Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1969 Sími 22-0-22 Raubarárstig 31 »^>8iM'1-44-44 mfíWÐifí Hverfisfötu 103. Siml eftir lokun 31100. MAGIMÚSAR 4K!PHOLTl21 51MAR 21190 eftir lokvn stmi 40381 SAMKOMUR Almenn samkoma Boðun fagnaðarerindisins í kvöld (miðvikudag) kl. 8. Hörgshlíð 12. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu MORGUNBIAOSHUSINU að BEZT er að auglýsa í Morgunblaðinu AUGLYSINGAR SÍMI 22*4*80 • „Gildir fyrir tvo“ Kennari skrifar: Kæri Velvakandi! Fyrir nokkrum dögum fékk ég boðsbréf í pósti, þar sem mér var boðið að sækja bókmennta- kynningu i Norræna húsinu 22. og 23. þ.m. Á boðskortinu stóð, að það gilti fyrir tvo, og bjuggumst við hjón- in til að þekkjast þetta ágæta boð. Tíu mínútum áður en kynningin skyldi hefjast, vorum við mætt á staðinn, en þar var þá heldur bet ur þröng fyrir dyrum. Hvert sæti var skipað í báðum sölum húss ins, dyr troðfullar af fólki, og gestir voru að vöðla saman yfir- höfnunum sínum, til þess að troða þeim einhvers staðar, með- an á kynningunni stæði. Við vild- um ekki gefast upp við svo bú- ið, og tróðumst þvi gegnum mann þröngina og náðum í stæði I gang vegi í öðrum salnum. En í þann mund, er okkur bar að, var fólk að tygja sig frá húsinu aftur. í þeim hópi voru nokkrir sem höfðu verið sérstaklega boðnir í húsið vegna þessarar kynningar. Við tókum okkur nú stöðu og bjuggumst til að hlusta á erindi um skáldin. En af einhverjum ástæðum virtist mjög illa hljóð- bært í húsinu þetta kvöld, og þar við bættist, að starfsstúlka kom inn og fór að vinna við að stokka sýningarskrár, og hafði skrjáfið í þeim af mörgum mik- inn hluta fyrirlestrarins. Upplest ur skáldanna sem ekki heyrðist of vel, varð heldur ekki notið sem skyldi vegna þrengsla og óþæginda af að standa upp á end ann í loftþungum sölunum. Ég vil því leyfa mér að beina því eindregið til aðstandenda Norræna hússins að stuðla ekki að slíkum þrengslum næst, þegar þar er boðið upp á menningarefni. Menn verða einnig að geta notið þess sem þeir sækja. Virðist hér koma til greina annað af tvennu, að senda út boðskort sem gilda fyrir jafnmarga og geta með góðu móti notið þess, sem fram fer í húsinu, eða hafa frjálsan að gang og láta þá sitja fyrir, sem fyrstir mæta. Hitt virðist ein- göngu til þess fallið að skapa mönnum óþægindi og leiðindi að senda boðskort, sem á stendur að gildi fyrir tvo, en svo eru ekki einu sinni stæði fyrir þessa tvo, þegar menn mæta með kortið upp á vasann. Kennari". 0 Lítil gestrisni „Kæri Velvakandi! Skyldi nokkuð vera eftir af þessum sjaldséða og kurteisa gesti, sem í frosthörkum sótti Grlmseyinga heim í frosthörkum í fyrradag? Þarna brosir bangsi til beggja CHL0RIDE RAFGEYMAR HÍNÍR YÍÐURKENDU RAFGEYMAR ERU FÁANLEGÍR Í ÖLLUM KAUPFELÖGUM 0G BÍ FREIÐ AYÖRU VERZLUNUM. handa, kindanna og stráksins, býr svo um rúmið sitt og háttar. Gestrisni eyjabúa er ekki meiri en svo, að hver einasti rólfær karl á eynni, sem byssu á, gatar gestinn. Hvað er verið að bjóða í — göt eða gest? Þröstur Karlsson, Bjargi 2, Seltjarnarnesi". ^ Tóbak „Gamall nemandi" skrifan „í dag, er ég var að líta yfir gömul dagblöð, rakst ég á pistil 1 Vevlakanda frá 18 ára göml- um nemanda, er skýrir frá því, að hann hafi byrjað að reykja 13 ára, og svo sé komið, að hann geti ekki hætt. Hafi margreynt, en látið I minni opkann fyrir tóbaks lönguninni. Hann beinir þeirrl ósk til fræðsluyfirvaldanna, að þau láti sýna í