Morgunblaðið - 06.11.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1968
5
„ Nú erum við að gera klárt “
Rambað um bryggjusporða
ÞAÐ er alltaf eitthvað um að
vera við höfnina, skip að
koma og fara, menn að ianda,
skipa upp og út vörum, gera
við veiðarfæri og sitthvað
fleira. Við löbbuðum einn dag
inn með höfninni og fylgd-
umst með sjómönnunum og
þeim sem vinna við höfnina.
Það var hugur í flestum og
þeir voru hressir og kátir að
— Við erum búnir að vera
á togveiðum síðan um mán-
aðamótin febr.-marz, en höfð
um verið á síld áður.
Við hættum á síldinni um
hátíðarnar í fyrra, bæði var
ekkert að hafa eftir það og
okkur þykir báturinn heldur
lítill fyrir síldina, ef langt er
að sækja.
— Hvernig hefur aflazt?
— Það hefur verið frekar
tregt, en þó sæmilegt á köfl-
um. Þetta hefur mest verið
þorskur, en nokkuð af ufsa og
ýsu, lítið af karfa.
— Þið eruð með bobbinga-
troll.
— Já, við erum með eintóma
járnbobbinga. Okkur reyndust
gúmmíbobbingarnir ekki eins
vel, járnbobbingarnir eru létt-
ari í drætti og koma betur út.
— Eruð þið að gera klárt?
Frá Granda. í slippnum í fjarska eru 4 mismunandi skip í viðgerð: togari, Árni Friðriksson,
Esjan og mótorbátur.
búa skip sín til veiða.
Áhöfnin á Gróttu RE var
að vinna í lestinni, ekki við
löndun, heldur breytingu á
lestinni til þess að betra væri
að ísa fisk í hana. Gróttumenn
voru að ganga frá sérstökum
hillum í lestinni, þar sem fisk
inum verður raðað á og hann
ísaður vandlega.
Við tókum tali Guðmund
Ólafsson, skipstjóra á Gróttu,
sem er 180 tonna skip með
9 manna áhöfn, en skipið hef
ur að undanförnu verið með
troll:
— Hvað hafið við verið
með troll lengi?
Kosið i stjórn Kvik-
myndaklúbbsins
Nýlega var haldinn aðalfund-
ur Kvikmyndaklúbbsins. Þar var
kosin fyrsta stjórn klúbbsins,
en hana skipa þeir: Magnús
Skúlason, cand med., RagnarAð
alsteinsson, lögfr. og Þorsteinn
Blöndal stud med.
Samkvæmt lögum klúbbsins og
stofnskrá Kvikmyndasafnsins
eiga tveir þessara þriggja stjórn
enda jafnframt sæti í stjórn
hins nýstofnsetta Kvikmynda-
safns. Þriðji aðilinn í stjórnþess
er skipaður af stofnanda safns-
ins. Hefur Vilborg Dagbjarts-
dóttir verið skipuð í stjórnina
af hans hálfu.
Kvikmyndaklúbburinn hóf
starfsemi sína eftir sumarleyfin
með því að sýna tékkneskar
kvikmyndir frá seinni árum, og
er sýningum þeirra nú að Ijúka.
Á sýningarskrá fram til áramóta
eru m.a. myndir eftir Satjadit
Ra.j Þá verður sýndur Fjalla-
Eyvindur eftir Viktor Sjöström,
en sú mynd er meðal þeirra
fyrstu, sem nýstofnað Kvik-
myndasafn eignast. Einnig
verða sýndar brezkar heimildar
myndir undir leiðsögn Dr. John
Griersons frá árunum 1930 til
1940.
Þau sigruðu í
leikfimiskóm frá
UMBOÐSMENN
H. J. Sveinsson ht. Cullteig 6
Sími 83350.
Guðmundur Ólafsson, skipstjóri.
— Já, nú eruð við að gera
klárt og „skvera" og nota tím
ann. Við erum búnir að vera
í biliríi upp undir mánuð, það
hafa verið vandræði í skrúf-
unni, en það sézt nú fyrir end
ann á því.
— Hvað er svo framund-
an?
— Framundan eru svo á-
framhaldandi togveiðar og ef
við fáum fisk fyrir Englands-
markað, kemur til mála að
við siglum. Við höfum verið
að breyta lestinni að undan-
förnu til þess að hún geymi
betur ísaðan fisk, en þegar
við ísum röðum við öllum
bolfiski og ísum á hillur.
á.j.
SANDVIK
SNJÓNAGLAR
Á hjólbörðum negldum með
SANDVIK snjónöglum getið
þér ekið með öryggi á hál-
um vegum.
SANDVIK pípusnjónaglar
fyrir jeppa, vörubíla og lang-
ferðabíla taka öðrum snjó-
nöglum fram.
Gúmmivínnustofan h/f
Skipholti 35 — Sími 31055 — Reykjavik.
AF HVCRJU
VELJA FLEIRI OG FLEIRI
SOMVYL veggdúk?
VEGNA ÞESS AÐ
SOMVYL ER SÉRSTAKLEGA HLÝLEGT.
SOMVYL ER MJÖG GOTT AÐ HREINSA.
SOMVYL ER STERKT OG ENDINGARGOTT.
SOMVYL ER UM LEIÐ HLJÓÐEINANGRUN.
SOMVYL ER I.ÍKA HITAEINANGRUN.
SOMVYL MÁ LEGGJA Á ÓSLÉTTA Á VEGGI,
OG FYRIR ÞÁ SEM ERU AÐ BYGGJA-
SPARAR SOMVYL FÍNPÚSSNINGU.
FJÖLBREYTT LITAÚRVAL.
AÐEINS ÞAÐ BEZTA.