Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1969
- ZATOPEK
Framhald af bls 1
«m séu í þann mund að mynda
íameiginlega fylkingu, sem nái
til margra milljóna manna. Sé
það takmark þeirra, að fá því
framgengt, að frjálsræðisþróun
sú, sem Alexander Dubcek hóf í
fyrra, fái að þróast áfram.
Dubcek og flestir samstarfs-
manna hans munu hins vegar
vera því fylgjandi, þar sem þeir
sæta miklum þvingunum af
hálfu Sovétríkjanna, að fara
milliveginn í því skyni að bjarga
eins miklu og unnt er af því,
sem áunnizt hefur, án þess að
til beinna átaka komi við Sovét-
ríkin.
Leiðtogi stjórnarandstöðu-
flokksins í Austurríki, Bruno
Kreisky, sem ér formaður sósíal-
demokrataflokksins, gagnrýndi í
dag Bandaríkin og önnur lönd
hins frjálsa heims fyrir að hafa
ekki beitt siðferðislegu afli sínu
gegn innrás Varsjárbandalags-
ríkjanna í Tékkóslóvakíu. —
Kommúnistaríkin hagnýta sér
sérhvert tækifæri til þess að
gefa Bandaríkjamönnum nafnið
árásaraðili, Kvaðst Kreiski ekki
geta skilið, hvers vegna Banda-
ríkin og önnur frjáls ríki sem
og samtök Sameinuðu þjóðanna
hefðu ekki brugðizt skjótt við
og lýst Sovétríkin áráisaraðila
eftir innrásina. Sagði Kreisky
ennfremur, að Sameinuðu þjóð-
irnar hefðu farið með harmleik
Tékkóslóvakíu eins og „fjöl-
skyldumái kommúnistarikjanna“.
Bruno Kreisky er fyr~verandi
utanríkisráðherra Austurríkis.
Skýrt var frá þvi í London í
dag, að Alþjóðasamband blaða-
útgefenda hefði veitt blöðum í
Tékkóslóvakíu og blaðamönnum
þeirra „Gullna penna frelsisins“.
Er þessi heiður veittur vegna
„einstakrar frammistöðu blaða
Tékkóslóvakíu á sögulegu tíma-
bili“, að því er segir í jrfirlýsingu
sambandsins.
f yfirlýsin gunni er tekið fram,
að afhendingarathöfnin sjálf
muni eiga sér stað síðar, en sam-
bandið óski þess að fá að senda
innilegustu kveðjur sánar til
þeirra karla og kvenna, sem bar-
izt hafi ag haldið áfram að berj-
ast fyrir ritfrelsi.
- KOSYGIN
Framhald af bls. 1'
um með Kosygin, sem taldar
eru fjalla fyrst og fremst um
þróunina að undanförnu í
Tékkóslóvakíu.
Harðari stefna í vændum?
Orðrómurinn, sem verið
hafði á kreiki um veikindi
Kosygins, hafði leitt til mik-
illa getgátna um, enda þótt
þær væru ekki rökstuddar,
að breytingar væru yfirvof-
andi í æðstu stjórn Sovét-
ríkjanna. Þessar getgátur
fengu aukinn byr undir báða
vængi, þegar langur tími leið
og Kosygin kom aldrei fram
opinberlega, en það gerði
hann síðast 20. desember sl-
Slíkar getgátur kunna að
reynast á engum rökum reist-
ar, en hins vegar má telja
nokkurn veginn rétt, að
sovézku leiðtogarnir hafi
undanfarnar vikur verið að
leggja drög að stefnu
fyrir raunhæfar viðræð-
ur við nýju ríkisstjórnina
i Bandaríkjunum varðandi
ýms afar mikilvæg málefni —
svo sem kapphlaupið um eld-
flaugakerfi gegn gagneldflaug
um, afvopnun, ástandið fyrir
botni Miðjarðarhafsins, Vi-
etnam og mörg fleiri mál.
Hvaða ákvarðanir, sem sov-
ézku leiðtogarnir kunna að
hafa tekið, er gert ráð fyrir
harðnandi afstöðu af þeirra
hálfu.
