Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 196« Körfuknattleikur: ÍR hefur forystu EFTIR SIGUR YFIR ÁRMANNI 61-41 SÍÐASTUÐINN SUNNUDAG ÞRÍR leikir voru leiknir í I. deild íslandsmótsins í körfu- knattleik um síðustu helgi. Á laugardagskvöld sigraði Þór ÍS með 58 stigum gegn 44, og á sunnudagskvöid vann KFR Þór með 69:61, og ÍR bar sigurorð af Ármanni 61:41. í I. flokki karla sigraði ÍS Breiðablik úr Kópa- vogi 43:29, og í 4. flokki vann KR KFR 23:21. Allir þessir leik- ir fóru fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. — ÍR hefur nú forystu í I. deild með fjögur stig eftir tvo leiki, en skæðustu and- stæðingar þeirra, KR hafa ekki lokið nema einum leik, sem þeir unnu, svo ekki næst samanburð- ur þar á milli. I. DEILD Þór — ÍS 58:44 (24:26) Segja má að Einar Bollason hafi upp á eigin spýtur unnið þennan leik. Hann lék mjög vei og réðu stúdentar ekkert við skot hans, og skoraði hann sam- tals um 40 stiig, sem er frábært. í fyrri hálfleik var leikurinn nokkuð jafn og höfðu ÍS menn yfir í hléi 26:24. í síðari hálfleik náðu Þórsarar algerum yfirtök- uim, með Einar í broddi fylking- ar, og gersigruðu stúdenta 58:44. Stigahæstir í leiknum voru Ein- ar Bollason 40 fyrir Þór, og hjá ÍS Jóhann Andersen með' 12 stig. KFR — 69:61 (29:33) Leikur þessi var mjög spenn- HANDKATTLEIKSMENN eru á förum til Svíþjóðar og Danmerkur til landsleikja við Svía og Dani. Heldur lands- liðið utan 6. febrúar, leikur gegn Svíum í Helsinghorg 7. febrúar en við Dani í Helsing- ör 9. febrúar. I gær var ákveðið að lands- liðið yrði óbreytt frá leikj- unum við Spánverja, þ. e. Hjalti Einarsson og Emil Karlsson markverðir og aðrir leikmenn Sigurður Einarsson, Örn Hallsteinsson, Geir Hall- steinsson, Auðunn Óskarsson, Bjarni Jónsson, Jón Karlsson, Ólafur Jónsson, Ólafur Ólafs- son, Sigurbergur Sigsteinsson, Stefán Jónsson. t þennan hóp bætist svo Jón Hj. Magnús- son, en hann er nú við nám í Svíþjóð. I fararstjóm verða Rúnar Bjarnason, Jón Erlendsson og Hilmar Bjömsson þjálfari. Þriðji leikur handknatt- leiksmanna í ferðinni verður borgarkeppni Kaupmanna- hafnar og Reykjavikur. Þá geta Hafnfirðingar ekki leikið með en hverjir skipa lið Reykjavíkur er enn ekki vitað. andi frá upphafi til enda. Liðin skiptust á um forystu og sjaldan skildu nema önfá stig. Þór hafði yfirtök í hléi 38:20, en í síðari íhálfleik var baráttan hnífjöfn, á Þorsteinn Hallgrímsson setur svip á hvem Ieik töflunni sést 35:35, 43:43, 57:57, 61:61, og eru þá rúmar tvær mínútur til leitosloka. Elftir það skora Þórsarar ekki eitt einasta stig, en Þórir Magnússon bætti átta stigum við fyrir KFR og vann leikinn. Hafði Þórir átt mjög glaesi- legan leik, hitt mjög vel og hirt fjölda frákasta. Hjá Þór var Einar Bollason iangbeztur eins og fyrr, og skor aði 30 stig, einnig kom Ævar á óvart með fallegum langskotum, og Finnur átti góðan leik. KFR-liðið átti allgóðan leik að þesisu sinni, þó enfiðlega gengi að stöðva Einar Bollason. Þórir var eins og að ofan getur mjög glóður og skoraði 3® stig, sem er stórglæsilegur árangur. Aðrir leikmenn skoruðu minna en áttu góðan leik í sókn og vörn, eink- um stóðu yngri menn liðsins sig vel eftir að bæði Ólafi Thorlacius og Eigurði Helgasyni hafði verið vikið af leikvelli um miðjan' síð- ari háifleik. ÍR — Ármann ÍR-liðið byrjaði leikinn mjög vel og hafði algera yfirhurði Ár- menninga í fyrri hlálifleik, Ár- mannsliðið var langt frá sínu bezta. Ekki bætti það úr skálk að Birgir Örn var veikur, þó hann að vísu léki með, og í liðið vant aði Rúnar Verharðsson, sem hef- ur átt góða leiki sem miðherji. Lauk hálfleiknum með 36:10, fyrir ÍR og er óvenjulegt að I. deildarlið skori ekki meira en 10 stig á tuttugu mínútum. í síðari hálfleik snerist dæmið við um stund, er ÍR-ingar gátu ekki skor að fyrstu tíu mínútur hálfleiks- ins. Sögðu gárungarnir að þeir