Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1969 11 Fréttabréf úr Mývatnssveit: AÐ LOKNU MIKLU FRAMKVÆMOAÁRI Björk, Mývatnssveit, 17. jan. 1969 — Enn eitt ár er liðið í ald- anna skaut. Margir minnast þess vafalaust sem ár mikilla harð- inda, enda lá hafís við landið fram á sumar. Frost og kuldar voru víða til júníloka og gróður- leysd. Margir báru að sjálfsögðu mikinn ugg í brjósti vegna hins' ískyggilega útlits. Betur rættist þó úr en á horfðist. Sauðfé gekk yfirleitt vel fram undan vetri, en að vísu með ærnum tilkostn- aði í fóðurbætiskaupum og ann- arri fóðuröflun. Með júlímánuði brá til betri veðráttu, hlýir suðrænir straum- ar bárust hingað til okkar þá kalda lands, ísinn varð að víkja og hvarf. Sumarbatinn var ör- uggur, og ágætur eftir að hann loksins kom. Grasið þaut upp, og allur jarðargróður. Sláttur hófst hér 11. júní, það var um hálfum mánuði síðar en vanalega. Heyskapartíð reynd- ist með ágætum vel, og heyfeng ur mikill og yfirleitt afbragðs góð verkun. Verður að vona að sem flestir hafi nægilegt fóður fyrir búpen ing sinn. Berjaspretta var með betra móti síðastliðið sumar, þrátt fyrir vorkulda. Uppskera garðávaxta var vel í meðallagi, þótt sprettutíminn væri stuttur Allmikið skemmdist þó vegna frosta í görðunum áður en hægt var að taka upp. Afréttin var óvenju vel gróin fram á haustið, og dilkar reyndust víða með betra móti til frálags. Síðustu dagana í september gekk vindur til norðan áttar með frosti og snjókomu, setti þá nið- ur allmikin snjó. Fannst mörgum þá vetur ganga fullsnemma í garð. Má raunar segja að ótíð hafi verið flesta daga október- mánaðar, og útlitið hvergi nærri gott. Þann 4. nóvember gerði hér feikna snjókomu, setti þá niður svo mikinn snjó að menn muna varla annaðeins á jafn skömm- um tima. Um kvöldið var komin hláka. Verður að telja veðráttuna í nóvember og jafnvel fram í miðj an desember mjög hagstæða, snjó tók þá mikið upp. Skömmu fyrir jól gerði norð- an átt og herti frost. Allmikla snjókomu gerði einkum þó nær ströndinni en minna inn til lands ips. Vegurinn til Húsavíkur í Reykjadal, Aðaldal, og Reykja hverfi varð þungfær mjög. Veg urinn fram í dalina var fljót- lega ruddur, hinsvegar var snjón um ekki rutt af veginum í Reykjahverfi fyrr en á milli jóla og nýjárs. Sá dráttur stafaði af því, eftir því sem ég bezt veit að vegagerðin taldi sig ekki vera búin að yfirtaka Kísilveginn, og þar af leiðandi ekki búið að semja um snjómokstur á honum. Nú stóð eimitt þannig þessa daga að miklir flutningar voru hjá Kisiliðjunni til Húsavíkur. Með því að geta ekki farið stytztu leið, tekur hver ferð nálega helm ingi lengri tíma. Sjá þá væntan- lega flestir, hvað mikið það sparar fyrirtækinu, að hafa sem stytztu og greiðustu leit til út- flutningshafnar, enda vegurinn að sjálfsögðu byggður með til- liti til þess. Segja má að framkvæmdir hafi verið hér mjög miklar á ár- inu 1968, og atvinnuástand blóm legt. Hæst ber þar eðlilega hin- ar margþættu verklegu fram- kvæmdir á vegum Kísiliðjunn- ar. Auk fastráðinna starfsmanna þar, höfðu margir verkamenn héðan úr sveitinni atvinnu þar, svo og bifreiðastjórar, ennfrem- ur iðnaðarmenn frá Húsavík og Akureyri. Verður að telja furðulegt að sumir ábyrgir menn hér hafa látið þau orð falla að ekki hafi verið óskað eftir þessu fyrir- tæki héðan, og það mundi draga