Morgunblaðið - 06.11.1968, Page 27

Morgunblaðið - 06.11.1968, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKU»AGUR 6. NÓVEMBER 1968 27 Skáiholtsbókasafn fær gððar gjafir — HJÓNIN Guðbjörg og Páll Kolka, læknir, hafa með bréfi, dags. 21. október sl., ánafnað væntanlegum Skálholtsskóla verðmæta bókagjöf, sem er ætl- að að verða stofn að erlendu fræðibókasafni. Bækur þessar fjalla aðallega um húmanísk fræði, svo sem sagnfræði, forn- leifafræði, mannfræði, heim- speki og trúarbrögð. Einnig eru þar ýmsar bækur um listir. Enn- fremur fagurbókmenntir, svo sem viðhafnarútgáfa (de luxe) í 20 bindum af verkum Shake- speare's, ásamt ritum um slfáld- skap hans, prentuð í aðeins eitt þúsund tölusettum eintökum og því næsta fágæt. Páll Kolka lagði gjafabréfið fram á síðasta fundi kirkjuráðs. Þessi höfðinglega gjöf þeirra hjóna er gefin Skálholti til minn ingar um einkason þeirra, Guð- mund P. Kolka, sem var fædd- ur 21. október 1917, en fórst í bílslvsi á Skotlandi 23. marz 1957. Á sama fundi kirkjuráðs lagði Páll Kolka einnig fram stóra gjöf Sameinuðu þjóðirnar, New York, 5. nóvember — AP. ÍSLAND lagði formlega fram Bindindisdags- ins minnst BINDINDISDAGSINS verður minnzt með ýmsum hætti hér á landi fyrir forgöngu Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu. Hér í Reykjavík verður efnt til fjöl breyttrar dagskrár í Templara- höllinni við Eirísgötu n.k. laug- ardag kl. 16.00. Kaffiveitingar verða í húsinu kl. 15-16 og mun Tríó Moraveks leika I kaffitím- anum. Dagskráin hefst með ávarpi Sindra Sigurjónssonar, þingtempl ara, en síðan flytur séra Kristinn Stefánsson, áfengisvarnarráðu- nautur, erindi, er hann nefnir: „Bindindishreyfingin og hlut- verk hennar í þjóðfélaginu“. Þá syngur Ingveldur Hjaltested ein söng, Ævar Kvaran les upp, dr. Björn Björnsson, flytur erindi um „Fjölskylduvernd og áfengis mál“. Gunnar og Bessi flytja skemmtiþátt og lokaorð dagskrár innar: Einar Hannesson, formað ur ÍUT. Kynnir á samkomu þess ari verður Einar Björnsson, full trúi Áfengisvarnarnefndar Reykja víkur. Samkoman í Templarahöllinni á laugardaginn er öllum opin meðan húsrúm leyfir og aðgang- ur er ókeypis. - 50 NATO-SKIP Framhald af bls. 1 hvort herskip sjöttu þjóðarinnar, Rússa væru komin á vettvang, en þeir hafa nú um 60 herskip og kafbáta á Miðjarðarhafi. NATO skipin voru dreifð um margar hafnir þegar þau fengu skipun um að halda til hafs og mætast á æfingasvæðinu. Flot- inn er undir stjórn ítalsks aðmír- áls, sem er yfirmaður flotadeilda NATO í Suður-Evrópu. Innan NATO hafa menn á- hyggjur af vaxandi flota Rússa á Miðjarðarhafi. Það er þó ekki enn litið á hann sem hernaðar- lega ógnun við hinn vestræna heim, talið, að hann sé Rússum meira virði frá stjórnmálalegu og sálrænu sjónarmiðL í peningum frá manni, sem ekki viíl láta nafns síns getið. Upp- hæðin er 55 þúsund krónur og er það ósk gefandans, að sjóði þessum verði varið til þess að auka og hlynna að þeirri deild Skálholtsbókasafns, sem þau hjónin, Guðbjörg og Páll Kolka, hafa stofnað með bókagjöf sinni. Um leið og þessi ágæta gjöf til styrktar bókasafninu í Skálholti er þökkuð, er rétt að rifja það upp, að safninu hafa borizt fleiri Hveragerði ,5 nóvember. SLÖKKVILIÐ Hveragerðis var kallað út laust eftir kl. 12 í dag. Hafði kviknað í iheyi á bæn- um Þúfu í Ölfusi, sem liggur skammt frá Hveragerði. Um 400 hestar munu hafa verið í hlöð- í dag þá tillögu sína, að allt sem mögulegt er verði gert til að hindra mengun sjávar af völdum borana og námuvinnslu á hafs- botni. Það var dr. Gunnar G. Schram, deildarstjóri í utanríkis- ráðuneytinu, sem flutti tillöguna. Hann lýsti ánægju sinni yfir nær einróma stuðningi stjóm- málanefndar allsherjarþingsins, sem hugleiðir