Morgunblaðið - 06.11.1968, Page 10
10
MORGTJNÐLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1968
Rólegt í norskum stjdrnmálum
— En bráðum byrjar kosninga—
gauragangurmn
Osló, 25. sept.
ENGIR stórviðburðir hafa
gerzt í norskum stjórnmálum
í allt sumar, þó að nú sé ekki
fullt ár til þingkosninga. Að
vísu staðhæfa blöð stjórnar
andstæðinganna að stjórn Bort
ens sé skelfing léleg stjórn
og hafi svikið meir og minna
öll sín loforð úr kosningabar
áttunni 1963, ..einsog við var
að búast“ segir Arbeiderblad
et, sem þó er ekki nærri eins
stóryrt og t.d. blöð íslenzkra
stjórnarandstæðinga. Og eng-
um stórsprengjum hefur ver-
ið varpað að stjórnarvagni
Bortens. — En hitt má nefna,
að ýmsar smásprengingar
hafa orðið í samstarfi stjórn-
arflokkanna í sumar. Sú fræg
asta varð þegar bændaflokks
menn, eða „sentrum“, heftu
framgang stjórnarfrumvarps
um ábyrgð á láni, sem norskt
stórfyrirtæki vill taka í Brasi
líu. Og síðar gerðist það, að
vinstriflokkurinn snerist önd
verður gegn þeirri fyrirætlun
hinna þriggja samstarfsflokka
sinna að fá þingið í vetur til
að leyfa listasamband við
næstu kosningar. Það er óséð
enn hvort þessar væringar
valda sundrungu meðal stjórn
arflokkanna. Líklega er hitt,
að allt grói um heilt áður en
/gengið verður til kosninga
næsta sumar.
En þegar svífur að hausti
færist meira fjör í stjórnmála
mennina. Stórþingið kemur
saman í næstu viku, fjárlaga-
frumvarpið verður lagt fram
4. okt. og þá fer að lifna yfir
öllu, ekki sízt þegar um er að
ræða síðasta þing kjörtímabils
ins.
Og einskonar „formleg opn-
un“ kosningabaráttunnar fór
fram í gær. Þá boðaði „Oslo
Arbeidersamfund" til opinbers
fundar til þess að láta höfuð
aðilana standa fyrir máli sínu
Einar Gerhardsen, sem hefur
lítið látið á sér bæra síðan
hann lét af stjórn, en látið
Tryggve Brattelie bera hita
og þunga dagsins, var frum
mælandi á þessum fundi, eins
konar sækjandi í málinu. En
Per Borten var verjandi. f
sóknarræðu sinni sagði Ger-
hardsen m.a. eitthvað á þessa
leið:
— Það er svo að sjá, sem
stjórnin hafi brugðizt mest
þar sem hún lofaði mestu. Allt
fram að kosningunum 1961
boðuðu borgaraflokkarnir
með hægri í fararbroddi, að
þeir berðust fyrir kerfis- skift
um (systemskifte) í stjóm-
málum. Þá var allt málað svart
sem stjórnin gerði. En það
kom á daginn að þessi áróð-
ur kom ekki að gagni, svo að
nú var breytt um tón. Bent
Röiseland (formaður vinstri)
sagði að þjóðinni vegnaði vel.
— Borten hefur farið varlega
í því að halda fram borgara
legu stefnunni, sagði Gerhard
sen og hélt því fram að fjögra
flokka stjórn hans hefðl ver-
ið lítilvirk. Hver flokkurinn
um sig hefði lýst yfir því, að
hann mundi halda sinni stefnu
og þetta túlkaði Gerhardsen
svo, sem að hver af flokkun-
um hefði einskonar „veto“
rétt. Gerhardsi.n fór ekki dult
með þá skoðun sína, að borg-
araflokkarnir hefðu aldrei
verið fundvísir á nýjar leið-
ir í stjórnmálum!
— Hér í landi er ekki jarð
vegur fyrir þær út-stefnur í
stjórnmálum, sem gætu orðið
til þess að knýja fram kerfis-
skifti, í eiginlegri merkingu
þess orðs, sagði Borten. Hann
lagði áherzlu á að hann hefði
aldrei sagt að hann óskaði
„systemskifte“ eftir nokkrar
kosningar, en það væri öll-
um flokkum hollt að vita, að
möguleikar á mannaskiftum
geti alltaf verið fyrir hendi.
Kosningar sem hafa f för með
sér að stjórnarandstaða nær
meirihluta, hljóta að hafa
mannaskifti í för með sér. í
lýðræðisþjóðfélagi safnast
alltaf fyrir óskir um manna-
skifti. Kannski var það þetta
sem reið baggamuninn við síð
ustu kosningar, sagði Borten.
