Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 17
MORGUNIBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NOVEMBER 1968
17
Rœða Bjarna Benediktssonar, forsœtisráðherra, í útvarpsumrœðunum:
Verðugt verkefni þróttmikilla
æskumanna
— að koma upp fjölbreyttari
atvinnuvegum og tryggja
velfarnað til frambúðar
Velmetinn guðsmaður lét fyrir
skiemmstu að því liggja, að við
Islendingar værum nú komnir á
hreppinn. Aðrir tala um, a!ð sjálf
stæðið sé í hættu vegna of mikill
ar eyðslu og enn aðrir spyrja,
hvort ísland sé nógu stór eína-
hagsheild til að halda sjálfstæði
sínu.
Það er alveg rétt, að í erfið-
leikunum nú birtist höfuðveik-
leiki íslenzks þjóðfélags, veik-
leiki, sem margir hafa þó bent á
áður og stjórnmálabarátta síðustu
ára hefur að verulegu leyti verið
um. Þeir, sem hafa vilja'ð leita
lækninga á þessum veikleika,
hafa iðulega verið sakaðir um
vantrú á landinu og hinum „þjóð
legu atvinnuvegum", eins og einn
spekingurinn kemst að orði. Sak-
arefnið er þó það eitt, að hafa
brýnt fyrir mönnum hætturnar
af einhæfum atvinnuháttum í
okkar örðuga en ástkaera landi.
Nú ásaka þeir, sem andvara-
lausastir hafa verið, okkur, sem
varað höfum við hættunni, fyrir
að leiða kjaraskerðingu yfir
landsfólkfð með ráðstöfunum
okkar. Sú ásökun er fjarri sanni.
Kjaraskerðing nú stafar ekki af
gengisbreytingu, heldur er skerð
ingin afleiðing okkur óviðráðan-
legra orsaka. Gengisbreytingin er
þvert á móti ráð til þess að
draga úr kjaraskerðingu eftir
föngum og gera hana sem skamm
vinnasta.
VERÐUM AÐ SNÍÐA OKKUR
STAKK EFTIR VEXTI
A þessu ári eru allar horfur á
því, að þjóðartekjur verði h.u.b.
lö% lægri á mann en þær voru
fyrir tveimur árum, þ.e. á árinu
1906. Hvernig sem að er farið,
komumst við ekki hjá að taka
afleiðingum þessa og snfða okkur
sitakk eftir vexti, ef við viljum
ekki hleypa okkur í sívaxandi
skuldir. Þessi mikla tekjurýrn-
un, sem færir okkur fimm ár
aftur í tímann eða á sama tekju
stig og á árinu 1963, sprettur
hiinsvegar fyrst og fremst af
versnandi hag sjávarútvegsins.
Hreinar útflutningstekjur hans
verða nú ekki fullur helmirugúr
þess, sem þær voru á áriniu 1966.
Nær allar útflutnimgstekjur þjóð
arinnar eru sprottnar úr sjávar-
útvegi. Hann er okkar undir-
stöðu atvinnuvegur, sem gerir
okkur fært að búa við sambæri
leg lífskjör og nágrannaþjóSim-
ar. Áföll þessarar undirstöðu-at-
vinnugreinar em sem sagt
þrisvar til fjórum sinmum meiri
en nemur meðaltalsrýrnun þjóð-
artekna. Þess vegna er óhjá-
kvæmilegt að flytja tekjur stór-
fcostlega til sjávarútvegsins frá
öörum, svo að hann stöðvist ekki
með öllu, enda sýnir samdrátt-
urinn, sem þar er þegar orðinn,
hver hætta öllum er búim, ef
sjálf undirstaðan bregzt.
Á umrótstímum fer æfinlega
margt í súginn. En þjóðarauður
tslendinga hefur vaxið meira á
þessum áratug en nokkru simni
áður og miklu meira en skulda-
aiukningu nemur. Við skulum og
ekiki gleyma gjaldeyrisvarasjóðn
urn, sem safnað var en nú er
þrotinn en auðveldaði mjög þau
umskipti, sem óumflýjanleg eru
og urðu hans vegna mun haegari
en ella.
