Morgunblaðið - 11.12.1968, Side 5

Morgunblaðið - 11.12.1968, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1968 5 Líkan af fyrirhuguðu húsi og umhverfi þess. Fyrirhugað hús Seðlabankans — Oákveðið, hvenær ráðist verður i framkvæmdir mjög veíi inn í hið fagra um- hverfi tj arnarinnar, jafnframt þvi sem Hallargaxðurinn helzt sem almenningsgarður. Sam- keppnin ber einnig hæfni ís- lenzkra arkitekta gott vitni, og voru allar lausnirnar mjög at- hyglisverðar. Sú lausn, er bezt hefur verið dæmd, er sérstak- lega vel af hendi leyst, og ætti bygging í samræmi við hana að geta orðið höfuðborginni veruleg ur fegurðarauki. í framhaldi af samkeppni þess- ari mun Seðlabankinn taka upp viðræður við borgaryfirvöld Reykjavíkur um frekari athugan- ir málsins. Hins vegar er rétt að taka það skýrt fram, að engar ákvarðanir hafa verið teknar að svo stöddu um það, hvenær yrði ráðizt í nýbyggingu fyrir Seðla- bankann. Verður það að sjálf- sögðu að fara eftir ýmsum að- stæ’ðum, og má gera ráð fyrir því, að ákvörðun dragist enn um alllangt skeið. Að því hlýtur þó að reka fyrr eða síðar, að í siíka nýbyggingu verði ráðizt, enda er nú Seðlabankinn í sambýli við Landsbankann, og búa báðar stofnanirnar við mjög mikil þrengsli og erfiða vinnuaðstöðu, og hefur reynzt nauðsynlegt að flytja verulegan hluta starfsem- innar í óhentugt húsnæði utan sjálfrar bankabygginganna. í sambandi við umræður um byggingarmál Seðlabankans að undanfömu, hefur sú skoðun komið fram, að æskilegt væri að varðveita hús það, er Thor Jen- Framhald á bls. 11 EINS og skýrt var frá í blaðimu í gær urðu arkitektarnir Skarp- héðinn Jóhannsson og Guð- mundur Kr. Guðmundsson hlut- skarpastir í samkeppninni um teikningu að húsi fyrir Seðla- bankann. Blaðinu barst í gær fréttatilkynning frá bankanum varðandi málið, og segir þar m.a., að rétt sé að taka skýrt fram, að engar ákvarðanir hafi verið teknar að svo stöddu um það, hvenær ráðizt verður í nýbygg- ingu fyrir Seðlabankann. „Verð- ur það að sjálfsögðu að fara eft- ir ýmsum aðstæðum, og má gera ráð fyrir því, að ákvörðunin dragist enn um alllangt skeið.“ Ennfremur segir, að ef borgar- yfirvöld telji varðveizlu húss Thors Jensen æskilega, muni Seðlabankinn vilja stuðla að henni með því að taka að sér allan kostnað af því áð flytja húsið á annan stað í Reykjavík. — Fréttatilkynningin fer hér á eftir: „í samningi þeim, er Seðla- banki íslends gerði í júlí 1967 við borgarstjórn Reykjavíkur um makasikipti á lóðunum Frí- kirkjuvegi 11 og Lækjargötu 4, voru þau skilyrði sett af borgar- innar hálfu, að lögð yrði fram tillaga um byggingu fyrir Seðla- bankann á lóðunum Fríkirkju- vegi 11 og 13, er félli vel in,n í umhverfi tjarnarinnar og sam- rýmdist varðveizlu þess almenn- ingsgarðs, sem nú er á þessum lóðum. Var gert rá’ð fyrir því, að efnt yrði til samkeppni, svo að betur væri tryggt, að málið væri vel unnið og undirbúið. Að athuguðu máli þótti heppi- legast vegna þess, hve þetta verkefni er tæknilega vanda- samt, að samkeppnin yrði lok- uð, og voru valdir fimm aðilar til að taka þátt í henni, en það skilyr’ði var sett, að tveir arki- tektar stæðu að