Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBÍLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1968
5
j
Virðuieg útför Péturs Ottesens
ÚTFÖR Péturs heitins Ottesens
frv. alÞingismanns og bónda og
hreppstjóra að Ytra-Hólmi var
gerð frá Akranesskirkju sl. laug-
ardag. Hófst athöfnin kl. 14.00 í
kirkjunni. Áður hafði farið fram
húskveðja að heimili hins látna
að Ytra-Hólmi og flutti séra
Jón Guðjónsson sóknarprestur á
Akranesi þar bæn.
Mikið fjölmenni var við útför-
ina og komu hópar manna úr
Reykjavík bæði með bílum og
varðskipinu Ægi, sem flutti m. a.
forseta íslands. forsætisráðherra,
ásamt þremur öðrum ráð'herrum,
marga alþingismenn, jafnt úr
flokki samherja hins látna sem
úr flokkum andstæðinga, einnig
fulltrúa félagasamtaka, þar sem
Pétur Ottesen hafði verið í fylk-
ingarbrjósti.
Útfararræðu flutti séra Jón
Guðjónsson en séra Einar Guðna
son prófastur í Reykholti flutti
minningarræðu og kveðju hér-
aðsbúa.
Organisti var Haukur Guð-
laugss'on, en kirkjukór Akraness-
kirkju söng, en Magnús Jónsson
söngkennari aðstoðaði við stjórn
kórsins. Flutti kórinn m. a. „Slá
þú hjartans hörpustrengi“ eftir
Bach. Karlaraddir úr kórnum
sungu ,,Ég krýp og faðma fót-
Framhald á bls. 9
Ráðherrar og alþingismenn bera kistu hins látna úr kirkju.
Kista Péturs Ottesens
kórdyrum.
Akraneskirkju. Séra Jón Uuðjónsson í
Þessi mynd er af heiðursborgarabréfi, er
ræðisafmæli hans 2. ágúst 1968.
Pétur Ottesen var sæmdur af Borgarfjarðarsýslu á átt-
Nýjársdagsmorgunn
Að vanda opnar MÚLAKAFFI kl. 6 árdegis
Nú bjóðum við yður kjötrétti og heitar samlokur úr hinu nýja GRILLI sem við vígjum í dag: Kjúklinga-, Mínútusteik-, Turnbauta-, London-
lamb og fl. o. fl. allt með frönskum kartöflum. grænmeti og heitur og köldum sósum. Ileitar sainlokur, 5 tegúndir.
GRILLRÉTTUR DAGSINS ER GRILL A LA MÚLAKAFFI. Enn sem fyrr er okkar „Nýárs-speciale“ franska lauksúpan svo og bacon og egg
og skinkuegg. — Bara hringja og við sendum yður matinn heim.
Hátlðarmatur dagslns, heitur
matur frá kl. /7 árd. til kl. 20
hjá okkur er svohljóðandi:
Rósinkálsúpa
Innbökuð smálúðuflök m/remouladesósu
Saxaður bauti með eggi
Vínarsneið Garne
Lambasteik m/grænmeti
Grísastcik m/rauðkáli
Hamborgarhryggur m/rauðvínssósu
ís m/ananassósu
Kaffi
Hátíðamatur hjá okkur er sannkallaður hátíðamatur
nú sem fyrr, — en er þó ódýr.
Múlakaffi við Hallarmúla sími 37737