Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1968 11 Viðskiptavinum til augnayndys. Hafa samt engin áhrif haft á fulltrúa „Samsölunnar<‘! Sr. Arni er minn maður Samtai viö Kristján Jóhann Kristjánsson lægra verði en. nnfluttar um- búðir, en fengjum í þess stað að nota hagnrðinn til að borga niður vélarnar. Þegar því væri lokið, skyldum við annaðhvort lækka verðið á umbúðunum fyrir frystihúsin eða borga fulla skatta, eins og lög stæðu til. Ráðherrann neitaði, en bauð mér að selja ríkinu vélarnar — „og þér getið verið iramkvæmda- stjóri ívrirtækisins á ráð- herralaunum.“ Eins og sannur Snæfell- ingur, r.eitaði ég að taka þessu góða boði. Og málið var úr sögunni. „Og við tórðum. En allt var þetta einkennileg tilviljun." „Tilviljun?" „Við skulum segja það,“ svaraði Kristján Jóhann. „En það er rétt hjá hér: séra Árni hefði sagt, að þarna hefðu æðri máttarvöld verið að verki. Og séra Árni er minn mað- ur. Ég get bætt við, fyrst við erum að tala um þetta, hvað undirtektir voru misjafnar, þegar maður leitaði aðstoðar einhvers. En mest á ég að þakka Thor Jer.sen. Hann gaf mér ómetanlegt heilræði, þeg ar ég var að byrj a á þessu fátæklega braski mínu. Hann sagði víð mig: „Þér skuluð alltaf reyna að standa í skil- um, taka lán annars staðar, ef þér getið ekki af eigin ramm- leik greitt skuldir yðar á rétt um tíma. Ef stabfsemin er á annað borð heubrigð, getið þér á þerman hátt unnið yð- ur traust.“ Þefcta hef ég gert ag mér hefur tekizt það. Og ég er þessum trausta og fram- sýna athafnamanni ævinlega þakk'látur fyrir hans góða heilræði, sem hefur dugað mér betur en allt annað. Án trausts og góðviidar hefði ég ekkert komizt áfram. Þó að ýmsir haldi að ég rembist eins og rjúpa við staur að safna peningum, er það ekki rétt, því að ég hef enga á- nægju <af að sitja yfir pen- ingahrúgu, en vil láta pening- ana vinna þjoðfélaginu til gagns og heilla. Ég hef haft áhuga á að breyta draumi í veruleika. Ég er draumlynd- ur að eðlisfari og hef gaman af góðum skáldskap. En skemmtilegasti skáldskapur- inn er samt að sjá draumana rætast. Oft hef ég undrazt með sjálfum mér hvað fram- kvæmdir, sem ég tel almenn- ingi og þjóðfélagmu til góðs, mæta hatrammri amd- spyrnu hér á landi. Mig grun ar, kannski veit ég . .. hver ástæðan er — en ég læt hana liggja milli hluta. Öðrum manni gleymi ég ekki, þegar ég minnist þeirra sem hafa sýnt mér dreng- skap um dagana. Það er Sveinn í Völundi. Hann er einhver str angh e iðarlegasti maður, sem ég hef kynnzt. Við keyptum mikið af timbri af honum, en hann sagði við mig: „Ég sé að það er ekki hægt fyrir ykkur a® kaupa timbur af mér, þið verðið að fá ódýrara timbur annars staðar, sem hæfir betur ykk- ar framleiðslu.“ Og ekki nóg með það. Þegar mig þraut peninga til að torga Gustaf- son, hjálpaði Sveinn í Völ- undi mér til að ná í lán, svo að ég gæti staðið í ski'lum. Þetta gtrði ham eftir að ég hætti að verzla við hann. Geri aðrir betur.“ „Og að lokum Kristján, Loftleiðir." „Eigum við ekki að láta hér strðar numið?“ „Nei. Þú ert einn af stofn- endum Loftleið „Já. 1 lok stríðsins vann hjá mér piltur í Kassagerð- inni, Alfreð EUasson. Hann var bílstjóri. Hann er bróður sonur konunnar minnar. Hann langaði að læra að fljúga og hélt til Ameríku í því skyni. Þar voru þá á sama tíma tveir piltar aðrir, Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson og lærðu einnig flug. Mæður piltanna komu eitt sinn að máli við mig og báðu mig að hjálpa til við að fá gjald- eyrisyfirfærslu fyrir lítilli fjögurra sæta flugvél. Þá langaði til að koma með flug- vél heim að námi loknu, sögðu þ ær. Mér tókst þetta. Ég 'lagði enga peninga fram sjálfur, en talaði við þá sem bezt höfðu dugið mér, en það baifði engirm gert beifcur en Helgi Guðmundsson, banka- stjóri. Ég fullyrði óhikað að hann hafi á sínum tíma bjargað lífi beggja fyrirtækj anna, Loftleiðu og Kassagerð arinnar. Svo rann upp sú stóra stund, þegar piuarnir komu heim frá Amer'ku með flug- vél upp á vasann. Mér fannst ekki koma til mála að stofna flugfélag um þessa einu vél og hvatti þá eindregið til að fá sér atvinnu hjá Flugfé- lagi íslands, en þá tókust ekki samningar með þeim og fé'laginu, svo að ég sagði við þá, .