Morgunblaðið - 06.11.1968, Síða 24
24
MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1968
gekk til herbergis síns. Það var
gott að komast úr gallabuxunum
og skyrtunni og opna svo tösk-
urnar sínar og sjá, hvað hún
ætti þar af manneskjufatnaði.
Hún tók gamla græna silkikjól-
inn sinn og fór að hugsa um hví-
líkur óratími væri liðinn síðan
hún keypti hann í stórverzlun-
inni í Oxfordstræti. Henni hafði
nú aldrei fundizt hann sérlega
glæsilegur, en nú virtist hann
orðinn eitthvað meir aðlaðandi
en áður. En annars nægði sól-
bruninn á henni og svo Ijóminn
í augunum til þess að gera hvaða
kjól, sem vera vildi, glæsilegan.
Jill setti á sig skartgripina frá
Davíð og sá, að þeir áttu þarna
mjög vel við. Svo sneri hún sér
allri fyrir framan stóra spegil-
inn og komst að þeirri niður-
stöðu, að hún væri orðin glæsi-
leg útlits.
— Þú ert töfrandi í kvöld,
sagði Rasmid við hana seinna.
Hann hafði verið fenginn til
að vera fjórði maður af því að
Oliver hafði símað, að hann tefð
ist í sjúkrahúsinu. — En hann
verður á flugvellinum á morgun,
hvernig sem allt veltist, sagði
Graham. — En í bili sendir hann
þér kveðju sína, Jill.
Hún var nú hálfvonsvikin af
þessu öllu, en Rasmid var
skemmtilegur félagi og gaf henni
ekkert tóm til að láta sér leið-
ast. Eftir kvöldverðinn dró hann
hana með sér í Lunaklúbbinn,
til þess að horfa þar á sund-
keppni og flugelda og hlusta á
tónlist. — Elskendurnir vilja
vera saman, skríkti hann. Þau
þutu fram hjá Golíatbygging-
unni í leigubílnum og Jill horfði
á neonskiltið og fór að hugsa
um, hve margt hefði gerzt hjá
þeim Söndru síðan daginn, sem
þær sáu fyrst þennan stað.
Sandra lét einhvers svipaðs
getið, er þær óku út á flugvöll-
inn næsta dag. — Bara af því,
að ég leit af tilviljun út úr stræt
isvagni einn morgun, hefur allt
þetta gerzt hjá okkur! Er ekki
lífið alveg stórmerkilegt, elskan?
Það er aldrei hægt að segja,
hvað það býður manni uppá
næst!
— Þú sagðir, að við kæmumst
í ævintýri og það höfum við líka
sannarlega gert.
— Já, við getum fengið hárin
til að rísa á öllum, þegar við
förum að segja þeim reyfarasög-
urnar af öllum hættunum í eyði-
mörkinni. Enginn fær að vita,
að ef undan er tekinn þessi á-
rekstur við Cater-kvenmanninn,
þá höfum við ekki getað verið
öruggari um okkur en við vorum
þarna.
Þau þutu áfram undir rykugu
pálmunum og inn í móttökusal
flugstöðvarinnar. Graham sá um
farangurinn. — Er það ekki dá-
samlegt að hafa karlmenn með í
ferð, elskan? sagði Sandra. Jill
gekk að minjagripapallinum til
að kaupa ofurlitla brúðu í þjóð-
búningi, að gefa frænku sinni.
Þegar hún kom aftur til þeirra,
hafði Oliver bætzt í hópinn. Við
hliðina á honum var ofurlítil
strigataska með merki flugfélags
ins á.
— Þú ætlar þá að koma með
okkur! sagði Jill.
— Stendur heima, sagði hann,
og brosti. — Finnst þér það ekki
eiga vel við? Við komum hing-
að saman og nú erum við að fara
aftur saman. Við verðum sann-
arlega að fá okkur eitt glas og
segja: „Manstu?1*, þegar við
komum til Rómar! Mér þætti gam
an að vita, hvort litli, feiti bar-
þjónninn er enn á sama stað
þar. Hann kann að minnsta kosti
að blanda campari og sóda.
Brátt var kallað til brottfarar
og þau slógust í ferð með far-
þegalestinni, sem hlaðfreyjan
fylgdi yfir malbikið að risavax-
inni flugvél. Sólin skein á ljósa
hárið á Oliver, er hann hjálp-
aði Jill upp landbrúna. Hún
minntist þess, hve mikill skjálfti
hafði verið í henni, þegar hún
gekk upp slíka brú í London
forðum. Og samt hafði þetta nú
Áhöfn m.s. Gullfossi
eldri og yngri.
Hið árlega skemmtikvöld verður í Þjóðleikhúskjall-
aranum í kvöld kl. 20.30.
Mætið vel og stundvíslega.
WALK-OVER
karlmannaskórnir viðurkenndu,
eitt það bezta sem Ameríca framleiðir.
Breiddir D-E-EE.
Það bezta verður ódýrast.
SKÓSALAN, Laugavegi 1.
SPILAKVÖLD
Sjálfstæðisfélaganna i Hafnarfirði
verður fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu.
Góð kvöldverðlaun. — Kaffiveitingar.
NEFNDIN.
HEKLA
Hagsýn húsmóSir velur börn-
um sínum Heklusokka, Heklu-
buxur, Heklupeysur og Heklu-
úlpur.
