Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. IWVEMBER 1968 3 Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: KOMID TIL MÍN BLÖÐIN eru stór nú á döguotn og skipa stórt rúm í lífi manna. En hver les allt, sem þar er prentað? Kannski ætlast eng- inn til þess, að nokkur maður lesi allt, sem blöðin birta. Væntanlega ekiki. Og stuindum koma orð á prent, sem óslk- andi væri, að engin læsi. En að því slepptu, þá þykir æskilegt, að efni blaða sé fjöl'breytt. Einum er ætlað þetta, öðrutm hitt, og hver velur eftir áihuga sinum og smekk. Ég 'hef lofað að sfcrifa fáein orð í Morgunblaðið nokkra næstu sunnudaga og mun þau að finna á þessum stað í blaðinu. Þau eru ætluð þelm lesendum, sem geta séð af stundarkorni á helgum degi til þess að hvíla huga sinn. Þegar ég segi þetta, á ég efcki fyrst og fremst við þá hvíld, sem er fólgin í því að slaika á spennunni, sem umsvif hversdagsins valda. Það er vissulega bollt og nauðsynlegt að gera sér slíkan dagamun, og helgur hváldardagur er gefinn oss til þeirra nota. Honum er ætlað að veita mönnum hvild frá erfiði sínu, lífcamlegu og and'legu. Hann á að gefa þá heilsubót, að hugurinn fái orlof frá áhyggjuefnum, hvort sem þau stafa frá einkaihögum eða almennum vandamálum. En þess konar hvíld má fá með ýmsu móti, t.d. með því að fara í ærlega gönguför, lesa góða bófc, hilusta á tónlist eða útvega sér á annan hátt hressandi og taugastyrkjandi tilbreytni. Ég á ekki við þetta, þegar ég tala hér um það að hvila huga sinn. Jesús Kristur segir: Komið til mln . . . ég mun veita yður hvíld. Það er hægt að hvíla huga sinn hjá honum. Og það er meira en venjuleg hvíld. Það er djúptæik endumæring. Þeir eru margir, sem þekkja þetta af reynslu og vita það, að slífcar hivild- arstundir eru v.erðmætar og ómetanleg- ar. Þeir vilja ekki fara á mis við þær og reyna að eignast einbverja slika stund daglega. Og þeim er sunnudagur- inn fcærkomið og dýrmætt tækifæri til þess að „lyfta sér upp“ á þennan hátt. Þeir eru þakklátir fyrir að geta komizt í kirkju til þess að vera þar í kyrrð og ljúfca upp huga sínum fyrir anda Jesú Krists og leita styrks þjá honum. Þar fyrir utan verja þeir einhverjum hluta hvíldardagsins til þessarar endurnær- ingar, einir út af fyrir sig, eða með mafca sdnum og fjölsfcyldu. Þá taka þeir Biblí- una sína og lesa dálítinn kafla í faenni, rifja upp þakfcarefni sín og áfayggju- efni, þakka góðum Guði og biðja hann að leiðbeina sér, fareinsa hugann og gera hann bjartari og heilli. Þannig „koma“ þeir til Krists. Þeir stilla huga sinn inn á það, að áíhrifin frá Kristi og heimi hans kornist að þeim. Og jafnvel andartaksstund, þegar efckert kemst að annað en þetta, að nú er Guð í nánd, nú er Kristur hjá þér, er svo dýrmæt og áhrifin svo rik, að engin önnur lífs- nautn, enigin önnur styrkjandi hvíld og endurnýjun, kemst í samjöfnuð við það. Þetta er sú hvíld, sem Jesús talar um. Hann nefnir það láka frið: Minn frið get ég yður. Vilt þú gefa þér tóm til þess að leita eftir þessu, njóta slifcrar hivíldar á hvíldardegi? Það getur verið hjálp að lesa eða heyra orð annars manns, ef þau beilna athygli 1 rétta átt. Slík orð geta ailltjenit minnt mann á að vanrækja ekki þá skyldu við sjálfan sig og lífið að leita þeirrar Mfsfyllingar, þeirrar hugbótar, heilsugjafar og sálulhjálpar, sem KrisUir gefur þeim, sem koma til hans og lifa í trúarsambandi við hann. Slíka hjálp vildi ég, að þú gætir feng- ið við að renna auigum yfir þær idnur, sem birtast á þessum stað. Þær eiga ekki það erindi að koma höfundi sinum á framfæri á einn eða annan hátt, held- ur það eitt að minna á hann, sem á mikla erindið við alla menn, erindi fagnaðarins. Hann, sem segir: Komið tll mín allir, ég veiti hvíld, minn frið get ég yður. Kemur út í tilefni aldarafmœlis hans 30. nóvember n.k. — Utgefandi er Sálarrannsóknarfélag íslands SÁLARRANNSÓKNARFÉ- bók um ævi og störf Haralds LAG íslands hefur gefið út Nielssonar prófessors í tilefni af aldarafmæli hans, en Har- aldur fæddist 30. nóvember 1868. Séra Benjamín Krist- jánsson sá um útgáfuna. Bók in sr 300 biaðsíður að stærð og prýdd mörgum myndum. í íormála að bókinn segir séra Benjamín m a.: ,.