Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESBMBER 1968 Naumur sigur KR yfir unglingalandsliði — # hröðum leik en heldur hörkulegum LEIKUR Uniglingalandsiliðsins og KR fór fram við betri skil- yrði á malarvelli Vals. Þar var ihægt að leyfa sér meiri hraða og meiri listir vegna Mtillar hálku á mölinni. Leikurinn var á köflum vel leikinn. KR-ingar léku ef til vill atf fullmikilii hörku og lögðu allt í að sigra, en unglingaliðið sýndi enn einu sinni, að það ræður yf- ir slíku samspi.li og þeirri kunn- áttu, að þar í flokki eru noikkr- ir okkar beztu manna — og allir mjög efnilegir. KR-ingar sem sigruðu með 3—2, voru alltatf fyrri til að skora. Ólafur Lárusson skoraði fyrsta markið, en Mtlu sdðar jafnaði Kári Kaaiber með glaesi- legu skoti. KR náði svo aftur forystu er 5 mín voru til leik- hlés. Þá skoraði Guðm. Péturs- son markvörður, seim nú var framherji. En á þeim stutta tíma tókst Pétri Carlssyni að jafna eft ir mjög skemmtilegt upphlaup. í síðari háltfleiik kom svo sigur- mark KR, skorað atf Bald.vin Baldvinssyni. í bæði þessi lið vantaði einnig menn. Unglingamaður var með lamdsMðinu og annar með KR- liðinu. KR-Mðið var einnig ekki hið sama og meistaralið félags- ins, því fjórir voru í A-Mðinu, a.uk þeirra sem flenzan kann að hatfa herjað á. Sigur KR í þessum leik hékk á bláþræði. Jón Pétursson átti hörkuskot, sem varið var af mik- illi snerpu og Marteinn Geirsson átti annað í stöng. Mörg önnur tækifæri sköpuðust. Það er ekkert „gamilánskvöid“ í ökkar unglingaliði, heldur þvert á móti andi nýs árs — nýrr ar framtíðar í ísl. knattspyrmu. — A. St. George Best Landsliðið kvaddi árið með 4-1 sigri yfir Val 's> /■ HÉR eru Carlo Robie frá t Bandaríkjunum og Martyn Woodroffe Englandi í loka- spretti í 200 m flugsundi. Þeir hlutu gull- og silfurverðlaun í Mexikó. Tími Robies var 2:08.7 min. Leikið var við mjög erfiðar aðstœður og Valsmenn sýndu einnig góðan leik KNATTSPYRNUMENNIRNIR kvöddu árið 1968 með „pomp og pragt' á Valsvöllunum á sunnu- daginn. Lék A-liðið við lið Vals og vann 4:1 og unglingalands- liðið lék við KR á malarvellinum og unnu KR-ingar með 3:2. Voru þessir leikir sannarlega góður endir á fyrsta áfanga hinnar nýju æfingaáætlunar. Nú liggur fyrir að auka hraðann og komast á braut til æðri og betri knatt- spyrnulistar — fá uppskeru erf- iðis og vinnu. Viljinn er fyrir hendi hjá piltunum og fólkið sýnir sinn áhuga, því á sunnu- daginn fylgdist meiri fjöldi með leikunum en áður— sennilega um eða yfir 3000 manns, raðir við vellina og hópar í bílum í grenndinni. LANDSLIDIÐ — VALUR Það voru erfiðar aðstæður til leiks á grasvellinum þar sem Valsmenn mættu landsliðinu. Á vellinum voru vatnspollar en grasrótin sjálf frosin og af þeim sökum ákaflega erfitt að fóta sig, Það fengu líka margir leik- manna skell — og dágóða „bunu“ á rassinum. Reyndust aðstæðurn- ar erfiðari hinum þyngri leik- mönnum en þeim léttari og á því högnuðust Valsmenn einkum í byrjun. Leikurinn var mun jafnari en markatalan 4:1 segir til um. Framan af áttu Valsmenn fleiri opin tækifæri, en allan tímann sótti landsliðið meira. Bæði liðin áttu góða leikkafla þrátt fyrir aðstæðurnar þá er leikmönnum tókst að leika knett- inum milli sín þannig að ekki þurfti erfiða tilburði til að hemja knöttinn við móttöku hans. Oft rann spilið áfram með skemmtilegum svip þrátt fyrir að leikið væri á svelli. Ingvar Elísson skoraði fyrsta markið í leiknum — og eina mark Vals en síðan jafnaði Ey- leifur og Hermann bætti svo þremur öðrum við, með því að binda endahnút á upphlaup sem margir áttu góðan og mikinn þátt að. Það er athyglisvert við leik landsMðsins, að allir leikmenn- irnir leika nú ávallt með. Um leið og knetti er spyrnt frá marki fer liðið í heild af stað og hver og einn er tilbúinn að taka við knettinum, ef hann berst. Þetta tel ég meginávinninginn í þess- um eftirminnilegu desember- leikum liðsins. Þórólfur átti skemmtilegasta leikinn, ávallt mjög góðar send- ingar, en ekki góð skot. Hann