Morgunblaðið - 23.11.1968, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1968
veganna í höllinni
Samningar standa nú yfir um
að Reykjavíkurborg kaupi eigna
hlut Sýningarsamtaka a tvinnu-
veganna í fþróttahöllinni, en
samtökum þeim hefur verið um
megn að standa við greiðslu-
skuldbindingar sínar við bygg-
ingu hallarinnar. Er fljótlega að
vænta niðurstöðu þeirra samn-
inga og má telja nær fuilvist, að
af þeim verði.
Kostnaður við íþróttahöllina
nemur nú 51.298.671.75 krónum
og hefur Reykjavíkurborg greitt
tæpar 24 milljónir af þeirri
upphæð. Áætlað er að kostnaður
við að fullgera höllina nemi rúm
um 12 milljónum króna.
Allmiklar umræður urSu í
borgarstjórn í gær um fþrótta-
höllina og spunnust umræður út
af fyrirspurnum Alþýðubanda-
lagsmanna um fjárhagsmálefni
íþróttahallarinnar. Borgarstjóri
svaraði fyrirspurnunum og fer
megnimál þeirra hér á eftir:
Byggingarkostnaður hússins
var 30. júní s.l. kr. 46.325.225.17.
Kostnaður við malbikun og frá-
gang lóðar nam 1.384.296.02 krón |
um. Innanstokksmunir og áhöld
kostuðu 526.908.91 krónur og
gengismunur vegna gengisbreyt-
ingarinnar í fyrra af láni ríkis-
sjóðs 3.06.211.65 krónur. Heild-
arkostnaðurinn nemur því
51.298.671.75 krónum.
Borgarsjóður hefur lagt fram
til byggingarinnar krónur
23.832.935.19 krónur eða 65.2prs.
Sýningarsamtökin 9.515.552.75
krónur eða 26prs. og fþrótta-
bandalag Reykjavíkur
3.199.610.78 krónur eða 8,8prs. j
Samkvæmt samningi aðiljanna
átti kostnaðarskiptingin að vera
Reykjavíkurborg með 51prs. Sýn
ingarsamtökin 41prs. og Í.B.R.
8prs.
Tekið var svokallað P;L. lán
hjá Framkvæmdasjóði íslands.
Það lán nam 30. júní s.l. krónum
14.138.589.65. Mun Þetta lán
hækka vegna gengisbreytingar-
innar, en sumt af þessari fjár-
hæð er þó gjaldfallið en ógreitt.
Þá var spurt um, hverju væri
ólokið í smíði hallarinnar og um
áætlaðan kostnað þar að lút-
andi. Taldi borgarstjóri um tíu
þætti. Helztu kostnaðarliðir þar |
eru: í íþróttasal er eftir að
ganga frá leiksviði, og ganga frá
gólfi þar, setja upp brunahurð-
ir, ganga frá raflögn í salnum,
setja upp hátalakerfi o.fl. og er
áætlað að kostnaður nemi kr.
1.575.000.00.
Eftir er að ganga frá stæðum
og sætum áhorfendasvæðis, og er
reiknað með að þar verði ein-
göngu stæði fyrir um 2600
manns, en með sætum á salar-
gólfi fyrir um 800 manns. Áætl-
aður kostnaður nemur um
1.320.000,00 krónum.
Þá er eftir að fullgera loft-
ræstikerfi í sal og búningsklef-
um, einnig hita í forsal og frá-
gang á hreinlætislögn og upp-
steningu stjórntækja og er ætl-
að á, að kostnaður nemi um
1.930.000.00 krónum.
Utanhúss er eftir að einangra
þak, ganga frá niðurföllum og
tröppum við brunaútgang og er
áætlað að kostnaður verði
1.900.000.00 krónur. Samtals er
ætlað á að heildarkostnaður við
að ljúka höllinni nemi
12.287.500.00. krónum. Ef stólar
verða settir á áhorfendapalla og
eins og upphaflega var hug-
myndin mun kostnaður hækka
um eina milljón króna.
Borgarstjóri sagði, að vegna
þess, hve miklu væri ólokið af |
smíði hússins væri ekki hægt að j
tala um að gallar hafi komið,
fram í byggingu þess. Hins veg- j
ar hefðu komið fram kvartanir j
um ýmislegt, sem enn væri ólok- ;
ið, og nefndi borgarstjóri sem
dæmi lýsingu í sal og loftræst-
ingu í böðum. Þá hefur einnig
verið talað um leka í þaki húss-
ins, en það stafar af þéttiraka
sem myndast þegar frost er. Rak
inn myndast vegna ónógrar loft-
ræstingar og einangrunar við
þak hallarinnar.
Borgarstjóri sagði, að þótt kom
ið hefðu fram kvartanir hér
heima, hefðu erlendir aðilar, sem í
keppt hefðu í höllinni, ver- '
ið mjög ánægðir með aðstöðu þar.