Sá tekjuflutningur, sem hér
þarf að gera, er svo stórfelldur,
að ekkert smáræði dugar. Víst
lætur vel í eyrum að tala um
sparnáð og að betur megi með
sitthvað fara. Sukk og óhófs-
eyðsla mega aldrei eiga sér stað,
en háttv. stjómarandstæðingar
hafa ekki fengizt til að nefna
neina ákveðna sparnaðartillögu.
í öllum þeim viðræðum, sem við
höfuim átt við þá í hausit.
Á viðleitni til aukinnar hagnýt-
ingar og hagræðingar má aldrei
slaka. En viðfangsefnið er stærra
og af öðrum rótum runnið en við
það verði ráðið með þessum úr-
ræðum. Ekki tjáir að ímynda sér,
að vandinn eyðist við það þótt
tínd séu saman allmörg atriði,
jafnvel mun fleiri en sjálf boð-
orðin tíu, ef skoðun sýnir, að
hvert og eitt og öli saman hafa
enga úrsiitaþýðingu. Hvorká fög-
ur orð né sundurleitar og gagn-
stæðar aðgerðir, sem litlum éða
engum sárindum eiga að valda,
geta komið í stað raunsæis og
átaka, sem erfiðis krefjast en
óhjákvæmileg eru. Verðfall, sölu-
stöðvun eða sölutregða og afla
brestur em höfuðorsakir vand-
anis nú, sem fyrst og fremst lýsir
sér í samsvarandi minnkun út-
flutnings og þar af leiðandi gjald
eyriss'korti, sem aftur hefur í för
með sér nauðsyn á samdrætti
innflutnings. Auðvita'ð hefur
vandinn vaxið vegna hás tiikostn
aðar innanlands. Tilkostnaðurinn
stafar aftur á móti einkum af
launahækkunum, sem jafnóðum
færðu gróða góðu áranna til al-
mennings og tryggðu hér meiri
tekjujöfnuð, en annars staðar
þekkist, en launahækkanirnar
sköpuðu einnig meiri verðbólgu
á íslandi en í öðrum nálægum
löndum. Þegar talað er um, að
aflabrög'ð og viðskiptakjör séu
nú ekki verri en á árunum 1961
—1963, þá má það rétt vera, en
það leiðir óhnekkj aniega til þess,
að við höfum nú ekki efni á
hærri launagreiðslum en þá.
Enda mundi meginvandinn leyst-
ur, ef menn vilja sættast á þá
viðmiðun, því að sú kjaraskerð-
ing, sem viðurkennd er með geng
islækkuninni, mun þegar öll kurl
koma til grafar nema h.u.b. því,
að lífskjörin færist aftur til þess
sem þau voru á árinu 1963, þegar
þjóðartekjurnar á mann voru
svipaðar og nú.
AVINNINGUR GENGIS-
BREYTINGAR
Með gengisbreytingunni vinnst
hvorttveggja, að mjög hlýtur að
draga úr innflutningi á erlend-
um vörum og útflutninguriinin
fær samsvarandi örvun.
Alger misskilningur er, að unnt
mundi að ná nauðsynlegri minnk
un innflutningsins með höftum
eða innflutnmgsbönnum á ein-
stökum vörutegundum. Reynsla
okkar af slí'kum ráðstöfunum um
mannsaldursskeið sannaði, að
þær megna ekki að rétta við-
skiptahalla út á við auk þess,
sem þær hafa þau helzt áhrif á
tekjuskiptinguna inn á við að
magna svartamarkað og spill-
ingu. Á síðasta haftatímanum, ár
um vinstri stjórnarinnar, var
þeim m.a-s. beitt til að tryggja
innflutning á óþarfa vöru til
tekjuauka fyrir ríkissjóð og gjald
eyrisleyfi í því skyni látin njóta
forréttinda fram yfir innflutning
á miklu þarfmeiri vörum þar á
meðal til margskonar fram-
kvæmda.