nú alþjóðareglur um könnun og nýtingu hafs- botnsins. Hann kvaðst vona, að þegar fram í sæktj yrði gerður al- þjóðasamningur til að hafa hemil á þessari nýju ógnun við lífið i sjónum. - ASÍUINFLÚENSA Framhald aI bls. 28 izt tilkynning um útbreiðslu þessarar inflúenzu síðast í gærmorgun, og kæmi þar fram sem fyrr, að einkenni hennar virtist vera, að hún breiddist fremur hægt út og væri talin góðkynjuð. Á hinn bóginn sagði Sigurður það rétt vera, að inflúenza þessi væri ný og því ekki fyrirliggj andi bóluefni gegn henni. En unnfð væri að þvi víða er- lendis að rækta veiruna til að nota í bóluefni, og héðan hefði þegar verið send pönt- un á þessu bóluefni til Sví- þjóðar. Það væri þó aðeins lítið magn, því að mjög örð- ugt væri með pantanir vegna þess, hve framleiðsla á bólu- efninu gengi seint fyrir sig. I AP-skeytinu segir, að fyrsta tilkynningin um þessa Ásíuinflúenzu hefði borizt frá Hong Kong í júlí sl. Var veir- an þá strax send til rannsókn ar og kom í ljós, að um nýja tegur.d af inflúenzu var að ræða. Síðan hefur verið unn- ið að því að rækta veiruna til að nota í nýtt bóluefni, en það verður vart tilbúið fyrr en í desember, og þá af skorn um skammti. I Bretlandi verð ur aldrað fólk og þeir, sem þjást af hjarta- og lungna- sjúkdómiun, látnir ganga fyr- ir um bólusetningu. Hið sama mun verða hér upp á teningn- um að sögn landlækniis. bókagjafir frá góðum vinum staðarins. IÞórður Kárason, bóndi á Litla- Fljóti í Biskupstungum, sem lézt á sl. ári, gerði þá ráðstöfun áður en hann dó, að bókasafn hans skyldi gefið Skálholtsbókasafni. Þórður var einlægur áhugamað- ur um Skálholt alla tíð. Hann átti talsvert safn íslenzkra bóka og munu þær varðveita nafn hans og minningu í SkáLholts- bókasafni. Þá hafa Skálholti verið gefnar þær bækur íslenzkar, sem Árni Eggertsson í Winnipeg lét eftir sig. Hann var bókamaður og safnaði nokkuð íslenzkum bók- um. Eftirlifandi kona hans, Þór- ey, og sonur hans, Grettir, raf- magnsverkfræðingur, hafa ánafn að Skálholti bækur þessar, til minningar um Árna Eggertsson. (Frá biskupi íslands) unni, og munu a.m.k. yfir helm- ingur heysins hafa eyðilagzt. Eldur var samt aldrei mikill í sjálfri hlöðunni og skemmdist hún ekkert. Á Þúfu býr Ragnar Sigurðsson ásamt syni sínum Sig urði. Þetta er þriðji heybruninn í Ölfusinu nú á skömmum tíma. Hinn fyrsti var að Þórustöðum, en annar að Þurá. — Georg. - KOMMÚNISTA... Framhald af bls. 28 ið 1959 til 1967 þegar hann sótti atkvæðastyrk til íhalds- ins við allar kosningar í bankaráð og allar aðrar kosn- ingar utanþingsnefnda og ráða.“ Hér fara á eftir kaflar úr ræðu Björns Jónssonar eins og þeir eru birtir í „Verka- manninum“: Um viðhorfin í þingflokki Alþýðubandalagsins að loknum þingkosningunum 1967 segir Björn Jómsson: „Þeir munu áreiðanlega hafa verið fleiri en ég, sem vildu trúa því, að nú yrðu teknir upp aðrir og betri siðir og reynt að sam- eina kraftana á ný eftir sundr- unguna í kosningunum. Og í góðri trú tókum víð þingmenn- irnir þrír, sem höfðum haft sam- stöðu í kosningunum, til starfa í þingflokki og framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins. Reynsla okkar varð nær órofin röð vonbrigða jafnt í þinigflokki sem framkvæmdastjórn. Tillits- leyisi, jafnvel ögranir, varð svo að segja daglegt brauð. Meiri- hluti atkvæða var látinn skera úr í hverri atkvæðagreiðslunni af annarri um menn og málefni. Hið óformlega málgagn meiri- hlutans, imdir stjórn eins þing- bróðurins, var átölulaust látið ausa yfir okkur hverri óþveTra- gusunni af annarri — allt upp í þáð, að við værum njósnarar fyrir Morgunblaðið innan þing- flokksins. Menn geta nærri um, hver aðstaða er til að vinna sam- an af einlægni af málum í slíku