í AustuT-Berlím, gefna út af fonlagi.nu Enzyklopádie í þeirri gömlu og merku bóka- gerðarborg Leipzig. Bók þessi er XXXII + 335 blaðsíður (12x19 sm), mjög skýrt prentuð og smekklega bundin, en því miður á pappír, sem tæplega er nógu góður. Á eftir formála og leiðbeiiningum um notkun bókarinnar er mjög athyglisverður kafli um hljóð fræði, þar sem framburður hvers bókstafs íslenzkunnar er sýnd- ur eftir stöðu hans með rækileg- um dæmum. í skólum hér mætti taka þessa hljóðaskrá dr. Sveins til fyrirmyndar ( og gera jafn- framt útlæga hina rótgrónu, gömlu vitleysu um svonefnd „grönn og breið sérhljóð"). Beygingafræði islenzkunnar á XX. til XXXII. blaðsíðu er gerð af einum samverkamanna dr. Sveins og er greinargott yfirlit, sem kemux sér áreiðanlega vel fyrir margan útlendinginn við íslenzkunám. Sjálf orðabókin er 335 síður. Þar eð hún mun fremur ætluð þýzkumælandi notendum, er sýnd beyging íslenzkra orða, en ekki þýzkra, og er að því nokk- ur bagi. Hins vegar er það ein- kenni á bókinni, hve oxðaforð- inn er nútíma'legur og hve mörg orðasambönd og orðatiltæki er þar að finna, og er það megin- kostur. Þá er og að finna í bók- inni þýðingu á mörgum nýyrð- um, enda er höfundur vel kunn- ugur þeim af starfi sínu við söfn- un þeirra og útgáfu. Því hlýtur bókin að vera velkomið hjálp- artæki öllum, sem þurfa að skrifa þýzku, bvort sem það eru skólanemendur, verzlunaxmenm, stúdentar eða aðrir. Auk þess er bókin að sjálfsögðu ágætt hjálp- artæki handa útlendimgum við íslemzkunám, ekki sfet vegna þess, að fjöldamörg mikið beygð orð eru gefin í mismunandi mynd sem uppsláttarorð og visað til aðalmyndar þeirra. Tungumálanám er jafman mikilvægur þáttur í skóila- menntun smærri þjóða, og skyldu mernn varast að gera of lítið úr nytsemi þess. Á okkar tímum, sem einkennast af beinum og óbeinum áróðri mikilvirkra fjöl- miðlunartækj a, þar sem mönnum hættir til að skoða hlutina á ein- hliða hátt og sífellt með sömu (útlendu) gleraugunum, er sér- stök nuðsyn að halda opnum gluggum til sem flestra átta. Til þess er málanám ekki sízt smá- þjóðum mikil nauðsyn, og ber að þakka hvem skérf, sem lagð- ur er fram til að efla það. Skerfur dr. Sveins Bergsveinssonar er mjög kærkominn, og það er trú mín, að hin nýja íslenzka-þýzka orðabók hans eigi eftir að koma mörgum að góðu gagni. Balður Ingólfsson. Prói ■ bílamálun verða haldin í húsnæði Bílasprautunar h.f. laugar- daginn 12. október. Þátttaka tilkynnist fyrir 8. október í síma 35035. PRÓFNEFNDIN. keppni fari frarn árið 1970 og mun þá verða miðað við 26 ára aldur spilaranna. Einbýlishús í Hofnoriiiði Til sölu einbýlishús við Melholt í Hafnarfirði, 4 svefn- herb. og bað á. efri hæð, samliggjandi stofur, eldhús, búr og þvottahús á neðri hæð. Bílskúr. Ræktuð og girt lóð. SKIP OG FASTEIGNIR, Austurstræti 18, símar 21735, eftir lokun 36329. JÖrð tll sölu JÖrð í nágrenni Reykjavíkur er til sölu. Húsakynni eru 1. flokks, nýbygging og jörðin er á mjög fallegum stað. Selst aðeins félagsmönnum. Jörðinni fylgir lax- og silungsveiði, sem ekki er í leigu. Tilboð leggist á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Jörð — 8998“ fyrir 15. okt. n.k. Skrifstofustúlka Skrifstofustúlka óskast hálfan eða heilan daginn í heildverzlun. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. merktar: „Skrifstofustúlka — — 2378“. Aðstoðarmann vantar nii þegar Æskilegt að hann hafi unnið við bílaviðgerðir. Upplýsingar eftir kL 18 hjá Bílaraf, Höfðavík við Sætún. Sími 24700. Söltunnrstúlkur — Beykir Söltunarstúlkur vantar til Neskaupstaðar. — Viljum einnig ráða vanan beyki. Saltað er inni í upphituðu húsi. — Fríar ferðir og fæði. — Uppl. í síma 21708. SÖLTUNARSTÖÐIN MÁNI, NeskaupstaS. Sendill óskast Röskur piltur eða stúlka óskast til sendistarfa. Nauð- synlegt að viðkomandi hafi hjól til umráða. Upplýsingar í síma 17695 í dag frá kl. 1 — 5. 3ja herbergja íbúð á efri hæð við Flókagötu er til sölu. fbúðin er stofa, svefnherbergi með innbyggðum skápum og bamaherbergi, eldhús, baðherbergi og forstofa. Suður- svalir. Tvöfalt gler í gluggum. VAGN E. JÓNSSON GUNNAR M. GUÐMUNDSSON hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9 Símar 21410 og 14400. Utan skrifstofutíma 32147. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem verða til sýnis föstu- daginn 4. október 1968 kl. 1—4 í porti bak við skrif- stofu vora, Borgartúni 7: Vauxhall Victor fólksbifreið, Vol'kswagen Ford Zephyr Volvo sendiferðabifreið Chevrolet fólksbifreið Austin Gipsy Austin Gipsy Austin Gipsy diesel Tempo sendiferðabifreið Land Rover lengri gerð Gaz 63 þjarkur Willys jeep skúffubifreið árg. 1965 — 1964 — 1960 — 1962 — 1955 — 1965 — 1965 — 1963 — 1963 — 1964 — 1959 — 1964 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, sama dag kl. 5 e.h. að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI7 SlMI 10140 JAZZBALLETTSKOLI BARU Skólinn tekur að fullu til starfa 7. október. Kennt verður í öllum aldursflokkum. Bamaflokkar — táninga- flokkar — byrjendaflokkar — framhaldsflokkar. Jazzballet fyrir alla! Innritun alla daga frá kl. 9—7 í síma 8-37-30. Dömur — líkamsrækt Megnmaræfingar fyrir konur á öllum aldri. — Nýr þriggja vikna kúr að hefjast. 4 tímar í viku. — Dagtímar — kvöld- tímar. — Góð húsakynni. — Sturtuböð. Frúarjazz einu sinni í viku. Innritun alla daga frá kl. 9—7 í síma 8-37-30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.