Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1968 Trygve Lie látinn mm einuðu þjóðanna er að varðveita Fyrsti framkvœmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðherra Noregs á stríðsárunum Osló, 30. desember. NTB-AP jTRYGVE Lie, fyrsti fram- Kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lézt í dag, 72 ára að aldri. Með honum er genginn einn kunnasti Norðmaður síðari tíma. Hann er ef til vill fraeg- astur fyrir þann mikla þátt, sem hann átti í því að Sameinuðu þjóðimar gripu inn í Kóreustríð ið árið 1950. Þessi afskipti hans höfðu þýðingarmikil áhrif á friðargæzluhlutverk Sameinuðu þjóðanna og þróunina í sam- skiptum austurs og vesturs. En um leið ollu afskipti Lies af Kóreustríðinu honum miklum persónulegum erfiðleikum, því að upp frá því fóru Rússar að berjast gegn honum, og þeir beittu sér gegn endurkosningu hans. Tryggve Lie stýrði Saimeinuðu þjóðunum á fyrstu árum heims- samtakanna er þau áttu við mikla erfiðleika að etja vegna kalda stríðsins og þeimar af- stöðu Rússa að beita þráfaldlega neitunarvaldi sinu í Öryggisráð- inu. Hann var kosinn til fimm ára og að þeim tíma liðnum var kjörtímabil hans lengt í þrjú ár til viðbótar. í kveðjuávarpi, er Lie flutti þegar hann lét af em- baetti 1953, sagði hann meðal annars: „Alþjóðastjórnmál eru list hins sögulega og framkvæm- anlega. Þess vegna verða menn að sætti sig við málamiðlanir, sem þjóna munu, þegar fram líða stundir, þeim meginreglum, er trúa verður. Fremsta skylda Sam Spilaskuld eða ekki „ÉG fékk bankabókina upp í spilaskuld“, sagði ungur maður, sem lögreglan handtók á laugar- dagsmorgun, grunaðan um að hafa stolið bankabók í húsi, hvar hann nóttina áður hafði dvalið sem gestur. En húsráðendur höfðu aðra sögu að segja. Ekkert hefði verið gripið í spil á þeirra heimili þessa nótt, en hins vegar hafði frúin saknað bankabókar sinnar skömmu eftir að ungí maðurinn hvarf af heimilinu. Kærðu þau hjón hvarfið strax til lögregl- unnar, sem þegar i stað lét við- komandi banka vita. Stóð þá heima, að pilturinn var þangað kominn að taka pen- ingana — 4500 krónur — út úr bókinni, en eitthvað mun hann hafa grunað, þegar lögreglan kom á vettvang, því ekki gaf hann sig fram við gjaldkerann, þegar sá var reiðubúinn að af- henda honum peningana. Undir úttektarnótuna hafði pilturinn skrifað sitt rétta nafn og hafði lögreglan upp á honum skömmu síðar. Piltur þessi er fyrir skömmu sloppinn úr gæzlu- varðhaldi sem hann var úrskurð- aður í fyrir hlutdeild í þjófnaði. friðinn og skapa nýjan heim, þar sem allar þjóðir geta lifað sam- an“. Lie ferðaðist víða um heim til þess að vinna að tilraunum sínum til þess að varðveita frið- inn og treysta hlutverk Samein- uðu þjóðanna og ferðaðist meðal annars til Moskvu, Parísar, Lon don og Waishington árið 1950. Ár ið 1952 tilkynnti Lie klökkum rómi, að hann mundi láta af starfi framkvæmdastjóra, þegar kjörtímabil hans væri á enda ár ið 1954, í þeirri von að „þessi ákvörðun mætti gera Sameinuðu þjóðunum kleift að bjarga friðn- um“. Samsbarfsmenn hans sögðu, að hann hefði fengið sig full- saddan á árásum valdamann- anna í Kreml og gagnrýni, er hann sætti í einni nefnd öldung- ardeildar