Þá var spurt um reksturskostn
að og tekjur Íþróttahallarinnar
síðan hún var tekin í notkun.
Reksturskostnaður frá 1. des.
1965 til 30. júní 1968 nam krón-
um 7.369.685.15. Tekjur hússins
á sama tíma voru 6.657.747.03
krónur og er hallinn því i
711.938.12 krónur. Hæstu rekstr-
arliðir eru ljós og hiti sem nema
tæpum 2.4 millj. og laun, sem
nema rúmri hálfri annarri millj-
ón og vextir, sem eru rúmlega
1.8 milljón. Helztu tekjur eru
leiga fyrir kappleiki 3.2 millj-
ónir og leiga fyrir sýningar 1.2
milljón. Óinnheimt er leiga af
sýningum í sumar.
Borgarstjóri sagði, að rekstur
hússins væri að vetri til í hönd-
um íþróttafulltrúa borgarinnar
og framkvæmdastjóra Í.B.R, en
yfir sumarið í höndum fram-
kvæmdastjóra byggingarnefndar
hússins. Leigugjöld voru ákveð-
750.000. þús kr. á mánuði vegna
sýninga og 25prs af andvirði
seldra aðgöngumiða af íþrótta-
kappleikjum, en lágmarksleiga
fyrir þá er fimm þús. kr. Leiga
fyrir æfingartíma fyrir félög og
skóla er 400 krónur fyrir allan
völlinn og 50 krónur fyrir hnit-
völl.
Hafi skemmdir orðið á húsinu
í lok leigutímabils eru bætur
krafðar af þeim, er þær unnu.
Borgarstjóri sagði ennfremur
að ekki hefði enn verið samin
reglugerð um notkun hússins,
og það væri það m.a vegna þess,
að ekki væri enn fullfrágengið
um eignaraðild að húsinu, sbr.
fyrrgreinda samninga um kaup
á eignarhlut Sýningarsamtak
anna. Taldi borgarstjóri eðlilegt
að reglugerðarsetning biði loka
þeirra samninga.
Reikningar hallarinnar hafa
ekki verið birtir opinberlega í
reikningi borgarinnar, og sagði
borgarstjóri, að rekstur hússins
Þáttakendur og leiðbeinendur á foringjanámskeiðinu.
Foringjonómskeið ÆSK n Norðurlondi
Akureyri 19. nóvember
ÆSK í Hólastifti gekkst fyrir
námskeiði í félagsstörfum fyrir
nýkjörna forystumenn æskulýðs-
félaganna á sambandssvæðinu
dagana 15.-17. nóvember. Nám-
skeiðið var haldið í kapellu Akur
eyrarkirkju og voru þátttakend-
ur 23 frá Akureyri, Húsavík,
Hrísey, Sauðárkróki, og Blöndu-
ósi.
Leiðbeinendur voru séra Jón
Bjarman, æskulýðsfulltrúi þjóð-
kirkjunnar og Unnur Halldórs-
dóttir safnaðarsystir við Hall-
grímskirkju í Reykjavík. Auk
þeirra flutti Hermann Sigtryggs
son æskulýðsfulltrúi Akureyrar-
bæjar erindi um íþróttir í sam-
bandi við æskulýðsstörf.
Prestarnir séra Kári Valsson,
séra Árni Sigurðsson, séra Birg-
ir Snæbjörnsson og séra Pétur
Sigurgeirsson fræddu ennfremur
á námskeiðinu. — Sv. P.
Kristian Djurhuus kjörinn lög-
maður í Færeyjum
— Breytingar gerðar á landsstjórninni
Um 370 fulltrúar ú ASÍ-þingi
sem hefst n. k. mónudng —
ÞING Alþýðusaimbands íslands
verður haldið n.k. mánudag að
Hótel Sögu í Súlnasal og hefst
kl. 2 e.h. Þingið munu sitja uín
370 fulltrúar, en í sambandinu
eru um 35 þúsund félagar. Tvö
aðalmál verða á dagskrá, þ. e.
kjara- og atvinnumál og skipu-
lagsmálin. Þá verður stjómar-
kjörs nú beðið með nokkurri
eftirvæntingu, þar sem forseti
ASÍ, Hannibal Valdimarsson,
hefur lýst yfir að hann gefi ekki
kost á sér til forsetastarfs inn-
an sambandsins aftur.
KRISTIAN Djurhuus, vara-
lögmaður Færeyja og fulltrúi
Sambandsflokksins í lands-
stjóminni, var á þriðjudag,
eins og búizt hafði verið við,
kjörinn eftirmaður Per Mohr
Dams sem lögmaður Færeyja
af Lögþinginu. Hlaut Djur-
huus 14 atkvæði af alls 26, en
með kjöri hans greiddu at-
kvæði jafnaðarmenn, Sam-
bandsflokkurinn og Sjálfstæð
isflokkurinn ,en aðrir flokkar,
sem sæti eiga á Lögþinginu
greiddu atkvæði með sínum
eigin frambjóðendum.
