Morgunblaðið - 29.01.1969, Page 23

Morgunblaðið - 29.01.1969, Page 23
MOBQUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1969 23 Sjónvnrpið með höppum og glöppum ú Suuðúrkróki Sauðárkróki, 28. jan.: — SJÓNVARPSÚTSENDINGAR til Sauðárkróks hófust í desember sl. flestum til mikillar ánægju. Nokkuð hefur þó dregið úr gleð inni, því útsendingar hingað hafa gengið mjög skrykkjótt og jafn- vel fallið niður með öllu sum kvöld. Er nú svo komið að sjón- varpseigendur lita orðið horn- auga til tækis síns og hugsa mið ur hlýlega til þeirra sem hér bera ábyrgð á. Vonandi verður nú brugðið skjótt við og lagfært það sem á- bótavant er svo allir geti tekið gleði sína á ný. — Kari. KVIKMYNDA- KLÚBBURINN K VTKM YN DAKLÚ'RBURI'NN hefur sýningu í kvöld (miðviku- dag) í Norræna húsinu. Sýning- in hetfst klukkan 21.00. Sýnd verð ur kvikmynd eftir franska leik- stjórann Georges Franju. Mynd in heitir „Therese Desqueyroux“ og er gerð eftir samnefndri skíáld sögu Mauriacs. Mynd þessi var sýnd í klúbbnum fyrir háilfum tniánuði, en er nú endursýnd vegna fjölda áskorana og eins vegna þeirra, sem ekki áttu heim angengt þá í óveðrinu. Ný skír- teini verða afgreidd í Norræna húsinu frá klukkan 20.00. í kvöld verður ieikrit Brechts, Puntila og Matti sýnt í 25. sinn í Þjóðleikhúsinu. Aðsókn að leiknum hefur verið ágæt eins og jafnan þegar leikrit ná þetta háum sýningafjölda í Þjóðleikhúsinu. — Myndin er af Robert, Kristbjörgu og Rúrik í hlutverkum sínum. Friðrik og Ciric gerðu jafntefli AUGLYSINGAR SÍIVII 22*4*80 12. umferð á ákákmótinu í Beverwijk var tefld í gær og fóru leikar þannig að Friðrik gerði jafntefli við Ciric, Benkö vann Langeweg, Lom'bardy vann Ostojic, Medina vann Ree og Donner vann van Scheltinga. Þá gerð,u Geller og Keres jafntefli Báðir fætur brotnuðu UMFERÐARSLYS varð skammt austan við gatnamót Hofsvalla- götu og Hringbrautar kl. 19.25 síðastliðið laugardagskvöld. Þar ók Skoda-bifreið á 57 ára gaml- an mann, sem hljóp yfir götuna. Brotnuðu báðir fótlegjgir manns- ins og hann missti meðvitund. Bifreiðin ók á hægri akrein og var komin yfir gatnamótin, en maðurinn var á leið suður yfir Hringbrautina. Maðurinn varð fyrir vinstra framhorni bifreiðarinnar og kastaðist upp á vélarhlífina. Gatan var þurr, og virðist bifreiðin ekki hafa ekið óeðlilega hratt. - ÍR HEFUR Framhald af bls. 22 KR 40/20 : 50,0% KFR 32/15 : 46,9% Ármann 38/15 : 36,8% 10 stigahæstu leikm. 1. deildar: Einar Bollason Þór 70 st. 2 L Þórir Magnússon KFR 68 — 2 - Þorsteinn Hallgrímss. 25 — 2 - Birgir Örn Birgis Á 32 — 2 - Jón Sigurðsson Á 32 — 2 - Sigmar Karlsson ÍR 28 — 2 - Agnar Friðriksson ÍR 23 — 2 - Hjörtur Hansson KR 21 — 1 - Kolbeinn Pálsson KR 17 — 1 - Ævar Jónsson Þór 13 — 2 - Hittnustu leikmenn 1. deildar úr vitaköstum: (10 st. og meira) Þorsteinn Hallgrímsson ÍR 77,7% Einar Bollason Þór 76,9% Sigmar Karlsson ÍR 66,6% Þórir Magnússon KFR 57,1% Kolbeinn Pálsson KR 50,0% Birkir Þorkelsson ÍS 50,0% Jón Sigurðsson Ármanni 40,0% Enn hafa engir sjónarvottar gefið sig fram við rannsóknar- lögregluna, en ef einhverjir hafa orðið vitni að slysi þessu, eru þeir vinsamlegasrt beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregl- una í síma 21108. og ennfremur Doda og Kavalek. Portisoh og Botvinnik eiga bið- skák og stendur Portisch betur Staðan eftir 12 umferðir er þessi: Geller er efstur með 9 vinninga, í öðru sæti er Botvinn- ik með 8% og biðskák, þá