andrúmslofti, enda varð nú smám sarnan augljósara, að stefnt var markvisst að því að hrekja okkur út úr eðlilegu sam starfi innan þingflokksins en gera okkur að hlægilegum fóta- þurrkum ella. — En ég hef áður rakið þessa sögu hér og skal ekki endurtaka hana frekar. Áframhaldið hefur svo farið sem efni stóðu til og öllum hlýt- ur áð vera augljóst. Þegar nú var til þings gengið, áttum við þre- menningarnir um tvennt að velja: ganga að nýju inn í þing- flokkinn án þess nokkuð það hefði gerzt, sem gefið gat okk- ur minnstu vonir um breytt hug- arfar eða breytta stefnu um starfshætti, beygja okkur enn á ný undir svívirðingagusur Þjóð- viljans, sem sjaldan höfðu verið ferlegri en vikurnar áður en jingið hófst — og leggja allt okkar ráð undir atkvæ'ði og vald minnihlutans, eða að bíða átekta, en tryggja jafnframt aðstöðu okkar í þing- inu og möguleika á að hafa þar eðlileg áhrif.“ Síðan segir Björn Jónsson: „Hitt er staðreynd, að við þre- menningarnir erum kjömir á jing af um 6900 kjósendum og teljum það skyldu okkar að ein- angrast ekki og útilokast frá starfsaðstöðu og áhrifum me'ð- an við gegnum þingmennsku, enda væri sá kosturinn jafn slæmur hinum að þola flokks- ræðinu að troða á rétti okkar. En meðal annarra orða, var Lúð vík Jósefsson á einhverjum alls- herjar uppboðsmarkaði t.d. allt tímabilið 1959 til 1967, þegar hann sótti atkvæðastyrk til í- haldsins við allar kosningar í bankaráð og allar áðrar kosn- ingar utanþingsnefnda og ráða? Eða á síðasta þingi, þegar hann leitaði til Framsóknarflokksins við allar kosningar í fjögurra manna ráð og nefndir? Þótt fátt segi af einum, hefur ekki hvarflað að mér, að hér væru óheiðarleg brögð í tafli — en skrif Þjóðviljans gætu visssu- lega bent til annars." Og í lok ræðunnar gefur Björn þessa lýsingu á Kommúnista- flokknum: „Það er skilið vi'ð Sósíalista- flokkinn sem rjukandi rúst í a. m. k. tveim hlutum, og aðeins annar mun fylgja Alþýðubanda- laginu. Á hinu leitinu er svo bú- ið að hrekja í burtu alla áhrifa- mestu bandamennina hægra megin við Sósíalistaflokkinn, þá aðila, sem raunverulega gáfu bandalaginu eitthvert gildi og færðu því sigra á liðnum árum. Hvar er Alfreð Gíslason nú? Hvar er Finnbogi Rútur Valdi- marsson? Hvar er Hannibal Valdimarsson, svo að einhver nöfn séu nefnd þeirra, er gerðu Alþýðubandalagið a’ð bandalagi og öðru meira en Sósíalista- flokknum með nýju nafni. Og hvar eru hinir frjálslyndari menn Sósíalistaflokksins? Hvar eru Magnús Torfi Ölafsson, Karl Guðjónsson o.s.frv. o.s.frv. Hvar er breikkunin meðal hinna óbreyttu kjósenda? Sannleikurinn er sá, að eftir allt, sem á undan er gengið, get- ur það í hæsta lagi reynzt sann- mæli, að það Alþýðubandalag (að nafni) sem nú á að stofna tiþ sé endurskírður Sósíalista- flokkurinn. Sönnu nær er þó áð segja, að hér sé um að ræða endurskírn eða endurskipulagn- ingu á hluta Sósíalistaflokksins, þess hluta, sem kenna má við Magnús Kjartansson, Einar Ol- geirsson og að nokkru Lúðvík Jósefsson. Hér er ekkert raun- verulegt Alþýðubandalag á ferðinni, enda ekki þannig að staðið eða að unnið.“ - ÞRÍR MENN Framhald af bls. 28 inn er veikari var, um að hann sæi allt tvöfalt, en var að öðru leyti hress. Það má telja fullvíst, að það var á síðUstu stundu, sem björgun- armennirnir komu á vettvang til að forða því að illa færi, svo að segja má þrátt fyrir alla erfiðleika, að giftusam- lega hafi til tekizt. Þá hefur í dag verið unnið að því að ná snjóbílunum af heiðinni, og tókst að ná bíl læknishér- aðanna þrátt fyrir vont veð- ur, en bíll Þorbjörns er enn fastur, og verður beðið betra veðurs til að ná honum. f framhaldi af frásögn frétta ritarans ræddi Morgunblaðið við Hrólf lngólfsson, bæjar- stjóra, um þessar