Morgunblaðið - 07.01.1969, Qupperneq 2
MORCrUN’BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1969.
52 fórust þegar lending mistðkst
— Farþegaþota sundraðist við Gatwick
flugvöll — Fólk í nœrliggjandi
húsum sýndi mikið hugrekki við að
bjarga nokkrum sem voru á lífi
Gatwick, Englandi, 6. janúar.
— AP —
TALIÐ er að minnst 52 manneskj
ur hafi látiff lifið þegar Boeing
727 farþegaþota frá Afghanistan
lenti í hríff fyrir utan Gatwick
flugvöll, skall á húsi og sundrað
ist sl. sunnudag. Þrettán voru
fluttir í sjúkrahús, margir alvar
lega slasaffir. Meffal þeirra voru
flugstjóri og vélamaður. Flestir
farþeganna voru Asíumenn.
Gatwick flugvöllur, sem er
40 km frá London, hafði verið
lokaður í marga tíma vegna
þoku þegar fluigvélin kom að.
Flugstjóranum var sagt að lend-
ingairskilyrði væru mjög slæm
en hann kvaðst ætla að yfir-
fljúga í lítilli hæð og afihuga
Samveldisráðstefna
hefst í London í dag
London, 6. jan. NTB, AP.
STJ ÓRNMÁL ALEIÐTOG AR
tuttugu og átta brezkra samveld-
islanda hefja fund í dag í London
og eru flestir þeirra þegar komn-
ir og í byrjuðu í dag óformlegar
viffræffur sín á milli. Talsverffur
ágreiningur er rikjandi meffal
fulltrúanna á ráðstefnunni um
ýmis þau vandamál sem eru á
dagskrá ráffstefnunnar, og má
þar nefna þráteflið um Ródesíu,
innflutningslögin og kynþátta-
mál, svo og afstöffu auðugra
landa til hinna efnaminni.
Meðal annarra mála, sem vænt
anlega verður fjallað um er sam-
búð austurs og vesturs, afvopn-
unarmál, friðarviðræðurnar í
París og ástandið í löndunum
fyrir botni Miðjarðarhafs.
Síðasti slíkur fundur var hald-
inn í september 1966 og síðan
haia fimm lönd bætzt í hópinn,
Arobar viður-
kenna landa-
mæri ísraels
hverfi þeir frá her-
teknu svœðunum
Belgrad, Beirut, 6. jan. NTB.
NTB-fréttastofan skýrði frá því
í kvöld, og kvaðst hafa eftir
áreiðanlegum heimildum, að Ara-
baríkin væru reiðubúin að við-
urkenna landamæri ísraels, svo
framarlega sem þeir hyrfu brott
af þeim landsvæðum, er þeir
lögðu undir sig í sex daga styrj-
öldinni. Hinsvegar mundu Ara-
baríkin ekki taka upp stjórn-
málasamband við fsrael.
Mauritius, Barbadorp, Swazi-
land, Lesotho og Botswana.
Forsætisráðherra Ástralíu,
John Gorton, sagði við brottför-
ina frá Syndey á sunnudag, að
Ródesíumálið mætti ekki verða
allsráðandi á fundinum og varð-
andi borgarastyrjöldina í Níger
íu sagði Gorton, að Ástralía
myndi ekki eiga frumkvæði að
því að leiða styrjöldina til lykta.
Pierre Eliot Trudeu, forsætis-
ráðiherra Kanada átti fund með
Wilson, forsætisráðherra Breta á
sunnudag, sagði að brezka til-
lagan um lausn Ródesíumálásins
hefði valdið sér vonbrigðum og
ekki verið á þá lund, sem hann
hefði vonazt til.
Tekinn ai lífi
fyiir njósnir
Kairó, 6. janúar — AP —
EGYPSKUR liðhlaupi var tek-
inn af lífi í dag fyrir njósmir í
þágu fsrael, að því er blaðið „A1
Ahram“ segir. f fréttinni segir,
að hann hafi náðzt þegar hann
var að reyna að komast til ís-
raelsmanna, yfir Súezskurðinn,
og hafi þá haft meðferðis ljós-
myndir og upplýsingar um eg-
ypska flotann.
hvort hann fyndi ekki blett. Flug
stjómarmenn segja að vélin hafi
verið algerlega á réttri stefnu til
lendingar, hún hafi bara tekið
of fljótt niðri. Rétt á'ður en bún
skall í jörðina tilkynnti flug-
maðurinn að allt væri í lagi.
