Morgunblaðið - 06.11.1968, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1968
Halldór Ásgrímur
Guðmundsson
Æðey — Minningarorð
F. 10. apríl 1889. D. 30. okt. 1968.
í dag fer fram frá Foss-
vogskapellu útför Halldórs Guð
mundssonar frá Æðey. Hann var
fæddur að Æðey 10. apríl 1889.
Foreldrar hans voru hin víð-
þekktu merkishjón, Guðmundur
Rósinkransson frá Æðey og Guð-
rún Jónsdóttir frá Arnardal, af
hinni fjölmennu og víðkunnu Arn
ardalsætt. — Æðey hefur frá
fyrstu öldum íslandsbyggðar
verið eitt af búsældar mestu
höfuðbólum landsins.
Byggðist búrekstur þar jöfn-
um höndum á blómlegum land-
búnaði og útgerð, sem stunduð
hefir verið í Æðey frá fyrstu
tíð og fram á 4. tug þessarar ald-
ar. I>ó hefir Æðey um alllangt
skeið verið mesta dúntekjujörð
á fslandi og mun vera það
enn. —
Þeir sem komið hafa til Æðeyj
ar að sumarlagi munu seint
gleyma fegurð hennar og litskrúð
er hún rís_ skrúðgræn úr hinu
fagra bláa ísafjarðardjúpi.
Á eynni sjálfri skiptast á hól-
ar og lægðir hamrar og víkur,
sem á vorin eru þéttsetin og ið-
andi af aeðarfugli og fjölmörgum
öðrum fuglategundum.
Á þessu fagra og glæsta óðali
þeirra Guðmundar og Guðrúnar
ólst Halldór heitinn upp ásamt
stórum og glaðværum systkina-
hópi. Var hann frá æskualdri
bæði starfgefinn og lagvirkur og
vandist því snemma öllum heim-
ilisstörfum, bæði til sjós og lands.
Mun hann þegar á unga aldri
hafa tekið við einskonar verk-
stjórn á hinu fjölmenna og um-
svifamikla Æðeyjarheimili. Mátti
um Æðey segja eins og Sighvat-
- ALÞINGI
Framhald af bls. 11
væri gert. Menn yrðu að átta sig
á, í hverju gallar þingstarfanna
væru fólgnir og ræða um þau
á nógu breiðum grundvelli, en
ekki taka einstök atriði úr, eins
og gert hefði verið.
Þá vék ráðherra einnig að
gagnrýni Eysteins Jónssonar á
útvarpinu og sagði að við mörg
tækifæri væri pað óhjákvæmi-
legt að frekar væri sagt frá ráð
stöfun ríkisstjórnar heldur en at
höfnum stjórnarandstæðinga,
þar sem menn vildu heldur segja
frá athöfnum en hugsunum.
Erfitt væri að komast fram hjá
þessu atriði, hverjir svo sem
sætu við stjórnvölinn. Það væri
hins vegar óframkvæmanlegt að
stjórnarandstæðingar segðu jafn
an sína skoðun á málinu og
mætti til nefna hliðstæðu að
ekki ætti þá að segja frá álykt-
unum t.d. LÍÚ tða bændasamtak
anna, ef enginn væri til and-
svara.
Ráðherra sagði að ekki væri
eftir því sótt hjá ráðherrum að
frá ræðum þeirra og sjónarmið-
um væri skýrt, en fréttastofnan-
irnar sjálfar væru að verða æ
aðgangsfrekari eftir fréttum.
Að lokum tók Benedikt Grön-
dal til máls. Sagði hann að á út-
varpi pólitískra málefna og um-
ræðna hefði orðið stórfelld breyt
ing í frjálsara form að ræða und
anfarin ár. Það væri rétt, að ó-
hjákvæmilega hefðu ráðherrar
jafnan meiri fréttir fram að
færa en stjórnarandstæðingar, og
því leituðu fréttastofnanir meira
til þeirra. Finna þyrfti leiðir til
þess að stjórnarandstæðingar
fengju tækifæri til þess að koma
sínum sjónarmiðum og hugmynd
um á framfæri. Slík lausn væri
heppilegri heldur en að fella nið
ur núverandi form og snúa til
baka til þess tíma er stjórnmála
umræður eða umræður um póli-
tísk mál voru útilokuð í útvarp-
inu, án þess að þar ríkti full-
kominn jöfnuður milli ólíkra
sjónarmiða.
