Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1968 ■Oltgefandi H.f. Árvakur, Reykja'váik. Fxiamfcvæmdaafcj óri Haraldur Sveinsaon. ítitsfcjórai* Sigurður Bjarrtason. frá VigUiP. JÆafctihías JdhannesslerL Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj ómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsaon. Fréttaistjóri Björn Jófoannsson!, Auiglýsihga'sitjóri Arni Garðar KristliMBon. Ritstjórn oig afgreiðsia Aðatetræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðals træ'ti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald kr. 160.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 10.00 eintakið. ÁRAMÓT Kótt árið, sem nú er að líða, *- hafi að ýmsu leyti verið okkur íslendingum erfitt, er síður en svo ástæða til neinn ar svartsýni- Við áramótin hyggjum við að því, sem lið- ið er og gert, og reynum að gera okkur grein fyrir fram- tíðarhorfum. Árið 1968 hef- ur verið ár mikilla áfalla efnahagslega, en þjóðin hef- ur snúizt gegn þeim vanda, sem við hefur verið að etja og gert ráðstafanir, sem nægja til að rétta skjótt við þjóðarhag, ef hyggilega verð ur á málum haldið á kom- andi ári. Fráleitt er að hafa uppi barlóm eða víl, þótt lífskjör hafi lítið eitt versnað um skeið. Enn búum við íslend- ingar við betri kjör en flest- ir aðrir, og þegar á heildina er litið er vafasamt, hvort nokkurs staðar á jörðinni verður fundin þjóð, þar sem öll alþýða býr við betri kjör en einmitt hér. Þótt okkur finnist margt fara á annan veg en við helzt kysum, er okkur hollt að hugleiða þau sannindi, sem U Thant, fram kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom auga á, er hann dvaldist hér, að íslend- ingum hefur tekizt öðrum þjóðum betur að byggja upp réttlátt þjóðfélag, Auðvitað hefur margt far- ið úrskeiðis, bæði á því ári, sem er að kveðja og eins á fyrri tímum, og eftir á sjá allir, að á mestu velgengnis- árum hefði verið hyggilegra að fara nokkru hægar í kröfugerð um almennar kjarabætur, aukningu ýmis- konar þjónustustarfsemi og eyðslu, bæði einstaklinga og opinberra aðila. En þótt við höfum kannski gengið nokk- uð hratt um gleðinnar dyr, þá hefur þjóðin sannarlega ekki glatað sjálfri sér, það mun sjást nú, þegar menn þurfa að takast á við nokk- um vanda til að treysta grundvöll íslenzks efnahags- og avinnulífs. Hér sem annars staðar eru að vísu til skrílmenni, sem ekkert virða af því, sem heilbrigðu fólki er heilagt, en það breytir ekki þeirri staðreynd að íslenzk menn- ing hefur aldrei staðið traustari fótum en einmitt nú. Eða hvar er sú 200 þúsund manna þjóð, sem heldur uppi listastarfsemi á borð við okkur, leikhúsum, bókaútgáfu, hljómlistar- og myndlistarlífi? Og hvar er að finna kyn- slóð, sem nú er að ljúka dagsverki sínu, og auðgað hefur þjóð sína á borð við það, sem aldnir íslendingar hafa gert á sínu æviskeiði? Svari sá sem það veit. ís- lenzk æska gagnrýnir ýmis- legt í fari hinna eldri — og það á hún líka að gera. En því má hún þó aldrei gleyma að sú kynslóð sem fær henni ráðin á íslandi, hefur búið betur í haginn en með nokk- urri sanngirni hefur mátt krefjast. Þrátt fyrir gengisbreyt- ingar, verðfall krónunnar og ýmislegt annað, sem á hefur bjátað, eru nú traustir lýðræðishættir á íslandi og sjálfræði einstaklinganna meira en nokkru sinni áður. Það er meira en sagt verð- ur um þjóðfélagsþóun, jafn- vel í gamalgrónum lýðræð- isríkjum, svo að ekki sé talað um þann manngrúa, sem býr við einræði og kúg- un- Þegar á allt þetta er litið, hljótum við að horfa björt- um augum til framtíðar- innar. Við eigum gott og gjöfult land, við eigum stór- virk og fullkomin atvinnu- tæki, sem fært geta okkur mikla auðlegð og síðast en ekki sízt eru íslendingár frjálsir menn í frjálsu landi, landi sem þeir unna og vilja vinna allt það, sem þeir megna. Erfiðleikarnir nú eru til þess fallnir að stæla þann vilja þjóðarinnar að halda áfram að byggja upp far- sælt þjóðlíf og auðugt að fé og menningu. Við þurf- um að vísu að stilla kröfum okkar í hóf næstu mánuði og snúa bökum saman til lausnar vandanum, en éin- huga þjóð, sém glímir við nokkra erfiðleika, er ekki síður hamingjusöm en sund urþykkt fólk, þótt við auð- legð búi. 0 UTANÚR HEIMll LIFNAR VIÐ 1 VIRGII m CITY | Virginia City, Nevada (AP). „SMILE¥“ úr Dauðadal er auðþekktur á „Blóðfötu" kránni. Hann er sá sem spilar á þvottabretti, með tötraleg- an ástralskan stríðshjálm, þykkt skegg, og með rauð teygjubönd á ermum sér. Smiley, og fleiri skeggjaðir hljóðfæraleikarar, postulíns- munir frá tímum Viktoríu drottningar, og ryðgað dót til- heyrandi námarekstri, hjálp- ast að með að draga frarn í