Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1968 Mfáll Þórðarson skipstjóri sextugur NJÁLL Þórðarson, skipstjóri er ifaeddur á Akranesi. Þar ólst hann upp:og stundaði sjómennsku frá blautu barnsbeini. Hann var í rúman aldarfjórð- ung meðal aflasælustu skipstjóra á fiskiskipaflotanum. Honum hiekktist aldrei á í hinu áhættu- sama starfi en átti þvi láni að fagna að bjarga þrisvar sinnum mörgum mönnum úr sjávar- báska, þar af einu sinni sex manna áhöfn í ofsaveðri af sökkv andi báti á síðustu stundu. Skip stjóranum á bátnum sem sökk, mb. Birni II, Kristni Jónssyni, fórust m.a. svo orð daginn eftir skipsskaðann í símtali við frétta- ritara Morgunblaðsins, hinn 13. febrúar 1944: „Ef við á Birni II hefðum ekki fengið svo skjóta hjálp hjá Njáli Þórðarsyni skip- stjóra og skipshöfn hans, væri ég ekki hér í símanum til frá- sagnar, því að hér mátti engu muna“. Njáll lauk hinu meira fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík vorið 1930, þá 21 árs að aldri. Njáll réðist fyrst til sjós á þilskipið Sigríði frá Reykjavík með Birni skipstjóra Jónssyni i Ananaustum. Var Njáll Þá 14 ára. Síðar varð hann háseti á skipum hins alkunna skipstjóra og sægarps Bjarna Ó1 afssonar, es. ólafi Bjarnasyni eldra og yngra. Bjarni réði Njál sem stýrimann. er hann hafði ný lokið prófL Það er til marks um traust það, sem þessi mikli fiskimaður hafði á Njáli, að hann lét hann sigla í skammdeginu með skip sitt sem skipstjóra, til Grimsby og átti Njáll 23 ára afmæli í ferðinnL Sögðu umboðsmenn skipsins ytra, að Njáll væri yngsti skipstjórL sem komið hefðj með afla af djúpmiðum til þessa mesta útgerðarbæjar Bret- lands. Sá, sem þessar línur ritar, réði Njál sem skipstjóra á mb. Björg- vin, bát Lofts Loftssonar í Sand- gerði, sumarið 1932, þegar skip- stjóri bátsins, Árni Þorkelsson hafði látizt af slysförum norður á Siglufirði. Hafði Bjarni Ólafs son veitt Njáli hin beztu með- mæíi sem ágæáu sikipistjóraefini. Spá Bjarna rættist, því að Njáll komst strax í tölu hinna aflasælustu skipstjóra og þeim sessi hélt hann öll þau 27 ár, sem hann var skipstjóri. Þið, sem leitið, athugið. Hin furðulega bók OAHSPE svarar spurningum okkar. — Saga lífsins á jörðinni i 24.000 ár (og himnanna sem henni fylgja). Enska útgáfan 905 bls. £ 1—3. Skrifið til KOSMON PRESS c/o Mr. Frost 23 Howard Road Sompting, Lancing, Sussex, Englandi, eða leggið nöfn yð- ar inn hjá afgr. Mbl. Njáll var fyrst skipstjóri á mb. Björgvin eins og áður segir, en síðar á mb. Fylki, es. Ólafi Bjarnasyni og ms. Heimaskaga, en þrjú hin síðasttöidu skip voru öll á vegum hins góðkunna út- gerðarmanns Þórðar heitins As- mundssonar á Akranesf og fyrir- tækja fjölskyldu hans. Njáll hætti skipstjórn árið 1958 sökum þess, að hann hafði veikzt af magasári og læknar ráðlögðu honum að hætta sjósókn. Gerðist Njáll þá verkstjóri hjá Heima- skaga h.f. og Ásmundi h.f. á Akra nesi og einn vetur eftirlitsmaður á vegum Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna með meðferð á fiski í Keflavík. Hann