Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DUSEMBER 1968 19 Guðmundur Finnsson StykkishóSmi 80 ára 30. DESEMBER átti þessi heið- ursmaður 80 ára afmæli. Hér í Stykkishólmi hefur hann átt heima í rúm 40 ár og þar af 30 ár sem toóndi í Grunnasundsnesi, eða Nesi eins og það er nefnt í daglegu tali. Hann tók við því þegar Hannes Kristjánsson hætti þar búskap. Hér hefur Guðmund- ur samhliða búskapnum stundað alla algenga vinnu, verið farsæll í starfi. Guðmundur er fæddur í Frakkanesi í Dalasýslu en sá bær er nú í eyðL Foreldrar hans voru Helga Sigríður Jónsdóttir og Finnur Finnsson, bæði ættuð af Ströndum. Þau áttu alls 7 börn. Ekki man Guðmundur eft- ir sér í Frakkanesi, enda rúm- lega tveggja ára þegar foreldrar hans fluttu að Hnúki sem er þar ekki langt í burtu og þar ólst Guðmundur upp. Þar og í Dag- verðarnesi var hann þar til hann 'kom alkominn til Stykkishólms 1927 og kvæntist Halldóru ís- leifsdóttur. Þau hafa átt 4 börn og eru nú tvö þeirra á lífi. Guð- mundur segir að foreldrar hans hafi búið um 20 ár á Hnúki. Ekki var búið stórt, en farsælt og á því var fleytt fram fjölskyld- unni. Mörg jól man hann frá upp vaxtarárum sínum en þó betur áramótin. Telur Guðmundur að meiri hátíðleiki hafi hvílt yfir áramótunum. Þá var alltaf farið í kirkju og menn fjölmenntu það kvöld til kirkjunnar. Ekki var matur margbrotinn eða jólagjaf- ir. En þó var eins og víðasft ann ars staðar leitast við að hafa eitt- hvað gott að borða um hátíðarn- ar, gera sér eins mikinn daga mun og fjárhagurinn frekast þoldi. Ekki voru jólatrén þá, en kerti fengu börnin og spil. Urðu þau á að skipta milli sín spilun- um því ekki var hægt að kaupa mörg, en samkomulagið var gott og þá blessaðist allt. Ég held, segir Guðmundur þegar maður ræðir við hann, að gleðin yfir jólum og áramótum hafi verið fölskvalausari og einlægari þá og glaðst yfir því smáa. Ég sé svo vel nú, heldur hann áfram, að efnin segja lítið til um hamingj una og hvað er líf án sannrar hamingju. Eyðsla dagsins í dag hefur ekkert gildi nema síður sé. Kjarninn er að fara vel með, nýta allt, sem bezt og henda engu sem síðar gæti að gagni komið. Þannig hugsar og talar Guðmundur Finnsson hinn átt ræði ágætismaður og það er hress andi að heyra hann ræða um nútíð og framtíð. Bölsýnn held ég hann verði aldrei. Hann veit hvað við eigum gott land og þyk- ir leitt að menn skuli ekki geta hjálpast að til að verðmætin verði sem varanlegust einstakl- ingum og þjóð. En þjóð sinni hef ur Guðmundur unnið heilhuga svo og byggðarlagi sem hann vill hvern hlut sem beztan. Guðmundur var orðinn um 14 ára þegar hann fyrst kom í kaup stað. Var það í Stykkishólm. Sú dýrð sem þar blasti við honum entist honum á eftir. Hann var lengi að virða fyrir sér toúðirn- ar og ýmis stór hús sem hann sá. Klæðnað fólksins og annað sem stakk í augu. Af þessu sést að börnin í Dölum og nágrenni Stykkishólms gerðu ekki víðreist, enda samgöngukerfið ekki komið á það stig sem nú er. Guðmundur Finnsson er einn af þessum traustu hornsteinum, sem Jónas Hallgrímsson kveður um. Hann berst ekki mikið á, en vinnur hvert verk af alúð og samvizkusemi. í hvaða þjónustu sem hann er þá vill hann að sá sem nýtur hennar megi ánægður verða. Þannig þyrftum við að eiga sem flesta á þeim umbrota- tímum sem nú eru með þjóð vorri. Vinir og kunningjar senda honum á þessum tímamótum al- úðarkveðjur um leið og þeir þakka góða samfylgd. Á. H. r BIRGIR ÍSL.GUNNARSSON1 HÆSTARÉTTARLOCMADUR LÆKJARGÓTU 6B SÍMI22120 VINNINGAR HÆKKA UM 30 MILLJÓNIR KRÓNA .000.000 kr. 000.000 vr. NVJAVINNINGASKRAIN 2 vinningar á 1.000.000 kr. ?•; ; 22 — - 500.000 — 24 — 100.000 — *V* 3.506 — - 10.000 — 5.688 — - 5.000 — 20.710 — - 2.000 — Aukavinningar: 4 vinningar á 50.000 kr. 44 — 10.000 — 30.000 UMBOÐSMENN 2.000.000 kr. 11.000.000 — 2.400.000 — 35.060.000 — 28.440.000 — 41.420.000 — 200.000 kr. 440.000 — 120.960.000 kr. Arndfs Þorvaldsdóttlr, Vesturgötu 10, sími 19030 Frfmann Frfmannsson, Hafnarhúsinu, sími 13557 Guörún Ólafsdóttir. Austurstræti 18. sími 16940 Helgi Sfvertsen, Vesturveri, sfmi 13582 Umboð Happdrættis Háskóla íslands, Bankastræti 11, sími 13359 Þórey Bjarnadóttir, Kjörgarði. Laugav,59, sími 13108 Verzlunin Straumnes, Nesvegi 33, sími 19832 •kópavogur: Guðmundur Þórðárson, Litaskálanum, sfmi 40810 Borgarbúöin, Bprgarholtsbraut 20, sími 40180 HAFNARFJÖRÐUR;! Kaupfélag Hafnfirðinga, Vestu.rgötu 2, sfmi 50292 Verzlun Valdimars Long, Strandgötu 39, sími 50286 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Nýjung í Múlakaffi s i m i 37737 Nýjung í Múlakaffi Kaffiteria okkar er endurskipulögð. Framvegis mun okkar viðurkenndi 5-réttaði matseðill standa allan daginn vegna tilkomu hins hraðvirka örbylgjuofns. Maturinn tilbúinn á fáeinum mínútum hvort heldur er grillréttir eða venjulegur óbrotinn „heimatilbúinn“ matur soðinn eða steiktur. Múlakaffi við Hallarmúla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.