í minningarrit þetta er safnað nokkrum rigerðum um séra Harald Nielsson, próf- essor, sem langfiestar eru skrifaðar af lærs'velnum hans eða nánum samverkamönnum og vinum skömmu eftir and- lát hans, meðan minningin um hann var ennþá fersk og lif- andi, og sýna þær því glöggt, hvílík áhrif hann hafði á and- legt líf samtxðar sinnar“. Bókin nefnist „Haraldur Ní elsson — stríðsmáður eilífðar vissunnar 1868-1968“ í upp- hafi bókarinnar er formáli og inngangsorð eftir séra Benja mín Kristjánsson og erfiljóð eftir Guðjón Guðjónsson, Heiti aðalkafla bókarinnar, sem skiptast í marga undir- kafla, eru þessi: Ætt og upp- vöxtur, Biblíuþýðingin, Fræð- arinn, Vitnisburðir nokkurra lærisveina, Kennimaðurinn og ræðusnillingurinn, Starf fyr- ir Sálarrannsóknarfélagið, Bindindismaðurinn, Að leiðar lokum, Bergljót, Kveðjur, Kirkjan og sálarrannsóknirn- ar og Bréfdálkar. Þá fylgir nafnaskrá. Haraldur Níelsson, prófessor f inngangsorðum séra Benjamíns segir: „Sálarrannsóknarfélag ís- lands finnur ástæðu- til að minnast hundrað ára afmælis séra Haralds Níelssonar, ekki einungis vegna þess, að hann var annar aðalbaráttxxmaður og brautryðjandi þessa fé- lagsskapar hér á landi, sem unnið hefur og vill vinna að auknum skilningi á eðli manns sálarinnar og eilífðarmálun- um, heldur og vegna þess, að hann var jafnframt lang- áhrifamesti kennimaður þjóð arinnar um sína daga og vakti meiri áhuga fyrir and'legum málum hér á landi en nokkur kennimaður annar á seinni öldum. Hann var gæddur því and- lega þreki og huprekki, sann leiksást og vitsmunum, að hann lét engar hindranir eða hleypidóma standx í vegi fyr- ir sér, né náð og hatur hrekja sig í urð“. Bókin er prentuð í Set- bergi. Ein myndin úr bókinn'i: Prófessor Haraldur Nielsson o; Niels Dungal, systursonur hana, á alþjóðaþingi sálarrann sóknarmanna í Varsjá 1932. Fræðslufundur HIÐ íslenzka náttúru fræðifélag heldur fræðsluifund í 1. kiennslu- stofu Háskólans á mánudags- kvöld kl. 20.30. Þá flytur Bragi Árnason, efnafræðingur, erindi uan notkun tvívetnis við jarð- hiita o.g jarðvatns- og jöklarann- sóknir. Orgeltónleikur í Kópuvogskirkju ORGELTÓNDEIKAR verða haldnir í Kópavogsfcirkju í dag og faefjaist kl. 5 síðdegis. Haufcur Guðlaugsson, organileikaii á Akranesi, leifcur þar Ciacona í ftnoll eftir Jóíhann Pacfaelbel, Toccötu og fugu í d-imoll eftir Jofaan Sebastdan Bacfa, Oholar í E-dúr eftir César Franck og Toccötu og fúgu í d-imoll — D- dúr eftir Max Reger. Eru þetta þriðju dónleikarnir, sem haldnir eru á vegutn Minn- ingarsjóðis Hiildar Ólafsdóttur. ■■-■■ ■■■■:■■■■■■ STEINDÖK S 'I’EFN UÓRSSON LANDI3 ÐMTT , ■ ANNAD BINDt \lj| u *.\ Utt «« . • »KV(.<.rn >« »\» vVH, ,V>AV» 'UÍUKHl Vt id •’«»»" « JHVMHJf o«»K «>»» »»\N\»\ »x. «-on\«UA ..•.■.■.•■■. ■• ............. LANDIÐ ÞITT ANNAÐ BINDI eftir STEINDÓR STEINDÓRSSON, skólameistara. Prýdd myndum Páls Jónssonar og Þorsteins Jósepssonar. Steindór Steindórsson frá Hlöðum er löngu þjóðkunnur fyrir ritstörf, skóla- störf og vísindarannsóknir. Hann hef- ur um áratugaskeið ferðast um byggð- ir og óbyggðir tii gróðurrannsókna og lagt grundvöllinn að þekkingu manna á hálendisgróðri íslands. í LANDIÐ ÞITT lýsir Steindór um 700 stöðum og óbyggðasvæðum, en auk þess fylgir bókinni staðanafnaskrá yfir bæði bindin; sú mesta sem prent- uð hefur verið á íslenzku. Bók Stein- dórs er nauðsynlegt framhald fyrra bindis og staðanafnaskráin auðveldar notkun beggja binda. Bókin er ávöxt- ur áralangra kynna höfundar af há- lendi íslands og mikill fengur hverjum þeim, sem leggur rækt við þjóðlegan fróðleik og lætur sér annt um landið sitt. BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR H.F, Borgartúni 21, sími 18660. (hús Sendibílastöðvarinnar)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.