Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1969 17 (r „3egnum "" cðökkvann glæta gægist“ HJARTÁÐ ÞEGAlR vekjaraklukkan vakti Guðmund um morguninn lá hjarta í rúminu, auðvitað Helgu megin. Meðan hann horfði á það velti hann því fyrir sér, hvort Helga sakn- aði þess ekki. Nei, það var ólíklegt. Ætli hún hafi ekki orðið gleymin á því að dvelj- ast hjá móður sinni. Helga kalllaði frá eldhúsinu. „Mummi ertu að fara á fætur?“ „Já ég er að koma“, sagði Guð- mundur. Hann sat sisona á rúmbríkinni og horfði á hjart að. Hún hlaut að halda að hún væri enn með það. Það yrði dýrlegt að vera viðstadd ur, þegar hún uppgötv- aði hvarfið. „Mummi! Kaffið er tilbúið, elskan. Þú ert að verða of seinn í vinnuna" „Ég er að koma.“ Hann vafðihjart anu inn í umbúðapappír og hló innilega með sjálfum sér um leið og hann kom pakk- anum fyrir í náttborðsskúff- unni, Helgu megin. Síðan lse.ddist hann fram í baðher- borgi til að bursta í sér tenn- U’.-nar. Helga hafði verið í viku- heimsókn hjá móður sinni, fyr fœ vestan og hún var ánægð yfir að vera aftur komin í sitt eigið eldhús. Að vísu var það ekki þess vegna að húnbrosti á meðan hún beið eftir að Guð mundur kæmi til morgunverð ar. Hún sá í huga sér svip- inn á andliti hans, þegar hann sæi hjartað liggjandi í rúminu. í fyrstu kom henni til hugar að gægjast inn í svefn herbergið til að sjá fyrstu viðbrögð hans, en hann gæti séð hana og þá var leikurinn til einskis. Þar að auki var ennþá skemmtilegra að velta því fyrir sér, hvað myndi verða það fyrsta, sem hann segði, þegar hann kæmi inn um eldhúsdyrnar. — Hann kom inn um eldhúsdyrnar og sagði. „Ég er glorhungraður“ Hann steinþagði á meðan á morgunverðinum stóð. Hann kvaddi með kossi og sagði. „Sjáumst um sexleytið", greip skjalatöskuna sína og var þot- inn út um dyrnar. Hafði hann ekki tekið eftir því, Hún fór inn í svefnherbergið og leitaði í rúminu, en það var horfið. Þetta var undarlegt. Hann hafði fundið það en ekki minnst á það einu orði og far ið með það í burtu. Helga fölnaði. Gait það verið. EN það var engin önnur útskýr- ing. Hún hafði verið að heim- an í viku og Guðmundur hlaut að halda að hjartað tilheyrði einhverri annarri konu. En hverri? Guðmundur kom heim, rúm lega sex, og það var stríðnis- legt glott á andlitinu. Hvað myndi hún segja? Hún sagði kuldailega, „ertu kominn," Guðmundur svaraði straxtím- is, „nokkuð að frétta, elsk- an?“ „Nei, “ svaraði hún þurr lega. Hann vænti þess allt kvöldið, að Helga segði eitt- hvað — en ekki orð. And- rúmsloftið var kuldalegt, mjög kuldalegt. Guðmundur fór að verða talsvert órólegur, hæði vegna þess að brandarinn virt ist ekki lengur hlægilegur og ekki síður vegna hins að Helga var, einhverra hluta vegna, venju fremur óviðmóts þýð. Um tíuleytið lentu þau í hár saman útaf, hvort þau ættu að horfa á Erlend Mál- efni í Sjónvarpinu eðahlusta á þátt Horneygla í Útvarp- inu. Raddhreimurinn hækk- aði að vísu ekki en radd- hljómurinn var þrunginn reiði og þau skiptust á einum eða tveimur særandi athugasemd- um. Loks fór Guðmundur nið ur á Skólavörðustíg og horfði á Sjónvarpið gegnum glugg- ann á einni viðtækjaverzlun- inni. — Þegar hann kom heim var Helga þegar háttuð og sofnuð að því er virtist. Hann smeygði sér undir sængina, lá lengi og starði út í loftið. Hún hafði