vinnuaflið frá öðrum greinum hér í sveitinni. Ég verð nú að segja það, að ég vil miklu frekar þakka þeim framsýnu mönnum sem á einn eða annan hátt stuðluðu að þvi að koma Kisilgúrverksmiðjunni upp hér við Mývatn. Reynslan á vonandi eftir að sýna að það var viturlega ráðið. Á síðastliðnu sumri var reist rafstöðvarhús í Bjarnarflagi, menn frá Akureyri sáu um þá framkvæmd. Nú er verið að ganga frá uppsetningu véla og annars tækjaútbúnaðar í stöðv- arhúsinu. Búið er að leggja gufu leiðslu að stöðvarvegg. Gert er ráð fyrir að vélarnar verði í næsta mánuði ef allt gengur að ós'kað, og aflgjafinn verður fyrir hendi. Áður hefur verið getið um borun í Bjarnarflagi á síðastliðnu sumri, og mikla erf- iðleika í sambandi við síðarihol una sem þar var boruð. Fyrir jólin var sú hola fyllt af sandi, ef takast mætti með því móti að kæfa hana niður. Við þær að- gerðir virðist gufuhver sá er myndaðist upp í hlíðinni austan holunnar hafa minnkað ti'l muna Síðan var holan látin eiga sig fram yfir áramót. Fyrir nokkru er komnir þangað menn, og farn ir að vinna við hana. Byrjað verður að hreinsa hana, og síð- an reynt að koma fyrir fóður- rörum. Ekki er enn vitað hvort slíkt tekst, en vonandi verður hægt að beisla þéssa karftmiklu holu, því mikið er í húfi. Á síðastliðnu sumri var lokið við veginn yfir Hraunið á milli Reykjahlíðar og Grímsstaða. Einnig var unnið að ýmsum lag- færingum á blindhornum og beygjum á þjóðveginum hér í Mývatnssveit. Ekki er nokkur vafi á því, að sú framkvæmd er til stórra bóta og öryggis í um- ferðinni. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á svokallaðan Grjóta- gjáarveg. Undanfarin sumur hef ur sérteyfishafi á Akureyri hald ið uppi áætlunarferðum að Grjótagjá, og auglýst sætagjald. Auk þess er mikil umferð ferða- fólks allt sumarið þangað. Nú er svo komið að vegurinn er orð in það slitinn vegna hinnar miklu umferðar, jafnframt sem honum hefur ekkert verið við haldið, að telja verður hættu- legt sumum bílum. Eðlilegt væri að hið opinbera sæi um viðhald og umbætur á slikum almennings vegi, en svo hefur ekki verið þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Vel getur svo farið að loka þurfi veginum þótt illt sé, ef ekki kemur til viðhald á honum. Von andi sér hið opinbera sér fært að gera sómasamlega við veg- inn á komandi sumri. Varla verð ur sagt að tekizt hafí að fullgera Kísilveginn síðastliðið haust, enda þótt slitlagi væri ekið á hann. Eftir var að ganga frá könt- um á parti, og hefla veginn út á köflum. Sumir kaflar eru svo ílla frá gengnir að furðu sætir, og geta reynst stórvarhugaverð ir í snjó. Gera verður ráð fyrir að vektakinn betrum bæti þessa kafla með vordögunum. Ekki er hægt að hlaupa frá vegamálunum, án þess að minn- ast litiliega á efni það er borið er hér á vegina sem slitlag. Þótt illt sé að hristast á þvottabrett- um, er engu betra að aka á sleipum og sundurskornum veg um um hásumarið. Síðastliðið sumar var tekið efni úr Námaskarði og borið á vegina á Hrauninu milli Reykja hlíðar og Grímsstaða. Reyndi^ þetta ágætlega í fyrstu meðan þurrt var en strax og blotnaði varð vegurinn il'lfær vegna sleip unnar, jafnframt sem hann vildi grafast í sundur. Síðan hefur þessi vegur verið mjög varasam- ur í bleytu. Má raunar segja það sama um veginn á kafla í Reykjahverfi, þar var borið leirkennt efni