Morgunblaðið - 24.12.1968, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. DESBMBER 1968
Framhald af hls. 13.
Krakkarnir vita upp á hár,
Ihve margir dagar eru til jóla og
það er mikil eftirvænting í hin-
um fjögurra ára gamla syni, er
hann varar því. Hann segir
ókkur að jólasveinninn hafi
komið til hans á „róló“ og
skemmt öllum krökkunum. Við
snúum okkur nú að Lárusi Jón-
assyni og spjöllum við hann.
— Þú komst með fjölskyldu
þinni hingað?
— Jú, ég kom með hróður
mínum, konu hans og mömmu.
Ég var þá aðeins 15 ára og
flæktist meira með en flýði. í
fyrstu leit svo út að yrði af-
skiptur fjölskyldunni í Vínar-
bbrg og fullbókað var til ís-
lánds. En þegar forráðamenn
fréttu að ég væri einn afskipt-
ur var ég tekinn með.
— Þið háfið spjarað ykkur
vel hér?
— Já já, segir Lárus — Við
eigum nú öll sína íbúðina hvert,
ég, mamma og bróðir minn, og
nú er ég einna helzt að hugsa
um að fá mér þægilegri íbúð,
t
Maðurinn minn
Tómas Ó. Jóhannsson
Njarðargötu 47,
andaðiet 23. desember.
Katrín Kjartansdóttir.
t
Bróðir minn
Gunnar Þorsteinsson,
andaðist á Elliheimilinu
Grund 12. des. Jarðarförin
hefur farið fram.
Kristín Þorsteinsdóttir.
t
föður okkar
Péturs Ottesen
fyrrverandi alþingismanns
fer fram frá Akraneskirkju
laugardaginn 28. des. kl. 2
e.h. Blóm vinsamlega afbeðin.
Petrina Ottesen
og börn.
t
Eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og bróðir
Hilmar Kristberg Welding
Grýtubakka 24
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fostudaginn 27.
des. kl 1.30,
Andrea Laufey Jónsdóttir
böm, tengdaböm, barna-
böm og systkin.
t
Jarðaxför konunnar minnar
Margrétar Ámadóttur
Alviðru, Ölfusi,
fer fram laugardaginn 28. des.
og hefst með húskveðju á
heimili hennar kl. 12 á hádegi.
Jaxðsett verður að Kotströnd.
Magnús Jóhannesson.
en þar eð nú virðist ætla að
harðna á dalnum veit ég ekki
hvort úr því verður.
— Hvernig fannst þér að
þurfa að skipta um nafn?
— Mér fannst það asnalegt í
fyrstu, en nýja nafnið venst
eins og annað, segir Lárus og
hlær.
— Ef harðnar á dalnum eins
og þú segir, myndirðu þá halda
aftur heim til Ungverjalands.
— Ekki til þess að búa þar.
Ég fer aldrei héðan, svo miklu
máli skiptir frelsið. Ég er frjáls
í íslenzku þjóðfélagi, get gert
og sagt hvað sem ég vil. Hér
hefur enginn yfir mér að segja.
Þess vegna verð ég kyrr. Ég
vil heldur ekki fara til Ung-
verjalands í heimsókn. Ég vil
ékki hætta á neitt, a.m.k. ekki
meðan krakkarnir em svo litl-
ir.
— Haldið þið ungverska jóla
Siði?
— Nei. Við borðum t.d. ís-
lenzkan jólamat — hangikjöt
og þess háttar. Mér finnst hann
góður, nema svið og harðfiskur.
Það get ég ekki borðað.
— Hún Veronika, sem við
töluðum við áðan hafði mikið
yndi af srviðum, segjum við, og
þá segir Lárus stutt og laggott:
— Já, verði henni að góðu!
— Ætlaðirðu að setjat að á
íslandi frá upphaifi?