væru með varaliðið inná , og væri alls ekki ætlunin að skora. — En grínlaust þá er það alvar legt mál fyrir topplið eins O'g ÍR að leika heilar níu mínútur og geta ekki skorað. Ármenningar sigu á þetta tímabil, en þegar ÍR liðið komst í gang aiftur átti þau í 1. deild auðvelt með að gera út um leik- inn og sigra örugglega, 61:41. Hjá ÍR voru Þorsteinn og Sigmar beztir með 14 og 24 stig, en hjá Ármanni Jón Sigurðsson með 20 stig. Staðan í 1. deild: ÍR 2 2-0-0 126:89 4 KR 1 1-0-0 64:47 2 Þór 2 1-0-1 119:113 2 KFR 2 1-0-1 117:126 2 ÍS 1 0-0-1 44:58 0 Ármann 2 0-0-2 88:125 0 Vítaskot % á lið: Þór 40/25 : 62,5% ÍR 47/27 : 57,4% Framhald á bls. 23 Fjórir úr hverri sveit í skotstöðu (íslendingar nær). Fjarst stendur Erlendur Vilhjálmsson keppnisstjóri. íslenzkur skotsigur yfir sjóliðum hennar hátignar UM helgina háðu 8 manna sveit- ir herskipinu Duncan og frá Skotfélagi Reykjavikur skot- keppni og gengu íslendingar af hólmi með yfirburða sigra bæði á 200 m færi á útivelli og á 50 m færi í æfingasal Skotfélags- ins í iþróttahöllinni í Laugar- dal. Útikeppnin var háð þannig að keppt var með herrifflum er Duncan-menn lögðu til. Er það í fyrsta sinn sem Skotfélags- menn keppa með slikum vopn- um, en þau voru með öllu ó- stillt til markskota. Fengu menn 3 reynsluskot til að stilla riffl- ana en það var alls ófullnægj- andi og margir eyddu mörgum af skotum sínum í keppninni til stillingar, einn t.d. 7 skotum en hitti síðan í 8, 9 og 10 á skíf- unni. Lið Duncan hlaut 319 stig 1 keppninni en Skotfélagssveitin 556 stig. Var keppt í þremur stellingum, liggjandi, á hné og standandi. Daginn eftir var keppt inni á 50 m færi og nú voru notaðir rifflar Skotfélagsmanna. Þá vann sveit Skotfélagsins með 1846 stigum á móti 956 stigum Bretanna. Axel Sölvason, form. Skot- félagsins, sagði að sendiráð Breta óska'ði oft eftir slíkri keppni sem þessaxi og ævinlega hefðu Skotfélagsmenn farið með sigur af hólmi, en sjóliðarnir Utt þjálfaðir í marksskotum. Skotsveitirnar saman Hallsteinn heiðraður —- og morgum þakkað f VEIZLU sem HSÍ hélt Spán- verjunum að landsleikjunum löknum skiptust samböndin á gjöfum að gömlum og góðum sið eftir landsleiki. í þessu hófi var Erni Hall- steinssyni einnig afhent gullúr fyrir 25 landsleiki en því marki náði Örn eftir fyrri leikinn við Spánverja. Örn er 10. maðurinn sem hlýtur gullúr HSÍ fyrir 25 landsleiki. Þá hlaut Ólafur B. Ólafsson landsliðsmerkið en hann var nýliði á laugardaginn. í hófinu þakkaði Axel Einars- son þeim bræðrum fyrir frábær- an árangur í handknattleik og ræddi um þann heiður sem hand knattleiknum væri sýndur með vali Geirs Hallsteinssonar sem íþróttamanns ársins. Spánski fararstjórinn heiðraði sérstaklega Hallstein Hinriksson sem var meðal gesta og sagði að alþjóðasambandið hefði fyrir löngu átt að vera búið að heiðra hann fyrir framlag hans til hand knattleiksins — á mörgum svið- um. Enski bikarinn f GÆR fóru fram tveir leikir í ensku bikarkeppninni. Úrslit urðu: Halifax — Stoke 0:3 Birmingham — Sh. Wed. 3:1 Leik Watford og Manch. Utd. var frestað til mánudags vegna slæmra vallarskilyrða. í 1. deild léku Everton og Volves og vann Everton 4:0. Sveinomeistora- mót í frjólsum SVEINAMEISTARAMÓT ís- lands í frjálsum Jþróttium innan- húss fer fram í íþróttahúsinu í Kópavogi sunnudaginn 2. febrú- ar næstkomandi. Frjálsíþrótta- deild Umf. Breiðabliks sér um framkvæmd mótsins. Keppt verður í eftirtöldum greinum: hástökki, langstötóki og þrístötóki án atrennu og hástökki með atrennu. Þátttökutilkynningar sendist Þórði Guðmundissyni, sími 41248 í siðasta lagi á föstudag. (Frá FRÍ). Aðulfundur FH AÐALFUNDUR FH verður hald inn á fimmtudagskvöldið kl. 8,30 í Félagsheimilinu við knatt- spyrnuvöllinn í Hafnarfirði. — Æfingar félagsins þetta kvöld falla niður vegna fundarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.