sem slitlag, þegar vegurinn þiðnaði í nóvember s.l. varð hann með ölluófær. Á nýjum kafla í Aðaldals- hrauni var ástandið ekki gott af sömu ástæðu. Mjög nauðsynlegt er að vanda sem bezt val á því efni sem borið er á vegina, og sjálfsagt að leita aðstoðar sér- fræðinga. Er ekki Vegagerð rík- isins skaðabótaskyld ef slys henda á þeim vegum sem bein- 'línis er hægt að rekja til stór- hættulegs ofaníburðar? Á síðastliðnu ári voru ýmsar byggingaframkvæmdir hér I sveitinni á vegum einstaklinga. Á Grænavatni var reist íbúðar- hús, þar var einnig byggt f jár- hús. í Reykjahlíð og á Skútu- stöðum voru ennfremur byggð fjárhús, í Baldursheimi og Reyni hlíð hlöður. í flestum fjárhúsum eru nú áburðarkjallarar pg féð haft á grindum. Sá galli fylgir þó að mjög erfitt er að koma áburð- inum út úr þessum húsum nema með ærnum kostnaði. Er einboð ið að breyta verður slíkum hús- uh, þannig að hægt sé að koma dráttarvélum að við það verk. Sumir hafa þegar ráðizt f þær breytingar, og fleiri munu á eft- ir koma. Árið 1967 festi Guð- mundur Gíslason forstjóri í Reykjavík kaup á állmiklu landi niður við Sandvatn. Eigendur þessa lands voru Grímsstaða bændur. Þarna er mjög friðsælt, og fagurt umhverfi, og fjölbreytt ur gróður við vatnið. Margir eru sannast að segja hissa, að nokkur skuli tíma að láta slíkt land af hendi. Síðastliðið sumar lét Guð- mundur girða landið. Þá var einnig fullgérður húsgrunnur sumarbústaðs sem þarna á að rísa. Eftir því sem sagnir herma, mun það ekkert smásmiði húsið það, með háum útsýnisturni, te- stofu og laufskála og sitthvað Bœ, Höfðaströnd, 20. jan. ÉF HEIF fengið tilmætli um að senda fréttir úr Skagafirði oftar en gert er. Skagfirðimgar sem dveljast fjarri átthögum vilja gjarnan heyra ahnennar fréttir að heiman, en okkur sean heima sitj'um í fásinninu finnst Mtið gerast, sem í frásögur sé færandi. Jólahelgi og áramót eru liðin með dásamlegu veðri og bffiæri um ailar jarðir, meir að seigja tii Siglufjarðár og Ólafsfjarðar, sem er óvanalegt á þessum árs- tíma. Þó var umferð flóBks minini en vænta mátti þar sem ýmiis konar veikindafaraldur hefir gengið, hettusótt á mörgum stöð- um, magakvillar, sem hertekið hafa heii heimili og svo infiiú- ensa frá Asíu eða Afríbu, sem þó er eklki mjög úbreidd ennþá, eða á 9 heimilum að sögn héraðs- læknis. Læknar hafa því haft ærinn starfa nú undanfarið. Um tima voru vegir mjöig vara samir vegna hálku. Noikkrar útaf keyrslur og bflvetur hafa orðið, en sem betur fer engin veruleg meiðs'li á fóllki. Nú eftir áramótin, 14.—16. jan- úar gerði norðan stórihríð með miiklix frosti. Vegir eru þó ekki tepptir eftir þetta veður nema til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, þar sem ekki hefir sett snjó nema í skafla vegna stórveðuns. Ekki var þó hægt að flytja mjólk úr Fljótum í vikutíma. í stórhríð- inni þurfti héraðslæknir á Hofs- ósi að flytja sjúkling úr Sléttu- hlíð í sjúkrahús á Sauðárkróki. Er hann kom heim að afloknum uppskurði, voru menn úr Flfjót- um á leið með barn til læknis- aðgerðar. Fór hann á stað á móti mönnumwn, en komst ekki á leið arenda vegna stórhríðar. Gekk hann að næsta bæ, en þangað fleira. Gert er ráð fyrir að hús- ið verði byggt á komandi sumri. Búið er að leggja rafmagnslinu á staðinn. Enginn vafi er á því að þegar slíkur sumarbústaður verður kominn upp við