Morgunblaðið - 06.11.1968, Side 11

Morgunblaðið - 06.11.1968, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1968 11 Þingsköp rœdd á Alþingi: Sjálfstæði Alþingis gagnvart stjórnvaldi og fram- kvæmdavaldi þarf að efla — Útvarpsumrœður og fyrirspurnar- tími aðaldeiluefnið — MIKLAR umræður urðu á Al- þingi í gær um frumvarp um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis. Frumvarp þetta er bvggt á áliti milliþinganefnðar, sem kjörin var á Alþingi 1966 til þess að endurskoða þingsköp in, en hún var kjörin í sam- ræmi við þingsáliktunartillögu sem samþykkt var á því sama þingi. 1 nefnd þessari áttu sæti fulltrúar allra þingflokka. Frumvarpið var eigi útrætt í fyrra, en þá urðu töluverðar deilur um einstök atriði þess, eínkum er varða útvarpsumræð- ur frá Alþingi og fyrirspurnar- tíma. Einnig nú urðu þessi atr- iði aðalumræðuefnin. Sigurður Bjarnason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og fylgdi því úr hlaði. Sagði hann m.a. í ræðu sinni: Þegar frum- varp þetta var rætt á Alþingi á síðasta þingi, kom fyrst og fremst fram ágreiningur um eitt atriði í tillögum nefndarinnar, þ.e. um útvarpsumræður frá AI- þingi. Nefndin hafði lagt til að útvarpsumræður yrðu styttar mjög verulega frá því, sem tíðk ast hefur. Raddir voru einnig uppi um það í milliþinganefnd- inni að stytta bæri útvarpsum- ræður enn meira -en gert er ráð fyrir í frumvarpinu. f umræðum um frumvarpið á síðasta þingi, kom fram sú skoð un, að fella bæri útvarpsumræð- ur frá A'lþingi í núverandi formi að mestu eða öllu leyti niður. Þær gæfu ranga mynd af þings-' störfum og hefðu oft verið þing- inu til vansæmdar. Það kemur nú til kasta þings- ins að taka afstöðu til þessara sjónarmiða. Milliþinganefndin afl aði sér ýtarlegrar upplýsinga um útvarp frá þjóðþingum margra landa. Fylgir sú skýrsla grein- argerð frumvarpsins. Af henni kemur það fram, að mjög mis- munandi reglur gilda um þetta í hinum ýmsu þjóðþingum. Frá sumum þjóðþingum er útvarpað öflu, sem þar fer fram. Frá öðr- um er útvarpað umræðum um einstök meiriháttar mál og frá öðrum er alls ekki útvarpað. Víða eru fréttir frá þingsstörf- um í útvarpi og sjónvarpi mjög fullkomnar. Yfirleitt hafa t. d. ríkisútvörpin á Norðurlöndum mjög rúma heimild til þess að •taka upp umræður í þinigunum og útvarpa þeim að vild. Sjón- varp hefur einnig farið mjög í vöxt á síðustu árum frá þjóð- þingum Norðurlandanna. f til- lögum mi'lliþinganefndarinnar er einnig lagt til að slík heimild verði fengin ríkisútvarpinu, að höfðu samráði við forseta og for menn þingflokka. Útvarp eða sjónvarp samkvæmt þessari heim ild færi að sjálfsögðu fyrst og fremst eftir fréttagildi umræðna og atburða. Það er skoðun flutningsmanna þessa frumvarps, að þær breyt- ingar, sem í því felast séu allar til bóta. En það er auðvitað á valdi þingsins sjálfs að gera ýms ar aðrar og róttækari breyting- ar á þingsköpum sínum. Miklu máli skiptir að starfs- reglur þingsins tryggi sem hag- kvæmust og greiðsut vinnubrögð þess. Um það getur naumast ríkt ágreiningur. En þá kemur einn- ig til greina, að starfsaðstaða þingmanna sé sem skaplegust. Á það brestur hins vegar mjög að hún sé það. Nokkuð hefur að vísu verið gert til umbóta í þeim málum á síðustu árum. En hér þarf fleira að koma til. Sjálf- stæði Alþingis