Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 7
MORGUN’B'LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1968
7
„HðN AMMA MÍN ÞAD SAGÐI MÉR“
f þetta skiptið ætlum við að
gstnga í Tinnuskarð og i Þjófa-
gil, og et okkur endist þrek, að
gangra það allt á enda, þar til
Melaseljadal er náð, en hann öðl
aðist frægð sína skyndilega þeg
ar reist var þar brugghús á þeim
tíma, þegar „bændurnir brugg-
uðu í friði, meðan Blöndal var
suður með sjó“ eins og sagði í
kvæðinu.
Við erum fljót yfir bergvatns
ána tæru Kiðafellsá uppáKleyf
arnar framhjá klettinum, sem
hún amma mín sagðist alltaf
sjá álfaborgina í, einkanlega
þegar kvöldsólin skein á hana.
Ég held að hún hafi þar fyrir ut-
an bæði séð álfakónginn og álfa-
drottninguna, en henni fannst
alltaf álfaborgin hafa burstir,
eins og íslenzkur sveitabær.
Burstirnar voru þrjár, sagði
hún.
Og hún kenndi okkur kvæðið
eftir Guðmund skólaskáld um
Kirkjuhvol, og þá varð sýnin
hennar um Áflaborgina miklu
meiri sannleikur, en í kvæðinu
var þetta:
„Hún amma mín það sagði mér.
„Um sólarlagsbil
á sunnudögum gakk þú ei
Kirkjuhvols til.
Þú mátt ei trufla aftansöng
álfanna þar.
Þeir eiga kirkju í hvolnum og
barn er ég var,
í hvolnum kvað við samhljómur
klukknanna á kvöldin."
En áfram höldum við upp
Kleyfarnar, yfir flóa og fífu-
sund og einkennilega lagaða hóla
sem við fyrstu sýn gætu virzt
vera einskonar smágígir, gervigíg
ir, en eru vafalaust myndaðir af
skriðjökli, sem einhverntíma í
fyrndinni hefur skriðið niður
dalinn og snúið eilítið upp á sig
í dalsmynninu, eins og víða sést
um landið.
Allt er þetta á fótinn, en
Tinnuskarð er ekki hátt, þótt
klettabeltið sé tilkomumikið og
reglulegt, og brátt náum við
upp á sléttuna ofanvert við
Tinnuskarð.
Enga finnum við samt tinnuna,
en hins vegar er hér mikið um
jaspís og kvartzmola, sem
liggja hér á melnum, út um allt.
Ekki er til önnur skýring á nafn-
giftinni en sú, að gömlu mönn-
unum hafi fundist jaspisinn svo
harður, — þeir gátu skorið með
honum gler — og kallað skarð-
ið eftir því.
★
Og nú sjáum við ofan i þetta
einkennilega náttúrufyrirbæri
Tinnuskarðið sjálft. Eiginlega
er þetta ekki skarð, nema yzt
við aðalklettabeltið. Miklu frek
ar er þetta lítil dalkvos. Sé mað
ur staddur í botni hennar, sér
mann enginn. Skarðið er aðeins
opið út til vesturs, út til fjarð-
arins, og þeir sem um þjóðveg-
inn fara fyrir neðan, myndu
ekki hafa hugmynd um þótt þús
undir manna hefðust við í dal-
kvosinni innan við sjálft skarð-
ið. Grasivaxnar brekkur eru á
allar hinar hliðarnar, og þar
eru einskonar sæti allt um kring
og er þetta engu líkara en róm
versku hringleikahúsi. Colosse
um er að vísu gert af steini og
Þjófagil er þar, sem lækurinn e r á miðri mynd. Melaflöt er fyr-
ir neðan.
mannavöldum, en þarna gætu
vel farið fram leikar og mann-
fundir, og nógir eru áhorfenda-
bekkir. Einnig hagar þannig svo
til, að innanvert við skarðið,
norðanmegin er ræðupallur af
náttúrunni gerður hátt í klettum
og þar reyndi maður raddþol-
ið hér áður. Það var engu lík-
ara, en klettarnir vörpuðu hljóð
inu inn í þetta hringleikahús og
óþarft myndi þar að nota gjall
arhorn. Tinnuskarð er sem sagt
tilvalið fyrir mannfundi. Minn-
ir allmikið á gíginn hjá Hóla-
hólum á Snæfellsnesi.
