Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1968
19
75 ÁRA AFMÆLIVERZL-
UNARSTAÐAR í VOGUM
Vogatjörn. Sér á hólmann til vinstri. Bærinn er Austurkot,
en fyrir miðju er Arahóll. Til hægri við hann sér á Aragerði.
Lengst er Kirkjuholt
VOGAR i Gul'lbringusýslu eiga
sér merka sögu allt frá því Ey-
vindur frændi Steinunnar gömlu
og fótsri nam þar land, en sá
landnámsmaður, sem kemur þar
mest vi@ sögu er Hrolleiifur Ein-
arsson, Ölvissonar barnakarls.
Hrolleifur bjó lengi í Vogum
og er þar heygður. Sonur hans
var Svertingur, sem átti fyrir
konu A.rnbjörgu Ráðormsdóttur.
Þeirra börn voru þau Grímur
lögsögumaður að Mosfelli og Jór
unn. Svertingur mun hafa orðið
skammtífur. Síðar átti Arnbjörgu
Gnúpur Mo'lda-Gnúpsson. Og
voru börn þeirra Hallsteinn á
Hjalla og Rannveig móðir Skafta
lögsögumanns og Geirný móðir
Skáld-Hrafns. Jórxmn Svertings-
dóttir varð kona Hafur-Bjarnar
Molda-Gnúpssonar, en Hafur-
Björn og Gnúpur voru bræður.
Eins og kunnugt er úr sög-
unni átti Grímur á Mosfelli Þór-
dísi bróðurdóttur Egils Skalla-
Grímssonar og hjá þeim hjónum
dvaldist hann síðustu æviár sín.
Skafti sonur Rannveigar varð
manna lengst lögsögumaður á ís
landi, 1004—1030.
Síðan þessi saga gerðist hafa
margir merkir menn byggt Vog-
ana, þó að þeirra verði hér ekki
getið.
Verður nú vikið að efninu,
sem er tilefni þessarar greinar
Hinn 24. nóvember eru liðin 75
ár frá því að Vogar í Gull-
bringusýslu hlutu löggildingu
sem verzlunarstaður. Flutnings-
menn frumvarpisns voru þeir al-
þingismiennirnir síra Þórarmn
Böðvarsson og Jón Þórarinsson
skólastjóri Flansborgarskóla.
Ekki voru þingmenn algerlega
sammála um nauðsyn þess, að
Vogar hlytu löggildingu sem verzl
unarstaður og bar margt á góma
í umræðum um málið, eins og sjá
má af eftirfarandi kafla, sem tek
inn er úr Alþingistíðindum frá
árinu 1893 við lokaumræður í
neðri deild:
„Landshöfðingi (Magnús Step
hensen): Áður en oll þessi lög-
gildingarmál fara alfarin af al-
þingi, ætla ég að leyfa mér að
minnast á lítið atriði, sem kom
fram undir umræðum hér í þess-
ari h. bingd. um frumv um al-
mannafrið á helgidögum Það var
tekið fram, að frumv. stjórnar-
innar um það mál hefði þann ó-
kost, að auka drykkjuskap og
ósiðsemi hér á landi. Ég hefi nú
ekki svo mikla trú é þessum
spádómuim, en ég verð að segja
það, að ef nokkurt frumv. verð-
ur til þess að efla drykkjuskap
og óreglu hér á lardi, þá eru
það sum af þessum frumv. um
löggilding kaupstaða. Það er
þannig ekki sjáanlegt, að tilgang
urinn með löggilding verzlunar-
staðar við Vogavík sé annar en
sá, að heimila þar brennivíns-
verzlun. Frumv. um löggilding
Vogavíkur hefir oft verið fyrir
þinginu áður, en bað hefir verið
fellt sem óþarft, og ef til vi'll
jafnframt skaðlegt vegna brenni
vínssötu, sem þar mundi komast
á. Mér finnst ekki fullkomin sam
kvæmni hjá þeim mönnum, sem
vilja bægja burtu ðllu, sem bein
línis eða óbeinlínis, eflir drykkju
skap, en vilja þó á hinr. bóginn
löggilda verzlunarstaði, þar sem
brennivínsverzlun megi fara fram
en engin þörf er á.
Ég býst ekki við að þessum
fyrirhuigaða verzluniansitaið verði
gjört lægra undir höfði en hin-
um stöðunum, sem þegar er búið
að löggilda, en ég vildi þó geta
þessa, áður en hann yrði sam-
þykktur.
Þórarinn Böðvarsson: Mig
furðaði á því, að nokkur skyldi
fara að mæla á móti löggild-
ingu þessa eina staðar, eftir að
búið var að löggilda alla hina.