Hækkun á erlendu vöruverði
vegna gengisbreytingar dregur að
sjálfsögðu úr innflutningi erlendr
ar vöru og skapar innlendum iðn
aði miklu betri samkeppnisskil-
yrði en áður. Jafnframt því hlýt-
ur hún að hindra óþörf ferðalög
til útlanda.
A hinn bóginn hvetur gengis-
breytingin mj ög til aukins útflutn
ings. Auðvitað gagnar engin geng
isbreyting til að bæta upp verð
á afla, sem brestur að mestu e'ða
öllu, en hún ýtir undir leit að
nýjum leiðum. Hún getur orðið
einkaframtaki, dug og áræði sú
driffjöður, sem öllu öðru fremur
Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra
þarf nú á að halda. Aftur á móti
skapar hvort heldur svokölluð
lækkunarleið eða uppbætur á-
sarnt sköttunum, sem afla þarf til
að greiða þær, hættu á stöðnun
og bitna sízt léttar á almenningi
en gengislækkunin.
Aðalatriðið er, að það er ekki
gengisbreytingin sem skapar
kjaraskerðinguna, heldur valda
henni ytri aðstæður, og kjara-
sfcerðing í svipuðum mæli varð
ekki umflúin hvaða leið, sem
valin hefði verið.
Að sjálfsögðu fylgja ýmsir ó-
kostir gengislækkuninni. Tekju-
flutningur til útflutningsfram-
leiðslunnar og minnkun innflutn
ings er ekki sársaukalaus. Hvort
tveggja bitnar mjög á verzlunar-
stéttinni. Algert öfugmæli er þess
vegna þegar því er haldið fram,
að henni sé ívilna'ð með þessum
ráðstöfunum. Þvert á móti reyn-
ir nú meira en nokkru sinni fyrr
á þjóðhollustu hennar. Allir
frjálshuga menn skyldu þó minn-
ast þess, að þótt eðlilegt sé, að
ríkisvaldið hlutist til um leið-
réttingu ýmiskonar misræmis,
sem af gengisbreytingunni leiðir,
svo sem ráðstafanir til að létta
aukinn þunga námskostnaðar er-
lendis, þá er með þessu móti
hægt að bægja frá hinni lamandi
hönd allsherjar-ríkisafskipta.
Misskilningur er, að erlendar
skuldir þjóðarinnar í heild vaxi
vJð breytinguna. Þær eru þvert
á móti allar í erlendum gjald-
eyri, svo að þær standa í stað,
en gengisbreytingin auðveldar
yfirleitt greiðslu þeirra vegna
meiri gjaldeyrisöflunar en ella
og mirtni eyðslu tii þess, sem
uinnt er að vera án. Anmað mál
er, að upphæð þeiirra í innlendri
mynt hækfcar sem breytingunini
nemur. Að nokkru lýsir sér í
þesisu afleiðing Óhjákvæmilegs
fjárflutnings innanlands, og er á
okkar færi að sníða þar af verstu
missmíðin, eftir því sem efni
standa til.
Innlent sparifé lækkar að verð
mæti. Þess vegnia væri vaxta-
lækkun varhugaverð, auk þess
sem hún mundi koma sjávarút-
vegnum að hlutfallslega litlu
gagni, en bitna hart' á sparifjár-
eigendum, sem raunar hafa hlot-
ið nokkra bót í skattafríðindum
og möguleikum til kaupa á verð-
tryggðum sparifjárskírteinum.
Gengislækkunin kemur ekki
að tilætluðu gaghi nema merun
fáist til þess á meðan við erum
að rétta hag okkar, að taka á sig
þá kjaraskerðiingu, sem hún ber
vitni um. En hið sama á við um
hverja aðra leið, sem valin hefði
verið. Hlutasjómenn verða og
ekki ver úti, þótt leið gengis-
breytingar sé farin en hver önn-
ur, svo sem uppbætur til útgerð-
armanna lanigt umfrarn það,
sem sj ómenn fá í sinn hlut,
eins og var á vinstri stjórnarár-
um og háttv. þm. Lúðvík Jósefs-
son setti ítarlegar reglur um t.d.