Borten benti á að stjórn hans
hefði fengið miklu áorkað í
aðstoð við útkjálkahéruðin
Fyrir stjórnarskiftin hefði
mikið verið rætt um þetta mál
í tíu ár en ekkert gert. En
síðan hefði mikið áunnizt í
þessum málum. — Þess má
líka geta að í tíð núverandi
stjórnar hafa miklu fleiri íbúð
ir verið byggðar en áður, svo
að kvartanir yfir húsnæðis-
leysi eru ekki jafn háværar
og fyrr. Að vísu hefir það
mark ekki náðst sem stjórnin
setti sér í upphafi: að byggja
336 íbúðir á ári. En samt
er það af sem áður var, að
fólk þurfi að bíða árum sam-
an eftir byggingaleyfi. Osló-
arbúar þurftu líka að bíða
svo árum skifti eftir að fá
síma, en loks tók stjórnin
það ráð að láta síma fala
gegn því að notandinn lán-
aði símastjórninni 800 krónur
um leið og hann sendi beiðn-
ina, og á þann hátt hvarf
Atvinna öskast
19 ára gamla stúlku með gagnfræðapróf vantar vintnu
strax. Er vön símavörzlu, vélritun og afgreiðslu.
Margt kemur til greina. Talar norsku og sænsku.
Upplýsingar í síma 36014.
Umboðsmenn
Tryggingarfélag óskar eftir að ráða umboðs-
menn til tryggingarsöfnunar í Reykjavík og
nágrenni.
Tilboð sendist fyrir 14. þ.m. merkt:
„Umboðsmenn — 6676“.
símabiðröðin úr sögunni á
tveimur árum.
— Það er einkum tvennt
sem amar að í Noregi núna:
harðærið í Norður-Noregi og
verðfall fiskafurðanna, sem
kemur harðast niður á íbúum
nyrstu fylkja landsins. Bort-
en forsætisráðherra gerði sér
núna nýlega ferð norður í
Finnmörk ásamt fjármálaráð-
herranum til þess að kynna
sér ástandið og er þess að
vænta að víðtækar tillögur
um „endurreisn Norður-Nor-
egs“ komi fyrir þingið í vetur.
Og það má ekki seinna vera
Því að annars verður land-
flótti. Hann er þegar byrjað-
ur úr útverunum, þar sem
fólk hefur aðallega lifað á
fiskveiði og hafði ekki tök á
að verka aflann öðruvísi en
sem harðfisk. En þessi vara
er nær óseljanleg. Það er að
vísu ekkert þjóðartjón þó sum
fiskverin í úteyjum eða ann-
esjum leggist niður, ef fólkið
þaðan flytur sig ekki of langt,
svo að landshlutinn líði við
það. En það er einmitt þetta,
sem hætt er við. Ungir menn
að norðan sjá sér enga fram-
tíðar von í að stunda atvinnu
feðra sinna. Þeir sækjast eftir
að komast á kaupflotann, svo
að nú eru allir biðlistar full
ir hjá siglingafélögunum. Á
honum eru að minnsta kosti
15-16 þúsund útlendingar, en
nú hafa siglingafélögin verið
áminnt um að ráða ekki út-
lendinga. Aðrir ungir Norð-
lendingar leita atvinnu hjá
iðnfyrirtækjunum syðra. —
En þetta er ekki vilji þjóðar-
innar, sem vill varðveita jafn
vægið í byggðum landsins. Ef
fólk yfirgefur útver má það
helzt ekki fara of langt og
alls ekki suður í þéttbýlið. En
þá verður það að hafa eitt-
hvað að hverfa að í Finn-
mörku eða Troms. Þessvegna
þurfa ný iðnfyrirtæki að stofn
ast þar.
En útvegurinn? Engin
stjórn getur ráðið við fisk-
leysi og verðfall. En það hef
ur lengi verið kvartað undan
skipulaginu í útgerðinni og
verzluninni með aflann. Út-
vegsmenn finna sjálfir að eitt
hvað er t.d. bogið við dreif-
inguna innanlands. þegar neyt
endurnir verða að borga fimm
sinnum meira fyrir fiskinn en
sjómaðurinn fær fyrir hann,
enda hefur sölukerfið lengi
orðið fyrir alvarlegum að-
finnslum. Það ætti að vera
hlutverk útvegsmanna sjálfra
og fiskkaupmannanna að
finna ráð til bóta, en þeir
hafa ekki komið sér saman
um þau. Og þá verður stjórn-
in að sker ast í leikinn.
