Morgunblaðið - 23.11.1968, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.11.1968, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1968 Hann er Snæfellingur. í ætt við vont fólk. „Ekki taldi séra Árni Snæ- fellinga vont fólk. Þegar farfð var að kryfja hann saigna um það, hvað vondir þeir væru, hældi hann Snæfellingum meira en Árnesingum, sýslung um sínum.“ Þetta sagði Kristján Jóhann Kristjánsson í upphafi samtals okkar. Ég hafði ætlað mér að spjalla við hann, þegar hann vrði 75 ára, en bá kom skruna af afmælisgreinum frá svo fínum mönnum og virðu- legum að ég ákvað að geyma mér samtalið. Við sátum í skrifstofu hans í Kassagerðinni, einhverju glæsilegasta einkafyrirtæki landsins, sem er nánast ótrú- legur minnisvai'ði um strák, sem spratt upp í Kolbeins- staðahreppi eins og fífill í túni. Lífsstarf hans er ævin- týri líkast, þó skulum við vona að það hafni ekki í þjóð- sögunni. Það getur t.d. gerzt, ef íslemzkt fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan neitar af ein hverjum ástæðum að kaupa mjólkur- og skyrumbúðir af innlendum iðnfyrirtækjum, en snýr sér til útlanda — kvart- ar svo yfir tolli á útlendum iðnvarningi og hækkar skyr- ið! Auðvitað ætti frekar að hækka tolla af fullunnum er- lendum iðnaðarvörum til Mjólkursaimsöliumnar og ann- arra og lækka tolla atf hrá- efni, þó að það mundi kamnske engu breyta: islenzk fyrrrtæki eru fylliilega samkeppniöhæf við þau útiendu. Um þetta spjölluðum við og bar ekki á milli. Þegar ég gekk um Kassa- gerðina, þótti mér sem ég væri í Þýzkalandi að skoða stóra verksimiðju, með rætur í 19. öldinni. Én hvað stoðar það? Þeim tókst að knésetja Mjólk- urfélag Reykjavíkur og Thor Jensen og loka Korpúlfsstöð- um. Merkilegt að sá hrá- skinnaleikur skuli vera blá- köld staðreynd, en ekki lygi- saga. Hví skyl'du „þeir“ ekki einnig hafa áhuga á að ylja Kristjáni Jóhanni undir ugg- um? Þáð er þröngt á jötunni eins og allir vita, lítill mark- aður í fámennu landi. En vonandi verður þeim önugt að knésetja Kassagerð- ina, eins og Skaftfellingar mundu segja. Kristján átti á sínum tíma þátt í því að stofnað var til tappagerðar hér á landi, sem nú framleiðir milljónir tappa á ári, samt kann hann því betur að taka tappann úr, þegar við á, og það gerði hann áður en við hófum spjall ið og skoðuðum þetta mikla hús. „Séra Ámi vissi að það var töggur í Snæfellingum", sagði Kristján, því að hann var enn með hugann við þjóðsöguna, sr. Áma — „hann vissi að þeir gátu verið þrjózkir og stoltir og létu ekki bilbug á sér finna. Það sem ég tók fyrst eftir“, sagði hann, „þegar ég kom á Snæfellsnesið var það, að bömin lærðu fyrst að segja nei, þegar þau byrjuðu að tala. Það gerði helvitis þrjózk an“.“ „Þú ert einnig óhræddur að segja nei, Kristján!“ „Ég þegi“, sagði Kristján Jóhann. Kassagerðin, Loftleiðir og fleiri stórfyrirtæki eru minn- Tveir með einbeittan vilja. áðist á sínum tíma nokkrar gipsmyndir eftir hana. Þær prýða nú skrifstofurnar hjá okkur og fara vel innan um blómin og viðskiptavinina." „Nú, þessar konumyndir þarna frammi“. ,,Já“. „En þær em allar naktar'* „Ekki er það verra. Og ein er múlatti í þokkabót'*. Hann sýnir mér stóra hvíta styttu í ganginum. „Og þama er Móðurást“, bætir hann við. ★ l (auntorAumsági isvarðar þessarar snæfellsku þagnar. „Þú manst vel eftir séra Áma“, sagði ég. „Hvort ég man“. „Þama er Ibsen uppi á skáp“. „Já“. Og nú glaðnaði yfir honum. „Þú þekkir hann. Margir halda að þetta sé séra Matthías.