Morgunblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1968 Jóladagskrá útvarpsins, eins og hún hefur verið, er senni- lega ein hin hátíðlegasta, sem nokkur útvarpsstöð getur stát að af. Meira að segja útvarps- stöð Vatíkansins í Róm telur sér ekki annað fært en að útvarpa dægurlögum yfir jólahátíðina", sagði Haraldur Ólafsson dag- skrárstjóri, þegar við hittum hann að máli og fengum hann til að segja örlítið nánar frá ein stökum liðum jóladagskrárinn ar. Það verða heldur engin frá- vik frá þessari stefnu í jó'la- dagskránni nú. Jólahelgin situr í fyrirrúmi, dægurlög eru enn sem fyrr forboðin tónlist, það dugir ekki minna en dýrð- leg helgitónverk eftir Bach og Handel eða einhvern annan ald- inn meistara barok-tímans til að setja hin rétta helgiblæ á dagskrána. Víkjum þá að einstökum dag skrárliðum og byrjum á aðfanga degi. Þar má vekja athygli á þætti kL 10.10 um morguninn, þar sem Jónas Jónasson ræðir við fulltrúa ýmissa sértrúar fíokka um jólahald þeirra. Nefn ist þátturinn „Jölahald með ýms um hætti“. Eftir hádegi eða kl. 2.45 mun svo Sveinn Þórðarsom, fyrrum bankagjaldkeri, segja sögu jólasálmsins „Heims um ból“, en hann á einmitt 150 ára afmæli á þessum jóilum. Klukk- an 3 er þátturinn „Stund fyrir börnin“ og þar byrjar Rúrik Haraldsson lestur á sögu Jóns Sveinssonax (Nonna) „Á Skipa lóni“. Verður hún framhaldssaga barnanna yfir jólin. Sem fyrr getur fær tónlist- inn mikinn hlut í jóladagskránni og ekki hvað sízt á aðfanga- dagskvöld. Til að mynda mun Sinfóníuhljómsvedt ís'lands þá og Guðrún Tómasdóttir og Jón Sigurbjörnsson syngja jólasálma við undirleik Ragnars Björns sonar. Loks verður fluttur jóla- þáitturiinn úr „Messíasi" Handels, og það er Leonard Bernstein sem stjórnar. Sú hefur verið venja útvarps ina. undanfarin ár að fá prest Jón Múli verður þulur útvarpsins á aðfangadagskvöld. Hjörtur Pálsson hefur ásamt Þóru Kristjánsdóttur umsjón með þætti er nefnist Dýrgripir í þjóðareign. Hér er hann við klipp- ingu á þætti sínum ásamt magnaraverði. flytja verk eftir ýmis barok- tónskáld, svo sem Bach og Pur cell. Að því loknu er orgelleik- ur og einsöngur í Dómkirkjunni. Páll ísólfsson leikur á orgelið úr dreifbýlirau til að flytja jóla hugvekju á aðfangadagskvöid og svo verður einnig nú. Mun séra Gísli H. Kolbeins á Melstað tala. Dagskránnd á aðfangadags kvöld lýkur með því að útvarp að verður guðsþjónustu í Dóm- kiirkjunni á jólanótt. Biskup fs- lands, herra Sigurbjörn Einars- son, messar og guðfræðinem- ar undir stjóm dr. Róberts A. Ottóssonar syngja. f dagskránni á jóladag kenn- ir margra grasa, og ýmislegt, sem vert er að vekja athygli á. Fyrir börnin er þátturinn „Við jólatréð" barnatími í útvarps- saL Jónas Jónasson stjórnar, og þar kemur jólasvenininn m.a. í heimsókn. Um kvöldið er þátt- urinn „Dýrgripir í þjóðareign", sem Þóra Kristjánsdóttir og Hjörtur Pálsson hafa umsjón með. „Við göngum á fund safra- varðanna hér í Reykjavík“, tjáði Hjörtur okkur. Förum til SeLmu Jónsdóttur, forstöðukonu Lista- safns ís'lands, Bjarraa Vilhjálms- sonar, þjóðskjalavarðar, Björns Sigfússonar háskólabókavarðar, Finnboga Guðmundssonar, lands bókavarðar, og Þórs Magnússon- sonar, þjóðminjasafnsvarðar og biðjum þá að benda á og segja frá þeim gripum eða verkum, sem þeir telja mestu dýrgrip- ina í sinnd vörzlu.