Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1068 - FORSETAKOSNINGARNAR Framhald af bls. 1 Talið er að um 121% millján manna uppfylli skilyr’ði fyrir kosningarétti í Bandaríkjunum, en til að greiða atkvæði þurfa kjósendur að láta skrá sig fyrir- fram. Er áætlað að rétt rúmar 90 milljónir kjósenda hafi látil skrá sig, og að um 73 milljónir þeirra greiði atkvæði. Við kosn- ingamar 1964 greiddu alls 70.913. 673 atkvæði, og hafðí þá þátt- taka aldrei verið meiri. Alls hafa 28 forsetar verið kjömir frá því Republikana- flokkurinn var stofnaður. Baúð flokkurinn fyrst fram árið 1856, og hefur 16 sinnuna sigrað í for- setakosningum á þessum tíma, en demókratar 12 sinnum. Á þessari öld hafa hins vegar demókratar sigrað níu sinnum en republikanar átta. FYRSTU ÚRSLITIN Að þessu sinni eru kjörstaðir alls um 175.000, og hófust kosn- ingar sumsstaðar strax eftir miðnætti sl. nótt, en víðast hvar snemma í morgun. Bar fréttum strax saman um að allt benti til mjög mikillar kjörsóknar, og höfðu víða myndazt langar bið- raðir við kjörstaðina. Fyrstu úr- slitin bárust frá smáþorpinu Dix- ville Noteh í New Hampshire, en þar voru 12 manns á kjör- skrá. Greiddu allir atkvæ’ði skömmu eftir miðnætti í nótt, og féllu atkvæði þannig að Humphrey hlaut átta, en Nixon fjögur, og Wallace ekkert. Þeg- ar Nixon bauð sig fram árið 1960 gegn John F. Kennedy, fékk hann öll átta atkvæði þorps ims. 1 öðru þorpi í New Hamps- hire, Ellsworth, hlaut Nixon öll ellefu atkvæðin, og í þorpinu Pointe aux Barques í Michigan öll tólf atkvæðin, sem greidd voru. Voru þetta fyrstu niður- stöðurnar, sem bárust, og leið langur tími þar til frekari upp- lýsingar voru fyrir hendi. Nixon hafði greitt utan-kjör- staðaatkvæði nokkru fyrir kjör- dag, en ýmsir aðrir frambjó’ð- endur og leiðtogar mættu á kjör- stað í dag og neyttu atkvæðis- réttar síns. Hubert Humphrey kom til Waverly í Minnesota ásamt konu sinni í morgun til að kjósa, og er trúlegt að flesta gruni hvern hann kaus. Engu að síður spurðu fréttamenn, sem safnazt höfðu á kjörstað, hvort hann vildi skýra frá því, en Humphrey svaraði brosandi: „Ó, það er leyndarmál.” Lyndon B. Johnson fráfarandi forseti kaus í Johnson City í Tex as tveimur klukkustundum eft- ir að kosning hófst, og er það ekki oft á undanförnum 20 árum, sem hann hefur mætt á kjörstað án þess sjálfur a'ð vera í kjöri til einhvers embættis. Sögðu fréttamenn að forsetinn hafi ver ið í mjög góðu skapi, en ekkert viljað ræða um kosningamar. Spiro Agnew, varaforsetaefni republikana, greiddi atkvæði I heimaborg sinni Annapolis í Maryland. „Við búumst við sigri, en erum reiðubúnir til að mæta ósigri,“ sagði hann við frétta- menn. Edward Kennedy kaus í Boston skömmu eftir að kosning hófst þar klukkan átta í morg- un a'ð staðartíma. Kvaðst hann vongóður um að ífumphrey færi með sigur af hólmi. „Ég er von- góður um úrslitin,“ sagði hann, DRÆTTI FRESTAÐ DRÆTTI í Landshapp- drætti Sjálfstæðisflokksins er frestað til 22. nóvember. Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins. ,,straumurinn hefur legið til vara forsetans.