í bréfi hinn 30. des. 1957. Hér er
í öllum tilfellum um að ræða
tekjuflutning fyrir ákvörðun rík
iisins og ríkisvaldið hlýtur að
ráðstafa honum til hinna brýn-
ustu þarfa.
KOMUM I VEG FYRIR
ATVINNULEYSI
Stjómin viðurkennir, að gera
þarf sérstakar rá’ðstafanir til
hjálpar hinum lakast settu svo
sem einstæðum gamalmenn-um,
öryxkjum og bammörgum fjöl-
skyldum. Ákveðið er að hækka
framlög til almannatrygginga í
því skyni, og mun leitað sam-
komulags um að verja því fé svo,
að sem mest gagn verði að. Ríkis
stjórnin leggur og áherzlu á víð-
tæka könnun annarra leiða til
úrbóta fyrir hina lakast settu og
mun etfna ti.1 samninga við al-
mannasamtökin uim það, og þá
einkum úrræöi til að tryggja at-
vinnu.
Því að nú er sú þörfin brýnust
a'ð komið verði í veg fyrir at-
vinnuleysi. Ríkisstjórnin er raim
ar sökuð um aðgerðarleysi í at-
vinnumálum. Við, sem stjóm-
málaþjarki erum vanir, kippum
okkur ekki upp við ásakanir,
þótt ósanngjamar séu, en af öllu
því, sem ég hefi heyrt um mína
daga, hygg ég þessa ásökun ósann
gjamasta og sízt á rökum reiista.
Hún er algert öfugmæli. Það
var einungis fyrir harðfylgi ríkis
stjórnarinnar gegn heiftúðugri
mótstöðu flestra stjómarandstæð
inga, að samþykkt var bygging
álbræðslunnar og þar með tryggð
Búrfellsvirkjun. Framtíðargildi
þessara mannvirkja er vissulega
mikið, en alveg óhá'ð því, þá hafa
þau undanfarin misseri fært ó-
metanlega björg í bú hjá þeiro.
sem ella hefðu átt erfitt með að
afla sér vinnu. Aðgerðir ríkis-
stjómiarinnar til að hlaupa undir
bagga með fiskveiðum, fiskverk-
un og þá ekki sízt hraðfrystihús-
unum hafa gert þennan rekstur
mögulegan nú í ár. Eins er full-
víst, að úr síldveiðum hefði lítið
orðið og hvalveJðum ekkert, ef
atbeini ríkisstjómarinnar hefði
ekki komið til. Aflinn brást að
vísu, en harður hefði dómurinn
orðið, ef ekki hefði verið ýtt úr
vör til þessara veiða nú í sumar,
eins og við blasti. Þá aflaði ríkiis
stjómin og framkvæmdaláns í
Bretlandi sem nam hátt á þriðja
hundrað milljón króna og greiddi
fyrir marghátta'ðri atvinnuaukn-
ingu.
Lækkandi verðlag og aflabrest
ur gerðu fyrri ráðstafanir með
öllu ófullnægjandi. En það var
ekki fyrr en í haust, að slíkt
ástand hafði skapazt og þá fyrst
mátti vænta verulegis skilnings á
þörf róttækra aðgerða. Jafnskjótt
efndi rikisistj órnin til viðræðna
allra stjómmálaflokkanna um
lausn vandamálanna. Árangurinn
varð því miður ekki sú allsherj-
arsamvinna, sem vonir okkar
stóðu til og þjóðarþörf krafði.
En nú getur a.m.k. enginn skoti'ð
sér undan ábyrgð með því, að
hann hafi ekki átt kost á að
kynna sér ástandið jafn vel og
ríkiisstjómin. Það er annað, sem
skortir, en vitneskjan um hversu
ástandið er alvarlegt.
