Morgunblaðið - 06.11.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.11.1968, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÖVEMBER 1968 Útgeíandi I'ramkvaemdastjóri Ritstjórar Ritst j ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjúrn og afgrei'ðsla Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 1 lausasölu Hf. Arvakur, Reykjavflc. Haxaldur Sveinsson. Sigurður Bjúmason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Þorbjöm Guðmimdsson. Björn Jóhannsson, Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. SAMSTILLT ÁTAK að var hyggileg ráðstöfun, þegar ríkisstjórnin bauð stjórnarandstöðunni samstarf um lausn hins gífurlega vanda, sem við íslendingar stöndum nú frammi fyrir. Stjórnarflokkarnir hófu þess- ar viðræður án allra skilyrða og létu jafnvel í veðri vaka, að þeir væru reiðubúnir til að ræða hugmynd um þjóð- stjórn, ef stjórnarandstæðing- ar fengjust til alvarlegs sam- starfs um lausn efnahagsvand ans. Ekki er nú útlit fyrir, að af myndun þjóðstjómar verði, enda hefur sú hugmynd sann ast sagna fengið misjafnar undirtektir í öllum stjórn- málaflokkum. Stjómarskipti em því ekki líkleg heldur mun ríkisstjórnin gera þær ráðstafanir, sem hún telur fullnægjandi til að forða því, að hér skapist atvinnuleysi og margháttaðir erfiðleikar vegna áfalla þeirra, sem dun- ið hafa yfir hvert af öðru. En þótt svo fari, að ekki verði mynduð samstjóm allra flokka, hvílir mikil ábyrgð á stjórnarandstöðunni. Pólitísk ar deilur em vissulega nauð- synlegar og stjórnarandstað- an á að halda uppi heilbrigðri gagnrýni. Þegai; allt leikur í íyndi sakar ekki mikið, þótt hart sé barizt á stjórnmála- sviðinu, en þegar hinir mestu erfiðleikar dynja yfir, eiga menn að stilla deilunum í hóf og sýna þá þjóðhollustu að hjálpast að við að komast úr vandanum. Á næstu vikum mun ís- lenzka þjóðin, sérhver ein- staklingur, fylgjast betur með framkomu og afstöðu stjórn- málaforingja en oftast áður. íslenzk alþýða mun taka eft- ir því, hverjir það verða, sem af fullri einurð og þjóð- hollustu takast á við vanda- málin og ekki síður hinu, hvort einhverjir verða til þess að gera vísvitandi til- raunir til að hindra, að þjóð- inni takist að treysta efnahag sinn að nýju og leggja grundvöllinn að atvinnuör- yggi og áframhaldandi fram- förum. Sérstaklega hlýtur að verða eftir því tekið, hvort forasta annars stærsta stjórn- málaflokks landsins, Fram- sóknarflokksins, muni bregð- ast við af þjóðhollustu eða reyna að hagnýta sér erfið- leika þjóðarinnar allrar til þess að ala á sundrungu, þeg- ar mest ríður á að menn snúi bökum saman og láti þjóðar- hag ráða gerðum sínum. HREIN- RÆKTAÐUR KOMMÚNISMI J^ömlu Moskvukommúnist- ^ arnir geta nú hrósað full- um sigri. Þeir hafa náð öllum völdum í Kommúnistaflokkn- um, sem um síðustu helgi var skírður að nýju og nefnist nú Alþýðubandalag. Til for- mennsku í hinum nýja Kommúnistaflokki var val- inn piltur, sem ekki er vitað að hafi annað til að bera en að hafa verið dyggur læri- sveinn Einars Olgeirssonar og vikadrengur hans. Og fyrsta samkunda hins nýskírða Kommúnistaflokks tók líka af öll' tvímæli um það, að Kommúnistaflokkur- inn hér á landi muni í einu og öllu verða málsvari heims kommúnismans og skipa sér í sveit með húsbændunum í Kreml. Á fundinum var flutt tillaga um að fordæma árás Rússa á Tékkóslóvakíu og að lýsa yfir samúð með Tékk- um. Þessari tillögu var vísað frá og tillögumaðurinn hart leikinn til að sýna mönnum í eitt skipti fyrir öll, að þeir ættu ekki að vera með neina