“ Edmund Muskie, varaforseta- efni demókrata, kaus í Water- ville I Maine snemma morguns, og höfðu andstæðingar styrjald- arinnar í Vietnam efnt til mót- mælaaðgerða fyrir framan kjör- staðinn þegar Muskie kom á vettvang. Tóku um 175 manns þátt í þeim aðgerðum, og hróp- uðu margir þeirra kröfur um „frjálsar kosningar nú“ meðan Muskie greiddi atkvæði sitt. Var honum þa’ð ekkert launung- armál að hann kaus frambjóð- endur demókrata til allra em- bætta, sem um var keppt. Nelson A. Rockefeller ríkis- stjóri, sem keppti um framboð á vegum republikana við Nixon og tapaði, kaus í Tarrytown í New York. Spáði hann því að Nixon sigraði, en vildi ekkert um það segja hvort hann gæti hugsað sér að taka við hugsan- legu ráðherraembætti hjá Nix- on, ef spá hans rættist. Og Harry S. Truman fyrrum forseti, sem vann svo óvæntan sigur fyrir 20 árum, kaus í Indépendence í Missouri snemma dags. Kom hann gangandi á kjörstað, og ræddi á leiðinni við fréttamenn. Sagði hann meðal annars að nú væri „gott demókrata-veður“, þótt enn betra hefði verið að fá svolitla rigningu. Aðspurður hvort hann hefði rætt nokkuð við Johnson forseta eða Hump- hrey, svaraði Truman: „Ef þeir hafa ekki gert nóg til að tryggja sigur í kosningunum núna, er of seint fyrir mig að gera nokkuð fyrir þá í dag“. MIKLAR BREYTINGAR Að undanförnu hafa skoðana- kannanir leitt 1 ljós að Hump- hrey væri mjög að vinna á Nix- on. Fyrir um hálfum mánuði þótti sigur Nixons vís, og taldi Gallup-stofnunin þá að Nixon ætti fylgi 44% kjósenda, Hump- hrey 36%, og Wallace 15%. Síð- asta skoðanakönnun Gallups nú fyrir helgina sýndi hinsvegar að fylgi Nixons hafði lækkað niður í 42%, en fylgi Humphreys hækk að í 40%. Minni munur hefur venjulega verið í könnunum Louis Harris, en Nixon þó jafn- an með töluvert meira fylgi en Humphrey. í gærkvöldi birti Louis Harris niðurstöður síðustu könnu narinnar, og var þá Hump hrey kominn upp fyrir Nixon í fyrsta skipti. Sýndi sú könnun að fylgi Humpnreys var 43%, en fylgi Nixons 40%. Frímerki í gluggasýnintpim „DAGIJR FRÍMHRKISINS” var í gær, en fólki skal bent á, að gluggasýningarnar á vegum Félags frímerkjasafnara verða fenn um sinn. Þær eru í sýning- argluggum Eimskipafélagsins, Flugfélags fslands í Lækjargötu, blómaverzluninni Dögg í Álf- heimum og Skátabúðinni við Snorrabraut. Ennfremur verður verðlauna- getraunin í glugga Franch Mich- elsens að Laugavegi 39 í nokkra daga enn. Þar eru sýnd frí- merkjabúnt og á geta til um, hve mörg merkin séu. Verðlaun verða veitt þeim, sem komast næst hinu rétta. Eru það frí- merki og það ekki af lakari teg- undunum. Fyrsta fundinum í París frestað S-Vietnamar neifa að sitja fundi meðan Viet Cong er sjálfstœður samningsaðili París, 5. nóvember, AP—NTB FYRSTA friðarviðræðufundinum eftir stöðvun sprenf juárása á Norður-Vietnam var frestað í dag vegna fjarveru fulltrúa stjórnarinnar í Saigon. Nguyen Van An, varatormaður sendi- nefndarinnar frá Suður-Vietnam sagði, að þeir myndu ekki koma til viðræðnanna svo lengi sem „Þjóðfrelsisfylkingin“ hinn póli- tíski armur Viet-Cong, kæmi fram sem sjálfstæður samnings aðili. Bandaríkin viðurkenna fylkinguna ekki heldur og hafa reynt að fá Norður-Vietnam til að innlima hana í sendinefndina frá Hanoi. Sagt er og að banda- rísku fulltrúamir reyni bak við tjöldin að telja Saigon á að taka þátt í viðræðunum. Talsmaður bandarísku sendi- urkenningu og að samsteypu- stjórn með henni