Flugvélin kom niður aðeins
rúman kílómetra frá brautarend-
anum en þokan var svo þétt að
sprengingin sást ekki þaðan. Hún
skildi eftir sig tæplega kílómet-
ers langan skurð, klippti af
nokkra trjátoppa og skorsteina
og stöðvaðist loks þegar hún
rakst á einbýlishús þar sem
fjögurra manna fjölskylda var
sofandi.
Vængir og skrokkur sundruð-
ust og mikið eldihaf gaus upp.
Flugstjómarklefinn hafði losnað
frá og kastast á hliðinni burt frá
húsinu
Björgunarsveitir voru þegar
sendar á vettvang en þegar þær
komu að hafði fólk sem bjó í ná-
lægum húsum þegar bjargað flest
um sem bjargað varð úr flugvél-
inni. Margir sýndu þar einstaka
hetjulund, óðu hiklaust inn í
brennandi flakið til að bjarga
þeim farþegum sem hægt var að
ná til. Þeir voru svo fluttir í
skyndi á sjúkraihús en tveir lét-
ust fljótlega eftir að þangað kom
og nokkrir aðrir voru í lífshættu.
Úr húsinu sem vélin lenti á
bjargaðist aðeins stúlkubam.
Efcki er búið að finna lík hinna
en talið er fullvíst að þau hafi
öll farist.
Téhhor biðjcst
alsöhunar
Múnchen, Þýzkalandi 6. janúar
—AP—
V ARN ARMÁLARÁÐUNE YTI
Tékkóslóvakíu hefur formlega
beðið Vestur-Þjóðverja afsökun-
ar á því að landamæraverðir fóru
innfyrir landamæri Vestur-
Þýzkalands til að bandtaka tvo
flóttamenn, en flóttamönnunum
befur ekki verið skilað, eins og
kraifzt var.
Sagt var að landamæraverð-
imir væru ungir og óreyndir og
því hefðu þeim orðið á þessi mis
tök, sem þeir verða látnir svara
til saka ’fyrir. Flóttamennimir
verða hins vegar ákærðir fyrir
að hafa ráðizt á landamæravörð.
Lögðu niður vinnu við löndun
úr íslenzhum togura
Aberdeen, 6. janúar. AP.
LÖNDUN var hætt úr íslenzka
togaranum Úranusi í dag, er
hafnarverkamenn lögðu niður
vinnu við löndun á farminum
Mynd af Lenin á
leið til Venusar
VENUSARFLAUGIN, sem Rússar
sendu af staff á sunnudaginn á
aff lenda hægri lendingu á Ven-
usi um miffjan maímánuff ef allt
gengur vel. Þetta er fimmta flaug
in sem Rússar senda þangaff.
Þrjú fyrstu skotin misheppnuff-
ust, en þaff fjórffa tókst vel og
Venus fjórði sendi miklar upp-
lýsingar til jarffar áffur en hinn
gífurlegi hiti eyffilagffi senditæk
in. 24 tímum eftir lendingu Ven-
usar fjórffa bar þar að banda-
ríska fariff Mariner fimmta, sem
fór nokkra hringi um plánetuna,
en hingaff til hefur ekkert banda
riskt far lent þar.
Upplýsingum rússnesku og
bEindarísku faranna bar ekki
aaman og hlógu menn mikið að
því að jiafnvel gerfihnettir þjóð-
anna væm ósammála. Báðir kom
ust þó að þeirri aðal niðurstöðu,
að hið þétta, skýjakennda gufu-
hvolf plánetunnar gerði hania að
sjóðandi „helvíti" sem svo til úti
lokaði að þar þrifist líí.
Venus fimm flytur með sér
mun meira af alls konar vísinda-
tækjum eon Venus fjögur, og auk
þess er innanborðs falleg lit-
mynd af Lenin. Vegalengdin sem
Venus fimm fer er um 250 millj-
ón kílómetrar og sem fyrr segir
er áætlað að hún taki um fjóna
mnáuði. Meðan á ferðinni stend
ur verða gerðar nokkrar stefnu-
breytingar og þeim verður stjóm
að með radíógeislum frá jörðu.
vegna launaágreinings. Landað
hafði verið 1829 körfum úr tog-
aranum, sem seldust á 8400 ster-
lingspund, en neitað var löndun
á 400 körfum, sem eftir voru.
Togarinn ætlaði að sigla áleiðis
til íslands í kvöld, en verður að
bíða þess, að leifum aflans verði
landað.