— Nei, við vorum á leið til
Kanada. Satt að segja var land-
ið rægt svo við okkur í flugvél-
inni á leiðinni hingað að ég
bjóist nú ekki við miklu, er ég
kom, en skoðun okkar á íslandi
breyttist fljótt er við sáum
landið. Það var alls ekki eins
ljótt og þessi íslendingur vildi
vera láta.
— Þér finnst þá þú hafa ver-
ið farsæll á ílandi, spyrjum við
að lokum, og Lárus svarar:
— Já, og dæsir.
• RÖMM ER SÚ TAUG
Ekki eru allir jafn dugleg-
ir að samlagast nýjum siðum
og nýju fólki. Sumir gefast
upp, ef eitthvað bRes í móti.
Yfirleitt er þefcta fólk ekki svo,
en þó er stundum „sú taug, er
rekka dregur“ helzt til römm.
Næst litum við inn fcil Jósefs
Rafns Gunnarssonar, sem býr
ásamt ungverskri konu sinni
við Þjórsárgötu. Jósetf er vél-
stjóri og hefur’ unnið í Héðni
frá því fyTst. Fyrst spyrjum við
hann, hvernig nafnið sé mynd-
að:
— Ég skírði mig í höfuðið
á tveimur vinum mínum. Ann-
ar þeirra hér Ratfn og hinn
Gunnar. Jóefsnafnið er hið ung
verska skírnarnatfn mitt.
— Ert þú ánægður hér?
spyrjum við.
— Ég veit ekki, segir Jósef.
Þetta hefur nú gengið svona
upp og niður og nú er eftir-
vinnan anzi lítil. Það er því
erfitt að fleyta fram lítfinu á
daglaununum. Þetta hefur
breytzt mikið síðasta ár. Ég er
því að velta þvi fyrir mér,
hvort ég eigi að fara atftur til
Ungverjalands. Þar hetfur verið
gefin út tilkynning' um að hver
sá sem snúi atftur geti endur-
heimt borgararéttindi sín þeg-
ar í stað. Ég tók aldrei þátt í
t
Þökkum af alúð auðsýnda
hluttekningu við andlát og
jarðarför
Guðbjargar Árnadóttur,
hjúkrunarkonu.
Fyrir hönd okkar og ann-
arra aðstandenda.
Steinunn J. Arnaðóttir
Guðrún A. Þorkelsson
Þórhailur Arnason
Barbara og Magnús Á.
Árnason
Ingibjörg og Stefán Einarsson.
byltingunni, svo að ég get farið
þangað hvenær sem er. En ég
verð að sjálfsögðu að hugsa
málið út í yztu æsar áður en
við förum, því að þegar við
einu sinni höfum tekið ákvörð-
unina, verður ekki aftur snúið.
— Voruð þið hjónin gift er
þið komuð til landsins?
— Nei, við giftumst hér. Hún
heitir Rósa Lárusdóttir og við
kynntumst fyrst hér.
— Hefurðu heimþrá?
— Já, mig langar alltaf heim.
Mér er tjáð að mikil breyting
hafi átt sér þar stað og við
fórum heim fyrir tveimur ár-
um — í sitthvoru lagi. Við töld
um það öruggara, en lífið þar
er eins og það var. Ég fæ alltaf
ungversk blöð og les þau og
hlusta alltaf á ungverska út-
varpið, sem ég næ ágætlega í
hér í útvarpstækinu mínu.
— Þið hafið þá ungverska
jólasiði hér á heimilinu?
— Já. Við borðum eingöngu
ungverskan mat, ekki aðeirus á
jólunum heldur og hversdags.
Það er unnt að fá hann hér í
búðum, en hann er miklum
mun dýrari en sá íslenzki. Ég
kæri mig t.d. lítið um fisk.
— Ekki svo að skilja — seg-
ir Jósef, að ég kunni ekki vel
við mig á íslandi. íslendingar
eru ágætis fólk og hér er vissu-
lega allt frjálsara, en nú, þegar
mágur minn og systir, sem
bæði eru ungversk eru á förum
til Bandaríkjanna, eykst
kannski heimþráin.