Sand- vatn, þá muni þar eftirsótt að dvelja. Hér var hið fegursta veður um jólin, stillt og bjart, en all- mikið frost eða milld 15—50 stig. Hæpið er að kalla það blíðviðri eins og talað var um í útvarp- inu að væri um allt land. Hins- vegar var færð á vegum ágæt hér um slóðir, flestir gátu þvi* farið allra sinna ferða og skemmt sér eftir vild. Sumir hér í Mývatnssveit áttu þess kost um jólin að horfa á sjónvarp, höfðu menn af því mikla ánægju. Má segja að það hafi komið óvænt, því ekki var gert ráð fyrir að sjónvarp sæ- ist hér í Þingeyjarsýslu 1968. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við fáum einskonar endurkast frá stöðinni á Vaðlaheiði aust- ur í gegnum Ljósavatnsskarð, en héðan er bein sjónlína inn á heiðima. Nú er það svo að vísu, að sjónvarpsgeislinn er á mjóu belti hér í sveitinni, eða 5—10 km. breiðu. í miðri geislalínunni eru skilyrðin að sjálfsögðu bezt en miklu lakari eftir því sem út- ar dregur. Þrátt fyrir það háfa' margir fengið sér tæki, þótt ekki sjáist vei, þeir lifa í von- inni um betri tíma. Nú munu vera komin um 20 sjónvarpstæki hingað í sveitina. Við messu í Reykjahlíðar- kirkju á jóladag, veitti sóknar- presturinn séra Öm Friðriks- son viðtöki skirnarfonti. Skím- arfonturinn er fagurlega gerður af Jóhanni Björnssyni mynd- skera og listamanni frá Húsa- vík. Þessi fagri hlutur er gefinn kirkjunni til minningar um hjón in Þuríði Einarsdóttur og Þór- hall Hallgrímsson Vogum, og börn þeirra Kristjönu, Ólöfu Val gerði, og Hermann. Gefendur eftirlifandi börn þeirra og syst- kini, Halldóra, Hallgrímur, Krist ján Friðrik, Einar Gunnar og Ólöf Ásthildur. Séra Örn þakkaði gefendnum þann Mýhug er þeir sýndu kirkj unni með þessari veglegu gjöf. voru þá Fljóbamenn komnií' með barnið. Allt útleiddtet þetta vel, en þeesu líkt sýnir, hrve mik- a þörf er fyrir snjóbíl eða önnur slík tæki, sem bjargað getur mannslífuim í svona tilfelllum. Fyrk jól var byrjað á söng- æfingum kóra í héraðinu. Bland aður kór er starfandi á Hoifsósi, um 25 manns, stjórnandi er Ingi- mar Pálsson. ELnnig var karla- bórinn Feykir byrjaður á æfing- um undir stjórn Áma Ingimund- arsonar frá Akureyri. Þessi starl semi er nú hafin aftur eftir jóla- annir. Karlakórinn Feykir lofar mjöig góðu undir stjóma Árna," enda hafa þeir frá síðaata ári fengið góðar raddir til viðbótar. Allir segja að með tiltkomu sjónvarps hér í Skagafirði eins og víðar sitji fólkið meira heima en áður. í Blönduh'líð mun sjón- varp vera komið á flest heknili ag svo mun vera víðar. Menn kljúfa þrítugan hamarinn til að eignast þessi tæfki. Það sést og heyrist vel hér í firðinum þar sem á annað borð eru sæmileg skilyrði, en nökkuð ber á þvi að bilanir á útsendingu hafi orðið þennan stutta tíma sem við höf- um notið þessara þæginda. Fljót- in, Sléttuhlíð og mest af dölun- um hafa ekki ennþá skilyrði til að sjá sjónvarp, og svo er Skag- inn, sem ekki hefir rafmagn ennþá. Atvinnulíf á Hofsósi er alveg dautt. Nú þagar eru 7 fjötekyld- ur farnar suður í atvinnuileit og næstum hver vinnufær maður, sem getur farið að heiman, mun fara etrax og samninigar nást syðra. Ekki er ennþá ráðið á hvern hátt frystihúsið á Hofs- ósi verur rekið framivegis, en k því veltur mikið um afkomu þorpsbúa. — Björn. Kisilgúrverksmiðjan. Úr Austur Skagafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.