Friðrik Úlafsson á al-
þjóölegt mót í Hollandi
— Sjö þekktir stórmeistarar í hópi
keppinauta hans
FRIÐRIK Ólafsson, stórmeist-
ari, fer til Hollands á laugar-
dag n.k. til aff taka þátt í al-
þjófflegu skákmóti, sem þar
verffur haldiff síffari hluta
þessa mánaffar. Æffi langt er
nú orffiff frá því aff Friffrik
hefur teflt erlendis, og keppi-
nautar hans á þessu móti
aff frófflegt verffur aff fylgjast
verffa engir aukvisar, þannig
meff frammistöðu hans. Morg-
unblaðiff átti í gær stutt sam-
tal viff Friðrik, og spurffi hann
nánar um þetta mót.
— Mótið er haldið árlega í
bænum Baverwijk í Hollandi,
og mun standa frá 13. janúar
til 1. febrúar. Ráðgert er að
keppendur verða 16 talsins, og
í hópi keppinauta minna eru
m.a. 7 stórmeistarar. Eru það
Keres frá Sovétríkjunum,
Botvinik, fyrrv. heimsmeist-
ari, einnig frá Sovétríkjunum,
Portich frá Ungverjalandi,
Pomer frá Spáni, Kavalek frá
Tékkóslóvakíu, Donner frá
Hollandi, og Ciric frá Júgó-
slóvakíu. Einnig er Júgóslav-
inn Ostojic meðal keppenda,
en margir munu minnast hans
frá mótinu hér í sumar.
— Hvað er langt síðan þú
hefur keppt erlendis, Frið-
rik?
— Ég keppti síðaet í Dundee
í Skotlandi sumarið 1967 á al-
þjóðlegu móti þar. Að öðru
leyti hef ég ekkert keppt hin
síðari ár nema á mótinu, sem
haldið var hér heima í sumar.
— Hvernig leggst þetta mót
í þig?
— Ég vona hið bezta. Æf-
ingin hefur að vísu oft verið
meiri en núna, en ég vona að
Friffrik Ólafsson
þar vegi kannski upp á móti
að ég verði ferskari en ella.
Ég geri mér grein fyrir, að
það eru erfiðir keppinautar,
sem ég á við að etja, en ég
vona jafnframt, að ég muni
reynast þeim erfiður líka.
Við spurðum Friðrik, hvort
honum bærust mörg boð um
þátttöku í erlendum skákmót-
um. Svaraði hann því játandi,
kvað sér stöðugt vera að ber
aet boð erlendis frá, en þetta
borð befði verið hið eina, sem
hann sá sér fært að þiggja \ð
sinni.
Liv Ullmann ásamt Ingmar Berg man, en hann var Ieikstjóri þeirra
mynda tveggja sem færðu henni verfflaun bandarísku kvikmynda-
gagnrýnendanna.
Liv Ullmann bezta leikkonan '68
að dómi bandarískra gagnrýnerda
New York, Qsló — NTB 6. jan.
BANDARÍSKIR kvikmyndagagn-
rýnendur kjöru í dag norsku leik
konuna Liv Ullman beztu leik-
konu ársins 1968, fyrir leik henn
ar í myndunium „Stund úlfsins"
og „Skömmin“. Skandinaviska
kvikmyndin „Sultur“ byggð á
sögu Hamsuns var úrskurðuð
númer þrjú af beztu erlendu
myndum öðrum en enskum.
Bandaríski leikarinn Cliff Ro-
bertson var kjörinn bezti karl-
leikarinn fyrir frammistöðu sína
í „Charley" og brezka kvikmynd
in „Skór fiskimiannsims“ bezta
emskia kvikmyndin, en um þá
mynd hafa verið nokkrar ýfingar
meðal bandarískra gagnrýnenda.
Sovézka kvikmyndin „Stríð og
friður“ var að ma'ti gagnrýn-
enda bezta erlenda kvikmyndin á
öðrum málum en ensku, og núm
er tvö var „Hagbarður og Signý“,
en sú mynd var að verulegu
leyti tekin hér á landi. Þriðja í
röðinni var „Sultur“ eins og fyrr
segir og tvær franskar kvikmynd
ir „Við tvö“ og „Brúðurin var
svartklædd."
Fréttamenn ræddu við Liv Ull
mann eftir, að henni hafði bor-
izt vitneskja um verðlaunin og
sagðist hún að sjálfsögðu fagna
þessum sóma. — Það var raun-
ar tannlæknirinn minn, sem sagði
mér tíðindin, hann frétti um
þetta á undan mér, sagði leik-
konan.
Næsta kvifcmynd sem Liv Ull-
man leikur í er „Vesturfararnir",
gerð eftir Skáldverki Wilhelms
Mobergs.