þfetta getur ekki geng- ið, þá stofnum við heldur flugfélag." Við söfnuðum svo 60 þús- und krónum og fyrir þær var hlutafélagið Loftleiðir stofn- að. Ég átti lítið í félaginu sjálfur, hef aldrei kært mig um að eiga mikið af pening- um í því, mér er meira virði að félagið vaxi og dafni en að eiga í því m'kla fjárhæð. Auk þess hafði ég ekki bol- magn á þessum árum til að leggja fé í fyrirtækið. svo að um munaði. En ég var oft í miklum ábyrgðum fyrir Loft- leiðir, meiri en ég var borg- unarmaður fyrir. Nú eru Loftleiðir eitt af ævintýrunum í islenzku þjóð lífi. Piltarnir ungu hafa spjarað sig. Kannski hafa þeir gert kraftaverk. Við skulum vona það. Eitt sinn fór ég með þeim í Geysi til Ameríku. Þá var flugvélin í farþegafiugi. V'ð þurftum að lenda í Nevada eða einihveirs- staðar í Bandaríkjunum, ég man ekki lengur hvar. Þar létum við eitthveð af benzíni á flugvélina. Svo kom að því að borga. Félagið gat ekki borgað, átti enga peninga til. Það dæmdist því á mig að borga benzínið, og við gátum haldið áfram ferðinni. Þetta var ekki há upphæð, en ben- zínið dugði á næsta áfanga- stað. Þannig höldum við áfrarn", sagði Kristján .Tóhann að lok um og virti fyrir sér bylgju- pappavélina góðu, „með ein- beittan vilja, ótrauðir. Að lokum komumst við á leiðar- enda, þó að peningar séu af skornum skámrnti — og lítið um benzín." M. Til sölu Lítið verzlunarpláss til sölu á Sauðárkróki, sanngjarnt verð ef samið er strax. Einnig er til leigu 50 fermetra verzlunarpláss á bezta stað í bænum. Upplýsingar gefnar í síma 5338 Sauðárkróki. íbúð til leigu 6 herb. íbúð til leigu nú þegar í Hlíðunum. Engin fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 40359 frá kl. 1—7. Sturf írnmkvæmdastjóra Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða sér framkvæmdastjóra. Laun samsvarandi 23. launaflokki kjarasamninga borgarstarfsmanna. Ætlazt er til að framkvæmdastjórinn annist m. a. stjórn skrifstofu félagsins, undirbúning kjarasamninga félagsins og samningagerð. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í félags- málum og launamálum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu félagsins Tjarnargötu 12 fyrir 15. des. n.k. Nánari upplýsingar gefur formaður fé- lagsins Þórhal’iur Halldór'sson, Fornastekk 10. ____________ Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. LITAVER vinyl og línólium. Postulíns-veggflísar — stærðir 714x15, 11x11 og 15x15. Amerískar gólfflísar — Gold Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slipp- fél. Reykjavíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nælonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti og inni. Veggdúkur — Somvvl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóðnr — br. 50 cm. GRÐiSÁSVEQ 22-24 » 3 0280-322 GZ Gólfdúkur — plast- Foreldrar yngstu lesendanna! Hvetjið börnin til að æfa lestur- inn vel! Kaupið lesefni við þeirra hæfi: Annan hvern föstudag kemur út barnablaðið. Lestrar- hesturinn, sem er sniðið við hæfi 6—9 ára bama. Fyrir utan að innihalda góða hjálp við lestrar- námið flytur það uppeldisleigar áminningar í léttumn tón, staf- setningaræfingar og fl. Herdis Egilsdóttir, kennari, sér um efnið ag teikningar. Blaðið er 8 síður og kostar 12 krónur í lausasölu. Þeir sem gerast vilja fastir ásikrifendur, hringi í síma 82143, eða skrifi Lestrarhestinumn, Prent verk hf., Bolholti 6, Reykj avfk. Gleðjið ungu lesenduma með lestrarefni við þeirra hæfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.