í fyrradag gerði hiinn, nýkjömi
lögmaður breytingar á lands-
sitjórninini, þaninig oð í henni
tóku sæti tveir menn tiil við-
bótar, þeiir Viilli Sþremsen frá
Klalksvík og Jalkob Limden-
skov frá Þórshöfn. Báðir eru
þeir jafnjaðarroemin og í rit-
-tjóm blaðsinis „SociaWemo-
krat“.
Kristian Djurbiuiius hefur átt
sæti í ölluim lamdissitjómium
frá 1948, er 'heimastjóm var
komið á, að undainski'ld'uim ár-
unum 1962—1966. Hairnn hefur
verið löigmaður tvibvar siinn-
um áður.
í viðtali við Morgunblaðið
í gær sa'gði Nielis Argie, frétfca-
maður blaiðsins í Færeyjum,
að Færeyjar hefðu genlgið í
EFTA 1. jaraúar sl. og þá að-
Kristian Djurhuus
eins í því skyni iað komiaist hj á
10% tolii á freðfiski og gátu
liand'smenn reiknað með því
að hafa hag að því, sem niæmi
1—1% millj. kr. (færeyákum)
árlega. Á sl. ári var úfcflufcn-
kugiuriinm aðeiins 2% miilj. kr.
hins vegar. Nú hefur 10% toli
urinn verið iaigður á aifibur í
Brefciandi, svo að nú er þessd
ávinningur úr sögumni. Því
var það, að ÞjóðveQdisflökk-
urinin bar fram frumviarp í
fyrradag þess efnis, að Pær-
eyjar gengju úr EiFTA, því að
allur iðnaður, sem komizt
hefði á ilaggimar í Færeyjum
myndi líða unidir fok kunian
um það bil 4 ára vegna þeiirra
tóllafyrirmæilla, sem sam-
kvæmt EFTA-öamminginum
ná til a/lliria EIFTA-Oiainda.
Þá heldur Þjóðveld'isflokk-
urinm því fram, sa'gði Arge,
að færa beri út fisfcveiðiLög-
sögu Færeyja í 16 sjómílur að
minmsfca köslti um Skamma
hríð og mumi þáfctitakam í
EFTA verða fjötar um fót í
því skyni að fá þessari út-
víkkum framgen'gt. Veigna
þesis vill þjóðveidis'flokkturirun
að Færeyjiar segi sig úr EFTA
eftk eitt ár. Þjóðveldis'fföklk-
urinm hefur 5 þingsæti á Lög-
þimgkiiu. Arge fcaidi hkus veg-
ar, að Sfcjórmiamflökkarmir
myndm ekki vera fyilgjandi
þessu.
Sl. 5 ár hefur komizt á
iaiggkmiar miökkur iðmiaður í
Færeyjum, fyrst og fremst
veiðafiæraiðn'aður og vimmu-
faitagerð, og eru líkur á, að
þessi iðnaður líði umdk iok,
sagði Amge að lokuim.
12 millj. skortir til að Ijúka
íþróttahöllinni
Reykjavíkurborg hefur í huga oð kaupa
eignarhlut sýningarsamtaka atvinnu-
hefði ekki verið í höndum borg-
arinnar og því hefði reksturs-
reikningurinn ekki verið birtur
þar. Aftur á móti er heildar-
framlag borgarinnar til hallar-
innar birt í reikningum borgar-
innar og yfirfarið af kjörnum
endurskoðendum borgarinnar.
Sagði borgarstjóri, að ekkiværi
kunnugt um, að þeir endurskoð-
endur hefðu yfirfarið reikninga
íþróttahallarinnar, en borgar-
endurskoðandi og endurskoð-
andi Sýningarsamtaka Atvinnu-
veganna endurskoðað reikninga
og stjórn Í.B.R. verið gerð grein
fyrir rekstrinum tvisvar á ári
Nokkrar deilur urðu milli
Guðmundar Vigfússonar (K) og
borgarstjóra um endurskoðun-
ina. Taldi Guðmundur að kjörn-
ir endurskoðendur borgarinnar
ættu að skoða reikningana og
1 væri annað brot á samkomulagi
byggingaraðila. Borgarstjóri
| sagði hins vegar, að samkvæmt
samningunum sé áskilið „að reikn
] ingar séu endurskoðaðir á sama
hátt og borgarreikningar“. Túlk
; aði borgarstjóri þessi orð þann-
ig, að nóg væri að endurskoða
reikningama af borgarendur-
skoðuninni. Hann taldi hins veg-
ar sjálfsagt að verða við þeim
tilmælum að endurskoðendur
kjörnir færu yfir reikninga hall
arinnar. Var samþykkt tillaga
borgarstjóra þar um.