lýðræðis- eða réttlætistil- burði í þessum samtökum; þeir ættu þar ekki heima. Það er athyglisvert, að fyrst eftir innrás Rússa í Tékkóslóvakíu þorðu komm- únistar ekki annað en láta svo sem þeir hneyksluðust á framferði Rússa, en nú finnst þeim nógu langt um liðið til þess að geta á ný tekið upp hanzkan fyrir ofbeldisöflin. Fram að þessu hefur komm únistum ætíð tekizt að fá til fylgis við sig nokkra nytsama sakleysingja og hefur þeim reynzt það haldgott til at- kvæðaveiða. Vonandi hafa augu manna nú opnazt fyrir 5ví, að kommúnistaklíkan er sú sama og áður; hvorki hafa skoðanir kommúnistaforingj- anna breytzt né heldur starfs aðferðir þeirra. í nágrannalöndunum eru kommúnistaflokkamir fylg- islausir. Hér hafa kommún- istar hlotið verulegt fylgi vegna þess að lýðræðissinn- aðir menn hafa gengið til samvinnu við þá í stjórnmála samtökum. Nú hafa augu manna væntanlega opnazt fyrir því, að slík samvinna er óhugsandi. Þess vegna er Þetta er líkan af tumi í Mesapótamíu frá 7. öld fyrir Krist. Slíkur turn mun hafa verið grundvöllurinn að sögunni um Babelsturninn, sem sýndur verður í „Biblíulandi". íunnar, allt frá eyðknörkum Negev, grænum grundum Galíleu og skógaþykkni Jer- íkó. — Gríðarstór líkön af hinni fornu Babýlon, og Musteri Salómons, sem hægt verður að ganga um. Líkanið af Bab- elsturni verður byggt í hlut- föllum 1:10 en musterið í hlutfölluntNn 1:2. Franihald á bls. 8 Mun laða til sín IV2 ferðamanna árlega ÍSRAELSMENN hafa nú haf- í izt handa um að byggja sitt eigið „Disneyland“ — og að sjálfsögðu er ráðgert að nefna | það Biblíuland. „Þetta verð- ur ekki samfara gerfihluta“, j segir Pinhas Eylon, borgar- stjóri í Holon, útborg Tel Aviv, þar sem unnið er að því j að byggja þennan einstæða garð. „Áherzla verður lögð á nákvæma, sýnilega túlkun á ritningunni, og hver sýning- argripur verður unninn vís- indalega." Sumum kjarnmestu ritn- | ingagreinum Gamla Testa- j mentisins verður komið fyrir j á 18 ekrum lands. Leikvellir j munu spanna 40 ekrur, og ráð I gert er að mannvirkið allt kosti sem svarar 560 milljón- um ísl. króna. í áætlun er gert ráð fyrir j að Biblíulandið verði opnað almenningi 1971, en það fer þó nokkuð eftir því hversu ganga mun að selja hlutabréf í fyrirtækinu, sem fyrfr fram kvæmdum stendur, í Banda- ríkjunum. Biblíusérfræðingar og forn- leifafræðingar hafa á undan- förnum tveknur árum unnið að því að skipuleggja Biblíu- land. Formaður skipulags- nefndarinnar, Joseph Brasl- avi, segir að sýningarmunir, tengdir biblíunni, verði skipt í þrjár deildir. — Upphleypt líkan af ísra- el Gamla Testamentisins, sem 1 ná mun yfir eina ekru lands. j Gestir geta gengið >ar eftir„Bil milljón sérstökum gangstígum, og virt fyrir sér sögustaði Bibl- líka fyllsta ástæða til að treysta því að fylgið hrynji af kommúnistum hér á landi og klíka þeirra verði jafn áhrifalaus og hún er í öðrum lýðræðislöndum. Framferði Hannibals Valdi marssonar hefur verið afsak- að með því, að hanh hafi trú- að því, að hann gæti náð ráð- um í kommúnistaflokknum og breytt honum í lýðræðis- sinnaðan flokk. Nú hafa menn séð hvernig Hannibal og félagar hans hafa verið leiknir, og þeir menn, sem héðan í frá starfa með komm únistum, vita ofurvel, að þeir eru að styrkja klíku, sem á mála er hjá erlendum ofbeld- isöflum. Þeir hafa enga af- sökun og framferði þeirra er engu betra en hinna, sem stefna markvisst að því að koma á kommúnískri einræð- isstjórn hér á landi ef færi gæfist til þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.