Morgunblaðið - 06.11.1968, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÖVEMBER 1968
13
Jón H. Þorbergsson:
MENNING - BYLTING
Abalíundur
búsáhalda- og járn
vörukaupmanna
FRÁ ALDA öðli hefir fólkið orð
ið að fást við málefni daganna.
Maðurinn er gæddur skynsemi
og frjálsræði til að velja og
hafna, þá eiginleika á hann, fyrst
og fremst, að nota til þess að
gera glögga skilgreiningu á góðu
og illu, réttu og röngu. Hið góða
og rétta viðheldur og uppfyllir
lífið, en hið illa og ranga eyðir
lífinu. Það er því mikils um
vert að hafa þá dómgreind, er
velur jafnan það er til hins
betra horfir. Það er eitt þess, sem
myndar kjarna menningarinnar.
í framhaldi af greindum eigin-
leikum, sem skaparinn hefir gef-
ið mönnunum, hefir Hann veitt
þeim glöggar leiðbeiningar um
það, hvað skuli velja og hverju
hafna. Þær leiðbeiningar eru all
ar innifaldar í kenningu Krists.
Samkvæmt þessu ætti, sæmi-
lega greindu fólki, ekki að vera
það ofvaxið að lifa menningar-
lífi. En því fer víðsfjarri að
það sé almennt. Fólk hirðir ekki
um að velja rétt og fer ekki
eftir leiðbeiningunum, og býr
til, um leið, hina margvíslegu
örðugleika daglegs lífs, er mynd
ar skynsamlega ómenningu. Að
fara eftir leiðbeiningum, öðlast
fólk visku, en að skeyta þeim
ekki, fyllist það heimsku og svo
þjáist það í ófriði og margs-
konar misgjörðum sem það or-
sakar sjálft. Afleiðingarnar koma
jafnan í kjölfar orsakanna. Hvar
vetna blasir þetta við, meðal
hinna kristnu þjóða. — En hvað
lífið er ógnum þrungið, meðal
heiðingjanna, förum við ekki út
í hér. Okkar stærsta félagsheild
er þjóðfélagið þar sem stjórnmál
in koma mikið við sögu. Þar
valda ófriður og óeining mikl-
um erfiðleikum, sem stafa af því
að ekki er farið eftir leiðbein-
ingum.
Minnsta félagsheild eru heim-
ilin, en þau til samans er þjóð-
in, þau eru grunnurinn og varð-
ar miklu að hann sé, menningar
lega traustur. Erfiðleikar heimil
anna stafa líka af því að ekki
er farið eftir leiðbeiningunum.
Það kemur venjulega meir í hlut
konunnar að skapa hinn heimilis
lega kjarna. Konur og mæður,
sem innræta börnum sínum Guðs
orð og góða siðu, eru ein sterk-
asta stoð í menningu þjóðanna.
Nú eru til mörg heimili, þar sem
börnum er ekki kent að biðja
til Drottins. Þetta mun vart hafa
verið til um síðustu aldamót og er
þetta afturför í menningu. Þessu
valda ýms ómenningaröfl í þjóð-
félaginu, sem hertaka fólkið og
heimilin, og leiða frá trúnni og
kenningunni eins oig gjáilífi, á-
fengisnautn, efnishyggja og komm
únismi. En hjá konum er trúað
á höfðingjana í Kreml. En þeir
fullyrða að engin guð sé til.
Ríkið heldur upp miklu skóla-
bákni, til að mienta þjóðina og er
það, út af fyrir sig, ekki að
lasta. En fjöldi skólanna leggja
enga stund á það, sem mestu
varðar, til menningar, sem er
kennsla, upplýsingar og áminn-
ingar um kenningu Kristninnar.
Sú kennslugrein ein, m yndar
hinn nauðsynlega menningarlega
arf.
Kommúnistar og aðrir trúleys-
ingjar, sem allir eru óhæfir til
að kenna börnum og æskufólki
hafa jafnan rétt til kennslustarfa
sem kristið fólk. Þetta er mót-
hald við andlega menningu. Af-
leiðingar þessa eru þær að aðrir
skólar útskrifa fjölda trúleys-
ingja.Fólk, sem móttækilegt er,
fyrir heimsku daganna. Trúar-
vana fólk getur ekki þróað hjá
sér heilbrigða dómgreind, en fyll
ir tíðum höfuð sitt með fánýtan
hugsana graut, er síður en svo
getur orðið til menningarlegra
áhrifa, en veldur smitun og vinn
ur tjón í sál þjóðarinnar. Stærsta
samtaka-heild innan þjóðfélags-
ins er um kirkju og kristni.