gagnvart stjórn- valdi og framkvæmdavaldi þarf að efla. Það er frumskilyrði þess að þessi elzta og sögufrægasta stofnun þjóðarinnar háldi trausti og virðingu. Bjami Benediktsson forsætis- ráðherra sagði m.a. í ræðu sinni: Það er rétt, að ýmis atriði frum- varpsins eru tvímælalaust til bóta, en ég leyfi mér hins vegar mjög að draga í efa, að ákvæðin varðandi meginbreytinguna þ.e. a.s.' um fyrirkomulag útvarps- umræðna sé viðhlýtandi. Ég Bjarni Benediktsson. hefi staðfest í þeirri skoðun minni að sá háttur á útvarps- umræðum, sem á að verða aðal- reglan, einnig ef þetta frum- varp verður samþykkt, sé mjög óheppilegur, og að fátt hafi orð- ið til þess frekar að draga úr virðingu almennings fyrir þing- inu og ekkert til þess að skapa meiri misskilning almennings, á því hvað hér í raun og veru varpsumræðna gefa algerlega ranga mynd af þingstörfum. Og þess vegna er mér kappsmál að það útvarp sé fell't niður. Ekki til þess að álmenningur fái minni fréttir af þingi og eigi síður kost á því að fylgjast með, heldur að það sem flutt verður sé sett í aðgengilpgri búning og raun- sannari. Ég held, að við eigum að hafa kjark tli þess að yfirgefa það sem illa hefur tekizt, og taka upp alveg nýja skipan, það eitt sé skynsamlegt. Forsætisráðherra vék síðan að þeim greinum frumvarpsins sem fjalla um fyrirspurnatíma • á Al- þingi og sagði þá m.a.: Þó að tillögur frumvarpsins um fyrirspurnartíma á Alþingi miði í rétta átt að því 'leyti að stytta umræðurnar, þá er vafa- samt hvort þær ná tilgangi sínum ef gengið er fram hjá því sem þarf fyrst og fremst úrlausnar við, en það er sá háttur sem komist hefur á fyrir venju, að menn geti borið fram fyrirspum ir algerlega fyrirvaralaust og án þess að um slíkt sé tilkynnt fyrirfram á dagskrá. í sjálfu sér er alveg þýðingarlaust að hafa ákvæði um fyrirspurnir með tak mörkuðum ræðutíma og hafa á- kvæði um skýrslugjafir af hálfu stjórnvalda hjá Alþingi, ef svo á að vera hægt eins og venja hefur orðið, að hafa takmarka- lausar umræður þar fyrir utan. Það er fullkomið ósamræmi í þess um löngu og ýtarlegu fyrirmæl- um um skýrslugjöf og fyrirspurn um og halda svo áfram þeirri venju sem verið hefur varðandi fyrirspurnir og skýrslugjafir ut- an dagskrá. Að síðustu vék svo forsætisráð- herra að því að breyta þyrfti því Bkipulagi að umræður um ákveðið Allt of mikill tími Sameinaðs þings færi í að ræða fyrirspurn- ir og gæfist þv’ minni tími en ella til að ræða þingsályktunar- tillögurnar. Eysteinn ræddi síðan um út- varpsumræður og lagðist gegn því að þær væru felldar niður. Kvaðst hann hins vegar vera því samþykkur að umræðurnar væru styttar, svo sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir. Þess bæri að geta, að útvarpsumræðurnar kæmu í stað gömlu þingmála- fundanna, sem væru nú að mestu lagðir fyrir róða. Hitt væri svo alveg rétt að nokkur gerfiumræðukeimur væri nú af útvarpsumræðunum, og stafaði það mest af því að þingmenn kæmu með skrifaðar ræður sem þeir læsu síðan upp. Eysteinn taldi vafasamt að eiga það und ir fréttamönnum hvernig um- ræðum frá Alþingi væri útvarp- að. Þá vék hann að því í lok mál gætu farið fram stuttan tíma Sigurður Bjarnason. ræðu sinnar að nauðsynlegt væri að kanna á hvern hátt unnt væri að koma á sjónvarpi frá Alþingi. Lúðvík Jósefsson (K) sagði