Það hefur víst heldur ekki ver-
ið meining hæstv. Landshöfðingja
að mæla á móti honum. Frumv.
um löggilding verzlunarstaðar í
Vogavík hefur oft verið sam-
þykkt hér í deildinni, en ýmis-
legt hefur orðið þeim að fjör-
lesti í h. efri dei'ld. Einu sinni
t.d. fann einn þingm. þar, Jón
Ólafsson, upp á því, að setja
öll löggildingarmálin í eitt frumv.
og einmitt af þeirri ástæðu féll
féll Vogavík í það skiptið. Þar
sem hæstv. landshöíðingi tók það
fram, að þessi löggilding mundi
auka drykkjuskap í Vogum og
þar í kring, þá hefur það álit
ekki við nein rök að styðjast.
Þvert á móti, því í tveimur kaup
stöðum í mínu kjördæmi, Hafnar
firði og Keflavík, sem ég þekki
mjög vel til, er því nær enginn
drykkjuskapur. Þar eru flestir í
bindindi. Ég verð að neita því
kröftuglega, að tilgangurinn með
frumv. sé sá, að koma á brenni-
vínsverzlun við Vogavík Tilgang
urinn °r allur annar. Hann er
aðallega sá, að gjöra mönnum
þar syðra alJa aðflutninga létt-
ari og greiðari. Það var ein-
mitt Vogavík, sem átti að verða
kaupstaður, en ekki Keflavík,
því á Vogavík er miklu betri
höfn en á Keflavík, og hægara
og þægilegra að sækja þangað
fyrir fjölda mannn, er búa fyrir
sunnan Garðahrepp. Keflavík er
óhentugur verzlunarstaður, með
því þar er hin versta höfn, en
þar sunnan að sækja margir til
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur,
sem eiga mjög stutt í Keflavíkur
kaupstað. Búendur þar syðra
semja við kaupmenn í Hafnar-
firði og Reykjavík, að flytja til
þeirra vörur og sækia aftur hin-
ar íslenzku vörur, er þeir leggja
inn til kaupmanna Til þessa
kosta kaupmenn stórfé árlega,
en þe3si fyrirhöfn cg kostnað-
ur mundi að miklu leyt’ sparast,
ef kaupstaður kæmist upp við
Vogavík.
Hæstv. landshöfðingi sagði, að
engin sýnileg þörf væri á að
löggilda Vogavík til verzlunar.
Þörfin er ekki sýnileg þeim, sem
ekki þekkja til, en hún er sýni-
ieg þeim, sem þekkja til Ég sem
kunnugur veit, að bessi löggild-
ing er þörf, enda hefur hún oft
verið samþykkt hér í þessari h.
þingdeild, og ég treysti því fylli
lega, ið hún verði samþykkt
einnig nú.“
Frumvarpið var síðan sam-
þykkt með 18 samhljóða atkvæð-
um og sent til efri deildar og
fékk þar fullnaðar staðfestingu.
Lögin gengu síðan í gildi 24.
nóvember 1893.
Þótt miailgt hiafi breytzt síðan
lög þessi tóku gildi og eigi eftir
að breytast finnst mér full á-
stæða til að minnast þessa.
Vogar eru fallegt bæjarstæði
og mun þar er fram líða stundir
rísa fallegur bær með strætum
og torgum, verða samfelld byggð
suður að Vogastapa, serr væntan
'lega verður prýddur höggmynd-
um. Líklega má telja, að sand-
arnir fyrir sunnan Voga geti orð
ið eftirsóttur baðstaður í fram-
tíðinni og að þar komi veitinga-
og skemmtistaðir í fegruðu um-
hverfi. Vogatjörn er mesta prýði
byggðarinnar. f tjarnarhólman-
um sem er stór og grasgefinn,
er mikið fuglalíf. Svanir sjást oft
á Tjömiirani vor og hausit. Ýimlis-
legt mætti gera til þess að auka
þar fuglalífið og prýða umhverf-
ið.
Sagt er, að um hverfið skapi
manninn og því ber okkur skylda
til þess að vernda það og fegra
á allan hátt — vera vinir nátt-
úrunnar.
Arahóll og Kirkjuholt setja
svip á landslagið, en mil'liþeirra
er Aragerði, sem dregur nafn
sitt af hólnum og mun verða
skrúðgarður og skemmtigarður
Vogamanna í framtíðinni.
Hugmynd mín um skrúðgarð
á þessum stað er frá árinu 1948,
enda hóf ég þar árið eftir gróð-
ursetningu trjáplantna og hélt
því áfram til ársins 1956. Naut
ég til þess aðstoðar ættingja
minna og venzlamanna í Vogum.
Árni hreppstjóri, bróðir minin,
lét sér mjög annt um þessar
trjáræktartilraunir og féll það
í hans hlut að halda þeim áfram
og gerði hann það með mestu
prýði á meðan homun entist líf
og heilsa.