Kirkja Krists og kenning Hans
er höfuðmenningar stofnun þjóð
arinnar, enda ráðstöfun skapar-
ans. Kirkjan skipar æðra sæti
til menningar þjóðinni, heldur
en háskólinn og allir skólar. Krist
ur er yfirkennari allra skóla-
kennara. Hann innrætir fólkinu
hinar háleitustu hugsjónir sem
koma í mannshugann og er varða
fyrst og fremst okkur sjálf, okk
ar menningu og framtíð. Ef all-
ir lærðu að lifa samkvæmt kenn
ingunni og ástunduðu trúna, þá
yrðu mikil þáttaskil: Allir félags
legir örðugleikar óeining og óvild
— það sem mest þjáir fólkið —
yrðu úr sögunni.
Þá ríkti hófsemi og óeigingirni
í stað hins gagnstæða. Þá yrði
verðbólgan úr sögunni. Þá kæmi
menningin yfir fólkið. „Já guð-
hræðslan, samfara nægjusemi, er
mikill gróðavegur", segir Páll
postuli (1 Tímot. 6,6). Þá yrði
þetta stóra Ég úr sögunni. „Guð
mótstendur dramblátum, en auð-
mjúkum veitir Hann náð“.
Kenningin, sem er fyrst allra
kennslugreina, sem ,nema þarf,
er ekki þungskilin. Kristur, sem
stóð að kenningunni, sagði: Mitt
ok er indælt og byrði mín létt.“
Tíminn þrýstir ekki á trúað fólk
eins og í tímaleysi efnishyggjunn
ar. Trúað fólk hefir nógan tíma
og nýtur hans, í þakklæti, eins
og alls þess, sem Drottinn gefur.
Boðorðin 10 eru ekki þungskil-
in og ekki erfið í framkvæmd.
Kristur sagði: „Haltu boðorðin
og þá munt þú lifa“. En þar gat
Hann átt við fleirri boðorð en
þau 10 1 Móse-lögum, því að
tíann bætti mörgum boðorðum við
þau. Hann sagði: „Mitt boðorð
gef ég yður að þér elskið hver
annan eins og ég hefi elskað
yður“. — Þá er friðurinn kom-
inn yfir fólkið. Og Hann sagði:
„Allt, sem þér viljið að aðrir
menn geri yður, það skuluð þér
og þeim gera“. „Leitið fyrst rík-
is Guðs og réttlætis Hans“. „Biðj
ið og yður mun gefast" — til
að byggja okkur upp og halda
sambandi við Drottinn. „Trúið á
Guð og trúið á mig“. „Trúðu
aðeins og þá munt þú liía“ o.s.
frv. Allt er þetta auðskilið. En
kostar okkur aðeins ástundun til
þess höfum við lífið og tímann
og biblíuna. Hún er handbók
lífsins. Þar talar Drottinn við
okkur sjálf og gefur úrlausn-
ir í málefnum daganna.
Ef farið er fram hjá þessum
staðreyndum, í baráttu þjóðar-
innar fyrir menningu, þá þróast
ómenningin. Því miður virðist trú,
áhugi og hugsjónir í sambandi
við kenningu, fara þverrandi,
með þjóðinni, það leiðir eindreg-
ið til ómenningar. Dæmin sýna
sig, fólk tekur ómerkilegar sam-
komur fram yfir samkomur í
kirkjunni, með meiru. Kirkjan
hefir á undangegnum öidum lagt
til kjarnann í menningu þjóðar-
innar, lagt til arfinn í auknum
mannkostum. Frá henni, stafa
líknarstörf fólks. K.F.U.M., æsku
lýðsstarísemi kirkjunnar nú og
margt fleira.
Kirkjan á annríkt í dag, í um-
róti hinna tæknilegu tíma. Hún
þarf að vera á verði og vinna
gegn hverskonar öflum og rödd-
um, gegn kenningu Krists, sem
stefna að því að veikja afstöðu
fólks til Kristinsdómsins. Hún
þarf að kanna betur trúarlegt
ásigkomulag hjá fólki þjóðkirkj-
unnar og hún þarf að halda uppi
miklum áróðri fyrir sínu málefni,
er leitt geti til almennrar trúar-
vakningar hjá þjóðinni. En þess
þarfnast hún í dag, mest af öllu.