“ „Minna má nú sjá“, sagði ég. „Eftir hvern er þessi brjóst mjmd?“ „Nínu Sæmundsson. Ég eign FYRRI GREIN Þegar við komum aftur inn í skrifstofuna, horfði Ibsen á okkur ofan af veggskápnum. Það var þótti í munnsvipn- um. Stundum sagði hann einn ig nei. Hann fór ekki varliluta af öfundinni, hann lagði ekki í að búa heima í Noregi fyrr en á efri árum. Þegar hann var imgur, sótti hann um toll- varðarstöðu í Óslo. Hann fékk neitun. Mikið megum við þakka gu'ði fyrir þá neitun. Ekki hafa Norðurlönd átt meiri höfund, hvað sem Lax- ness segir. Tapaöi ekki sínu striði Samtal við Kristján Jóhann Kristjánsson Kristján Jóhann var mér sammála um þetta. „Séra Árni fermdi mig“, sagði hann og virti Ibsen fyrir sér. „Ég var hjá honum í kaupavinnu tvö vor, og dag- legur gestur á Stóra Hrauni, sem hann keypti þegar amma mín fluttist þaðan. Til hans var gott að koma. Afi minn og amma, Helga Jóhannsdóttir og Björn Gott- skálksson, bjuggu þair, en hjá þeim var ég alinn upp. Faðir minn, Kristján Benjamínsson, lézt þegar ég var tveggja ára, og þá fluttist Guðríður, móð- ir mín, til foreldra sinna að Stóra Hrauni með börnin sin þrjú sem heima voru, en ég var kominn til afa og ömmu tveimur árum áður. Það atvik aðist svo að amma mín tók á móti mér og fór méð mig í reifum heim til sín þriggja vikna gamlan, af því að henni þótti ástand og efnahagur erfiður hjá foreldrum mínum á Kaldárbakka. Móðir mín giftist svo síðar Páli Sigurðssyni, bónda í Haukatungu, og fluttist þang- að með systkin mín þrjú, en ég varð eftir hjá afa og ömmu á Stóra Hrauni til fjórtán ára aldurs, eða þangað til aíi dó. Þá fluttist amma mín einnig að Haukatungu, og þar var ég til sautján ára aldurs. Þá fór ég til trésmíðanáms í Borgar- nesi.“ „Af hverju kom séra Árni að Stóra Hrauni?" „Hann langaði til að fá jörð ina, sem var mjög eftirsótt, þar var ekkert örreitiskot, þetta var tekjujörð. Þar var silungs- og laxveiði, selveiði og æðavarp. En jörðin var mannfrek og amma hafði ekki tök á að halda henni. Ég sá eftir að fara þaðan og var þar eins og grár köttur, þegar ég gat. Stóra Hraun er unaðsleg- asti staður sem ég þekki.“ „Og vel hefur þér litizt á séra Árna.“ „Það eru engar ýkjur, að hann var me’ð afbrigðum skemmtilegur. Sjaldan fór maður að sofa, fyrr en seinni part(nætur, þegar gist var hjá honum. Ég dáist að Þórbergi, hvað honum tekst að hafa sögur séra Arna réttar eftir honum. Ég heyri gamla mann- inn tala í ævisögu hans. Hann talaði oft við mig um trúmál, og þar var hann ekkert blávatn. Hann lagði áherzlu á að innræta mér guðs trú. Og ef einhver heldur að hann hafi verið hvikull í trú- málum, þá er það mikill mis- skilningur. Hann hélt yfir manni þrumandi ræður um trúmál, og ekki hægt annað en taka eftir hverju orði og leggja það á rninnið. Hann var ekki myrkur í máli. Siiguirður, vígsluibisikup, hiálf bróðir minn, heillaðist af séra Árna, og ég býst við að kynn- in af honum hafi frekar ýtt undir Sigurð að fara í guð- fræði.“ „Datt þér aldrei í hug að fara í guðfræði?" „Mér-nei atdrei."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.