Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 31
MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1968 31 Ástæðan til freðfisktoils ns í Bretlandi — Skandinavisku ríkin fluttu inn wei a magn en samið var um, segja Bretor ÞAÐ hefir að sjálfsögðu vak- ið talsverða athygli, einkum meðal fiskveiðiþjóða, er Bret- ar lögðu 10% innflutningstoll á frosin fiskflök, sem flutt eru inn frá EFTA-löndunum. Hins vegar hefir þurft að greiða þennan toll á innflutt freðfiskflölt frá öðrum lönd- um og snertir þetta því ekki íslendinga að öðru leyti en því að nú sitja EFTA-löndin um sinn við sama borð í þessu efni og íslendingar. Brezk yfirvöld segja um þetta mál að endurálagning 10% tolls- ins á fiskflök flutt inn frá Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð bygg- ist fullkomlega á samningi þeim, sem gerður var við EFTA fyrir níu árum. Bretar segja ennfrem- ur að með því að kynna sér sjálf an samninginn og athuga þá þró un, sem orðið hefir á þessum mál um síðan, sjáist að þeir séu í sín- um fulla rétti að stíga þetta skref, sem stigið var 9. nóvember, og að skandinavísku löndin sem þetta snertir, hafi enga ástæðu til að láta í ljós undrun út af því. Á þeim tíma sem EFTA- samningurinn var gerður lét brezki fiskiðnsðurinn það óátalið þótt dósafiskur og fiskimjöl nyti ekki verndar. Öðru máli gegndi hins vegar með frosna fiskinn, sem sýnilegt var að myndi hafa ^GENGISFELLINcT Frarahald af bls. 1. keni'iir 10 ára cwtjórn giaullista um hvemig komið er. Seinit í gærkvöldi átiri de Gaul e hálifs annars sbun'daT fiuind i með Couve de Murville forsætis-. náðherra og Fraincoiis-Xaivier Ortloli fjármálaráðherra, en eng ar fréttir hafa borizt frá þeim f'Und.. I Brúsiel hermdu áreiðan legax heimil'dir aið Fralkkar hefðu ekk. verið þ v i'ngaiðir tii að felila frankann, en náðlagt að haflda gengisfellinigu in'n'an haefilegra marka svo a«ð gjalidmiðlair aon- arra landa yrðu akki fyrir sikakka föllum og sagt að ef gengisfelling in yrði of mikil fengju Frakkar ekki þau lán, sem fulltrúar tíu ' landa hétu þeim á fundi í Bonn í gær. H -• .mildirn...ir í Briissel henma, alð gera megi ráð fyrir aið gengk- fefflinig frainska framkams leiði til gengisfel'lingar í 14 fynrverandr nýlendum Frakka í Afríku. Reiði í BretlnH Hinar ströngu efnahagsnáð- stafanir, sem Roy Jenkins fjór- málanáðlherra skýrði frá í gær hafa vakið mikla reiði í Bretlandi og brezk blöð voru óspör á stór- yrði í dag. Flest sögðu að Bretar ættu dapurleg jól í vændum og telja að það sé sú fórn sem Bretar verði að færa fyrir hlut- deild sína í baráttunni fyrir jafn- vægi í alþjóðagjaldeyriistmáluim. „Daily Sketeh“ segir að allir hafi búizt, við ráðstöfumnm, en ekki jafnströngum og raun ber vi'tni. R'áðstafanirnar koma sér óneitan- lega illa fyrir Breta, sem eru að sligast undir byrðum aukaskatta og síðustu gengisfellingar. Ung kennslukona var dæmd til að greiða tvö pund í dag fyrir að kasta bréfapressu í gegnum rúðu á embættisbústað Hanold Wilson forsætisráðherra, en þannig vildi hún mótmæla skattaráðstöfunun- um. í Köln hefur Ivudwig Erfhard, sem kallaður hefur verið faðir efnahagsundursins í Vestur- Þýzkalandi, látið í ljós ánægju sína með þær náðstafanir sem Bonn-stjórnin hefur gert til að draga úr gjaldeyrisvandamiálum heimsins. vaxandl þýðingu. Niðurstaðan varð þó sú að Bretar féllust á að létta af tollum á frosnum fiski en með vissum skilyrðum. I>au voru