var starfs- maður talstöðvar Síldarleitarinn ar á Raufarhöfn sumurin 1958— 1960. Nj áH var ráðinn sem fyrsti framkvæmdastjóri Ferskfiskseft- irlitsins í október 1960 og gegndi því starfi í átta ár þar til Fersk- fiskseftirlitið var sameinað Fisk- mati ríkisins sl. sumar og gegn- ir hann þar deildarstjórastarfi. Það er ánægjulegt að minnast starfsferils Njáls Þórðarsonar, ekki sízt sem fengsæls skipstjóra. Á síldveiðum var hann méð af- brigðum aflasæll. Hann kom oft að landi á skipi sinu með full- fermi, þótt afli væri tregur hjá öðrum. f starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri Ferskfisksetftirlits- ins gat hann sér og góðan orðstír, enda fer saman hjá Njáli þekk- ing á starfi, lagni og lipurð í um gengni. Það er engin tilviljun að í vina- og kunningjahóp er hann off kallaður góði Njáll, enda hvers mann hugljúfi sem honum kynnast. Njáll er kvæntur Helgu Sigurð ardóttur kennara Ólafssonar í Hafnarfirði, hinni myndarlegustu konu. Hafa þau eignazt fimm mannvænleg börn, þrjár dætur og tvo syni. Þau eru nú öll upp- komin og gift. Þau Njáll og Helga eiga heima að Stóragerði 26 hér í borg. Fyrir hönd mína og anna.rra vina og kunningja sendi ég Njáli og fjölskyldu hans beztu heilla- óskir á þessum tímamótum. Sveinn Benediktsson. Þorsteinn Júlíusson héraSsdómslögmaður Laugav. 22 (inng Klapparstíg) Simi 14045 GÚSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. - Sími 11171. HIIHIIIIIIIIHIII BÍLAR^H Plymouth Fury I, árg. 1966 (sjálfsk). Plymouth Fury I, árg. 1966 (beinsk.) Chevy II Nova, árg. 1966 Volkswagen 1300, árg. 1967 Plymouth Belvedere, árg. 1966 Rambler Classic, árg. 1966 Chevrolet Impala, árg. ’66 Þessir bílar seljast á mjög hagstæðu verði, miðað við þá miklu hækkun sem nú hefur orðið á nýjum bíl- um. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Lítið inn í sýningarsali okkar, Hringbraut 121. inil Rambler- JUN umboðið LOFTSSON HF. Hringbraut 121 — 10600 lllllllllllllllllll ra herb. íbúð Á mjög góðum stað í Laugarneshverfi er til sölu góð 2ja herbergja kjallaraíbúð. Afhendist nú þegar tilbúin undir trévex-k. Sameign inni fylgir fullgerð og húsið frágengið að utan. Gluggar snúa móti suðri og vestri. Upplýsingar í símum 33483 og 34231. Stolt fjölskyldunnar: Gluggatjöldin frá Gefjun. Húsgögnin með Gefjunar- áklæði og gólfteppið úr Gefjunarbandi. ÖRUGG TRYGGING VERÐS OG GÆÐA. Landsmálafélagið „Fram /1 Hafnarfir&i heldur fund n.k. þriðjudag 26. þ.m. kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: 1. Þróun ísl. iðnaðar og iðju. Framsögum. Gunnar J. Friðriksson form. Félags ísl. iðnrekenda. 2. Kjör fulltrúa í fulltrúaráð og kjördæmaráð. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti. STJÓRNIN. Óskaplata unga fólksins með FLOWERS Clugginn — Blómið — Slappaðu at Andvaka Kotnu ettýln *kip i mln Hljómplatan margeítirspurða með KRISTÍNU ÓLAFSDÓTTUR Örlög mín — Mamma ætlar að sofna Komu engin skip 1 dag? — Flóttamaðurinn mmm P.O. Bo* Z63 Akurerri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.