framhaldsskólum, „sæmi- lega óhuggulega krabbameins- mynd“, og telur víst, að það myndi „gefa góða raun“. Ég tek undir þessa ósk nem- andans, en tel fulla ástæðu til, að slikar myndir séu sýndar í barna skólum um land allt, því að þau dæmin eru mörg, að nemendur barnaskóla séu byrjaðir aðreykja Byrgja skal brunninn, áður en barnið er dottið ofan í, eru sígild sannindi á mörgum sviðum. í barnaskólunum ætti því að vera skipulögð og markviss fræðsla um skaðsemi tóbaks, einnig víns, þar sem nú er vitað að heyzla hvors tveggja er því skaðlegri sem neytandinn er yngri. Næsta furðulegt er það, að rík- ið skuli standa fyrir innflutn- ingi og sölu hvors tveggja, tó- baks og víns, vel vitandi það, að hvort tveggja dregur úr þroska og manndómi f jölda ungra manna og kvenna. Og þessi 18 ára neim- andi sem hefur skilið þetta og kallar á hjálp, er vissulega ekki einn á bát. Þeir skipta þúsund- um, er sagt geta sömu sögu og vildu gefa mlkið til að geta slgr- azt á bæði tóbaki og víni, — en geta ekki. — En vonandi er að þessi hjálparbeiðni hafi þegarver ið tekin til greina af fræðsluyfir- völdunum. Erlendis hafa verið gerðar fjöldi tilrauna til að finna efni til að hjálpa þeim, er minnka vilja eða hætta vilja að reykja. En því miður hafa flest þeirra reynzt gagnslaus. — En bendavil ég þessum nemanda og öðrum á, að i NLF-búðinni, sem fyrst og fremst verzlar með holl efni, fæst efni, er verið getur mikill stuðn- ingur þeim, er minnka vilja eða hætta reykingum, þetta efni heit- ir NITOK og hefur fengizt bæði í töfluformi og fljótandi. Sá sem skolar munn og háls úr NITOK, reykir varla næstu 2—4 stundirnar. Flaskan kostar ekki meira en 1 pakki sigarettur. En hún sparar marga pakka, þeim er nota það. En höfuðatriðið er, að það sparar heilsuna. Og hún er gullinu dýr- mætari. Sem betur fer, fer þeim fjölg- andi, sem ekki byrja að reykja, svo og þeim, er hætta að reykja. Vakið hefur það athygli mína, sem kem vikulega í Judoklúbb- inn, en þar stundar fjöldi fólks á ýmsum aldri heilsu- og líkams rækt, að ég hef aldrei séð neinn taka þar upp tóbak, þó er það ekki bannað. Og koma mun það fleirum en mér á óvart, að þar eru kunnir læknar, bæði meðal kennara og nemenda. En það er önnur saga, sem ekki verður rak in hér. — En undir ósk hins 18 ára gamla nemanda tek ég ein- dregið og skora bæði á fræðslu- og heilbrigðisyfirvöld að skipu- leggja lifandi fræðslu um skað- semi víns og tóbaks í bama- og unglingaskólum landsins. Og vel væri Tóbaks og Áfengisverzlun ríkisins að því komin að kosta útgáfu sem beztra fræðslugagna. Gamall nemandi". Eigendui verzlana nth. Óska eftir að fá aðotöðu í verzlium til að selja nokkrar vöruteg. Hef sér srruásöluLeyfi. Til greina kærni eininig samivinnia á breiðari gruind'veffli. Tiiboð er grein leigu, staðsetningu, aðstöðu og annað er máli slkiptir sendist MbL fyrir helgi merkt: „Hag- kvæmt samstarf — 6053“. JUDODEILD ÁRMANNS Líkamsrækt fyrir dömur og herra Nýir tímar byrja í líkamsrækt 4. febr. n.k. fyrir dömur og herra. Herratímar verða í hádeginu þriðjudaga og föstudaga kl. 12.00. Kvennatímar verða á eftirmiðdögum þriðjud. og föstud. Gufuböð og sturtuböð á staðnum. Innritun daglega í síma 83295 eftir kl. 13.00, að Ármúa 14. Þær dömur sem eiga pantaða tíma hjá okkur, vinsam- lega hafið samband við skrifstofuna sem fyrst. Kaupum hreinar og stórar léreftstuskur Prentsmiðjan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.