Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 20
20
MORGUNIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1969
Annar vinur Beamishjónanna
kynnti sig og fór með þau gegn
um garðinn og kynnti þau fyrsta
gestahópnum, sem þar var stadd
ur. Nöfnin voru öll meira og
minna útlenzkuleg, annaðhvort
arabisk, eða þá evrópsk sem ó-
mögulegt var að bera fram.
— Þér eruð sannarlega ný
hér sagði rauðhærður maður við
hliðina á Lísu — Svo nýkomin
að heiman, að þér eruð bókstaf-
lega með geislabaug um höfuðið.
— Það hlýtur að vera nýja
ilmvatnið mitt, sagði Lísa.
— Nei, það er alls ekki ilm-
vatnið. . . enda þótt. . . . hann
færði sig nær henni og snugg-
aði. . Það er annars ágætt líka.
En það sem ég átti við er það,
að þegar kona kemur í fyrsta
sinn frá Evrópu, þá hefur hún
einhvern blóma með sér. . en, því
miður, þegar hún er búin að
vera hér eitthvað dálítið, þá
fölnar sá blómi og frískleikinn
hverfur. . , það er leiðinlegt. .
Lísa velti því fyrir sér, hvort
þetta væri leikari, eða kannski
bara dálítið kenndur. Eða var
það kannski siður í þessum di-
plómatahóp að slá um sig með
svona gullhömrum eins og siður
var fyrr á öldum. Hún hafði
aldrei komizt í kynni við þetta
fyrr, nema þá í sjónleikum frá
fyrri öld eða elztu sögum eft-
„HÚSSARMIR
mm
HÚSSARHIR
KC'MA'
„H0SSARMIR KCMA
SIjSSARHIR kgma
Bókin sem sam-
nefnd kvikmynd
var gerð eftir
FÆST í NÆSTU
BÓKABÚÐ
GRÁGÁS
ir Somerset Maugham. En hún
kunni því ekkert illa.
Þarna voru margar fagrar
konur, en nánar aðgætt, sá hún
að þetta var satt, sem maðurinn
hafði sagt, að þær voru allar
varð þess vör, ð Blake McCall
var að horfa á hana.
— Jæja, hvernig finnst yður
þetta? Eða eigum við held-
ur að skoða garðinn? sagði sá
rauðhærði.
— Já, þakka yður fyrir, held
ur að skoða garðinn.
— Bíðið við- Rétt til þess að
sýna yður, hvað ég er góður ná-
ungi, ætla ég að kynna yður.
Hann snerti ermina á gild-
vöxnum, dökkhærðum mannþí
hvítum smókingfötum, sem var
þegar tekinn að gefa henni auga.
— Leyfið mér að kynna yður
vin minn Katan A1 Shurk. Kat-
an, þetta er ungfrú Brown.
Arabinn hneigði sig, tók hönd
hennar og bar að vörum sínum.
— Velkomin til Bagdad, ung-
frú Brown, sagði hann. — Ég
er alveg viss um, að þér hafið
ekki komið hingað fyrr, annars
hefði ég frétt til yðar.
— Katan er ekki eins fáfróð
ur og hann lætur, ungfrú Brown
tók hinn maðurinn fram í. —
Hann veit, að það er ekki kurt-
eisi að kyssa á höndina á ó-
giftri enskri stúlku, en hann get
ur bara ekki stillt sig.
Lísa var þegar orðin leið á
þessum þýðingartausu gulllhömr
um, og spurði nú, hvort hún
gæti fengið að sjá það sem eftir
var að sjá af garðinum.
— Vitanlega. Ég skal sýna yð
ur það, sagði Arabinn.
— En fyrst vil ég útvega yð-
ur eitthvað að drekka. Þjónn!
Þjónn, sem gekk framhjá, stað
næmdist og Lísa tók glas af sítr-
ónusafa af bakka. Sá rauðhærði
deplaði augunum, svo að varla
sást og gekk síðan yfir í ann-
an hóp þar skammt frá.
- Ég á annars þetta hús sjálf
ur, sagði Katan. — En þar sem
ég er svo lítið hér, lána ég það
evrópskum vinum mínum.
Þau stóðu nú á grasinu á ein-
um garðhjallanum. Ljósker
héngu í trjánum og gegn um bil
í limgarðinum gat Lísa séð mörg
ljós annars staðar í görðunum.
Arabinn tók undir handleginn á
henni og leiddi hana að lá'gum
þrepum. sem lágu niður á aðra
grasflöt neðar. Þar var margt
fleira fólk, en Lísa sá þar hvorki
fylgdarmann sinn né heldur hús
ráðandann.
Fyrir neðan þrepin var beð
með mörgum stórum stjörnulaga
blómum og þarna voru sérstök
ljós, til þess að sýna fegurð
þeirra, en handan við stóru gras
flötina, logaði viðareldur, með
18
braki og sendi neistaflug upp í
loftið.
Þau gengu þangað í áttina, en
staðnæmdust spölkörn frá eld-
inum, vegna hitans. Lísa spurði
hvað þau við eldinn væru að
gera.
Félagi hennar útskýrði að þeir
væru að búa til kvöldmatinn.
Það væri frægur, arabiskur fisk
það væri bezta fiskæti, sem hægt
væri að hugsa sér. Hún gat séð
viðarkol, sem lágu glóandi inni
í miðjum eldinum og mennirnír
í skrítnum klæðum líkustum nátt
skyrtum, voru að róta til stór-
um fiskstykkjum og reisa þau
upp í útjöðrunum á bálinu, rétt
svo að logarnir náðu ekki til
þeirra.