ur forðum — að margs þurfti bú-
ið við. — Eftir andlát Guðmund-
ar í Æðey árið 1906 veittu þau
systkinin 3, Ásgeir, Halldór og
Sigríður búi Guðrúnar mpðux
sinnar forstöðu og eftir andlát
hennar árið 1981 tóku þau við
sjálfstæðum búrekstri í Æðey
um 30 ára skeið, eða til ársins
1961 er þau brugðu búi og flutt-
ust hingað til Reykjavíkur.
Er það eigi ofmælt að búrekst-
ur systkinanna í Æðey var nafn-
frægur víða um land sakir mynd
arlegra búnaðarhátta, risnu og
höfðingsskapar, sem einkenndi
heimili þeirra frá fyrstu tíð. —
Þeir voru einnig margir nauðleit
armennirnir, bæði innan hrepps
og utan, sem leituðu ásjár þeirra
og liðveizlu, og sem fengu þar
fyrirgreiðslu, hjálp og aðstoð, er
var af góðsemi og veglyndi veitt.
f Æðey dvaldi á hverju sumri
fjöldi aðkomubarna og unglinga,
stundum munu þau hafa verið á
milli 10—20. Þeir munu því marg
ir sem á fullorðinsárunum minn-
ast til æfiloka hins glæsta heim-
ilis þeirra systkina og hinna hollu
uppeldisáhrifa 3em þeir nutu þar^
Hið fjölmenna heimili þurfti mik
illa aðdrátta og umsjónar við og
þekktu það allir er kunnugir voru
að Halldór var ávallt vakinn og
sofinn að vinna að hagsæld heim
ilisins og vaka yfir velferð þess,
afkomu og öllum þrifnaði í smáu
sem stóru. Hann var uppalandi
og vinur barnanna, sem þarna
dvöldu, en hann var jafnframt
vinur dýranna á eynni, fuglanna
sem verptu við gluggann og bú-
fjárins, sem hann annaðist af nær
gætni og hjartahlýju. Natni
þeirra Æðeyjarbræðra í meðferð
búfjór var rómuð og á orði höfð.
Halldór var maður heilsteypt-
ur, hreinlyndur og ákveðinn í
skoðunum. Öll var skapgerð hans
einlæg, traust og fastmótuð, enda
fór hann aldrei í grafgötur með
skoðanir sínar. Hann var holl-
ráður og tillögugóður í hvívetna.
Vinátta hans var einlæg, traust
og ógleymin, það vissu og reyndu
vinir hans bæði fyrr og síðar.
Halldór var einnig prýðilega
greindur, glöggskyggn, athugull
og raunsýnn á hvert það mál-
efni, sem hann kynnti sér.
Eftir að Halldór fluttist hing-
að til Reykjavíkur gekk hann
aldrei heill til skógar. Þrek hans
var smátt og smátt að fjara út,
eins og dvínandi skar. Þrátt fyr-
ir það bar hann sjúkleik sinn
með einstæðu þreki, glaðlyndi og
æðruleysi enda efaðist hann ekki
um bjarta dagrenningu framund-
an, þar sem þrautir þverra og
dagur ljómar eftir dimma nótt.
Þegar Halldór frá Æðey er
kvaddur hinztu kveðju minnumst
vér hins drenglynda, góðsama og
raunsæja manns, sem í hvívetna
vandaði dagfar sinn og gengur
ð leiðarlokum með hreinan skjöld
af hólmi lífsins. Vér vinir hans
kveðjum hann með einlægri þökk
fyrir frábæra kynningu og drengi
legt og göfugt ævistarf. Bless-
uð sé minning hans.
Þorsteinn Jóhannesson.
Búizt viö hafnarverk-
falli í Bandaríkjunum
— Eimskip flytur 7.500 tonn af frystum
fiski vestur um haf
BÚIZT er við verkfalli hafnar-
verkamanna í Bandaríkjunum
hinn 20. desember nk., og horfir
illa með lausn þess. Hafa því
verið miklir vöruflutningar til
Bandaríkjanna héðan að undan-
förnu og þá sérstaklega á fryst-
um fiski, til að nóg verði af vör-
unni á boðstólum þegar verkfall-
ið skellur á.