ekkert minnzt á hjartað. Auk þess var hún tannúðug jafnvel fráhrind- andi og hann sá enga sýni- lega ástæðu. Guðmundur hafði reynt að forðast hugsunina en að hans viti var aðeins ein útskýring möguleg. Hún hlaut að halda að hún hefði týnt hjartanu einhversstaðar ann arsstaðar. En HVAR? Eftir að Guðmundur var farinn í vinnuna næsta morg- unn og hafði skellt útidyra- hurðinni á eftir sér, sat Helga við eldhúsborðið og grét í stundarfjórðung. Rifrildið yf ir morgunverðinum hafði ver ið hið æðisgengnasta síðan þau giftust. Hann hafði sagt .......en eitt var það þó sér staklega.........eitt gjörsam- lega ófyrirgefanlegt. Að minn ast aftur á Björn eftir öll þessi ár Að rifja upp atburð, sem komið hafði fyrir meðan hún var bæði ung og saklaus Það var í jólaleyfinu meðan hún var enn í menntaskólan- um. Hún hafði ekki einu sinni þekkt Guðmund þá og svo hafði hún sagt honum allt af létta, áður en þau giftu sig. Að fara að rifja það upp núna og nudda henni það um nasir var ófyrirgefanlegt. Auð vitað vissi hún ástæðuna. Hann var að reyna að afsaka eigin gerðir, það var allt og sumt. Hún velti því fyrir sér hvort það gæti verið stúlkan, sem vann á skrifstofunni hjá honum, þessi Inga. Hann minnt ist varla á hana lengur og þegar hún hafði eins og af vilviljun minnst á nafnið þá um morguninn, virtist hann hika og það var eins og hann hefði samviskubit yfir ein- hverju. — Þegar konan af næstu hæð leít inn upp á sinn venjulega molasopa, sagði Helga við hana. „Við þörfnumst stundum vina, sem við getum treyst og tálað við“ „Ó, Hegla — þú þekkir mig“, VIDTALIÐ HÚN ER átján ára, vinnur 1 banka, og er næstum trú- lofuð. Sem upprennandi heim spekingur og hugsuður fór ég að grufla í barmfullum Mímis brunni minnar vizku, því hvað er erfiðara en að halda uppi samræðum við unga rós, sem auk þess er hálftrúlofuð. Gef ið konu spegil og nokkrar sykraðar plómur og þá er hún ánægð, segi ég, undur sterkum áhrifum frá Byron. Hún lítur á mig og það er ásökuanrglampi í augunum. Þetta er nú ekki satt. Ég þagði. Hvernig gat ég sannað orð mín. Ég var hvorki með spegil né sykraðar plómur. Byron skildi konur, segi ég. Hann vissi að konan er ein- göngu, sköpuð til ásta, að vera elskuð. Konan er fín- hennar speglaðist lífsreynsla sjötugrar gleðikonu. Mér hitn aði öllum innvortis. Annars þá eru karlmenn skepnur, sagði hún og kveikti sér í sígarettu. Aillt mannlegt er sem reykur, sagði ég og nú var Markús Árelíus kominn í spi'lið. Konan er fædd til skrauts, maðurinn til að haga sér eins og skepna. Hún kink aði kolli og púaði stórum. Annars erum við búnar að fá öll okkar réttindi núna, sagði hún og leit á mig píringslegu augnaráði. Það fór um mig skjálfti og sannleikurinn blasti við. Vissi Byron að konur höfðu nú rétt til að haga sér líkt og skepnur — Aðeins eitt veit ég og það er að ég veit ekki neitt — fram- vegis skildi Sókrates vera minn herra. gerð vera, ætluð tiíl skrauts. OOf Bankarósin leit á mig með dýpt. Það eru til tveir heimar, heimur ská'lda og heimur manna. Ég á heima í mann- heimum. Þú ert að verða dé- jcww.1 skoti rómantískur, bætti hún við eftir stutta þögn og brosti. Nei, mér leiðist bara, sagði II ég, og nú voru áhrifin frá í Hemmingway yfirþyrmandi. Þunglyndir menn hneygjast oft til skáldskapar, sagði hún } og ég var