Hún þarf að losna við hin and-
legu deyfilyf, vantrúna og tóm
lætið, um eilífðarmálin. Það eru
neikvæð öfl. Nú er svo komið
og hvergi vantar þjóðina lærða
menn til embætta, enma hjá kirkj
unni. Það þarf að komast inn í
vitund og skilning alþjóðar að
hún á enga örugga leið til menn
ingar nema að ástunda kenn-
inguna svo að hún verði hæst-
ráðandi á öllum sviðum einka-
mála. „Ef þannig einhver er í
samfélaginu við Krist, er hann
ný skepna“, segir í spekinnar
bók. Vakning er að ganga til
samfélags og samstarfs við Krist
og kenningu Hans. Það er talið
til menningar að hafa allsnægt
ir tímalegra hluta. Á þeirri leið,
má segja, að engin takmörk séu
til. Veraldarhyggjufólk heimtar
alltaf meira og meira. Allsnægt-
ir, án siðferðiskendar, góðrar
•sjálfsstjórnar og trúar á Drott-
inn allsherjar, gætu kollvarpað
þjóðinni. Ekki má ala vantrúna
í skjóli þess að svo langt sé
um liðið síðanKristur var hér í
mannheimi, að ekki megi treysta
öllu því, sem biblían segir um
Hann og nútíminn þurfi nýja út-
leggingu í orði Drottins. Þetta
er hin herfilegasta villa. Um næst
áramót verða aðeins um 720 þús.
dagar síðan Kristur fæddist. Frá
sagnir um Hann, orð Hans og
gjörðir, eru ritaðar af samtíðar-
mönnum Hans og lærisveinum og
geta ekki farið á milli mála.
Kristur sagði: „En mín orð
munu alls ekki undir lok líða“.
Þau standa af sér alla tíma og
hafa á öllum tímum sitt sama
óbreyttanlega gildi Saga og fram
vinda menningarinnar, er saga
og viðburðir, sem kenningin
greinir frá í spekinnar bók. Þeir
sem ekki fylgjast með því, hverfa
úr sögunni, sem heldur áfram
kapítulum sínum inn í eilifð himn
anna. Hér þarf að koma á bylt-
ingu, þeirri, sem Kristur hóf og
gróðursetti í jörtum mannanna,
þar sem við almennt verðum ný
skepna (sköpun) í hugsunum orð
um og gjörðum. Þá mundi allt,
í okkar þjóðfélagi, sem okkur er
nauðsynlegt og Guði þóknan-
legt, færast í aukana. Skírlífi og
ráðvendni — sem mikil vöntun
er á — friður og eining, á
stærri og minni svæðum, trúboðs
starfsemin, öll kristileg samtök,
biblíufélagið o.s.frv. Kristindóms
fræðsla og kristilegt líf mundi
verða almennt, í skólum lands-
ins. Kirkjulíifð blómgast. Vönt-
un á prestum yrði ekki. Án
þeirra má þjóðin sízt vera allra
embæittismana, menningarlega
séð. En þeir þurfa að vera allir
brennandi í andanum og elska
Meistarann. Bænahald mundi
koma inn á heimilin og yfir
hvern og einn. — Það er ekki
feimnismál heldur knýandi nauð
syn. Vel mætti svo verða t.d.
að fólk á skrifstofum, í verzl-
unum og verksmiðjum, hefði sam
eiginlega bænastund við lok dags
verks. Slíkt væri stórkostleg
menning. Löggjafinn mundi, að
sjálfsögðu, verða mjög hlyntur
kirkjumálunum. Kommúnism-
inn mundi hverfa hér úr sög-
unni. Hann á enga lífsvon í al-
kristnu þjóðfélagi. Það er hægð-
arleikur að koma þessu á, ef
fólkið vill, veit og skilur að til
þess er það komið í heiminn að
það lifi þar, eins og menn. Kom-
ist starfandi kristið fólk í meiri
hluta, með þjóðinni, kemur minni
hlutinn fljótlega með. Hér blas-
ir verkefnið við, sem gefurmenn
inguna og öllum góða líðan. Ef
ástundun yrði almenn koma hin
ar hagkvæmu breytingar af sjálfu
sér. Það er byltingin sem koma
þarf. Við eigum ekki að móta
kenninguna, en hún á að móta
okkur. Það kostar ástundun stöð
uglega og þá þarf að leggja henni
til viljann.