verði ekki mynduð í Saigon. Stjórn Ástralíu hefur sent stjórninni í Saigon orðsendingu, þar sem segir, að Ástralía telji að það muni þjóna bezt hagsmun um fólksins í Suður-Vietnam, að stjórnin sendi fulltrúa til Parísar viðræðnanna. Þessir fulltrúar myndu koma íram fyrir hönd hinnar einu réttu og löglegu stjórnar hersins. Það væri mikil vægt atriði, þar sem stjórn Norð ur-Vietnam hefði hingað til neit að öllum viðskiptum við stjórn Suður-Vietnam. Frú Nguyen Thi Binh, formað ur samninganefndar „Þjóðfrels- isfylkingarinnar" hélt sinn fyrsta fund með fréttamönnum í dag. Hún talaði um þjóðlega og lýð nefndarinnar sagði aðeins, að , ræðislega stjórn á breiðum grund fundurinn yrði ekki haldinn, en I velli og frjálsar kosningar í Suð að Bandaríkin voni að Saigon | ur-Vietnam. Hún sagði að Viet- sendi fulltrúa innan skamms. Að sjálfsögðu gætu ekki farið fram neinar viðræður um framtíð Suð ur-Víetnam án þátttöku fulltrúa stjórnarinnar í Saigon. Það er þó ekki talið ólíklegt að í milli- tíðinni mundi fulltrúar Banda- rikjanna og Hanoi ræðast við um atriði sem sérstaklega snerta stjórnir þeirra. Ellsworth Bunker, sendiherra Bandaríkjanna í Saigon, sagði einnig, að viðræður kæmu ekki til greina án þátttöku Saigon- stjórnarinnar. Hann staðfesti að Bandaríkjastjórn viðurkenndi ekki „Þjóðfrelsishreyfinguna“ og myndi ekki styðja samsteypu- stjórn í Saigon. Svipuð yfirlýsing hefur kom- ið frá Suður-Kóreu. H Kwon Chung, forsætisráðherra, sagði í Seoul, að Bandaríkin hefðu full vissað Suður-Kóreu um að sprengjuárásir yrðu hafnar aftur ef Hanoi dregur ekki tilsvarandi úr sínum hernaðaraðgerðum. Því hefði einnig verið lofað að „Þjóð frelsishreyfingin“ hlyti ekki við Nam gæti sameinast smámsam- an á grundvelli viðræðna milli hinna tveggja hluta, án íhlutunar utanaðkomandi aðila. Bandarík- in yrðu örugglega sigruð og bezt væri fyrir yfirmenn, hermenn og stjórnmálamenn í Suður-Viet nam að slást í lið með Viet Cong meðan enn væri tími til. Hún kallaði stjórnina í Saigon sam- ansafn af föðurlandssvikurum, sem væri undir stjórn banda- rísku innrásarliðanna. Stjórn Suður-Vietnam hefur upplýst, að hún hafi undir hönd um leyniskj al sem náðíst skömmu áður en árásum á Norð ur-Vietnam var hætt. í því eru skipanir um að auka hernaðar- og áróðursaðgerðir um leið og stöðvunin komi til framkvæmda. Héraðshöfðingjum er skipað að auka skæruhernað, hryðjuverk, morð og skemmdarverk, um allt Suður-Vietnam. Talsmaður banda rísku herstjórnarinnar sagði, að þeir hefðu fengið „svipaðar upp- lýsingar" en neitaði að segja meira. Veglegt afmælis- blað Vikunnor VIKAN á þrjátíu ára afmæli um þessar mundir. I tilefni af þvi er kornið út vandað afmælisblað, 72 síður að stærð, þar af 4 síður prentaðar á myndapappír. Af efni blaðsins má nefna viðtöl við Hilmar A. Kristjánsson og Hall- dór Pétursson listmálara, smá- sögu eftir Guðmund Danielsson, grein og myndir um Lundúna- dvöl Hljóma og ótalmargt fleira. Vikan hóf göngu sina 17. nóvember 1938. Stofnandi henn- ar og fyrsti ritstjóri var Sigurð- ur Benediktsson. 