Samkvæmt upplýsingum Eim-
skipafélags íslandis fór Brúar-
foss 23. október sl. frá íslandi
og fiskflökum til Bandaríkjanna,
með fuílfermi af frystum fiski
Ekið d kyrr-
stæðan bíl
í GÆRDAG á tímabilinu frá kl.
18.30-45 var ekið á rauða Saab-
bifreið, sem stóð á móts við Lita
ver við Grandaveg. Var vinstra
frambretti bifreiðarinnar beygl-
að mjög mikið, jafnframt því
sem bifreiðinni var ýtt um 40
cm til hliðar. Er því enginn vafi
að sá, sem árekstrinum olli, hef-
ur orðið var við hann, og er
skorað á ökumanninn, og vitni
að gefa sig fram hjá umferðar-
deild rannsóknarlögreglunnar.
An-fln kvaddur heim
til Moskvu nftur —
Moskvu, 5. nóvember — AP
Menningarmálaráðuneyti Sovét-
ríkjanna tilkynnti í dag, að An-
An, risaþvottabjörn fjölleikahúss
ins í Moskvu, yrði að koma strax
heim. Fyrir tveimur mánuðum
fór An-An til London „með ást-
arkveðju frá Rússlandi“ til fund
ar við risaþvottabimuna Chi-
Chi. Var vonast til að ástir tækj-
ust með þeim og að árangurinn
af því yrði risaþvottabjarna-
bam.
An-An og Chi-Chi eru einu
dýrin 'sinnar tegundar í Evrópu
ísland hefur 2:0 ó móti Mongóliu
Guðmundur vann stórmeistarann Donner
ÍSLENZKA skáksveitin tefldi í
gærkvöldi við Mongólíu í 12. um
ferð. Ingi R. vann Uitjumen, Guð
mundur á sennilega tapaða bið-
skák á móti Marsuren, Bragi
vann Zorigt og Jón á vonandi
unna biðskák á móti Purevjav.
Hafa því íslendingarnir tvo
vinninga og tvær biðskákir.
Holland vann ísland 2%—1%
í 11. umferð. Guðmundur vann
Donner, Bragi tapaði fyrir Ree,
Jón gerði jafntefli við Buw-
meest og Björn tapaði fyrir
Prins.
Árangur Guðmundar er mjög
athyglisverður, þar sem Donner
er stórmeistari. Guðmundur hef-
ur ekki tapað skák frá því á móti
Spáni í annari umferð, og hef-
ur fengið 4% vinning í síðustu
5 skákunum, þar af hefur hann
teflt tvisvar á fyrsta borði. Jón
hefur einnig teflt mjög vel og
hlotið 4 vinninga í síðuistu 5
skákum.
Önnur úrslit í 11. umferð urðu
þessi: England — Austurríki
2—2, fsrael — Kúba 2%—1%,
Betgía — Sviss 2—2, Spánm —
Svíþjóð 2%—1%, Skotland —
Mongólía 2%—1%, Finnland —
Brasilía 2—2.
í A-riðli eru Sovétríkin enn
efst og hafa reyndar nú þegar
tryggt sér sigurinn í þeim riðli.
í B-riðli hefur England forustu,
ísland er í 9. sæti og í C-riðli
eru Norðmenn efstir.
Nígería:
og þetta var tilraun til að fjölga
stofninum. En þau An-An og
Ohi-Chi sýndu hvort öðru eng-
an áhuga og ein skýringin var
sú, að stjórnmálaskoðanir þeirra
væru of ólíkar til að vel gæti
farið.
Yfirmenn dýragarðsins í Lon-
don spurðu, hvort An-An gæti
ekki fengið að vera dálítið leng-
ur, í von um að allt færi vel að
lokum, en Rússar sögðu nei.
Telja sumir, að þeir óttist að An-
An verði fyrir of miklum vest-
rænum áhrifum. Þessari sorg-
legu „ástarsögu“ lýkur því ein-
hvern næstu daga, þegar An-An
stígur upp í Aeroflot-flugvél og
heldur 'heimleiðis. Gárungar
segja, að það sem hafi ráðið
úrslitum sé, að Rússar og Bret-
ar hafi ekki getað komið sér
saman um hvort afkvæmið yrði
rússneskur eða brezkur „ríkis-
þvottabjörn“.
