Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 15
MORGUNsBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1969 15 — Aumur er lagalaus Framhald af bls. 13 ENGINN vafi leikur á því, að afbrot eru framin hér á landi í trausti þess, að lögin geti aldrei náð að ganga yfir af- brotafólkið. Ekkert kvennafangelsi er t.d. fyrir hendi í landinu en afbrotum kvenfólks hefur mjög fjölgað að undanförnu og þess eru dæmi, að karl- menn hafi notað kvenfólk til lögbrota í þeirri vissu, að lög landsins standa þó enn ber- skjaldaðri gagnvart „veikara kyninu“ en því „sterkara“. SJÁLFSAGT er margt í ís- lenzkum lögum, sem þarf end urskoðunar við. Um það er sá, sem þetta ritar, ekki nógu kunnugur, en framantalið bendir vissulega til að svo sé. Og í fljótu bragði rifjast upp dómur, sem nýlega var kveðinn upp samkvæmt upp tökuákvæði áfengislaganna, dómurinn í Ásmundarmálinu svonefnda. Engum b'landast hugur um, að þar var dóms- valdið um of bundið af lög- gjafarvaldinu. Æðsti dómstóll landsins neyddist til að kveða upp dóm, sem svipti saklaus- an mann þýðingarmikilli eign. En til var leið út úr ógöng- unum. í snatri var mælt með sakaruppgjöf og forseti lands ins varð að leggja nafn sitt við það, að saklausum manni yrðu gefnar upp sakir! Laga ákvæði þessu hefur þó enn ekki verið breytt, hvað sem síðar verður. VAFALAUST mætti hér til fleira tína en hvernig, sem á þessi mál er litið, verður út- koman sú sama: Þrátt fyrir alla okkar lagabálka erum við „aumur lagalaus lýður“. f fljótu bragði virðist fang elsisskorturinn meginorsök þessarar „eymdar“ okkar — Fiskurinn hefur ætíð haft meira fjárfestingaraðdráttar- afl á íslandi en fangelsi. Mestur er skorturinn á inni lokunarfangelsi og kvenna- fangelsi. Austur á Litla- Hraun eru nú sendir allir af- brotamenn, sem ófært þykir að náða strax að uppkveðh- um dómi, a'llt frá finigralöng- um náungum upp í kynferð- isglæpamenn og morðingja. Enginn leið er að skilja þar sauðina frá höfrunum og í reynd er nú algjört öfugmæli að kalla Litla-Hraun vinnu- hæli. íslenzk tunga á ekkert eitt orð yfir stofnun, sem gegnir álíka fjölbreyttu hlut- verki og Litla-Hraun nú. Þegar byggingu innilokun- arfangelsis yrði lokið og það komið í gagnið yrðu þangað sendir allir meiri háttar af- brotamenn og þeir erfiðu. Á litla-Hraun yrðu sendir þeir afbrotamenn, sem samkvæmt eðli síns brots ættu þar frekar heima en í innilokun- arfangelsi, og þeir, semvegna eigin hegðunar yrði fært að láta afplána refsingu sína á vinnuhæli. Þessi skipting er brýn nauðsyn. — Um nauðsyn á kvenna- fangelsi þarf ekki að fjöl- yrða. Væri þetta tvennt fyrir hendi þyrftu lög landsins ekki að vera slík ólög, sem raun ber vitni, og íslenzkur al- menningur ekki svo „laga laus lýður“ sem hann í dag er. Fleira þyrfti þó sjálfsagt að koma til áður en íslend- ingar gætu aftur borið fulla virðingu fyrir lögum landsins og sjálfum sér. Á næstunni virðist hugsan- leg lausn hluta þessa ástands fólgin í lögreglustöðinni nýju í Reykjavík, þegar hún verður tekin í notkun. Þar eru fangaklefar, m.a. nokkrir sér fyrir kvenfólk, sem hugsanlega geta leyst Síðumúla af sem fanga- geymsla Jögreglunnar í Reykjavík. Opnast þá