Kosygin er einmitt sá mað-
ur, sem vænta má, að stjórna
muni undirbúningi að slíkum
viðræðum, og ef honum yrði
ýtt til hliðar, myndi það
mega teljast augljóst merki
um, að harðnandi afstaða
væri í vændum. Hann er
tæknimenntaður maður, sem
hefur mikinn áhuga á eflingu
efnahagslífs Sovétríkjanna og
hann er talinn hafa meiri á-
huga á því en nokkur annar
á meðal æðstu manna Sovét-
ríkjanna, að kröftum þjóðfé-
lagsins verði beint að þvi, að
auka framleiðsluna í landinu
í staðinn fyrir smíði nýrra og
ofboðslega dýrra varnar-
vopna.
- BIAFRA
Framhald af bls 1
og hafa ekki sætt neinum höml-
um af hálfu yfirvaldanna.
Talsmaður Alþjóða Rauða
krossins skýrði frá því, að hjálp-
arflugið yrði byrjað nú að nýju
þegar í stað. Tvær flugvélar
verða fluttar frá Fernando Po til
Cotonou og þriðja flugvélin er
væntanleg bráðlega frá Sviss. —
Þessi nýja flugbækistöð gerir
flugleiðina til Biafra 150 km.
lengri een hún var upphaflega
frá Fernando Po.
- ÍRAK
Framhald af bls 1
aftökurnar gætu haft á álit ír-
aks erlendis", sagði talsmað-
urinn.
FÖGNUÐUR f ÍRAK
Þótt aftökunum hafi verið fá-
lega tekið í öðrum Arabarikjum,
hefur mikill fögnuður ríkt í
írak, og þá sérstaklega í Bagdad.
Segir útvarpið í Bagdad að íraks
stjórn hafi borizt fjöldi heilla-
óskaskeyta frá öllum landshlut-
um, þar sem aftökunum er fagn
að. Hafa mörg skeytanna verið
lesin upp í útvarpi og sjónvarpi.
Ferðamenn, sem komu frá Bag
dad í dag, segja að borgin sé
gripin blóðþorsta og ótta. Um
hálf milljón manna tók þátt í
fjöldaigöngum í borginni í dag til
að virða fyrir sér lík ellefu þeirra
14, sem hengdir voru. Mennirnir
voru allir hengdir í aðalfangelsi
borgarinnar, en lík ellefu þeirra
síðar hengd upp í gálga á „Frels
istorginu“, og þrjú lík hengd upp
í gálga í hafnarborginni Basra.
Segja ferðamennirnir að fjölda-
gangan í Bagdad hsifi verið villi-
mannleg sýning frumstæðra
hvata. Sjónvarpsþulir voru ekki
barnanna beztir, því þeir hvöttu
áhorfendur til að horfa á skæld
andlit líkanna þegar myndatöku
vélunum var beint að þeim þar
sem þau héngu í gálganum,
klædd rauðum fangafötum.
Bentu þulimar á að þetta væru
örlög allra landráðamanna.
Mannfjöldinn fór í hópgöngu
framhjá gálgunum og báru sumir
kröfuspjöld með áletruðum víg-
orðum gegn fsrael og heimsvalda
sinnum í Bandaríkjunum. í göng
unni voru hópar skóiastúlkna í
einkennisbúningum skóla sinna,
og litu margar þeirra undan
þegar að gálgunum kom, en sum
ir unglinganna báru sig manna-
lega og toguðu í líkin svo ljós-
myndarar fengju að festa njósn-
arahatur þjóðarinnar á filmu.
Gamall Palestínu-flóttamaður
brást öðruvísi við, hann fór að
hágráta. Var gráturinn fljótlega
skýrður, því sagt var að hann
stafaði af „hamingju og fögn-
uði“.
SÖGULEGUR DAGUR
Þegar smiðir voru að reisa
gálgana á „Frelsistorginu" á
mánudag, safnaðist mannfjöldi
þar saman og hvatti smiðina til
dáða. í útvarpinu var skýrt frá
gálgasmíðinni, og sagði þulurinn
að þetta væri aðeins upphafið.
„Enginn njósnari fær að halda
lífi. Fleiri njósnara hljóta sömu
örlög. Þetta er sögulegur dagur.“
Tóku áhorfendur að gálgasmíð-
inni undir þessi orð, og kröfðust
þess að Abdul Rahman al Bazzaz
fyrrum forsætisráðherra og Ab-
dul Aziz al Kaili fyrrum varnar-
málaráðherra yrðu teknir af lifi,
en báðir bíða nú dóms sakaðir
um landráð.
Þessi múgæsingur í Bagdad
kemur í kjölfar margra vikna
baráttu stjórnarinnar fyrir því
að yfirbuga alla andstöðu. Hefur
stjórnin látið handtaka tugi
kommúnista og fylgiismanna
Nassers forseta Egyptalands að
undanförnu, og gæti njósna-rétt
arhöldin gefið hugmynd um hvað
þeirra bíður.