Ég nefni hér eitt dæmi um
ástundun: Þegar prestar kalla
saman fermingarbörn í eitt skipti
eftir fermingu, til að minna þau
á að fermingin sé ekki stimpill,
heldur ákvörðun um að ganga
Guði á hönd, ætti þetta að þró-
ast á þá lund, að allir hópar
fermingarbarna mynduðu með sér
félagsskap til að hittast við og
við, á æfinni og minnast ferm-
ingarinnar. Að fela sig Drottni
og trúa á hann. Annað dæmi:
Ungum var mér kennt að lesa
bæn og signa mig þegar ég kæmi
út á morgnanna. Þessu hefi ég
haldið við um daganna. Þessu
hefir fylgt mikil blessun í breytni
minni og viðburðum daganna.
Orðið menning merkir það fyrst
og fremst, að við öll séum sam-
ir menn í hugsunum, orðum og
gjörðum og séum vammlaus.
Til þess erum við fædd í þenn
an heim. Mannheimur þjáist í
margþættum örðugleikum, af því
að vantrúaðir eru í svo miklum
meiri hluta. Allar þjóðir þurfa
að ganga inn í byltingu þá, sem
Kristur stofnaði til. — Fámenni
íslenzku þjóðarinnar er henni eitt
skilyrði til þess. — Það er leið
okkar til frama meðal þjóðanna.
Það er okkar lífsins vegur.
Jón H. Þorbergsson.
Lœknamál á
í FORYSTUGREIN Tímans þann
25. október segir að læknislaust
sé eða verði með öllu á Austur-
landi í vetur. Þetta er ekki rétt.
Héraðslæknir er á Egilsstöðum
og mun verða þar áfrarn. Enn-
fremur verða læknar á Fá-
skrúðsfirði og Neskaupstað.
Það er að vísu satt, að þrír
læknar á öllu Austurlandi er
ekki mikið, t. d. þurfti læknir-
inn á Egilsstöðum, Þorsteinn
Sigurðsson, síðastliðinn vetur að
sinna bæði norður og austur
Héraði ásamt Borgarfirði eystri,
sem eru 11 hreppar með miklum
vegalengdum. Það er staðreynd
að þetta er alltof mikið fyrir
einn lækni, því hann þarf, fyrir
utan langar og érfiðar ferðir í
fjarlægar sveitir, að stunda
sjúkraskýlið á Egilsstöðum, svo
hans frístundir jafnt á nótt og
degi eru næsta fáar. Mér finnst
það nálgast ósvífni af Tímanúm
að kynna sér ekki betur mál
læknishéraðanna áður en hann
slær svona fram, og það í for-
ystugreinum sínum. Lesendur
gæti farið að gruna, að ekki
væri alltaf leitað eins öruggra
heimilda og skyldi, þegar svona
er borið á borð fyrir þá. Við hér
á Egilsstöðum og Héraði getum
lofað guð fyrir það að hafa Þor-
stein Sigurðsson lækni starf-
andi hér.
Hann hefur reynzt okkur vel
og setið sem fastast í sínu hér-
aði og bætt við sig umdæmum
þeirra lækna, sem hafa leitað
suður á Seltja'marnesið í rólegri
og erfiðisminni störf, þó yngri
væru að árum. Við Héraðsbúar
teljum ekki læknislaust á Aust-
urlandi meðan við höfum hann.
í Neskaupstað er læknir, sem
ég veit ekki annað en að verði
í vetur, frú Kristín Guttorms-
son. Hún er sem stendur eini
sjúkrahúslaéknirinn við fjórð-
ungssjúkrahúsið í Neskaupstað,
og verður þar að auki að bæta
á sig héraðslæknisumdæminu.
Það er þriggja manna starf
sem hún skilar. Læknirinn
á Fáskrúðsfirði mun sinna suð-
urfjörðunum éftir því sem við
verður komið. Það var mjög at-
hyglisvert, það sem Tíminn
sagði um, að líklega yrði að
greiða læknum tvöföld eða þre-
föld laun, til að fá þá til að
sinna héruðum út á landi. Ég
er ekki sammála þessu. Mér
Aðalfundur Félags
blómaverzlana
FÉLAG blámaverzlana hélit ný-
lega aðalfund sinn.