En sjávarútvegurinn er að
eins mjór þáttur í afkomu
norsba þjóðarbúsins. Þrátt fyr
ir vandræði útvegsins stend-
ur hagur landsins með mikl-
um blóma. Lítum á afkomuna
út á við. Á fyrra helmingi
þessa árs högnuðust Norð-
menn um 300 milljónir á við-
skiftunum við útlönd. Vöru-
skiftin voru vitanlega Norð-
mönnum í óhag einsog vant
er, en kaupflotinn gerði bet-
ur en að jafna metin. Smá-
þjóð með 4 milljón íbúa mun
ar um 20 milljón lesta kaup-
flota!
Núna um miðjan mánuðinn
birti Per Borten í þriðja sinn
skýrslu sina um hag ríkisins.
Þar er fyrst drepið á það mik
ilverðasta — að atvinna sé
næg í landinu. Forsætisráð-
herrann hefur ástæðu til að
benda á þetta, því að and-
stæðingar hans spáðu, þegar
hann tók við stjórn, að at-
vinnuleysi mundu stóraukast
og iðnfyrirtæki hrynja niður
einsog flugur. Kaupþegum
fjölgaði um 14.000 árið 1966,
en yfir 20.000 árið 1967, og
heldur áfram að fjölga það
sem af er árinu. Neysla al-
mennings hefur aukizt um 4
prs. árlega tvö síðustu árin
en mun aukast um 3.5% á
þessu ári. Afköst þjóðarbús-
ins verða öllu minni í ár en
tvö undlanfarin, en samt verð-
ur útflutningurinn meiri. Á
fyrra misseri ársins varð hann
7prs. meiri en í fyrra.
Útgjöld ríkisins til ýmissa
þarfa hafa stóraukizt þau tæp
3 ár sem stjórnin hefur setið.
Sér í lagi til ýmissa fram-
kvæmda í sveitum og til nátt
úrufriðunar — Þar er hækk-
unin 122prs. Til iðnaðar og
námureksturs 105prs hækkun,
til íbúðabygginga 91prs og til
stoðar við eftirleguþjóðir er
hækkunin 93prs. og nægir þó
skammt, því að ætlunin er að
þessi hjálp eigi að nema lprs.
af þjóðartekjunum. — Hins
vegar hafa útgjöld til raf-
virkjana ekki hækkað um
nema 9prs til verðjöfnunar 16
og til landbúnaðar 18prs.
Nokkuð hefur verið létt
sköttum, en nefnd ein, kennd
við Sandberg hefur rannsak-
að þau mál og mun álit henn
ar koma fyrir næsta þing.
Um menntamálin er það
helzt að segja að 9-ára skóli
nær nú til mikils meirihluta
landsmanna, því að hann er
kominn á í 330 af 451 sveita-
félögum landsins, og það eru
þau fámennustu sem ekki hafa
enn breytt til. Menntamálin
eru þungur baggi á ríkissjóði.
Enginn kvartar undan því þó
að 50 nýir æskulýðsskólar
hafi bætzt við. Það eru aðrir
sem kvarta, nefnilega forsvars
menn æðri menntastofnanna.
Sumir æðri sérskólar verða
að takmarka aðgang nemenda
stórlega, og ýmsar stofnanir
Oslóarháskóla í raunvísind-
um kvarta undan að þær fái
hvorki fé til nýrra bygginga
eða til að launa nýja og nauð
synlega starfskrafta. Þó hafa
verið reistar byggingar handa
raunvísindum fyrir nær 100
milljón krónur síðustu árin.
Listamenn kvarta líka, ennú
er gert ráð fyrir að reisa lista
háskóla fyrir 70 milljónir úti
á Sogni, í framhaldi af ný-
byggingum háskólans á Blin
dern. En of langt yrði að
greina frá þeim áformum hér.
Loks verður að minnast dá
lítið á misklíðarmálin innan
stjórnarflokkanna. Engum
dettur að vísu í hug að þau
geri samstarfið óvirkt, en hitt
er víst að þessi mál hafa vak-
ið gleði í herbúðum stjórnar-
andstæðinganna.
Fyrra málið er þannig vax-
ið: H.f. Borregaard í Sarps-
borg, sem er stærsta iðnfyrir
tæki landsins og vinnur tréni
pappír og ýmsar vörur úr
skógi og jarðefnum, hefur í
hyggju að stofna trénigerð 1
Brasilíu og mun stofnkostnað
ur þessa fyrirtækis verða 500
600 milljón n-krónur. Brasil-
ía, sem telst eftirleguland,
vill gjarnan fá þetta fyrir-
tæki sér til atvinnubóta og
gjaldeyristekna og vildi banki
þar lána allt að 200 milljón
kr. til fyrirtækisins. En af því
að stjórnin telur stofnun þess
aðstoð við eftirleguþjóð, varð
hún við beiðni Borregaard
um að flytja frumvarp um að
norska ríkið taki að sér
ábyrgð á þessu Brasilíuláni,
ef svo færi að fyrirtækið yrði
fyrir tjóni af stjórnmálaástæð
um (þ.e.a segja ef bylting
yrði í Brasilíu og stjórn kæmi
þar til valda, sem gerði eign-
ir útlendinga upptækar, eins-
og t.d. Castro gerði á Cuba).