Einn ferðamannanna, sem kom
til Beirut frá Bagdad í dag hafði
verið viðstaddur njósnaréttar-
höldin, og segir hann að mörg
vitnin hafi verið staðin að ó-
sannsögli. Hinsvegar hafi sak-
'borningar verið vonlausir frá
upphafi, eins og bezt kom fram
þegar einn þeirra, Ezra Nagi,
var að því spurður hvort hann
aetlaði ekki að fá lögfræðing til
að verja sig. Svaraði Nagi að-
eins: „Til hvers er það. Það
hefur enga þýðingu."
Fleiri aftökur?
fraksstjórn hefur bersýnilega
ekkert tillit tekið til mótmæla
erlendis frá, því í dag Iýsti Ab-
dullah Salloum menningar- og
upplýsingamálaráðherra því yfir
að „aðrir hópar“ manna yrðu
hengdir, ef þeir reynast sekir
um njósnir fyrir ísrael. Sagði
ráðherrann að þessir menn yrðu
hengdir á almannafæri í Bagdad
og öðrum borgum landsins. Eftir
er að kanna mál fjölda manna,
sem sakaðir hafa verið um
njósnir, sagði hann, og verða
þeir dregnir fyrir byltingardóm-
inn. Ekki nefndi ráðherrann hve
fjölmennur þessi „njósnarahóp-
ur“ væri.
í Washington var tilkynnt í
kvöld að bandaríska stjórnin
hefði falið sendiráði sínu í ísrael
að ræða við forráðamenn þar í
landi og hvetja þá til að sýna
stillingu, en grípa ekki til hefnd-
arráðstafana vegna henginganna
í Bagdad. Haft er eftir áreiðan-
legum heimildum að Bandarík-
in hafi reynt að miðla málum
áður en mennirnir 14 voru hengd
ir á mánud. en átt erfitt um vik,
þar sem Bandaríkin slitu stjórn-
málasambandi við írak eftir
júní-styrjöld Araba og Gyðinga
1967.
U Thant hélt fyrata fund sinn
frá því í september roeð frétta-
mönnum í New York í dag og
ræddi um ástandið fyrir botni
Miðjarðarhafsins. Kvaðst hann
sammála Nixon forseta um að
<ný styrjöld Araba og Gyðinga
gæti leitt til átaka Bandaríkj-
anna og Sovétríkj anna. Hann
sagði að lausn á deilu Araba og
Gyðinga vaeri aðeins að finna
innan ramma Sameinuðu þjóð-
anna, en lagði til að stórveldin
fjögur, Bandaríkin, Bretland,
Sovétríkin og Frakkland, kæmu
rér saman um leið til friðar áð-
ur en málið yrði tekið fyrir hjá
■Öryggisráði SÞ.
- HVAÐ SEGJA
Framhald af bls. 3
málin síðan betur til athugun-
ar er við komum norður og
vonandi getum við sent ríkis-
nefndinni ítarlegri gögn til úr
vinnslu í næstu viku.
— Vandamálin akiptast í
tvennt. Annars vegar það, sem
vantar til að eðlileg sjósókn
geti hafizt, en til þess liggja
ýmsar ástæður. Hins vegar er
það almennur samdráttur hjá
iðnaðar- og þjónustufyrirtækj
um og þar er byggingariðnað-
urinn ofarlega á blaði. Síðan
eru sérstök vandamál, eins og
t.d. bruninn hjá S.Í.S.
— Það, sem okkur dettur
fyrst í hug er nauðsynin á að
eðlileg sjósókn og vinnsla afla
geti hafizt. Það þarf að greiða
á eðlilegan hátt fyrir því og
er þá ekki ætlazt til að það
sé gert með beinum styrkj-
um.
— í byggingaiðnaðinum eru
aukin lán til húsabygginga
það eina sem til greina kem-
ur. Víða eru hálfbyggð hús,
sem ekkert er unnið við — á
Akureyri eru þau t.d. 130.