“ Síðar um kvöldið er svo þátturinn „Dreg- ið fram í dagsljósið“, þar sem Aðalgeir Kristjánsson, skjala- vörður tekur saman þátt úir bréfum til Brynjólfs Pétursson- ar, en bréfasafn hans fannst raú í haustbyrjun í Kaupmannahöfn. Lesari með Aðalgeiri er Krist- ján Árnason, stud mag. Rétt er að benda á að messunni á jóla- dag verður útvarpað beint frá Akureyri, og er það í fyrsta skipti, sem það er reynt. Prest- ur er séra Pétur Sigurgeirsson. Rétt er að vekja athygli á því, að jólakveðjurnar frá fólki erlendis verða lesnar upp á jólla dag kl. 1-2 og svo aftur kl. 4.15 og á annan í jólum kl. 16.15. Þá er þess og að geta, að tungl- ferð bandairísku geimfaraniraa þriggja verður í fullum gangi yfir jólin, og hefur frétta- stofa útvarpsins fengið Hjálm- ar Sveinsson, einn fróðasta mann um þessi málefni hérlend- is, til liðs við sig, og mun hanra segja fréttir af ferðinni meira og minna yfir öll jólin, meðan á henni stendur. Þá er að víkja að síðustu að dagskránni um áramótin. Þá verður útvarpað og sjónvarpað samtímis ávarpi forsætisráð- herra og þætti útvarpsstjóra Andrésar Bjömssonar „Við ára mót“. Síðar um kvöldið er svo skopþáttur, sem þeir Guðmund- ur Jórasaon, Jónas Jónasson og Jón Gunnlaugsson sjá um, og einnig mun Sinfóníuhljómsveitin leika lög af léttara tagi. Á ný- ársdag verður svo sjónvarpað og útvarpað ávarpi forseta íslands, herra Kristjáns Eldjárns,, og um kvöldið er þátturinn „Frá liðnu áxd“, sem Árni Gunnrsson, fréttamaður, og Báldur Guð- laugsson sjá um í sameiningu. Eru það fréttir og frásagnir af atburðum síðasta árs, rætt verð- ur við ritstjóra og fréttastjóra dagblaðanna og ýmsa menn um minnisstæðasta atburðinn. Þulur á aðfangadagskvöld Þu'lur útvarpsins á aðfanga- dagskvöld að þessu sinni verð- ur Jón Múli Ámason. Þau 23 ár sem hann hefur starfað hjá útvarpinu, hefur hann a.m.k. 13 sinnum eytt aðfangadagskvöld inu í herbergi þulanna, og var t.a.m. þulur á aðfangadagskvöld í fyrra. Við spurðum Jón Múla, hvað þeir, sem væru þá við vinnu í útvarpinu, gerðu sér helzt til hátíðarbrigða. — Ýmislegt svaraði hann. — Við reynum að gena umhverfið hér ofurlítið jólalegt með því að koma fyrir grenigreinum og hengja á það ýmislegt jólagling ur. Svo fáum við sendan jóla- mat að heiman og kannski eitt- hvað af jólakartum, hafi okkur borizt einhver. Þau tökum við upp og hugsum hlýlega til send anda. Svo erum við í afskaplega nánu sambandi við veðurstofuna í gegraum fjarritarann hér. Fara mörg hlý orð þar á milli, jafn- vel hlýrri en yfir hásumartím- ann. Nú, og svo reynir maður auðvitað að syngja eitthvað af jólasálmum, það getur aldrei far ið svo að maður kunni ekki eiran og tvo-þrjá sálma af öllum þess- um aragrúa, sem sunginn er. Annars hef ég engar áhyggjur af því, að mér kunni að leiðasit nú á aðfangadagskvöld, geim- ferðin sér fyrir því. Við getum fylgzt með fréttum af geimför- unum í gegnum ýmsar erlendar útvarpsstöðvar, já og það getur meira að segja farið svo, að út- varpið taki upp þá nýbreytni á aðfangadagskvöld að segja frétt ir í stuttu máli. KLÚBBURINN ANNAR í JÓLUM SÖNGVARAR: MARÍA BALDURS- DÓTTIR OG ÞÓRIR BALDURSSON. Matur framreiddur frá kl. 8 e.h. Borðpantanir í síma 35355. OPIÐ TIL KL. 1. (jfe&ilecj jóf ITALSKI SALUR: RÖNDÓ TRIÓID BLÓMASALUR: Heiðursmenn CjLkLcj fói Farsælt nýtt ár. LANDSVIRKJUN. Sporiskirteini rikissjóðs Er kaupandi að spariskírteinum fyrir um kr. 400 þúsund. Tilboð merkt: „Spariskírteini — 6702“ sendist af- greiðslu Mbl. fyrir áramót. Vélstjórafélag fslands og kvenfélagið Keðjan Jóatrésskemmtun verður á Loftleiðahótelinu sunnudag- daginn 29. des. og hefst kl. 15. SKEMMTINEFNDIN. Vesturbæingar - Seltirningur STJÖRNULJÓS, FLUGELDAR OG BLYS. Mjög gott verð. STRAUMNES, Nesvegi 33. (j(e(jifecj jóf Farsælt komandi ár. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. Félng mutreiðslumanna heldur jólatrésskemmtun á Hótel Loftleiðum 30. des- ember frá kl. 3—6. Aðgöngumiðar verða seldir á Óðinsgötu 7, efstu hæð 27., 28. des. frá kl. 3—5. STJÓRNIN. CLkL jJ O. P. NILSEN rafvirkjameistari. JÓLADAGSKRÁ ÚTVARPSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.