Að svo mæltu kvöddum við
Jósef og óskuðum honum gleði-
legra jóla. Þau hjón munu enn
einu sinni halda ungversk jól
á fslandi með dætrum sínum
tveimur, Annabellu Jósefsdótt-
ur 9 ára og Elísabetu Jósefs-
dóttur 6 ára.
• KRAKKARNIR VILJA
ÍSLENZK JÓL
Elísaibet Lárusdóttir býr á
Öldugötu ásamit tveimur börn-
um sínum, Mariönnu Georgs-
dóttur 7 ára og Georg 9 ára.
Elísabet missti mann sinn ung-
verskan fyrir tveimur árum og
vinnur nú sem hjúkrumarkona
í Landakotsspítala.
— Ég vinn alla daga í Landa
koti og börnin verða að gæta
sín sjáltf á meðan. Þefcta er nú
miklu þægilegra orðið nú, eftir
að þau urðu svo stór. Georg er
þegar farinn að læra að lesa á
ungvensku, en yfirleitt tala ég
alltaf við þau ungvendku hér
heima, svo að þau læri málið
jöfnum höndum með íslenzk-
unni.
— Hvers vegna flýðuð þið
frá Ungverjalandi?
— Andrúmslotftið þar var orð
ið leiðinlegt og þvingandi. Við
höfðum tekið þáfct í mótmæla-
aðgerðum og þorðum því ekki
að vera um kyrrt. Við fórum
þangað í heimsókn nýlega. Það
var mjög skemmtilegt, en etftir
2 til 3 vikur fóru börnin að
spyrja, hvenær við færum
heim. Og heima er bezt að vera.
Það var svo skrítið með mig, er
ég kom til Ungverjalands, að til
finningin var ekki að ég væri
að fara heim — heldur að heim
an. Se.m betur fer er veðrið
ekki alltaf eins og þegar fyrsta
daginn fyrir 12 árum.
— Haldið þið íslenzk eða
ungversk jól?
— Krakkarnir vilja islenzk
jól, en yfirleitt hef ég kalkún
á borðum, sem er dæmigerður
ungverskur jólamatur, sagði frú
Elísabet að lokum.
Það var þá ekki annað etftir,
t
Sendum öllum alúðarþakkir
fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og jarðarför móður okkar
Sigríðar S. Finnsdóttur
frá Hrauni, Ingjaldssandi.
Bömin.
en taka mynd af fjölskyldunni.
í sama mund og myndatakan
var að hefjast, kom heimilis-
kötturinn og vildi fá að vera
með. Honum var lyft upp í sóf-
Innilegustu þakkir sendi ég
bömum mínum, tengdabörn-
um og öðrum vandamöntnum
og vinum, fyrir gððar gjafir,
hlýjar kveðjur og ámaðar-
óskir á 75 ára afmæli mínu
2. des. sL
Gleðileg komandi jól! •
Þorsteinn Sigurðsson.
ann, þar sem hann von bráðar
var farinn að mala í kjöltu
Georgs litla. Og auðvitað heit-
ir kötturinn ungversku nafni:
Cila.
Innilegt þakklæti færi ég
bömum mínum, tengdabörn-
um, barnabörnum og bama-
barnabörnum og öðrum vint-
um og kiunningjum, sem með
heimsóknum, gjöfum og
heillaóskum sýndu mér vinar-
hug á 80 ára atfmæli mínu, 21.
des. sl.
Guð blessi ykkur öll og getfi
■ ykkur gleðileg jól.
Guðmundur Ólafsson
frá Króki,
Kaplaskjólsvegi 37.
|ANNAR JÓLADAGUR \
- bijðin -
TRIX
leika á 2. jóladag frá kl. 4—7.
HLJÓMAR
leika á jólatrésfagnaði í Iðnaðarmannahús-
inu Hafnarfirði föstudaginn 3 í jólum frá
kl. 9—1. — Aldurstakmark 14 ára.
STJÖRNUKLÚBBURINN.