hrakningar. — Við ætluðum yfir heið- ina í tvennu lagi upphaflega, við vorum þrír í Bronco- jeppa, en Svíarnir tveir á- samt bílstjóra á Landrover, sagði Hrólfur. — Við urðum að snúa við vegna veðurs og ófærðar áður en upp á sjálfa heiðina kom, og Svíarnir einn ig þar sem þeir festu sinn bíl. Ákváðum við þá að fá Þor- björn Arnoddsson á snjóbíl sín um frá Seyðisfirði til Egils- staða og flytja okkur síðan til baka. — Ætluðum við þá í upp- hafi að fara frá Egilsstöðum í gær (mánudag), en þegar ferðin sóttist svo vel hjá Þor birni yfir heiðina til Egils- staða, breyttum við ferðaáætl uninni. Var lagt af stað á sunnudagskvöldið strax og sóttist ferðin vel, þar til við vorum komnir um 3 km upp á heiðina frá norðurbrúninnL Þá lenti snjóbíllinn ofan í dá- lítilli laut, og fór við það út af öðru beltinu. — Þeir Þorbjörn, Sigfús Árnason og Árni Stefánsson glímdu síðan við það á þriðju klukkustund að koma beltinu aftur á, en urðu að gefast upp þar sem aðstaða var slæm og veður mjög óhagstætt. Þá á- kváðu þeir þrír að ganga nið ur að Egilsstöðum eftir að- stoð, en ég varð eftir í bíln- um ásamt Svíunum. Var klukkan þá um tvö um nótt- ina, en Þorbjörn áætlaði að bensín nægði til kl. 6 um morguninn, þannig að úr ráði varð að hafa bílinn í gangi. Við áttuðum okkur ekki á, að gífurlegur skafrenningur var og bílinn fennti brátt í kaf, þannig að eiturloftið streymdi inn í bílinn. Reyndum við því ekkert til þess að halda okk- ur vakandi. Ég man það að mig sótti svefn, og ákvað að blunda, en þá voru báðir Sví arnir sofnaðir. Ég vaknaði svo ekki fyrr en aðstoðarmennirn-. ir komu að bílnum og vöktu mig, og var ég þá heldur rugl aður. En komið var með okk ur niður á Hótel Egilsstaði kl. 6 í gær, og voru þá liðn- ar 20 klukkustundir frá því að lagt var af stað, sagði Hrólfur. Þá náðurn við sambandi við Þorbjörn Arnoddsson, öku- mann snjóbilsins. — Ég hef oft séð hann svartari á heið- inni, sagði Þorbjörn, sem nú er um sjötugt — en hef hins vegar aldrei orðið áður fyrir því óhappi að missa beltið af bílnum. Ekki vildi Þorbjörn heldur gera mikið úr ferð þeirra þre- menninga niður af heiðinni. — Við áttum undan að sækja og enginn okkar þriggja er óvanur svona ferð. Að vísu var stórhríð og færðin mjög slæm, urðum oft að ganga snjóinn í mitti. En ég held að enginn okkar hafi verið veru lega þrekaður, þegar að Stein holti kom, en það er sá bær, sem næst er heiðinni. Tók gangan okkur þangað 2 og % tíma. Þorbjörn sagði ennfremur, að hann hefði lært þá lexiu af þessum erfiðleikum, að all ur búnaður snjóbílanna til að koma beltunum aftur á dyttu þau af, væri mjög lélegur af hálfu framleiðenda, og væri nauðsyn að bæta hann mjög. Kvaðst Þorbjörn sjálfur hafa í huga að gera endurbætur í þessum efnum á sínum bíl. Morgunblaðið náði loks sem snöggvast tali af öðrum Svíanum, sem var í snjóbiln- um. Hann heitir Axel Pihl. Axel kvaðst sem minnst vilja tala um dvöl þeirra í bílnum. Hann kvaðst hafa komið á hverju ári til íslands allt frá 1953 Stundum hefði hann lent í ófærð á fjallveg- um, en aldrei í líkingu við það, sem nú var. Axel Pihl kvaðst vera við góða heilsu, en þó hefði hann sviða í augum. Hefði læknir- inn tjáð sér, að sviðinn hyrfi fljótlega. Axel Phil kvaðst vilja benda á nauðsyn þess, að hafa talstöðvar í snjóbílum, svo unnt væri að gera viðvart, ef eitthvað bjátaði á. Loks kvaðst hann vilja þakka öllum þeim, sem veitt hefðu aðstoð og hjálp og vildi hann einnig koma á framfæri þökkum félaga síns, Henry Farnells. Tillaga íslands um varnir við mengun sjóvarins — —lögð fram á þingi Sameinuðu þjóðanna ÞRIÐJIHEYBRUNINN — i Ölfusi á skömmum tíma — Um 200 hestar ónýttust á bœnum Þúfu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.