Kveðst hafa ný vopn
— sem geri kleift að skjóta niður
flugvélar að nóttu til
Lagos, 5. nóvember — NTB
NÍGERÍUSTJÓRN hefur enn
einu sinni lýst því yfir að hún
muni skjóta niður allar flug-
vélar ,sem fljúgi yfir Biafra
að nóttu til og kveðst nú hafa
vopn til þess. Það var Ant-
hony Enahoro, talsmaður sam
bandsstjórnarinnar, sem flutti
þessar fréttir, en hann gat
i ekki um hverskonar vopn
i það væru sem þeir hefðu
/ fengið.
/ Alþjóða Rauði krossinn hef
1 ur lýst áhyggjum sínum út af
» þessu og talsmaður hans
L sagði, að þetta kæmi eins og
/ þruma úr heiðskíru lofti, eng-
ar umræður hefðu farið fram
um þetta efni. Hann sagði, að
síðast, aðfaranótt þriðjudags,
hefðu flugvétar Rauða kross-
ins flutt matvæli til Biafra.
Hann sagði einnig, að Rauði
krossinn værj fús til þess að
hefja flug að degi til, með því
skilyrði, að Biaframenn lofi
að engir vopnaflutningar eigi
sér þá stað. Biaframenn hafa
hafnað þessu á þeim forsend-
um, að orustuvélar sambands-
stjórnarinnar geti þá fylgt
matvælaflutningavélunum eft
ir og fundið leynilega flug-
velti sem þeir nota.
alls um 2 þúsund tonn. Lagar-
foss og Selfoss fara í þessum
mánuði til Bandaríkjanna, einnig
með fullfermi, og Brúarfoss mun
fara aftur vestur um haf að lok-
inni þeirri ferð, sem hann er nú
í. Nema frystivöruflutningar í
þessari ferð samtals um 7.500
tonnum.
Per Olof Sundman.
Loft-
siglingin
— verðlaunabók
Norðurlanda-
ráðs komin út
hjá AB
LOFTSIGLINGIN eftir sænska
rithöfundinn Per Olof Sundman,
sem hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir árið 1967,
er komin út hjá Almenna bóka-
félaginu. Ólafur Jónsson þýddi
söguna á íslenzku.
í tilkynningu AB um bókina
segir: „Árið 1930 gerðist sá við
burður á nyrzta hjara heims,
sem lagði heimsblöðunum til efn
ið í stærstu forsíðufrétt síns
tíma. Á Hvítey við Svalbarða
höfðu norskir selveiðimenn fund
ið leifarnar af frægum heim-
skautaleiðangri, kenndum við
hinn sænska íoringja, Andree
verkfræðing, sem ásamt félögum
sínum tveimur hafði horfið um
merkjalaust 33 árum áður, og
síðan ekkert til spurzt. Hver leit
arleiðangurinn af öðrum hafði
verið sendur út af örkinni og
mánuðum saman biðu menn í of
væni, en árangurslaust. Það leit
ekki út fyrir að þögn heim-
skautsins mundi nokkru sinni
gera leyndarmál sitt uppskátt,
en nú voru ekki einungis líkams
leifar þeirra félaganna komnar í
leitirnar, heldur einnig dagbæk-
ur þeirra og ljósmyndafilmur,
allt merkilega heilt og vel varð-
veitt. Þannig atvikaðist það, að
heimurinn beið að áratugum
liðnum í nýju ofvæni eftir að
heyra sögulok hinna látnu ofur
huga, í þetta sinn af vörum
þeirra sjálfra".
Bók Sundmans byggist á dag-
bókum leiðangursmanna og öðr
um tiltækum heimildum um und
irbúning leiðangursins, loftferð-
ina sjálfa og loks hrakninga á
heimskautaísnum, allt þar til
dauðinn tekur fram fyrir hend-
urnar á þeim.
Loftsiglingin er 310 bls. I
stóru broti, kápu gerði Kristín
Þorkelsdóttir. Bókin er prentuð
í Prentsmiðju Hafnarfjarðar.