Hún veit að nú sem endranær
má treysta Heklumerkinu.
ÖRUGG TRYGGING VERÐS
OG GÆÐA.
ekki farið neitt illa, því að öllu
því tilbreytilega, sem hún hafði
lifað síðan, mundi hún aldrei
gleyma. Og nú átti hún auk þess
nýja vini, og jafnvel karlmenn,
sem voru teknir að sækjast eftir
henni. Að minnsta kosti átti það
við um Davíð. Henni varð sem
snöggvast hugsað til hans, grann
vaxins og sólbrends með þenn-
an skemmtilega hæðnissvip. En
svo hvarf hann úr huga hennar
Hann sat þarna við hliðina á
henni í flugvélinni, en Sandra
og Graham handan við ganginn.
Jill horfði á þau og henni var
skemmt er hún sá, að ennþá var
Graham með skjalatöskuna sína
og var að opna hana og draga
einhver skjöl upp úr henni.
Sandra virtist ánægð með að
halla dökkrauðhærða höfðinu
upp að hægindinu og svipurinn
á henni varð dálítið dreymandi
og fjarrænn. Oliver horfði í
sömu átt og Jill og sagði: — Já,
þau eiga vel saman, finnst mér.
— Það datt mér aldrei í hug,
að yrði, sagði Jill. — Þegar við
hittumst fyrst, varst það þú, sem
gekkst í augun á Söndru. Og
þið gáfuð ykkur hvort að öðru,
eins og það væri einhver sjálf-
sagður hlutur.
— Ég kunni vel við fjörið í
henni og gamansemina, svaraði
Oliver. Það er nú séreiginleiki,
sem Söndru er gefinn. Og Gra-
ham getur haft gott af því í
framtíðinni. Honum hættir til að
taka suma hluti alltof alvarlega,
og hún getur verkað gegn því.
— Ég hélt einu sinni að þú
værir ástfanginn af Söndru,
sagði Jill, — þarna þegar þú lagð
ir svo mikið á þig til þess að
finna hana í Beirut og útvega
henni vinnu við leiðangurinn.
— Ég gat ekki látið hana af-
skiptalausa. Það var að nokkru
leyti mér að kenna, að hún var
rekin frá fyrirtækinu, ef út í
það er farið. Og ég fann mig
ábyrgan fyrir velferð hennar.
— Ég hef tekið eftir því, að
þú lætur þér alltaf svo umhugað
um fólk, sagði Jill. — Þú hefur
svo mikla samúð og velvild til að
bera ... Jæja, nú erum við að
fara af stað. Hvernig á ég að
festa þetta belti?
Flugvélin þaut eftir brautinni
titraði og lyfti sér síðan upp í
sitt eðlilega umhverfi. Oliver los
aði Jill aftur og hún brosti til
hans. Oliver leit yfir ganginn og
gaf Jill olnbogaskot.
— Viltu sjá þau! Sandra er
sofnuð og Graham er tekinn til
við blöðin sín eins og hann er
vanur.
— Þau gætu verið búin að
vera gift árum saman. Það fer
eitthvað svo vel um þau sam-
an.
Gættu heilsunnar. Heilræði eru ekki markleysa. Þeystu af stað
en vertu ekki of frekur.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Það greiðist úr flækjum, og nú átt þú leik. Biðztu hjálpar, ef
þörf krefur, og gerðu eitthvað til að hjálpa gamla fólkinu.
Tvíburamir 21. maí — 20. júní
Einkamál eru teygjanleg. Taktu nýjum hugmyndum. Eitthvað
er að ske í eignamálum.
Krabbinn 21. júni —922. júlí
Nú er hægt að fást við ættingja sína. Félagslífið blómstrar.
Ljónið 23. júli — 22. ágúst
Framkvæmdir fai-a að verða arðbærar og framfarir verða. Ef
eittfhvað er lagt í sölurnar, verða framfarir í rómantikinni.
Meyjan 23. ágúst — 22. september.
Nú horfir byrlega í fjármálum fjölskyldunnar. Ástandið í vinnu-
og viðskiptum batnar, ef þú ferð ekki út fyrir venjuleg mörk. I
Vogin 23. september — 22. október
Það má brosa í upphafi, leggja til atlögu, byria árangursríkt
nám og hressa upp á kulnaðar glæður.
Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember
Vertu hógvær í dómum þínum, koomdu til móts við samverka-
menn þína. Taktu tillit til aridlegs ástands annarra.
Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember
Óstaðfest fyrirkomulag má lagfæra á einfaldan hátt. Eitthvað
óvænt gleður þig.
Steingeitin 22. desember — 19. janúar
Bati þinn er aðalatriði. Byrjaðu nýtt kerfi. Líkindi eru til
þess að þú hagnist á einhverju, svo að þú vilt halda upp á það
i kvöld.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar.
Þetta verður hagstæður dagur. Óvenjulegt fólk verður þér að
gagni. Notaðu dómgreind þína til að hjálpa gömlu fólki, sem
er á þinni ábyrgð.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Útskýrðu nýjar hugmyndir fyrir fólki, og fáðu fullt samstarf
með því að ræða við fólk, og gerðu þér vonir um hækkun í tign
eða a.m.k. kauphækkun. í kvöld verður tilefni til að gleðjast.