dagsljósið Virginia City, eins og hún var fyrir eitt hundrað árum á tímum gullleitaræðis- ins. Góðir daga með gnægð gulls og silfurs hafa komið og farið á gullleitarsvæðinu, en eig- endur ölkrána, minjagripa- verzlana og tízkublaða nota i alla sína speki til að rækta upp nýja uppskeru í ferða- manna gulli. og drógu nálægt milljarði doll ara út úr námagöngum svæð- isins. Árið 1875, brenndu skógar- eldar, sem geisuðu í fjalisihlíð- unum, hálfan bæinn. Á sex mánuðum byggðu bæjarbúar hann upp aftur, og lögðu í púkkið gull, silfur og arð s'inn af fjárhættuspilum. En gullið og silfrið, sem komu upp á yfirborðið úr námunni fór þverrandi, og var upp urðið fjórum árum síðar. Síðasti námagröftur fór þar fram árið 1947. og fimm árum síðar var öllu starfi þar hætt. Bærinn, sem aðeins taldi fimm hundruð íbúa var aðeins fjórar aðalgötur, ekki mjög langar. En síðustu íbúar Virginia City vildu ekkf að borgin þeirra leggðiri í eyði, og 1952 halda í það gamla og bjóða fólki inn í Virginia City, eins og hún var áður fyrr. Militana segir að kringum 5000 ferðamenn komi til borg arinnar um hverja helgi á sumrin, og svipað sé að segja um október og nóvemtoer og svo lengi sem snjólaust sé. Það eru fimmtán knæpur, sex dagblöð, sex matsölustaðir og brauðstofur í bænum ás'amt fimm gistiihúsum. Sextíu og þriggja ára gam- all píanóleikari, Arthur Rafa- el leikur „On Top Of Old Srnokey" í „Silfur Drottning- ar“ kránni en í „Rauða sokka bandinu" sitja ferðamenn og maula í sig pylsur og skola niður með bjór, meðan þeir hlýða á Harry Bruce leika gamla jazzlagið ,You Knew Suzy'. í söfnum borgarinnar getur að líta námaverkfæri járn- „Fólkið kemur hingað í leit að einhverju gamaldags“, seg- ir Smiley. „Við erum að reyna að láta fólkið finna „stemminguna“ á staðnum.“ Smiley, sem heitir B. C. Washburn, leikur með „Rinky Tink“ Jackson, og kalla þeir sig „The 49ers“, kallana frá 49. Jackson leikur „Gay nineti- es“ eða músik frá 1890, „roar ing twenties“, jazz frá 1920, eða hvaða lög, sem viðskipta- vinirnir biðja um, á gamalt píanó, og Washburn dregur fingurbjörg eftir þvottabretti, lemur saman tréklossum, blæs á horn og klingir bjöllum. Það er búið að byggja upp gömlu krárnar, við trégang- stéttirnar. Þær eru svo gott sem nýjar, eða betri, og eru skreyttar með myndum af námaverkamönnum, málverk- um af frægum gleðikonum, gömlum rifflum sexhleypum og skjálfandi píanóum. C gata, þar sem málaðar drósir, óhreinir námamenn fjárhættuspil'arar og kínversk ir burðarkarlar tróðust einu sinni meðal vagnanna, sem hlaðnir voru málmgrýti og hinna sem voru aðeins fyrir hefðarfólk, er núna aðalgat- an, þjóðvegurinn, sem sjá má margar bifreiðar úr öðrum fylkjum. Fjörið í Virginia City, Nevada, ríður ekki við einteyming. Þar eru algengar íþróttir, kamelkappreiðar sem fyrst þekkt- ust 1866, en þeir fluttu salt. Eftir að mörgum hafði mis- heppnazt komu Peter O’Reilly og Patrick McLaughlin fyrstir niður á silfur árið 1959, og þá varð bærinn á augabragði að stórborg, sem taldi 30.000 manns, og það á eyðilegum hlíðum Davidsons fjallsins, sem er nálægt 2000 metrum að hæð. Hundruð námamanna börð- ust við hita, raka og skelfingu lögðu þeir aleiguna og alla krafta í það. Eigendur knæpa, gj afaverzlana og matsölustaða sáu vaxandi ferðamanna- strauminn glæða lífsmöguleik ana, og tekjurnar. Því sniðu viðskipti sín til þess að mæta kröfum ferðafólksins. Ben Militana, viðskiptamað ur í Virginia City, sagði: Við komum okkur saman um að brautarstykki, rykfallinn fatn að, Indíánahúfur, sýslumanns- borða, grjót og hauskúpur með kúlnagötum. f tveimur söfnum eru einnig skrifborð, sem sagt er, að Mark Twain hafðí notað, þeg- ar hann var blaðamaður á yngri árum, við blaðið „Terr- itorial Enterprize" frá 1862—■ 1864. Á undangengnum árum hefur líka verið lagður sá grunnur, sem auðveldlega nægir til að við komumst skjótt yfir þann erfiða hjalla, sem framundan er. Hitt skiptir þó enn meira máli, að við blasa stórkost- leg tækifæri til að iðnvæða ísland og margfalda auð- legð þess. Öld stóriðjunnar er upp runnin og nú þarf að fylgja fast eftir. Strax á hinu nýja ári verðum við að leggja megináherzlu á rannsóknir auðlinda, öflug- an undirbúning að bygg- ingu sjóefnaverksmiðju, sem verður grundvöllur víðtæks efnaiðnaðar á fs- landi, sem margfaldað gæti útflutningstekjur, samhliða því sem við styrkjuiri eldri atvinnuvegi. Ef þe:>si tæki- færi eru hagnýtt, mun vissu- lega verða bjart yfir ís- lenzku þjóðlífi á komandi tímum. Morgunþlaðið óskar les- endum sínum, íslendingum öllum, árs og friðar. nýfarl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.