hverri lausn. Þátttakendur voru þessir: Gunn- laugur Halldórsson og Guð- mundur Kr. Kristinsson, Helgi Hjálmarsson og Vilhjálmur Hjálmarsson, Jón Haraldsson og Birgir Breiðdal, Manfreð Viil- hjálmsson og Þorvaldur S. Þor- valdsson, og Skarphéðinn Jó- hannsson og Guðmundur Kr. Guðmundsson. Um samkeppnina fór eftir reglum Arkitektafélags íslands. Samkeppnin hófst í janúar sl., og var endanlegur frestur til að skila tillögum ákveðinn 15. nóv- ember. Hefur dómnefnd nú fjall að um tillögumar, en í henni áttu sæti Eiríkur Einarsson, arki- tekt og Þorvaldur Kristmunds- son, arkitekt, af hálfu Arkitekta- félags Islands, en Erik Möller, arkitekt frá Danmörku, Birgir Kjaran, bankaráðsformaður og Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, af hálfu Seðlabankans. Niðurstaða dómnefndar var sú, að tillaga arkitektanna Skarphéð ins Jóhannssonar og Guðmundar Kr. Guðmundssonr væri bezt, en smkvæmt samkeppnisskilmálun um ber að feila þeim verkefni til úrvinnslu. Um þessa tillögu segir í niðurstö'ðum dómnefndar: „Þessi tillaga er að hennar dómi sérstaklega góð bæði að því er varðar útlit og tilhögun. Byggingin fellur mjög vel inn í umhverfið, bseði í efnismeðferð og formi, sem er fastmótað, en þó látlaust. Lokg er alit fyrir- komulag byggingarinnar hag- kvæmt og mætir þeim kröfum um vinnuskilyrði og skipulag, sem fram voru settar.” í almennri greinargerð dóm- nefndar kemur ennfremur fram, áð tillögur þær, sem fram hafa komið í samkeppninni, beri því vitni, að þátttakendur hafi lagt í það mikila vinnu að leysa úr þessu vandasama viðfangsefni. Hafi verkefninu verið gerð ræki- leg skiil, bæði að því er varðar hæfiiega stærð hússins, útliit þess í umhverfinu, fyrirkomuiLag inn- anhúss o. s. frv., en í öllum þees- um greinum hafi komið fram hug myndir, er gagnlegar gætu orðið við íullnáðarlausn verkefnisins. Það er skoðun stjómar Seðla- bahkans, að með þeirri sam- keppnd, sem nú hefur verið lýst, hafi fengizt tillaga, er sýni hvem ig leysa megi byggingarmál Seðila bankans á viðikomandi lóðum á hagstæðan hátt. Virðist sam- kvæmt þessu mega reisa við Fri- kirkjuveginn byggingu er falli VIÐARÞILJUR Höfum margar tegundir og gerðir af viðarþiljum fyrirliggjandi bæðí lakkaðar og ólakkaðar. PÁLL ÞORGEIRSSON 0 CO. Anægður með Dralon Sölustjórinn Þorsteinn Þorsteins- son ber ábyrgð á því, hvort sala fyrirtækisins i ár "vérður meiri en ~hún var í fyrra. Hann hefur tekið mikið af litmyndum á ferðum sínum' erlendis, til þess að geta á þann hátt sýnt fjölskyldu sinni hvað fyrir augu ber, þegar hann er að heiman. Hánn safnar gömlum bókum og á bókasafn, sem margir öfunda hann af. Hann veit, að sanna énægju hefur maður aðeins af því bezta. Þannig er það einnig þegar um er aÖ ræða peysu eins og þessa Dralon-peysu frá Heklu. Það gerir ekkert til þó hún sé þvegin I þvottavél. Dralon hentar alltaf. Það neldur sínum faliegu björtu litum, lögun og stærð, þvott eftir þvott. Prjónavörur úr Dralon ... úrvals trefjaefninu frá Bayer... eru alltaf ( hæsta gæðaflokki. Þetta kunna vandlátir karlmenn að meta. dralorí BAYER Úrvals trefjaefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.