afstöðu forsætisráðherra til frum varpsins furðulega neikvæða. Á- kvæði frumvarpsins miðuðu öll að því að greiða fyrir þingstörf- um og væri sjálfsagt að afgreiða frumvarpið á þessu þingi. Lúð- gerist og hvernig störfum er hátt að. Út af fyrir sig getur það vel komið til greina, ef menn vilja, að stjórnmá'laflokkar fái öðru hverju færi á því að ræða deilu mál sín í sjónvarpi. En það er með öllu ástæðulaust að tengja þær umræður við Alþingi á sama hátt eins og verið hefur, enda hygg ég, að svo sé hvergi gert á byggðu bóli nema hér. Annars vegar er útvarpað öllum um- ræðum, en hinsvegar fá frétta- stofnanir heimild þingsins til þess að velja það úr umræðum, sem þeim þykir sérstaklega frétt- næmt og ástæða til þess að al- menningur kynnist. Slíkt krefst hlutleysis og réttsýni af þeim fréttamönnum, sem að þessu starfa og mikillar þekkingar og yfirsýnar um þingmál. En ég hygg að þetta hafi tekizt vel. Nú fyrir fáum dögum átti ég t.d. viðræður við forseta norska stórþingsins um það, hvernig að þetta hefði teklzt í Noregi, og er þeim mun athyglisverðara það sem hann sagði, þar sem nú fyrir tiltölúlega fáum árum tók ný Stjórn við í Noregi eftir lang- varandi stjórn annars flokks. For seti stórþingsins sagði, að það væri enginn vafi á því, að val þess efnis sem fréttamenn hefðu væri viðurkennt af öllum með þessu móti fengist rétt mynd af því sem gerðist í þinginu. Ég þori aftur á móti að fullyrða að núverandi fyrirkomulag út- dag hvern dögum eða vikum sam an. Það er langheppilegast að ljúka hverri umræðu á sama degi eða á næstu dögum í beinu fram haldi og þjappa þannig saman umræðunum. Slíkt mundi setja skemmtilegri blæ á störf þings- ins og verða til þess að tími þing manna nýttist betur en ella. Eysteinn Jónsson (F) sagði Eysteinn Jónsson. m.a. í sinni ræðu að illa hefði til tekizt með fyrirspurnartím- ann og væri það ráðherrunum mest að kenna. Þeir notuðu oft fyrirspurnartímann til langra ræðuhalda og langra skýrslu- gerðar í stað þess að svara fyr- irspurnunum stutt og gagnyrt. vík kvaðst hins vegar samþykk- ur þeim tillögum frumvarpsins að útvarpsumræður væru stytt- ar og lögð yrði niður umræða um fjárlög. Þá vék Lúðvík einnig að því að sitt álit væri að óeðli- legt mætti teljast að útiloka möguleika þingmanna að tala ut an dagskrár, þar sem þar væri alltaf um að ræða mál sem þyldu enga bið eftir umræðu. Bjarni Beneðiktsson forsætis- ráðherra vakti aftur athygli á því, að tilgangslítið væri að setja strangar reglur um fyrir- spurnartíma og takmarka þar ræðutíma, ef hitt væri algjörlega reglulaust að hægt sé að bera fram fyrirspurnir jafnvel um hin flóknustu mál, án þess að við- komandi ráðherra hefði nokkurt tækifæri til þess að búa sig und ir að svara þeim. Þá benti ráðherra einnig á að allar umræður á Alþingi væru teknar inn á segulband og væri því auðvelt að velja úr þeim um ræðum til útvarpsflutnings. Það væri engin ástæða til að telja það víst, að hér væru lakari fréttamenn og hlutdrægari held- ur en í öðrum löndum, þar sem slíkt hefði tekizt vel. Forsætisráðheira sagði að þótt útvarpsumræður í núverandi mynd yrðu lagðar niður væri eigi að síður opinn möguleiki til þess að stjórnmálamenn kapp- ræddu í útvarpi eða sjónvarpi og mætti benda á það að sjón- varpið hefði oft efnt til spurn- ingaþátta, þar