VILJA ÖLLU FRESTA
Þingsályktunartillagan um van
traust á ríkisstj órnina sýnir hvað
stjórnarandstæðingimum er efst
í huga. Það er að koma núver-
andi ríkisstjórn frá. Sá tilgangur
sýnist helga öll meðöl. Raunar
stóð ekki og stendur enn ekki
á akkur um afsögn, ef tryggt
væri, að önnur þingræðiisstjóm
væri jafnharðan mynduð.
En slíkt þykir smánarboð.
Stjómin skal segja af sér, þótt
fullkomið stjómleysi og öng-
þveiti blasi við á miklum örðug-
leikatímum, þegar vegna utanað-
komandi ástæðna hefur orðið
mestur afturkippur í íslenzku
efnahagslífi á þessari öld.
Háttvirtir stjómarandstæðing-
ar þykjast sýna sérstaka hófsemi
þegar þeir segja meirihlutaflokk
ana mega vera með, ef þeir vilji
breyta alveg um stefnu frá því,
sem þjóðin sjálf hefur nú kveðið
á um í þremur Alþingiiskosning-
um í röð.
Ekki var látið sitja við kröfu
um, að upp skyldu tekin höft og
hömlur, þótt sízt þurfi nú að
draga úr framkvæmdum heldur
örva. Við hlutum einnig magnað
ámæli fyrir að leitast við að fá
hraðað framkvæmd fyrirhugaðr
ar stækkunar álbræðslunnar, ein
mitt til að bæta úr atvinnu-
ástandi. Svo og fyrir það að taka
með eðlilegum hætti þátt í starfi
alþj óðagj'aldeyrissj ó'ðsins. Sam-
starf við hann er þó forsenda
þess, að við getum með minni
sársauka en ella brotizt fram úr
erfiðleifcunum. Alveg eins og
gjaldeyrisvarasjóðurinn hjálpaði
okkur á meðan hann entist til
þess að forða frá enn örari lífs-
kjaraskerðingu en ella. Traustið,
sem söfnun hans og ráðstöfun,
ávann okkur gerir það að verk-
um, að við eigum nú kost á nauð
synlegri aðstoð til að forðast
verstu skakkaföllin, ef við sjálfir
óskum og sýnum svo í verki. En
það var sagt ganga landráðum
næst, að embættismenni'rnir, sem
að þessum málum eiga að vinna,
sæktu aðalfund þessarar stofnun
ar.
Og nú í síðustu viku urðu
ákafar deilur um það hér á Al-
þingi, hvort við ættum að senda
umsókn um aðild að Frí-
verzlunarsamtökunum, EFTA.
Flestir andstæðingar sögðust
þó eiginlega ekki vera
á móti þessari umsókn. Minnir
það raunar mjög á afstöðu þeirra
til gengislækkunarinnar, sem
þeir hafa a.m.k. ekki fyrr en í
kvöld lýst sig andvíga, þótt þeir
reyni að magna ókosti hennar
og láta svo sem minni háttar
aðgerðir hefðu dregið úr þörf
hennar. Svipað er um EFTA,
þeir þykjast vilja kanna málið
og viðurkenna, að aðild hafii
marga kosti og muni að lokum
reynast óhjákvæmileg. En og en.
Öllu á að fresta. Aldrei má segja
hreint til um hva'ð gera skal.
Borið er fyrir, að óheppilegur
tími sé til að taka málið upp,
þegar við öllum blasir, að erfið-
leikar okkar nú eru alveg sér-
staklega til þess lagaðir að
vekja með okkur samhug og
vilja til að veita okkur atbeina
til að sigrast á örðugleikum,
sem allir skynbærir, hlutlaustr
menn viðurkenna, að vJð eigum
enga sök á. Þetta lýsir sér meðal
annars í samþykkt þingmanna-
fundar A tla n tshafsba nda lagsi nis,
Framhald k bls. 1S