sá möguleiki að Síðumúli verði gerður að innilokunarfangelsi. Að vísu fer því fjarri, að slík skipan mála leysi allan vandann en með henni er þó stigið spor í rétta átt, spor, sem við íslendingar höfum dregið von úr viti að stíga. Fleiri möguleikar eru kannski fyrir hendi en hvað sem ofan á verður er skjótra úrræða þörf. Freysteinn Jóhannnsson. - BÖKMENNTIR Framhald af bls. 13 Bjargey Pétursdóttur fæddist árið 1902 í Rekavík bak Höfn, en var kornung tekin til fósturs í Hælavík, — Rekavíkin var næsti bær norðan við Hælavík- urbjarg, við mynni Hornvíkur, en Hælavík næsta byggða bólið sunnan bjargsinis. Afi og amma Bjargeyjar í föðurætt fluttust austan af Vatnsnesi vestur í Látravík, sem ekki hafði óður verið byggð, og var aðalbjarg- ræði landniáimsmannsins selur, hnísa, fu'gl og refur, því að hann var afbragðsskytta og þoldi manna bezt harðræði, jafnt á sjó og landi. Þó að Hælavík væri ekki stórbýli, bjó fóstri Bjarg- eyjar ekki einn á jörðinni. Þar bjó einnig Guðni Kjartansson með börnum sínum, greindur maður og bökvís. Fóstur- og dótt ursonur hans er Þórleifur Bjarna son, námsstjóri og rithöfundur, og dótturdóttir hans er Jakobína. Sigurðardóttir, skáldikona. Hann átti og son, sem var ærið skáld- hneigður og heifði áreiðanlega orðið góðskiáld, ef aðistæður hans hefðu orðið aðrar en þær voru. Það var Sigmundur, bóndi Bjarg eyjar. Viðtal Óskars Aðalsteins við 'hann er ekki langt, en hug- þekkt er það o.g lýsir Siigmundi furðu vel. Hann varð fyrir því hörmulega áfalli að veikjast svo í augunum 28 ára, að sjón hans fór síhrakandi — og innan við fertugt gat hann ekki litið í bók. Hann var tilfinninganæmur og Ijóðrænn og hafði yndi af öllu fögru, og 'hann isegir við Óskar, hinn sjónlausi maður: „Fegursta myndin, sem minningin geymir, er só'larlagið í Hælavík. Og ef ég mætti óska mér einhverrar ósk- ar, þá held ég, að sú ósk yrði fyrir valinu, að fegurð þess og ljómi mætti lýsa mér inn í eilífð- ina“. .... Sigmundur gaf út ljóðakver, sem heitir Brimhljóð. Þar er mörg falleg og lipurt kveð in vísa og nokkur vel gerð og ljóðræn smákvæði. Sá hlluti bókarinnar, sem heit- ir Á Galtarvita, fjallar um líf höfundarins þar og fjölskyldu hans. Þar er fyrst lýst í fiáium dráttum aðstæðum á þessum af- skekkta stað, en síðan kemur kafli, sem heitir Huldumál. Þar er sagt frá fornum isögnum og fornri trú á álfa og álög, sem hvíldu á ýmsum blettum í landi Keflavíkur — og frá refsingum, sem þeir urðu fyrir, er ekki virtu hin ævafornu bönn. En meður því, að álög og bannhelgi hvildu einmitt á ýmsum helztu slægna- blettum í landi víkurinnar, sá Óskar sér ekki annað fært en virða öll bönn að vettugi, og varð honum alls ekki hált á því utan einu sinni. Það var, þegar hann sló hið svokallaða Efra-Katlatún. Þá valt hann af heyvagninum og meiddist svo illa, að hann varð að liggja í rúminu í tvo daga og var síðan ófær til vinnu í heila viku! Og það tún hefur hann ekki slegið síðan. Annars hefur honum ekki virzt, að vættir vik- urinnar væru honum reiðar. Ekki befur hann séð neina þeirra, en hins vegar yngsti son- ur hans, sem lýsir því á skrýtinn og skemmtilegan hátt. Þarna er sagt frá búskaparsýsli og fisk- veiðum