★
Rétt sunnan við komum við
svo niður í Þjófagil. Eftir því
rennur lítill lækur, skoppar stein
af steini og fellur svo meðfram
norðurjaðri Melaflatar og niður
Melagil til sjávar hjá Niðurkoti,
en sá bær er nú í eyði. Á Mela-
flöt var það venjan hér áður að
hleypa hestunum á leið til
kirkju í Saurbæ, og var hún til-
valinn skeiðvöllur.
Enginn veit ég deili á nafn-
gift þessari, Þjófagili. Veit um
enga þjófa, sem hafa verið að
sniglast í gili þessu. Það er víða
grösugt og auðvelt yfirferðar,
og endar ekki fyrr en í Mela-
seljadal bak við Stampana. Eitt
sinn man ég, þegar ég vaktaði
kjóahreiður, sem var í mýrar-
flákanum neðan við Stampa.
Ég ætlaði að merkja ungana fyr
ir Náttúrugripasafnið. Ég beið
lengi, lengi hreyfingarlaus með
kíki fyrir augum og fylgdist
með kjóahjónunum. Þau ætluðu
víst áreiðanlega ekki að láta
mig finna hreiðrið. En svo
héldu þau víst, að ég væri far-
inn burt, eitthvað upp á dal, og
settust hin rólegustu hjá ungun-
um. Var ég þá ekki seinn á
mér að miða hreiðrið út og
gekk rakleitt að því. Þá byrjuðu
þau að barma sér til að leiða
athygli mina að sér en frá ung-
unum, létust vera mikið veik,
veltu sér milli þúfnanna, en þeg-
ar allt kom fyrir ekki og ég lét
ekki blekkjast af látalætunum,
en gekk tii unganna til að
merkja þá, snérust þau til varn-
ar og ætluðu mig lifandi að
drepa. En ég stakk niður göngu
priki mínu við hreiðrið, svo að
þau gátu ekki komizt nærri mér,
en þetta var stórkostlegt steypi
flug, líkt og hjá steypiflugvél-
Tinnuskarð séð frá þjóðveginum. Þúsundir manns gætu verið
þar á fundi, án þess að sjást frá veginum. Tinnuskarð er því
kjörinn staður til mannfunda.
um þýzkaranna í stríðinu, og er
þó krían hálfu verri í þessu til-
liti, en kjóinn.
★
Og þá er að segja frá Mela-
seljadal. Hann er eiginlega ör-
lítið dalverpi opið I báða enda,
en þar hefur sjálfsagt verið haft
í seli frá Melum hér áður, eins
og nafnið bendir til. Ekki hef ég
séð neinar rústir aðrar en þær af
brugghúsinu fræga, sem nú grein
ir frá.
Þetta var á tímum þeim, eins
og áður segir, þegar bændurnir
brugguðu 1 friði, meðan Blöndal
var suður með sjó en Björn sál-
ugi Blöndal var lögreglueftir-
litsmaður með landabruggi þá.
Það var á allra vitorði, að
nokkrir þarna í nánd stunduðu
lítilsháttar brugg sér til búdrýg-
inda, en allt voru þetta heiðurs-
menn, og aldrei fannst brugg-
húsið, fyrr en sólheitan sumar-
dag einn að maður nokkur
skrapp í fjallgöngu á Dýjadals-
hnjúk í Esju. Á niðurleið gekk
hann þvert yfir Melaseljadal, og
sá þá lækjarsprænu koma undan
einhverri þúst. Við nánari athug-
un kom í ljós hið haganlegasta
brugghús með landalögum i
mörgum brúsum og tunnum á
stokkunum. Lækurinn var leidd-
ur í gegnum húsið til hagræð-
ingar. Tveir kjóar sátu þar
nærri og söng ámátlega í þeim,
eins og þeir væru búnir að fá sér
heldur mikið neðan í því af frafn
leiðslunni.
Ekki sagði maðurinn frá
þessu, en upp komst um húsið
fyrir annarra tilverknað um síð
ir, og var þá úti hin hagstæða
tíð, og eru þarna núna rústir
einar. Einhversstaðar í Þjófa-
gili fann ég líka einu sinni eitt-
hvað af tunnustöfum, sem vafa-
laust hafa ekki átt annað er-
indi þar, en til verksmiðjunnar
í Melaseljadal. Vafalítið hefur
það verið góð heilsubótarganga
að ganga til verksmiðjureksturs
ins, en þetta varðaði við lands-
lög og öllu var hellt niður. Æ,
það má ekkert skemmtilegt gera
á þessu landi lengur.