sem menn hefðu orðið að svara því sem um var spurt án þess að koma með skrif aðar ræður og þylja þær upp. Slíkt fyrirkomulag hefði þegar mælzt vel fyrir hérlendis og ■ væri mjög mikið tíðkað erlend- ~ is. í lok ræðu sinnar sagði svo ráðherra: Það er algerlega rangt að ég sé á moti því, að þetta frumvarp sé afgreitt í heild. Ég hefi þvert á móti lýst því yfir bæði í þinginu sem leið og nú aftur, að flest I frumvarpinu bygg ég að sé ágreiningslaust. Það er að vísu svo, að flest af því hefur tiltölulega sáralitla þýðingu. En það eru nokkur meg inatriði frumvarpsins sem ég tel að þurfi að athuga betur. Gísli Guðmundsson (F) gerði nokkrar fyrirspurnir til 1. flutn ingsmanns frumvarpsins m.a. hvort þingsköpin hefðu ekki ver ið endurskoðuð í heild, og hvort ekki hefðu komið fram fleiri sjónarmið í milliþinganefndinni * en þau sem full samstaða var um. Eysteinn Jónsson (F) ræddi um þá skoðun sína að útvarpið teldi það löngum meiri fréttir sem ráðherrar segðu, heldur en það sem stjórnarandstaðan hefði fram að færa og kæmu ráðherr- ar áróðri sínum á framfæri eftir ýmsum krókaleiðum t.d. er þeir flyttu ræður á fundum, sem síð an væri ítarlega sagt frá í út- varpi. Til þess að hægt væri að tala um hlutlausan fréttaflutning þyrfti að gefa stjórnarandstöð- unni kost á að koma sínum sjón armiðum á framfæri. Sigurður Bjarnason 1. flutn- ingsmaður frumvarpsins svaraði fyrirspurnum Gísla Guðmunds- sonar. Sagði hann, að í greinar- gerð frumvarpsms væri greini- lega tekið fram að milliþinga- nefndin hefði endurskoðað frum varpið í heild. Þá hefði komið fram í framsöguræðu að skiptar ' ’ skoðanir hefðu verið í milli- þinganefndinni, en aðeins þær tillögur lagðar fram í frumvarp- inu sem samstaða hefði verið um, og sjálfsagt væri að alls- herjarnefnd er fjallaði um frum varpið fengi gerðabók milliþinga nefndarinnar til athugunar. Jóhann Hafstein dómsmálaráð herra, mótmælti þeim ummæl- um Eysteins Jónssonar að ráð- herrar kæmu áróðri sínum á framfieri við útvarpið eftir ýms um krókaleiðum. Þegar ráðherr- ar töluðu á fundum óskuðu þeir aldrei eftir því að útvarpið segði frá ræðum þeirra, né sendu þang að handrit sín. Oft hefðu þeir enga vitneskju um að frétta- menn hefðu verið viðstaddir fyrr en þeir hlýddu á fréttir. Þá tók ■’ dómsmálaráðherra undir þá skoð un forsætisráðherra, að útvarps- umræður í núverandi mynd væru ákaflega óheppilegar. Eysteinn Jónsson gerði aftur að umtalsefni hlutleysi í frétta flutningi útvarpsins, og sagði að nauðsynlegt væri að tryggja stjórnarandstöðunni jafnan tíma á við stjórnina til að koma sjón armiðum sínum á framfæri. Bjarni Benediktsson forsætis- ráSherra, sagði að sér hefði aldrei til hugar komið að þær breytingar sem hann vildi gera á útvarpsumræðum yrðu fram- kvæmdar öðru vísi en þingið fylgdist með einum eða öðrum hætti með því að jafnræði ætti sér stað. Fram yrði að koma rétt mynd af þeim ólíku sjónar- miðum, sem ættu sér stað. Ráð herra ræddi síðan um að komið hefði í ljós við umræðurnar að fjarri væri að menn væru sam- mála um meginbreytingar frum varpsins og þess vegna hefði ver ið æskilegt að ínnan milliþinga- nefndarinnar hefði verið teknar upp viðræður um það, hvort hægt mundi að komast að víð- tækara samkomulagi en þarna Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.