að aukning á þessum innflutningi frá skandinavisku löndunum yrði að koma smátt og smátt og að árlegur innflutn- ingur mætti ekki hafa farið fram úr 24 þúsund tonnum 1. janúar 1970. Ef farið yrði fram úr þessu var samþykkt að Bretland og skandinavisku löndin myndu ræða málin frekar og ákveða hvað gera skyldi. Ef ekki næðist samkomulag skyldi EFTA-ráð- inu tilkynnt um það Ef ráðið gæti ekki komið á sam komulagi, hefðu Bretar frjálsar hendur um að endurskoða toll- reglur sínar. Árið 1959 var inn- flutningur á frosnum fiski frá Skandinavíu til Bretlands um 6000 tonn svo að leyfi til þess að auka hann upp í 24 þúsund tonn eða fjórfalda hann virtist rýmilegt. Árið 1965 var farið fram yfir 24 þúsund tonna mörk- in. Þá var ekki ástæða til að ætla að aukningin myndi halda áfram og að þetta myndi endurtaka sig, og varð svo næsta ár. En 1967 var aftur farið fram úr því hámarki, sem tilskilið var, og komst innflutningurinn upp í 25600 tonn og af því voru 18100 tonn frá Noregi. Nú virtist svo komið að innflutningurinn myndi enn aukast og Bretland hóf við- ræður við skandinavísku ríkis- stjórnirnar. Viðræðurnar fóru fram í London og Kaupmanna- höfn. Þessar viðræður leiddu ekki til neinnar niðurstöðu og málið var sent EFTA-ráðinu en engin svör fengust frá skandinavísku ríkjunum. Og þá var ákvörðunin tekin um að setja tollinn á að nýju. Þannig skýra brezk yfirvöld á- stæðuna fyrir tollinum. Þau benda einnig á að hlutur þeirra sjálfra í freðfiskmarkaðinum heima fyrir hafi fallið úr 81% niður í 69% á meðan samnings- tíminn stóð. Fyrstu níu mánuði þessa árs var innflutningur skandinavísku landanna á frosn- um fiskflökum til Bretlands kom inn upp í 26000 tonn og engin merki þess að aftur yrði snúið til hins samningsbundna magns. Kong innflú- ensan fer sár hægt Hong Kong inflúensan svokall aða virðist ætla a'ð fara sér hægt. Brezka blaðið Observer skýrir frá því, að þessi nýi inflúensu- vírus, sem kom upp í Hong Kong í júlímánuði sl. og sýkti 500 þús- und manns, og breiddist síðan hægt yfir suðaustur Asíu, hefur síðan farið sér hægt. Fyrir utan það, að inflúensan stakk sér lítils háttar niður í Suður-Afríku og Lebanon, fór aðalbylgjan yfir Indland, íran, Thailand og Astral íu. Þrátt fyrir einhverjar tilkynn ingar um sýkingu á Ítalíu, hefur enn ekki orðfð vart við inflúens una í Ameríku eða Evrópu, utan nokkur einangruð tilfelli í Bret- landi. En þetta er full snemma vetrar fyrir inflúensu í Bretlandi. Hún stmgur sér venjulega ekki niður fyrr en í desember og kem ur ekki fyrir alvöru fyrr en í janúar, febrúar. Segir Observer, að þrír stærstu lyfjaframleiðend ur í Bretlandi vonist til að geta safnað birgðum af bóluefni gegn þessari nýju inflúensu, til að geta, ef með þarf, bólusett sjúk- linga, aldrað fólk og barnshaf- andi konur, svo og hjúkrunar- fólk. Eins og áður hefur verið skýrt frá hefur á íslandi verið pantað bóluefni frá Svíþjóð, til bólu- setningar á sjúklingum á spítöl- um og öðrum sem nauðsynlega þurfa að fá það. En ekki mun enn vitað hvort lyfjaframleiðend ur erlendis geta útvegað þetta nýja bóluefni fyrir heilbrigt fólk og mun ekki vera farið að dreifa bóluefni frá þeim. Leikrit Brechts, Púntila og Matti, verður sýnt í 15. sinn í kvöld i Þjóðleikhúsinu. Aðsókn að leiknum hefur verið mjög góð og hcf- ur verið fulit hús á flestum sýningum leiksins. Myndin er af Ró- bert, Erlingi Gíslasyni og Kristbjörgu Kjeld í hlutverkum sínum. Skírskotuðu til yfírlýsingur sinnur í Reykjuvík um Berlín MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning, sem gefin var út að loknum ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var í Briissel 15.