fjölskyldunnar, komum fárra, en kærkominna gesta, erf- iðum ferðalögum á sjó og landi, komum vitaskipsins með björg í bú og því undri, sem gerist, þeg- ar áhöfn skipsins lendir í haugabrimi á gúmbáti og kemur vörunum á land klædd hinum furðulega búningi froskmanna, og í lokakaflanum, sem heitir hafísblómið, kemur hafísinn frá í fyrra við sögu. Hér er aðeins drepið á nokkur atriði þessa þáttar, en yfir hon- um er notalegur og stundum heillandi bíær undarlegs sam- blands rómantíkur og raunsæis, skáldskapur og veruleika, og undarlega má þeim lesanda vera farið, sem ekki segir við sjálfan sig í bökarlok: Mundi nú ekki tími til þess kominn, að hið íslenzka þjóð- félag launaði Óskari Aðalsteini tuttuga ára trausta og örugga varðstöðu hans og konu hans á afskekktum og brimbörðum an- nesjum þessa lands með þvi að gera honum fært að lifa þar sómasamlegu lífi, sem hann get- ur blandað geði við menn, er eiga sér svipuð áhugamál, notið aukins bökakosts og þess bezta sem völ er á hér á landi á srviði íslenzkrar listsköpunar? Margt hefur hann allvel skrifað, síðan hann gaf út rúmlega tvítugur Grjót og gróður og Hhísið í hvamminum, en mundi ekki ein- angrunin hafa átt sinn ríka þátt í því, að hann hefur ekki skrifað þau veigamiklu skáldrit, sem vænta hefði mátt frá höfundi þessara tveggja bóka? Guðmundur Gíslason Hagalín. Lögregl uþjónn Starf lögregluþjóns í Stykkishólmi er laust til um- sóknar frá 1. marz. Umsóknir sendist sýslumanni Snæfellsnessýslu fyrir 10. febrúar. Sveitarstjórinn Stykkishólmi. Kvenslúdentofélog íslnnds Fundur verður haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtudaginn 30. janúar kl. 8.30. Frú María Pétursdóttir, hjúkraunarkona talar um hjúkrunarstörf og menntun hjúkrunarkvenna. STJÓRNIN. íbúð óskast Kærustupar sem vinnur úti með 1 bam, óska eftir 1 herb. og eldhúsi eða eldunarplássi í Heimunum eða Vogunum. — Tilboð merkt: „Reglusemi — 6369“ sendist afgr. Mbl. fyrir 5. febrúar. Bezt ú auglýsa í IVIorgunblaðinu Fáein orð til Jóhanns Hjálmarssonar Herra Jóhanin Hjálmarsson! TILDRÖG þess, að ég skrifa yður til, eru þau, að ég rakst á tveggja d)ál!ka miynd af John Steinlbeok í Morguinblaðmu frá 28. des. s.l. og reyndist hún vera í grein eftir yður. Greinin ber heitið „Fáeiin orð í tilefni uimis.agna um Jóhn Steinbeck" og fer ©kki milili mála, að þér eigið þar við umsaignir Thors Vil- hjáimtsBonar um hann. Um það er efckert að segja, annað en það, að við igetum öll verið þakklát fyrir að eiga heima í þjóðfélaigi, þar sem okkur er frjálst að láta í Ijós átiit okkar á mönnum og miálefnum, sivo lengi sem það skerðir ekki per- sónufrelsi annarra. Ástæðan til þesis, að ég tek mér penna í hönd, er sú, að mig langar til að fcoma á framfæri gagnrýni á þau vinnuibrögð yðar i greini'iuii, sem snerta gifta kon.u í emfoætti og rennur mér þar folóðið til skyldunnar. Ekki á ég þess kost að rökræða við yður um skrif Thors Villhjálms- sonar, kaiffihúsahangs hans né annað atferli, því sannleikurinn er sá, að ég hef ekki lesið staf- krók efitir manninn, ekki einu sinni viðtalið í Tímanum. Kon- una hans befi ég ekki aiuigum litið, heldur ekki þessar for- vitnilegu fréttagreinar Stedn- becks frá Vietnam. Nú mætti æila, að al'lit væri upptaiið, srvo er þó ekiki. Yður teksit að koma Ríkisútvarpinu og fréttastof- unni þama að, og eina leiðin, sem þér virðist finna til að geta það, er hjúskapur fréttasitjára. f grein yðar er að finina eftir- fairandi tvær kllaiuisuir, sem urðu til þess að hrinda mér fram á ritvöllinn. Sú fyrri er þessi: „Eitthvað var fréttamaður í þeirri stofnun, sem kona Thors Vilhjálmssonar stjórnar, að gefa í skyn........