Bandaríkjaþings. Lie Framhald á bls. 20 Trygve Lie við komuna til Reykjavíkur i febrúar 1965. T ékkóslóvakía: Vaxandi líkur á verkföllum veröi Smrkovsky vikiö frá Frávikning hans skoðuð sem rothögg fyrir frjálsrœðisstefnuna Prag, 30. desember. NTB-AP OLDRICH Cernik, forsætisráð- herra Tékkóslóvakíu, sem á sunnudag lagði fram lausnar- beiðni sína við Ludvik Svoboda, forseta landsins, var samtímis beðinn um að vinna að mynd- un nýrrar sambandsríkisstjórn- ar, sem taka á við völdum 1. janúar. Lausnarbeiðni ríkis- stjórnar Cerniks var fyrst og fremst formsatriði í því skyni að framkvæma þá breytingu, sem nú verður gerð á stjómskipan ríkisins, þar sem það verður gert að sambandsríki Tékka og Slóvaka. Hættan á uimfarugsmiklum verk Skipstjöranum að þakka — sagði Einar Sigurðsson um metafla Sigurðar MBL. hafði spumir af því í gær, að togarinn Sigurður væri aflahæsta skipið á árinu, sem nú er að ljúka. Við geng um því á fund Einars Sig- urðssonar og áttum við hann samtal það, sem hér fer á eftir: — Við fréttum að togarinn Sigurður hefði komið inn í morgun með góðan afla eftir skamma útivist og væri þar með orðinn aflahæsta skip á íslandi árið 1968. — Jú, hann var að koma inn með 200 tonn eftir aöeins tíu daga á veiðum og er þá búinn að fá um 4.400 lestir af fiski og hefur um helmingn- um af aflanum verið landað hér heima. . — Hvert er svo verðmæti þessa afla? Geturðu farið nærri um það á þessu stigi málsins? — Þessi afli ?r að verðmæíi upp úr sjó um 31.25 milljónir króna, en af því hafa farfð um fjórar milljónir í sölukostnað og tolla erlendis. Sá fiskur, sem er unninn í landi, tvö- faldast að verðmæti þegar hann hefur verið flakaður og frystur. — Hve margir menn hafa atvinnu í landi af afla sem þessum? — Gert er ráð fyrir því að álíka marga menn þurfi til að vinna aflann í landi og þá sem þarf á toigarana. Á Sig- urði eru um 30 manns og væri aflanum öllum landað hér þyrfti aðra þrjátíu til að vinna að honum í landi. Eru þar komnir 60 menn í ársivinnu og ef gert er ráð fyrir að hver þeirra sjái fyrir fimm manna fjölskyldu, má segja, að togaraaflimn framfleyti 300 manns aúk þeirrar þjónustu, sem þa'ð fólk kaupir. — Hver er skipstjóri á Sig- urði? — Skipst.jóri er Arinbjörn Sigurðsson, sonur Sigurðar Eyleifssonar, sem lengi var skipstjóri á Kveldúlfsitogaran- Einar Sigurðsson um Arinbirni hersi og þaðan mun nafnið á syninum komið. Ég held að ég lasti engan þó að ég segi, að þessi mikli afli sé náttúrlega fyrst og fremst skipstjóranum að þlikka og svo því, að það er valinn mað ur í hverju rúmi. En það er rétt að taka það fram, þegar rætt er um aflamagni'ð, að skipið var sex vikur í sumar í flokkunarviðgerð. — Er nú ekki mikill ágóði af að gera út svona skip? Einar hlær við. — Afkoma sl. ár var nú þannig, að það var hálfrar annarrar milljón króna rekstr arhalli og þá hafði skipið ver- ið afskrifað um 8% eða 4 milljónir. Það er nú í annað sinn sem skipið hefur veriö afskrifað á þeirn átta árum, sem ég hef átt það. í fyrra skiptið var það afskrifað um 2 milljónir. Sigurður kostaði 25 milljónir á sánum tima, en stendur nú í 55 milljónum þó að ég hafi verið að borga af honum flest árin. Þetta