Mikil prýði væri (að blóm-
skrýddum brekkum Arabóls, sem
blasa við aðalgötu byggðarinnar.
Af honum sér yfir alla Vogana
og þaðan blasir við hinn víð-
femi og fagri fjallahringur um-
hverfis Flóann og byggðarlögiin
við harm sunnanverðan.
Ekki má heldur gleyma göml-
um minjum, eins og til dæmis
Arahólsvörðu, sem nú er orðin
78 ára gömul. Varðan hefir ver-
ið prýðilega vel hlaðin og sést
það bezt á því, að hún hefir
staðið af sér veður og vinda,
þó að nú megi sjá þess nokkur
merki að hún sé farin að láta
á sjá og þarfnist lagfæringar.
Myndi margur sakna vörðunnar
ef hún hyrfi. En vonandi á hún
eftir að prýða hólinn um ókomna
tíma.
Vogarnir fara nú óðum að taka
á sig bæjarsnið og kemur það
eflaust hitaveita eins og víðast
hvar á Suðurnesjum, því að nóg
mun vera um jarðhita á þessum
slóðum. Skipulögðu byggðarlagi
fylgja götur og þá finnst mér
eiga bezt við í sambandi við
gatnaheiti, að tengja þau við
nöfn frumbyggjanna og þeirra,
sem mest komu við sögu staðar-
ins. Koma mér þá í hug Eyvind-
ur, Hrolleifur, Grímur og Rann-
veig, og Jón Þorkelsson Thor-
killius, sem átti miklar eignir og
gaf þær allar til skólahalds í
Kjalarensþingi handa fátækum og
munaðarlausum börnum. Það er
Thorkillissjóðurinin, sem á sín-
um tíma kom mjög við sögu 1
sambandi við barnaskóla Vatns-
leysustrandarhrepps
Ég hefi í grein þessari sleppt
að rekja sögu Voga sem útgerðar
staðar, enda er hún þjóðkunn og
koma forfeður mínir þar nokkuð
við sögu og til gamans mætti
geta þess, að árið 1930 var fyrsti
vegurinn lagður niður í Voga og
liggur hann í gegnum tún for-
feðra minma. Egill Hallgrímsson
útvegsbóndi í Vogum (28. okt.
1817— 16. apríl 1883) hóf þar
þilskipaútgerð árið 1863.
Læt ég nú þessum hugleiðing-
um lokið, sem urðu til vegna 75
ára famælis Voganna sem 'lög-
gilds verzlunarstaðar. enda hefi
ég ávallt verið tengdur þessum
fæðingarstað mínum traustum
böndum og á þaðan margar hug-
ljúfar minningar. Árna ég Voga
mönnum allra heilla með afmæl-
ið og á þá heitustu ósk, að Voga-
byggð vaxi og blómgist í framtíð
inini.
Dömur — Loðskinn
Nýtt úrval af keipum, krögum, treflum, húfum og
nýjum „geimhettum“ og einnig skinn í pelsa og
á möttla.
FELDSKERINN
Skólavörðustíg 18 4. hæð.
Söluturn — biðskýli
á góðum stað í Austurborginni til sölu.
Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Söluturn —
6537“ fyrir 1. desember n.k.
Orgeltónleikar
í Kópavogskirkju sunnudaginn 24. nóvember kl. 5
síðdegis.
Haukur Guðlaugsson leikur verk eftir Paehelbel,
Bach, César Frank og Max Reger.
Aðgöngumiðar á kr. 50,— við innganginn.
Hljómleikar eru á vegum minningarsjóðs Hlífar
Ólafsdóttur.
Egill Hallgrímsson.
Hefi kaupendur
að 35—50 smálesta fiskiskipi.
SVERRIR HERMANNSSON,
Skólávörðustíg 30, sími 20625,
kvöldsímar 32842, 24515.
ÆT
Oskiluhross
Rauður glófextur, fullorðinn, — grár, mark biti fr. h.
fjöður fr. v., biti a., — vindóttur, mark sýlt h., sneitt
fr. v. — jarpur mark biti a. v, verða seld 29. nóv.
kl. 2 e.h. hafi eig. ekki vitjað þeirra fyrir þann tíma.
Hreppstjóri Mosfellshrepps
Blikastöðum.
Vöruflutningamiðstöðin auglýsir
Vörumóttaka daglega til Hveragerðis, Selfoss, Þorláks-
hafnar, Eyrarbakka og Stokkseyrar.
Allar nánari upplýsingar í síma 10440.
VÖRUFLUTNINGAMIÐSTÖÐIN
Borgartúni 21 — Sími 10440.
SKRIFSTOIUSTARI
Viljum rdðu
vunnn bóknrn
til kaupfélags norðanlands. Upplýsingar gefur Starfsmannahald SÍS.
STARFSMANNAHALD