—16. nóvember sl. Morgunblaðið hefur á*ður skýrt frá meginefni tilkynnmg- arinnar, en þó er rétt að geta þesis, að í 4. grein hennar skír- skota ráðherramir til tilkynninig ar sinnar, sem gefin var út í Reykjavík 25. júní sl. og ítreka stuðning ríkisstjóma sinna við þann yfirlýsta ásetning þvíveld- annia að tiyggja öryggi Berlínar og frjálsar samgöngur við borg- ina. Flugfélagið flýg- ur á Norðfiörð NESKAUPSTAÐ, 22. nóv. — Eins og fram hefur komið í frétt- um er Flugsýn hætt að fljúga til Neskaupstaðar og er nú liðinn Gríska leikkonan Melina Mercouri og bróðir Alexandros Panagoulis, Statais, í hungurverkfalli fyrir utan gríska sendi- ráðið í London. uim roánuður síðan síðast var flogið þangað. Nú hefur það hins vegar gerzt, að Flugfélag íslands hefur ákveðið að halda uppi ferðuim milli Reykjaivíkur og Neskaupstaðar í vetur og verður flogið tvisvar í viku, þ. e. á mið- vikudögum og laugardögium. Það er öllum Norðfirðingum mikið fagnaðarefni að flugferðir skuli nú hefjast hingað að nýju, því saimgöngumálin hjá oikkur hafa svo sannarlega ekki verið í of góðu lagi að undanförnu. Þorgeir Pálsson sýnir n Dnlvík Dalvík, 20. nóv. UM næstu helgi mun Þorgeir Pálsson frá Akureyri halda mál verkasýningu á Dalvík. Sýnir hann þar 30-35 olíu og vatnslita myndir, sem flestar eru málað- ar á síðasta ári. Allar myndirn- ar verða til sölu. Þorgeir hefur tekið þátt í samsýningu í Reykja vík og á Akureyri og auk þess sýnt í mörgum kaupstöðum norðanlands. Sýningin verður í skátaheimilinu á Dalvík og verð ur opin frá kl. 1-10 á laugar- dag og sunnudag. Einnig mun Lionsklúbbur Dalvíkur halda árlega hlutaveltu um sömu helgi. - KAFBATAR Framhald af bls. 1. inn svo nálægt kafaranum, að fróðir menn telja næsta furðulegt að hann skyldi 'komast lífs af. Kafarinn var að vinna á sjávar- botninum við gasleiðslu, sem grafin hafði verið niður í botn- inn. Heyrði hann þá skyndilega í skipsskrúfu, og datt í hug að félagar hans í köfunarbátnuim uppi á yfirborðinu hetfðu gleymt honum, og væru að færa bátinn til. Gaf hann því merki um að láta draga sig upp á yfirborðið. Meðan hann var á leiðinni upp kom kafbáturinn að honum. Var kafbáturinn á um tíu hnúta hraða og struikust fætur kafarans við byrðing bátsins. Seinna kom í ljós að starfsmenn við aðra bor- turna þarna í nágrenninu höfðu áður skýrt frá því að þeir hefðu orðið varir við ferðir kafbáta undanfarna þrjá mánuði. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins í London neitaði í fyrstu að staðfesta fréttirnar um kafbátaferðirnar. Seinna viður- kenndi hann þó að ráðuneytinu hefði borizt fregnir frá stúlku nokkurri, sem hringt hefði til ráðuneytisins. Þegar' talsmaður- inn var spurður nánar um máiið sagði hann að brezki flot- inn hefði staðfest að kafbáturinn eða kafbátarnir væru hvorki brezkir né frá NATO. Erfitt er að fá nákvæmar frétt- ir af þessum kabátaferðum, og vísa starfsmenn borturnanna á yfirvöldln, þegar spurt er. Tals- maður Shell-félagsins sagði við fréttamenn: Við höfum gefið varnarmálaráðuneytinu allar upp lýsingar, sem okkur hafa borizt. Það er ekki í okkar verkahrimg að skýra miálið nánar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.