staf- ar auðvitað af þeim fjórum gengislækkunum, sem orðið hafa á þessum árum. — Það hafa þá verJð erfið- leikar hjá aflasikipinu eins og öðrum? i— Já, það hefur oft jaðrað yið að ég kæmi skipinu ekki út. í vor langaði mig til að gera tiiraun með að láta skip- ið fara á saltfiskveiðar við Grænland, því að það er Arinbjörn Sigurðsson smfðað með vistarverum fyr- ir 45 manns. En ég varð að hætta við það, þó að ég væri búinn að panta flatningsvél ti'l að setja um borð, aif því að ég gat hvergi fengið 800 þúsund kr. til þess að borga þriðjung vélarinnar og kaupa salt. Ég gat heldur ekki í hausit með neinu móti fengið 1% til 2 milljónir króna lán- aðar til þess að koma fyrir togútbúnaði á sikipið, en siík- ur útbúnaður ryður sér nú til rúms á þýzkum togurum og þeir eru að fylla sig með þess um útbúnaði á þremur dög- um á íslandsmiðum og jafn- vei í þremur 'hölum, sem dæmi munu vera til. Svona er nú búið að tog- araútgerðinni hjá hlutfalls- lega mestu fiskveiðiþjóð ’heimsins. föllum vegna líklegrar aísagnar Josef Smrkovskys sem forseta þjóðþings landsins jókst á sunnudag, er þúsiundir verka- manna, sem vinna við raforku- ver í landinu, slógiust í hóp þeirrar fyikingar, sem nú er orð- in um ein miljón marrns, er lýst hefur yfir stuðningi siínum við Smrokvsky. Hóta verkamenn því að leggja niður vinmu, nema Smrkovsky verði forseti nýs sambandsþjóðþings, sem tekur við af eldra þjóðþinginu. — Smrkiovsky er hins vegar Tékki, en ákveðnar kröfur hafa verið bornar fram um það af Gustav Husak, • leiðtoga kommúnista- flokksins í Slóvakíu, að forseti nýja þjóðþingsins verði Slóvaki. Samt er svo að sjá, sem Smr- kovsky sé orðinn að sameining- artákni fyrir frjálslynd öfl í landinu, sem lita á það sem rot- högg fyrir frjiálsræðishreyfimg- una í landinu, ef Smrkovsky verður neyddur til þess að hætta afskiptum af stjómmálum. Verkamenn í stöðugt fleiri verksmiðjum bætast nú í hóp þeirra, sem keppa að því, að Smrkovsky haldi áfram að gegna áhrifastöðu og þessi stúðningur við hann kemur í vaxandi mæli frá aðilum í Slóvakiu. Eru vís- indaakademian í Slóvakíu og bandalag leikara í kvikmyndum og sjónvarpi þar á meðal síðustu aðila, sem lýst hafa stuðningi við Smrkovsky. Á meðan hættan á verkföllum hefur aukizt, vex einmig óttinn á því að til nýrra afskipta komi af hálfu Sovétríkjanna. Sovézk sendineflnd er nú í Tékkósló- vakíu greinilega í því augnamiði að fyl'gjast með þeim breyting- um, siem verða í sambandi við sambandsbreytinguna og til þess a'ð (hafa áhrif á þær. Eru stjóm- málafréttaritarar í Prag á éinu máli um, að hreyfingin til stuðn- ings Smrkovsiky nú feli í sér einhverja mestu erfiðleifca, sem Rússar hafa mátt horfast í augu við í viðleitni sinni við að brjóta á bak aftur endurbótahreyfing- una í Tékkóslóvakíu, allt frá því er 'þeir réðust inn í landið í ágúst si. Talið er líklegt, að nýja sam- bandsríkisstjómin verði einkum skipuð svokölluðum „nýraunsæ- ismönnum", þ.e. mönnum, sem eru þeirrar skoðunar, að sættir við Sovétríkin og hin hemáms- rífcin sé eina lausnin á vanda- málurn Tékkóslóv akiu. Er ékki talið óliklegt, að þeim aðilum, Framhald & bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.