Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1968 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgTei'ðsla Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmtmdsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðaistræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði dnnanlands. Kr. 8.00 eintakið. MÁLIN SKÝRAST tvarpsumræðurnar sem fram fóru á Alþingi í síðustu viku hafa skýrt veru- lega eðli vandamálanna, sem við er að etja í íslenzku þjóð- félagi í dag. Þær vörpuðu einnig nýju Ijósi á viðhorf stjómmálaflokkanna til erfið leikanna. Ríkisstjórnin og tals menn hennar hafa ekki hikað við að segja þjóðinni sann- leikann undandráttarlaust og hreinskilnislega. Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra kmfði vandamálin til mergjar af fullkomnu raun- sæi. Hann benti á það, sem allir hugsandi menn vita að er satt og rétt, að sú kjara- skerðing, sem þjóðin nú verð ur að taka á sig stafar ekki af gengisbreytingunni, heldur er skerðingin afleiðing okkur óviðráðanlegra orsaka. Geng- isbreytingin er þvert á móti ráð til þess að draga úr kjara- skerðingu eftir föngum og gera hana sem skammvinn- asta. Allir ábyrgir íslendingar munu taka undir þau um- mæli forsætisráðherra, að mestu máli skiptir nú að við leggjumst á eitt um að bægja frá atvinnuleysi og leggja nýj an og traustari gmndvöll að afkomuöryggi fólksins. En því aðeins verður þetta gert, að almenningur geri sér ljóst, að frumskilyrði ömggr- ar atvinnu og góðrar afkomu, er að atvinnutækin séu rekin. Þess vegna verður umfram allt að ráðast beint framan að þeim erfiðleikum, sem þröngv að hafa kosti útflutningsfram leiðslunnar. Það er ekki hægt að komast hjá því að færa aukið fjármagn til hennar. Þetta er gengisbreytingunni ætlað að gera. Það er vissulega gleðilegt að sjá, hvemig hækkandi fisk sölur íslenzkra fiskiskipa og togara á erlendum mörkuð- um hafa þegar skapað aukna trú á möguleika útvegsins til þess að rétta hlut sinn. En betur má ef duga skal. Sér- stakar ráðstafanir verður að gera til þess að bæta aðstöðu fiskiðnaðarins á einstökum stöðum til viðbótar hinum al- mennu ráðstöfunum, sem í gengisbreytingunni felast, eins og Matthías Bjarnason alþingismaður benti réttilega á í útvarpsræðu sinni á Al- þingi. Iðnrekendur beina nú einn ig vaxandi áhuga að útflutn- ingsmálum. Þeir gera sér Ijóst að þeim gefst eftir gengis- breytinguna nýtt tækifæri til þess að koma íslenzkum iðn- vamingi á erlenda markaði. Kjami málsins er, að ef þjóðin gengur nú rösklega til verks og eflir útflutningsfram leiðslu sína af öllum mætti, þá verður sigrast á erfiðleik- unum. Þá verður hér ekkert atvinnuleysi. Þvert á móti mun þá hefjast nýtt þróunar- tímabil, sem skapar þjóðinni möguleika til þess að treysta afkomugrundvöll sinn og bæta lífskjörin. Ef hins vegar yrði horfið að því ráði að hefja nú stórkost- leg átök um kaup og kjör, hlyti afleiðing þess að verða kyrrstaða og upplausn. Með slíkum ráðstöfunum yrði at- vinnuleysi ekki umflúið. Það hlyti þvert á móti að magnast og öll aðstaða almennings að versna. ÞÁ VARÐAR EKKI UM ÞJÓÐARHAG að er athyglisvert að stjóm arandstæðingar, komm- únistar og Framsóknarmenn hafa löngum afsakað úrræða- leysi sitt gagnvart vandamál- um þjóðarinnar með því að þá vantaði upplýsingar og sér- fræðilega aðstoð til þess að geta gert sjálfstæðar tillögur um lausn vandamálanna. Þess ari afsökun geta þeir ekki beitt nú. Þeir hafa haft að- gang að nákvæmlega sömu upplýsingum og sérfræðiað- stoð og stjórnarflokkarnir. Stjórnarandstæðingar hafa mánuðum saman setið og rætt vandamálin með stjóm arflokkunum, og fyrir þá hafa verið lagðar allar þær upp- lýsingar, sem ríkisstjórnin nú hefur byggt tillögur sínar á. Engu að síður gera Framsókn arhienn og kommúnistar eng ar raunhæfar tillögur um það, hvemig yandanum skuli mætt. Allt ber þess vegna að sama branni, stjórnarandstöð una varðar ekkert um þjóð- arhag. Framsóknarmenn vilja ekkert gera af viti nema þeir fái ráðherrastóla, og kommún istar era svo önnum kafnir við refskákina innan síns eig- in flokks, að þeir þora enga ábyrga afstöðu að taka. Ríkisstjómin hefur hins vegar tekið á vandamálunum af ábyrgðartilfinningu og manndómi. Þess vegna verða öll ábyrg öfl í þjóðfélaginu að sameinast um framkvæmd hinnar jákvæðu uppbygging- arstefnu, sem bægt getur voð anum á braut og lagt grand- völl að nýjum framförutn og farsæld í hinu íslenzka þjóð- félagi. Zsa Zsa Gabor leikkona, stígur út úr vélinni, sem flutti hana frá Majorka til London. Hún er með sáraumbúðir á höndum og fótum, eftir viðureign við fimm spænska lögreglumenn, sem misþyrmdu henni eftir að hún hafði slegið einn þeirra utanundir í sjálfsvöm — segir Ieikkonan. Ó suðræna kurt- eisi, hvað hefur orðið um þig? Stúlkurnar virðast ckkcrt vera hræddar, þótt svo líti út sem „litlu grænu mennirnir1 séu komnir til Wisconsin. Ef betur var að gáð sást lika að andlitið inni í þessum mikla búningi var hvítt en ekki grænt. Þar var á ferðinni 16 ára frændi James Lowells, geimfara. Gemini 7. Geimhylkið var til sýnis í Wisconsin ásarnt búningum geimfaranna og stráksi fékk að bregða sér í búning frændans, sem er vel við vöxt. Vegfarendur störðu furðu lostnir á manninn, sem lá makindalega í símaklefanum og — að því er virtist — var í hrókasamræðum við einhvern kunningja sinn. Enginn skýring fékkst á þessu tiltæki, og ekki er vitað hvort síminn var í raun og veru í sambandi. Rio de J'amero, 23. nóvember. AP. Sérfræði'ngur braziiliskiu .Stjórn arinnar í Indíániamáhiim laigði af stað upp eftir Amazon-fljótiiniu í dag, til að sækjia lík leiðan.gnrs- manna sem urðu fyrir árás Indí- ána í fyrri vikiu. Hann kvaðat ebki telja líklegt að þeir mætitiu In'díánunum, þeir væru bara að saekja lí'kin oig athuiga hvort nokk ur hafi komizit lífs af. Sydney, 23. nóviemiber. NTIB. Möng þúsund líbrar aif skozlku viskíi hunfu í eld og reyk þegar kvilbnaði í flutningaskipinu „Suevic“ í höfniinini í Sydney í daig. Lissa/bon, 22. nóvambetr, AíP. Anitonio Sailaziair, sem w að dauða komiiníi «f völdnim hei-ta- blóðfa'lla er nú itaílkun á bataveigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.