eru jafnir í 3. og 4. sæti Benkö og Keres með 8 vinninga hvor, Portisch er 5. með 7% og bið- skák, Friðrik ólafsson er 6. með 7V2, 7. er Ciric með 7 vinninga og næstir koma Donner 6% Doda 6 vinninga, Lombardy 5% vinning, Kavalek 5 vinninga Ostojic 4% vinning, Langeveg 4 vinninga, van Scheltinga og Medina hafa 3 vinninga hvor og restina rekur Ree með tvo vinn- inga. í 13. umferð teflir Friðrik með svörtu gegn Keres. Svarti flöturinn á myndinni sýnir svæðið þar sem mest hefur lóðað á loðnu að undanförnu. svæðið er 40—80 mílur austur af Dalatanga og 30 mílna breitt frá norðri til suðurs. Loðnan hefur haldið sig mjög grunnt á kvöldin og nóttunni, eða á um 50 m dýpi. - LOÐNAN Framhald at bls. 24. Sagði hann að samkvæmt sýnis hornum, sem þeir hefðu tekið væri loðnan stór og falleg og virtist eiga a.m.k. 2—3 vikur í hrygningu. Aðspurður kvaðst Hjálmar ekki sjá annað en að þarna væri nú nóg loðna og rúmt veiðisvæði fyrir allan síld- arflotann. Undanfarna daga hef- ur verið einmunablíða á miðun- um og spáir áfram hægviðri. Frumleit að kopar á Suð-Austurlandi — — d vegum rannsóknarráðs ríkisins — einnig möguleikar á blý- og sinkvinnslu 'ÞAÐ hefur lengi verið vitað um málmsteinaauðug svæði á Aust- urlandi og oft hafa fundizt þar málmauðugir steinar. Á síðustu árum hefur fundizt töluvert 'málmgrýti á Austur- og Suður- landi, sérstaklega í sprungu, sem 'liggur frá Össurárdal að Svín- *hólum. Sprunga þesisi er 2—3 'kílómetrar á lengd og til jafn- aðar um 20—30 metra breið. - Rannsóknarráð ríkisins er nú að undirbúa frumrannsókn á *þessu svæði til þess að kanna hvort til greina komi að hefja *þarna koparvinnslu og þeirra málmtegunda aukreitis, sem 'slíkri vinnslu fylgja. Mtol. leitaði í gær upplýsinga um þetta mál hjá Stein- grími Hermannssyni, fram- kvæmdastjóra Rannsóknarráðs. Sagði hann, að Þorleifur Einars- son og fleiri jarðfræðingar hefðu kannað þetta svæði lauslega, en - VERKSMIÐJUR Framhald af hls. 24. ynnu úr framleiðslu hennar ýmis konar skinnavöru. Afköst prjónaverksmiðjunnar eru áætluð um 300 þúsund sokkabuxuT á ári og munu vinna þar um 20 manns. öll fram- leiðslan mun vera seld fyrir- fram. Verði af því að verksmiðjur þessar risi á Sauðárkróki, koma þær væntanlega inn í iðngarða- hugmynd þá, sem fyrirhuguð er á Sauðárkróki samkvæmt Norð- urlands áætlun. - LISTDÖMUR Framhald af hls. 24. Stytta úr brenndum leir af há- vöxnum sitjandi manni, nöktum að ofan, er einnig tákn raunsæis- ins í skilningi listakonunnar á hinu mannlega. Styttan er byggð upp í einfald leika með virðingu fyrir aðalat- riðunum. Það er fögur myndræn hreyf- ing í hinni indælu liggjandi konu mynd, „Grétu“. Hinn tæri og fastmótaði hrynjandi í bronz- styttu af „Sitjandi dansmær", er bindur skóþveng sinn, er dá- samlega heilsteyptur. ÞETTA ER ÍSLAND Maður fær einnig hugmynd um þroskaferil Ólafar Pálsdóttur 1 gerð mannamynda hennar. Elzt þeirra, og mjög sannfærandi vegna alvöru og kyrrðar túlkun- arinnar, er brjóstmynd úr brenndum leir af föður listakon- unnar. Listakonan hefur innsýn í lynd iseinkunn og persónu fyrirmynda sinna. Hið sama má segja um sérkennilega brjóstmynd af hin- um íslenzka brautryðjanda, og einnig um uppkastið að mynda- styttu af Halldóri Laxness. Loks á hið sama einnig við um höfuð- ið af „Stjórnmálamanni", sem er meðal nýjustu verka listakon- unnar. Það verk hefur stórbrotin myndræn áhrif. Athyglisverð er einnig túlkun hennar á