Katan útskýrði fyrir henni, að
&
^Melíóse’s te^
Melföse’s te^>
^gleöuryður
kyöldé ogmorgna
Hvað er betra á morgnana eða á
mæðusömum vinnudegi? Lífgar hugann
og léttir skapið. Og hvað er betra á kvöldin?
Orvar samræður og rænir engan svefni.
Notalegur og hagkvæmur heimilisdrykkur.
Fljótlagað, fæst í þægilegum grisjupokum.
fiskurinn yrði að stikna hægt,
og þegar hann væri steiktur,
væri hann borinn fram með lauk
og tómötum. Hann i'lmaði vel, en
Lísa hafði meiri áhuga á fólk-
inu en matnum og fór að hugsa
um, hvenær hún mundi fá að
hitta húsmóðurina og hvort hún
mundu nokkurntíma sjá Blake
McCall aftur.
Nú gengu þau gegn um annað
sikarð í limgerðinu og hún sá, að
þau voru komin í ofurlítinn rósa
garð. Svo regluleg og skrautleg
voru blómin, að í lampaljósinu
hefði mátt halda, að þetta væru
gerviblóm. Hún tyllti sér á tá
til að þefa af einni gulri rós. En
hún var álgjörlega ilmlaus. Þau
gengu áfram og nú að litlu
stöðuvatni.
Ofurlitlir fossar steyptust
fram af marglitum steinum, sem
var raðað í ýmiskonar mynstur
og dapurlegur reyr hékk út yf-
ir ofurlítinn vatnspoll þar sem
fiskar léku sér innan um aðflutt
an sjávargróður. Katan var af-
skaplega hreykinn af þessu öllu
og athugaði svipinn á henni, til
að vita hvort hún yrði ekki
hrifin líka. Hún setti upp fjar-
rænt bros, en með sjálfri sér
fannst henni þetta smekklaust
og ti'lgangslaust. Rétt eins og
gerviblóm í skrautlegmn sal.
Arbinn hafði tekið í handlegg
hennar, óþarflega valdsmanns-
lega og leiddi hana út í horn
þar sem dimmara var. Hún stanz
aði og dró að sér handlegginn. Er
þetta Mosgouf ekki bráðum til-
búið. Ég er farin að verða
svöng.
Katan gaf frá sér einhverja
uppgjafarstunu og sagði: — Jú,
það er sjálfsagt en þér verið
að lofa mér að sýna yður húsið
eftir kvöldverðinn. Vilduð þér
það ekki?
;— Jú, áreiðanlega, en meira
langar mig þó til að kynnast
húsmóðurinni hérna. Ættum við
ekki að reyna að finna hana?
29. JANÚAR
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Nú verðurðu að láita til skarar skríða með þau málefni sem
setið hafa á hakanum og losa þig við allt sem úr sér hefur
gengið og ekki þjónar framar neinum tilgangi. Njóttu kvöldsins
heima í friði og ró.
Nautið 20- apríl — 20 maí
Betra er að leggja alltaf nokkra orku daglega og hafa álagið
því minni en jafnara. Þú eygir möguleika til að geta lokið
skriffinnsku.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Vertu ekki að iáta það á þig fá, þótt þú þurfir að vinna
eitthvað að bréfaskriftum eða þess háttar. Þú þarft ekkert að
átta þig betur. Gakktu snemma til hvílu og ef þér verður ekki
svefnsamt, eða snemma útsofinn, skaltu iðba dálitlar yoga-íþrótt-
ir
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Ef þú stenzt freistinguna að yfirgnæfa gömlu vinina, gefst þér
prýðis tækifæri til þess að reyna forystuna á öðrum sviðum
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
Einhver auglýsingastarfsemi í viðskiptum eða þessháttar er
ráðleg í svipinn, og verður árangurinn langvarandi, þótt stund-
um verði hann kannske stopull
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Þú getur alveg ráðið stefnu mólanna í morgun Farðu hægt i
umgengni við fólk sem er ókunnuglegt Ekki er of snemmt að
hyggja á ferðalög í framtíðinni
Vogin 23. sept. — 22. ok.t
Neitaðu þér um munaðinn Þú stenzt illa þá tilfinningu, að
verið sé að prófa þig Það er óviðkunnanlegt að leita flísa í
auga náungans. Bjóddu heim kunningjum í kvöld.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Gerðu eigin áætlanir, ef þess er kostur, en bíddu með að ákveða
hvort þú lætur nokkuð uppi um gerðir þínar Þú ert ef til vill
ekki nógu hógvær fyrir smekk og þroska vinanna
Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des.
Endurskoðaðu tryggingarnar þínar Ertu brunatryggður? Þú
verður að leggja hart að þér til að fá sem beztan árangur
Steingeitin 22. des. — 19 jan
í dag gefst þér kostur á algerri hvild Ef þú þreytist á því að
sjá vini og samstarfsmenn þína svo oft, skaltu reyna að koma því
þannig fyrir, að þú gætir fengið nokkurra daga frí til að skipta
um umhverfi
Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr.
Þegar þú kemur heim í kvöld, skaltu hugleiða það vandlega
hvernig þú megir bezt koma því við að bæta heimilishagi
þína. Það fellur fleirum vel.
Fiskarnir 19. febr. — 20. marz
Þér berast bæði góðar og hófsamar ráðleggingar. Það veltur á
þér sjálfum, hvernig til tekst með að vinna úr þeim. Þér er holl-
ara að gera þér ljós undirstöðuatriði þess að skapa sér æskilegt
heimili!