1940 tók Jón H. Guðmundsson við ritstjórn- inni, og var hann ritstjóri blaðs- ins næstu 12 árin. Þá varð Gísli J. Ástþórsson ritstjóri og síðan Ríkisstjórnin gerir ráðstafanir til að sala á katfi, sykri og hveiti stöðvist ekki — RÍKISSTJÓRNIN hafði af því fregnir í gær, að innflytjendur hefðu í hyggju að stöðva inn- flutning á kaffi, sykri og hveiti. Vörur þessar eru fluttar inn með greiðslufresti, og óttuðust innflytjendur þessara vara að þeir kynnu að verða fyrir tjóni af þessum sökum vegna vænt- anlegra efnahagsaðgerða. Á fundi sínum í gær ákvað rík isstjórnin að bæta innflytjend- um þessa varnings það tjón, sem þeir kynnu að verða fyrir af völdum fyrirhugaðra aðgerða, miðað við eðlilega sölu frá deg- inum í gær að telja og þar til aðgerðirnar koma til fram- kvæmda. Ætti því ekki að koma til skorts á þessum vörum, eins og útlit var fyrir. Jökull Jakobsson. Á þeim rima keypti Hilrnar A. Kristjánsson (Hilmir hf.) blaðið, og í hans tíð stækkaði það úr 16 siðum í nú- verandi stærð, 52 síður. Þá var einnig tekið að prenta kápu blaðsins í fjórum litum, sem var algjör nýjung hér á landi. 1959 var Gísli Sigurðsson ráðinn rit- stjóri, og var blaðið undir hans stjórn þar til 1967. Vikan er eina vikublaðið sinn- ar tegundar hér á landi. Nú sem fyrr er lögð áherzla á að birta fjölbreytt efni við allra hæfi, bæði til fróðleiks og skemmtun- ar. í seinni tíð hefur sú nýjung verið tekin upp að birta blaða- úrdrætti úr bókum, sem mikla athygli hafa vakið erlendis. Má þar nefna bókina um dauða Kennedys forseta eftir Manchest- er, 20 bréf til vinar eftir Svetlönu, Tópaz eftir Leon Uris og nú síðast Sögu Bítlanna og Sögu Forsytættarinnar. Af vænt- anlegu efni má nefna palladóma um alþingismenn, sem Lupus hefur skrifað fyrir Vikuna. Nú- verandi ritstjóri Vikunnar er Sigurður Hreiðar, en meðrit- stjóri Gylfi Gröndal. Listi yfir heildar atkvœðamagn og kjörmannaatkvœði frambjóðenda demókrata og republikana í forseta- kosningunum undanfarin 40 ár: — Vetrnisfnrí Sjólfstæðiskvennn- félngsins Eddu í Kópnvogi Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi hefur hafið vetrar- starf sitt. Sauma- og föndurkvöld eru alla þriðjudaga kl. 20.30. Hinn 17. nóvember verður hinn árlegi bazar félagsins. Þar er margt góðra muna til jólagjafa. Snemma í desember verður sýnikennsla í jólaundirbúningi. Fyrirhuguð er handavinnu- kennsla. Kennt verður listsaum- ur, hvítsaumur, klaustursaumur, hedebo, blómstursaumur, orker- ing, silkimálun, og tauprent. Þær félagskonur, sem ætla að sækja þe3si námskeið tilkynni þátttöku í síma 41286 og 40159. Ár: Frambjóðendur: Flokkur: Kjörmenn: Atkv.magn: 1928: Herbert C. Hoover R 444 21.392.190 Alfred E. Smith D 87 15.016.443 1932: Franklin D. Roosevelt D 472 22.821.857 Herbert C. Hoover R 59 15.761.841 1936: Franklin D. Roosevelt D 523 27.476.673 Alfred M. Landon R 8 16.679.583 1940: Franklin D. Roosevelt D 499 27.243.466 Wendell L. Willkie R 82 22.304.755 1944: Franklin D. Roosevelt D 432 25.602.505 Thomas E. Dewey R 99 22.006.278 1948: Harry S. Truman D 303 24.105.695 Thomas E. Dewey R 189 21.969.170 1952: Dwight D. Eisenhower R 442 33.824.351 Adlai E. Stevenson D 89 27.314.987 1956: Dwight D. Eisenhower R 457 35.585.316 Adlai E. Stevenson D 74 26.031.322 1960: John F. Kennedy D 303 34.277.096 Richard M. Nixon R 219 34.108.546 1964: Lyndon B. Johnson D 486 42.995.259 Barry M. Goldwater R 52 27.175.770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.