— Við höfum rætt ýmsar
aðgerðir, sem gætu hjálpað
i’ðnfyrirtækjum, einkum við
að endurskipuleggja fjárhag-
inn. Mörg þeirra hafa lítið
stofnfé og e.t.v. lítið eignafé,
en hafa verið rekin á stuttum
lánum, sem eru óhagstæð. Af-
leiðingin er að mörg eru í
greiðsluvandræðum. Þessum
fyrirtækjum mætti e.t.v.
hjálpa með auknum stofnlán-
um, sem væru þá endurskipu-
lagningalán. En það þarf að
kanna rekstur fyrirtækjanna
mjög vel áður en hægt er að
hefja slíka aðstoð.
- FJÖLBREYTT .........
Framhald af bls. 8
16. febr. nk., en aiuk þess sem
að fraiman greinir verða 1
Félagshedmili Heimdaílar í
vetur, kvikmyndakvöld og op
in hús, skólakvöld og uimræð-
ur millli simærri hópa, þ.á.m.
starfshópa úr ýmsum grein-
um þjóðlífsins. Að sjálfsögðu
er stjórn Heimdallair með ýms
ar fleiri ráðagerðjr á prjónun
um um félagssibarfsemi, en
ekki hefur verið gfengilð e<nd-
anlega frá því enn og þess
vegna ekki ásibæða til að
skýra frá því sérstaiklega.
— Og hvað viltu segja að
lokum?
— Af framansögðu má sjá,
að ungir Sjá'ltfstæðilsimenn
hafa hugamn við ýmis konar
verkefnd og af fyrri reynsilu
minni virðist mér, að þeir
menn, sem ég starfa með hafi
mikinn áihuga og vilji mikið á
siig teggja til þess a® stuðla
að lausn þeirra vandaimála,
sem þjóðfélag okkar hefur við
að sfríða ag vilja jafnframt
reyna að byggja það upp í
fraimtíðiminá á seim heilibriigð-
asta.n ihártrt. í umræðum og í
blöðum hefur veirið talað um,
að það skorti temgsl mainma á
milii, milli kynislóðainna. Ég
er þess fulilviisis, að gagnikvæm
ar uimræður stjórna Heimdall
ar og SUS og forusituimanna
Sjálfstæðiisflokksinis, sem
fram hafa fari® nýlega hafa
orðið þessum aðilum fii miik-
ilis gagnis og treysti ég því, að
þær verði til þests að styrkja
tengslin milli hinna yngri og
hinna eldri í flokknum.
Marta Markúsdóttir
Afmælisgjöf til Mörtu á
nýjársdag 1969.
Elsku Marta manstu þær
mörgu unaðsstundir
sumardag er sátum tvær
við sólu gylltar grundir.
Meðan sé ég sól og mar
saman tvinna hjörtu,
mun ég vina meta þar
minningarnar björtu.
HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams
LBT US COUNT
OUR BLESSINQ&,
7KOY! THE BfrACH
INN MAY NOT Be
PLUSH...BUT IT'S
STILL IN BUSINESS?
I PON'T SET IT, RANNY...
WITH 5 BILLION POLLARS,
WHAT poes AXTEL ATHOS
WANT WITH A
THOUSANP ) IHEARP
ROO/WS?y A RUMOR
* ONE OF THE HARBOR VtEW BELL MEN WHO
IVAS FtREO TOLPME THEV'RE &OIN& TO
TEAR POWN THE HOTEL TOMAKEA PARKtNG
LOT FOR SOMB KtNO OF SECRET PROJECTH
Og: — „Þeir hentu mér út af hótel-
Inu í morgun! Ég ætla aff skrifa þing-
manninum mínum um þetta.“
„Slepptu því. Mér var líka hent út og
ég er þingmaffnr!"
„Viff skulum lita á björtu hliðarnar,
Troy. Strandhótelið er kannski ekki
fyrsta flokks, en þaff er þó enn starf-
raekt!“
„Ég skil þetta ekki, Danny. Hvaff
hefur auðjöfur eins og Axtel Athos aff
gera við þúsund hótelherbergi?"
„Eg hef heyrt orffróm, herra ....
... Hótelstarfsmaffur einn, sem var
reyndar rekinn, sagði mér aff hótelin
yrffu jöfnuð viff jörðu og aff á svæffinu
ætti aff vinna aff einhverju Ieynilegu."
ísafjörður! Æskubyggð
er efst í huga mínum
man ég þaðan þína tryggð
og þörf frá vilja þínum.
Margt ég þarf að þakka þér
á þyrnigöngu minnL
Mildi þín mun mæta mér
er morgnar hinzta sinni.
Hekludóti held ég á
og huga að litlum púða
viltu vina verkið fá
er vinnur höndin lúða.
(Frá systur).