“, og hiin siíðari á öðrum stað:.........rekið upp gleðirokur með Thor Vilhjálms- son og Fréttastofu Ríkisútvarps ins í broddi fylkingar." Ástæðuilaust er að hafa til- vitnanirnar lengri, þar sem þetta kemur fram í greininni eins og fjandinn úr sauðarleggnum og því hægur vandinn að taka 'það fyrir sénstaklega. Þér nefnið hvengi naf.nið hennar, en greini- legt er að hverju þér viljið vega, því flestum er kunnuigt, að embætti fréttastjóra er nú skip- að Margréti Indriðadóttur, sem gift er téðum Thor Vilhjálms- syni. Það þarf þó ekki eftir mínum skilninigi a.mk., að þýða það, að Thor sé kvæntur fréttastof- unni og því síður, að Mangrét sé gift öllum fréttamönnum, sem vinna undir hennar stjóm. Á yðuir þekki ég hvorki haus né sporð utan þessia einu blaða- gneiin og standið þið þar jöfn að vígi, þér og fréttasitjórinn, hana þekki ég af annaira blaða- grein úr Morgunblaðiim, eftir- mælum uim Jón Magnússon fyrirrennara hennar í starfi og saimstarfsmann um árabil og vil ég benda þeim, sem af ein- hverjum ástæðum hafa áhuga áhuga fyrir innræti hennar og viðhorfum, á að lesa þá grein. Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað, en fréttastjórimn, sem nú er, stjórni fréttaflutningmum af heiðarleika og samrvizkuisemi og miun ég haifa það, þangað táll ég reyni anmað sa.nmiara. Ég Mt svo á, að fréttastjóriinin eigi að þola gagnrýni fyrir störf sín, sem slík, og engan varði, hvort hún er gift Pétri eða Páli. Sömuileiðis lít svo á, að Thor Vi'lhjáLmsson eigi að hafa frelsd til að skritfa af hjartans lisit, ókúgaður af að vera kvæntur frétastjóra. Það h'lýtux að mega koma á hann gagnrýni með öðru móti. Eskifirði 10. júmar 1969, Virðingartfylilsit, Elín Óskarsdóttir. Akranes Aðstoðarstúlka á tann’ æknastofu óskast. Skrifleg umsókn sendist Mbl. merkt: „6052“ fyrir 3. febrúar. Kjóloverzlunin Elsn nuglýsir Kjólar — kjólar, ný sending. Gjörið svo vel og l'ítið í gluggana. Kynnið yður verð og gæði, það borgar sig. Kjólaverzlunin ELSA. Félagi um lögmannaskrifstofu Ungur hæstaréttarlögmaður með skrifstofu í Mið- bænum, tvo síma og allt tilheyrandi, óskar eftir ungum lögmanni eða lögfræðingi í félagsskap um rekstur skrifstofu, þannig að hvor starfi sjálfstætt, en kostnaði sé skift. Tilboð merkt: „Hagkvæmt — 6056“, sendist Morgun- blaðinu fyrir 5. febrúar n.k. Ritarastaða í Landspítalanum er laus til umsóknar hálfs dags- staða læknaritara. Vinnutími eftir hádegi. Góð vél- ritunarkunnátta auk góðrar framhaldsskólamenntunar nauðsynleg. Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapp arstíg 29, Reykjavík, fyrir 3. febrúar n.k. Reykjavík, 27. janúar 1969. Skrifstofa ríkisspítalanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.