— Lánsheimildin var rædd á
aukafundi í Stórþinginu 12.
júlí en þá skeði það óvænt,
að Bændaflokkurinn bar fram
tillögu um að fresta málinu,
því að enn vantaði nægileg
rök fyrir því. — Innan bænda
flokksins eru flestir skógar-
eigendur landsins, og þeir
munu telja, að svona fyrir-
tæki valdi samkeppni og mátti
heyra, að þeir byggjust við
að Borregaard mundu draga
saman tréni vinnsluna í Nor-
egi er þetta fyrirtæki tæki til
starfa. Verkamannaflokkur-
inn tók þessari tillögu fegins
hendi og svo fór að tillaga
Bændaflokksins um frestun á
ábyrgðinni var samþykkt.
Þær ítarlegri upplýsingar sem
beðið var um eru nú fyrir
löngu komnar svo að gera má
ráð fyrir að ríkisábyrgðin
verði eitt fyrsta málið sem
tekið verður fyrir á þingi.
Og nú er eftir að vita hvað
þingmenn sjálfs forsætisráð-
ráðherrans gera. Heimta þeir
frestun enn á ný eða fella
þeir hreinlega stjórnarfrum-
varpið?
Þá kemur að hælkróknum,
sem vinstri hafa lagt á sam-
starfsflokka sína. Þetta er
þannig til komið að þeir þrír
— hægri, mið- og kristilegi
flokkurinn vilja fá leyfi til
listasambands við næstu kosn
ingar. Það leyfi er hægt að
veita með einfaldri breytingu
á kosningalögunum og hefur
verið veitt áður. En vinstri
rís öndverðir gegn þessu. Á
fundi flokksstjórnarinnar 8.
sept. var því mótmælt að þessi
lagabreyting yrði gerð. Hún
gæfi enga tryggingu fyrir
því að hiutfallið milii
atkvæðafjölda og kosinna
þingmanna yrði réttlátara
en áður, heldur gæti orð-
ið til þess að flokkar
sem áður hefðu of marga þing
menn miðað við atkvæðamagn
gæti fengið enn fleiri þing-
menn. — Hinsvegar segist
flokkurinn vilja vinna að gKr-
breytingu á kosningalögun-
um, sem tryggi sem réttastan
þingmannafjölda miðað við at
kvæðamagn, en sú breyting
'kostar stjórnarskrárbreyt
ingu og þyrfti því tvö þing
til að koma henni fram. En
nú er aðeins eitt þing fyrir
kosningar!
Vinstriflokkurinn, eða öllu
heldur „ungir vinstrimenn"
hafa yfirleitt haft sig talsvert
í frammi í sumar og eru rót-
tækir. Þau öfl hafa alltaf ver
ið til innan flokksins. Hann
er ósamstæðasti flokkurinn í
landinu — Þar eru saman
komnir heimatrúboðsmenn og
guðsafneitarar, borgarbúar og
sveitamenn, rótttækir og hæg
fara. Lengi var talað um „Osló
vinstri“, sem hinn róttæka
hluta flokksins. En í þá daga
stjórnuðu flokknum máttkir
menn — Gunnar Knudsen og
síðar Johan Ludvig Mowinc
kel, einn slyngasti stjórnmála
maður Nóregs á þessari öld,
og Þeir gátu alltaf haldið uppi
aga í flokknum. Gunnar Gar
bo, þingmaður í Bergen, sem
stýrir flokknum nú hefur ekki
„eins mikið bein 1 nefinu" og
áðurnefndir fyrirrennarar
hans. — Flokkurinn vann tals
vert á við síðustu kosningar
og líklega ætlast hann til að
það endurtaki sig, ef hann
markar sérstöðu gagnvart hin
um borgaraflokkunum.
Annars er það Finn Gustav
sen sem verið hefur í mest-
um uppgangi. Það er óreynt
enn hvort afstaða hans til
Tékkóslóvakíu veldur breyt-
ingu á þessu, en hitt er víst,
að ýms ummæli hans í þeim
málum þykja loðin. Hinsveg-
ar er formaður kommúnista-
flokksins ekki myrkur í máli.
Hann fordæmir kúgun Rússa,
og neitaði að senda fulltrúa
á fund, sem hófst í gær í Ung
verjalandi til undirbúnings
„toppfundi" í Moskvu í haust.
Skúli Skúlason.