tveimur íslenzkum úti- gangshestum. Hin beina náttúru skynjun hefur hér í formi frum- •dráttanna fengið frjálsan, lif- andi blæ. — Þetta er ísland“, segir Jan Zibrandtsen að lokum. Sýning „Lille gruppe" er að- eins ein af mörgum sýningum, sem nú eru í Kaupmannahöfn. Þessi sýning er í sýningarsölum „Den Frie“ og í sömu byggingu hefur listamannafélagið „Marz- sýningarnar“ einnig sýningu. Á Charlottenborg hefur hið stóra, gamla félag, „Grönningen“ einn- ig listasýningu. Rytgaard. skipulagðar rannisóknir munu ekki hafa farið þar fram enniþá. Steingrímur sagði, að nú væri í bígerð hjá Rannsóknarráði að láta gera frumathugun á þessu svæði til þess að kanna mögu- leika á koparvinnslu, en sú málmtegund hefur reynzt vera til jafnaðar 1,5% af þeim sýnis- hornum sem þarna hafa verið tekin og rannisökuð. Það svæði sem verður rann- sakað er skammt frá Lóni og þá sérstaklega jarðsprunga um tveggja til þriggja kílómetra löng, en hún liggur eins og fyrr getur frá össurárdal að Svínhól- um. Rannsóknarráð mun fá hingað hagfræðilegan isérfræðing frá Sameinuðu þjóðunum til þess að vera ráðgefandi um þá möguleika sem fram kunna að koma í ljós þegar íslenzkir vís- indamenn hafa gert Þær frum- athuganir, sem þörf er á. Ef þessar frumathuganir verða jákvæðar verður ráðizt í ítar- legri rannsókn á þessum svæð- um. Þær rannsóknir munu þá skera úr um hvort mögulegt er og borgi sig að vinna kopar úr jörðu og þau efni önnur, sem vinnast einnig í slíkri vinnslu svo sem blý og sink. - HÖRPUDISKAR Framhald af bls. 24. stöðuigt bætt útbúnað sinn tfl. þess sem hagkvæmara hefur þótt. Gat Guðfinnur þess að Guðmund ur skipstjóri hefði sýnt mikinn dugnað og þrautseigju við þessar tilraunir. Sl. föstudag kom svo fyrsti verulegi árangurinn í ljós, en þá veiddi Hrímnir um eitt tonn af hörpuiskeljum og sl. mánudag kom báturinn með tæp tvö tonn af hörpudiskum úr Jökulfjörð- unum. Guðfinnur sagði að þetta væri í fyrsta skipti, sem þessar veiðar væru reyndar hér við land og ekkert vitað um magnið af þess um skeljum, en allavega hefði ekkert verið gengið á stofninn áður. Sagðist Guðfinnur hafa mikla trú á þessum tilraunum og trúa því að mikil atvinnuaukning ætti eftir að verða á ýmsum stöðum, þegar þessi mál hefðu verið könn uð til hlítar. Sagði Guðfinnur að t.d. hefðu 20 manns unnið hjá sér í gær við að gera að og vinna fiskinn úr hörpudiskunum en hann er unninn þannig að fiskurinn er skorinn úr skelinni og hluti af innvolsinu hiU og það síðan hrað fryst í sérstakar pakningar sem vonandi kæmust svo inn á Ameríkumarkað, en ekki hefur enn verið tryggður markaður fyrir hráefnið. Guðfinnur gat þess að allar tilraunir og undirbúnirugur I þessu sambandi hefðu verið gerð ar í samráði við Hjalta Einara- son verkfræðing hjá Sölumið- stöð Hraðfrystibúsanna, en Hjalti er bróðir Guðfinns og hefur hann kynnt sér sérstaklega veiðar og Vinnslu á skelfiski. Ekki er enn ákveðið hvað veiðum verður haldið áfram lengi og fer það eftir gangi málanna og markaðis- möguleikum. „Ég byggi á þessu miklar von- ir“, sagði Guðfinnur og er visa um að við eigum eftir að ná langt í þessari vinnslu. Við é þessum stöðum, sean hafa ekki reglubundna vinnu frá viku til viku heldur fremur eftir árs- tlðum .verðurn að reyna allt sem hægt er til þess að skapa atvinnu öryggi og ef til vill á þessi tilraun eftir að leggja sitt af mörkum I þá átt“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.