Fráfarandi formaður, Ólafur
Helgason, baðst undan endux-
kosn'imgu.
Stjóm félagsáns skipa nú:
Helgi Filippusson, fonmaður,
Jónias S. Jónsson, Guðmundur
Grímssoni, Anton Rinigelberg,
Jón H. Bjömsson.
Fulltrúi félagsins í Fuflltrúa-
ráði Kaupmannasamtakamna var
kjörinn Olafur Helgason
FÉLAG búsáhalda- og járnvöru-
kaupmanna hélt aðalfumd sinn
24. þ.m
í stjónn félaigsims vom kjömir:
Bjöm Guðmumdssom, formaður,
S.igurður Sigurðsson, Henrik
Biering.
Fulltrúi félagsins í Fulltrúairáð
Kaupmannasamtaikanna vax kjör
inn Guðmundur Jónsson.
Páll Jóhannesson, sem setið
hefur í stjóm félagsins um ára-
raðir, baðst undan endurkosn-
hiigu, þar sem hann hefur látið
af störfum í Verzluiminini Edin-
borg.
Var Páli þakkað ma.rgra ára
gott samstarf
Austurlandi
finnst að það ætti að vera liður
í starfi og þjálfun lækna að þeir
væru úti á landi einhvern tíma,
bæði vetur og sumar og kynntust
hinum erfiðu starfsaðstæðum,
sem læknar þar verða að búa við.
Þar er oft ekki hægt að fá
sjúklinginn í heimsendingu og
hafa svífandi hjúkrunarkonur í
kring um sig til aðstoðar við
hvað sem gera þarf. Þá held ég
að fáir læknar mundu gangast
upp við það þó þeim væru boðin
þreföld laun. Það er að mínum
dómi ekki það sem skortir á.
Læknar eru sem betur fer sæmi-
lega launaðir. Það er annað, sem
þarf að bæta, það er starfsað-
staðan.
Á þeim stöðum úti á landi, þar
sem vantar lækna, þarf að vera
húsnæði, sem þeir geta gengið
að, búið húsgögnum og nauðsyn-
legustu búsáhöldum. Það er bæði
dýrt og erfitt fyrir fólk, að flytja
húsmuni sína landshorna á milli,
fyrir utan það að húsgögn, sem
eru bæði dýr og viðkvæm,
skemmst meira og minna við
flutninga.
Það er ekki árennilegt fyrir
lækni sem verður kannske þrjá
mánuði á stað úti á landi, að
þurfa að flytja alla húsmuni og
búsáhöld með sér. Það stenzt
venjulega á endum, að þegar
fjölskyldan er búin að koma sér
•sæmilega fyrir, þá er kominn
brottfarartími aftur og nýir
•flutningar fyrir hendi.
Væri ekki rétt að nota eitt-
hvað af þeim peningum, sem
eiga að fara til að greiða þessi
þreföldu laun til að útbúa lækna-
bústaðina þannig, að læknir, sem
hugsaði sér að vinna á staðnum
í einhverja mánuði, gæti sezt
þar að með fjölskyldu sína án
þess að vera í lengri tíma að
koma sér fyrir.
Þetta gæti líka orðið til þess, .
að þegar læknirinn væri búinn
að kynnast staðnum, að hann
hefði ekkert á móti því að setj-
ast þar að til lengri tíma.
Það er varla von að ungir
læknar leggi í það að flytja sig
í fjarlæg héruð með allt sitt,
þegar þeir þekkja ekkert til stað-
hátta og vita ekki út í hvað þeir
eru að fara.
Svo er eitt, sem mjög er ábóta-
vant í aðbúnaði við aðkomu-
lækna, en það er áhaldaleysi.
Læknakandídatar, sem hafa
enn ekki lokið námi, eiga sjald-
an mikið af áhöldum til starfs-
ins.
Það er ekki þægilegt fyrir
lækninn að standa uppi allslaus-
an og hafa ekki ráð á að kaupa
hin dýru áhöld, sem til þarf.
Mér finnst það vera þess virði
að athuga það, hvort það er ein-
göngu stórborgarást, sem er þess
valdandi að læknar féist ekki úit
á land. Er það ekki að eihhverju
leyti aðstöðuskortinum að kenna.
Mér finnst ástæða til að athuga
þessa liði, áður en farið er að
bjóða læknum margföld laun
fyrir störf sín, þó úti á landi sé.
Hákon Aðalsteinsson,
Egilsstöðum.