er þó alltoí þungur en það ætti að vera leikur að lagfæra og þá er Þórólfur enn á toppnum. Hins vegar var vörnin slök. í bæði Mðin vantaði menn sem leika áttu. Valsmenn áttu 3 menn í landsMðinu og auk þess voru veikindaforföll í báðum liðum sem án efa veiktu þau. En leik- urinn var góð skemmtun. Kemst lið Túnis til Mexicó TÚNIS hefur sigrað í 16. riðtfi A í undankeppninni fyrir HM 1 knattspyrnu 1970. Lið landsins og lið Algier léku marklausan leik (0:0) á suntnudag, en áður hafði Túnis unnið á útivelli 2—1. Tún- is mætir nú sigurvegara í 16. riðli B (Marokkó eða Senegal) um rétt til sætis í lokakeppni 16 liða í Mexikó. Kn attsp yrn uþjáliar- ttr tíi Danmerkur Á AINNAN í nýári halda þrír knattspyrnuþj áifarar flugleiðis til Danmerkur til að taka þátt í alhliða knattspyrniuþjálfaranám- skeiði, sem fram fer á vegum danska knattspyrnuisambandsins að íþróttaskólanum í Vejle. Nám skeiðið stendur yfir í fjóra daga og hefst kl. 8:30 f.h. og er kennt til 8.30 e.h. — Mest fer kennsl- an fram í fyririestratformi, en einnig er hún sett leikrœn á svið og síðasta daginn eru nemendur látnir stjórna sumum þáttum hennar. Þátttakendur í námskeið inu enu frá öUum Norðurianda- þjóðunum, en flestir frtá Dan- möhku eins og getfur að skilja. íslenzku þátttakendurnir eru Örn Steinsen, þjáltfari unglinga- landsliðsins, Atli Helgason, þjálf ari hjá KR og Guðmundur Pét- ursson, leikmaður og þjáltfari hjá Þrótti. 35 leikjum var frestað Aston Villa hefur unnið 3 leiki í röð Best kjörinn beztur GEORGE BEST, sem leikur með Manchester United, var af franska knattspyrnublað- inu „France FootbalI“ kjörinn knattspymumaður ársins 1968. Best er af írsku bergi brotinn og hafa ísl. sjónvarps- notendur haft tækifæri til að sjá hann oftar en einu sinni og lesendur Mbl. hafa séð við- tal við hann á síðum blaðsins fyrir leik Vals gegn Benfica í haust. Best er aðeins 22ja ára, með svart sítt hár og skyrtuna utan yfir buxunum. Næst flest atkvæði hlaut Bobby Charlton, en hann leik ur einnig með Manchester United og er jafnframt „fasta- maður“ í enska landsliðinu. Eusebio frá Benfica hlaut þennan heiður sl. ár. ÖLLUM leikjum í 1. deild, nema tveimui, varð að fresta vegna frosts og snjókomu á Englandi um síðustu helgL í 2. deild fóru fram fimm leik- ir, en einum — Cryistal Palace— Biackpool — varð að hætta eftir 43ja mín leik og var staðan þá 1—1. UrsMt þeirra leikja sem fram fóru urðu þessi: 1. deild: Burnley — Leicester 2-1 Sheffield W. — Southampton 0-0 2. deild: Bury — Fulham 5-1 Carditftf — HuM 3-0 CarMsíe — Aston ViMa 0-1 Portsmoutih — Bristol City 1-1 Með því að sigra Hu.ll komst Carditftf City upp í annað sætið í 2. deild, en þar -hafa eigi færri en níu félöig skipað etfsta sætið, a.m.k. um stundarsakir, frá því að keppnin hófst í byrjun ágúst sl. Annars er Aston Villa enn í fréttunum, en félagið, undir stjórn hins nýja framkivæmda- stjóra Tommy Docherty, hetfúr unnið aMa þrjlá leikina. En fram að þeim tima er Dodherty tók við stjórninni hafði Villa aðeins unn ið 3 leiki í keppninni! Það er þó kannski mest virði fyrir félag ið að áborfendurnir eru að „koma aftur“, en á leik Aston Villa gegn Cardilff á 2. jóladag voru 43 þúsundir á Villa Park. Aston Villa hefur sagt skilið við botninn og er nú í 19. sæti jatfnt Bury að stigum, en verri marika- tölu. Staðan er nú þessi: 1. deild: Liverpool 26 17 5 4 45:16 39 Leeds 24 15 7 2 40:19 37 Everton 26 14 7 4 53:23 35 Arænal 24 14 7 3 32:13 35 Ohelsea 26 11 8 6 46:28 30 Ipswich 25 7 5 13 36:42 19 Nott. F. 23 3 10 10 30:39 16 Leicester 25 4 7 14 23:50 15 Coventry 24 4 6 14 22:40 14 Q.P.R. 24 3 6 15 25:57 12 2 !. deild: Derby 24 12 9 3 30:21 33 Cardiff 26 14 4 8 46:34 32 Middllesb. 24 13 4 7 38:27 30 Millwall 25 12 5 8 39:29 29 C. Palace 24 12 5 7 42:32 29 Ohariton 25 1® 9 6 34:32 29 Bury 25 7 6 12 37:51 20 A. Villa 26 6 8 12 28:38 20 Bristol 26 4 11 10 19:31 19 Oxtford 24 5 6 13 18:30 16 Fuiham 26 4 8 14 26:50 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.