Nú er orðið kvöldsett, sólin
er að síga bak við Akrafjall,
og við höldum niður með Þverá
til byggða.
Alltaf ber eitthvað nýtt fyrir
augu, alltaf opnast meir og meir
af íslenzkri náttúru fyrir okkur,
og við raulum fyrir munni okk
ar niður Kleyfarnar hið gullfal-
lega erindi Guðmundar skóla-
skálds:
,Kvöldblíðan lognværa kyssir
hvern reit.
Komið er sumar, og hýrt er i
sveit.
Sól er að kveðja við
bláfjallabrún.
Brosa við aftanskin fagurgræn
tún.
Seg mér, hvað indælla auga þitt
Ieit
íslenzka kvöldinu í fallegri
sveit.“
UTI Á
VIÐAVANGI
I dag verða gefin saman í hjóna
band í Neskirkju af séra Frank M.
Halldórssyni, ungfrú Ingunn Helga
Þóroddsdóttir Hávallagötu 1,
Reykjavík og Steingrímur Blöndal
frá Siglufirði. Heimili þeirra verð
ur að Kaplaskjólsvegi 27, Reykja-
vík.
í dag verða gefin saman í hjóna-
band af séra Braga Friðrikssyni í
Garðakirkju, ungfrú Elín Lára Sig-
urðardóttir Faxatúni 2, Garða-
hreppi og Guðmundur Jónasson,
Lýsudal, Staparsveit, Snæfellsnesi.
50 ára er í dag Guðfinna Guð-
mundsdóttir, Holtsgötu 4, Hafnar-
firði. Hún verður stödd á afmælis-
daginn að Austurgötu 26, hjá dótt-
Seglasaumavél Smákökur
Til sölu vönduð Singer- seglasaumavél. — Uppd. í síma 13884. með stuttum fyrirvara. — Fáið send sýnishorn. Sími 18737.
Til sölu íbúð óskast
100 lítra þvöttapottur. — Upplýsingar Garðavegi 3, Keflavík 'ða síma 34936 Reykjavík. Ung hjón óska eftir íbúð í Hlíðunum eða nágrenni. Uppl. í síma 16649 eftir kl. 13.00.
Vil selja skuldabréf að upphæð 149.800,00 kr. til 9 ára. Tilb. sendist Mbl. merkt „Skuldabréí 6539“. Meiraprófsbifreiðastjóri óskar eftir atvinnu. Algjör reglumaður. Uppl. í 40228.
Juice-vél Höfum til sölu tvöfalda juice-vél (fyrir súkkulaði og orange) á gamla geng- inu. H. óskarsson s.f. um boðs- og heildv. Skeiðarv. 117, s. 33040. Heitur og kaldur matur Smurbrauð og brauðtertur. Leiga á dúkum, glösum, diskum og hnífapörum. Út- vegum stúlkur í eldhús og framr. Veizlustöð Kópav., sími 41616.
Hlutabréf Hlutabréf í Sendibílastöð- inni 'h,f. er til sölu ásamt stöðvarplássi. Aðrar uippl. í síma 81114 eftir kl. 7 á kvöldin. Nýslátrað hrossakjöt, trippakjöt og folaldakjöt í heilum og hálfum skrokkum. Uppl. í síma 36865.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Klæðum og gerum upp svefnbekki, svefnsófa, svefnstóla og fl. Kynnið yður verð og tilboð hjá okkur. Sækjum send- um. Svefnbekkjaiðjan, Laufásveg 4, simi 13492.
Kvenshdtofélag Reykjavíkur
heldur sinn vinsæla basar sunnudaginn 24. nóv. kl. 2.30
í Iðnskólanuim, niðri, gengið inn fró Vitastíg. Þar verða
á boðstólum fallegir, ódýrir munir til jólagjafa. Jóia-
sveinar selja börnunum lukkupoka. Einnig verður selt
kaffi með heimabökuðum kö'kum ó lógu verði.
Basamefndin.
Harttííarkufiir
INNI
LTI
BÍLSKÚRS
SVAL/V
ýhhi- Htikuriir H. Ö. VILHJÁLMSSDN
' RÁNARGÖTU 12. SÍMI 19669
JÓLASKRAUT!
JÓLAKORT!
Opnum ú morpn, mdnudug,
verzlun
með jólaskraut og jólakort í
INGÓLFSSTRÆTI 3
ALLAR VÖRUR Á GAMLA VERÐINU.
HANS PETERSEN H/F.