innilega sammála. • Þunglyndir menn eru þeir einu, sem treystandi er, sagði þessi 18 ára rós og í augum i sagði vinkonan og ljómaði öll af eftirtekt — „þögul eins og steinn". Svo að Helga sagði henni frá öllu saman, nema auðvitað að hún hefði sett hjartað í rúmið. Það var of mikið einkamál, kjánalegt og virtist hvort sem er ekki þýð ingarmikið lengur. Það var í fyrsta sinn, sem Guðmundur hafði boðið Ingu út til hádegisverðar. „Ég veit ekki hvers vegna ég ætti að íþyngja þér með mínum áhyggjum," sagði hann, „við erum nú lítið meir en félagar af skrifstofunni." „Ó, ég vona að ég sé þér nú meira virði en það,“ sagði hún. Húnhafði falleg blá augu. „Ég vona að þú hugsir til mín sem vinar“, sagði hún „Ef ég má,“ sagði Guðmundur, og áður en hann vissi af hafði hann sagt henni frá öl'lu saman, nema auðvit- að frá því, sem hann fann í rúminu, það var orðið þýðing arlítið núna og varla viðeig- andi að ræða um það við unga stúlku. Rifrildið í samkvæminu hjá Settu og Óskari var hámark ið á fimm vikna stanzlausu þrefi og skitkasti. Það voru um það bil 18 áhugasamir hlustendur að rifrildinu, sem stóð yfir í tæpar 20 mínút- ur og þegar mest gekk á var eftirfarandi mælt. Helga. „Og þú ætlar að segja mér að þú hafi ekki sof ið hjá þessari Ingu-dækju á hverri nóttu síðustu tvær vik ur.“ Guðmundur: „Á kvöldin, sorheilinn þinn, á kvöldin, ekki á nóttunni. Við höfum verið að vinna á skrifstof- unni. Og þú hefur svo sem haft nógan tíma til að biðla er það ekki. Helga: „GUðMUNDUR, ég vil ski'lnað, ég vil skilnað, ég vil skilnað." Guðmundur: „Skilnað. Eins og þú hefur hagað þér gæti ég fengið ógildingu.“ Lögfræðingurinn sagði: „Við förum þess ávallt á leit að málsaðilar haldi með sér að minnsta kosti einn fund til að ganga úr skugga um hvort málið verði leyst á frið samlegan hátt eður eigi. Þið eruð bæði greindar mann- eskjur og ef til vill er enn timi til að bjarga þessu hjóna bandi. Hvað var upphafið að þessum fáleikum ykkar í milli Hver var hin eiginlega or- sök.“ Helga sagði: „Ætli það hafi ekki allt byrjað með þess ari Ingu.“ Guðmundur sagði: „Ætli konan mín eigi ekki frekar við Björn „Lögfræðing urinn varð bæði að berja í borðið og öskra áður en þau þögnuðu. Eftir skilnaðinn hittust þau í síðasta sinn í íbúðinni, með það fyrir augum að skipta eignunum. Guðmundur kom ásamt Ingu og Helga kom í fylgd með pípugæja, sem hún kynnti ekki . einu sinni. Þau gengu hlið við hlið í gegnum íbúðina og fylgdarliðið varð eftir í dagstofunni, umvafið óþægilegri þögn. Aðalpersón urnar töluðu í einsatkvæðis- orðum. Þú átt þetta, eða ég tek þetta, eða þú getur hent þessu ef þú vi'lt. Það var ekkert rifrildi núna, ekkert þref eða þjark, enginntauga æsingur. „Svo þú settir það þarna,“ sagði hún og tók um- búðirnar upp úr skúffunni og fletti þeim í sundur. „Þetta var brandari“, sagði hann. Það var biturleiki í röddinni Hún kinkaði kolli. „Ég veit það“, sagði hún. „Ég setti það nú í rúmið uppá grín.“ Ha. . Hún starði á skúff- una, „og þú. . “ Þau horfðu hvort á annað og skilningur- inn var gagnkvæmur, eitt augnablik var líkt og vonar- glæta endurspeglaðist í aug- um þeirra. En þá hristi Helga höfuðið og sagði, „nei þú sagð ir ýmislegt við mig“ . . . Guð- mundur sagði, „þú sakaðir mig um“. . . Helga sagði, „svo er það þessi gæs þarna“ . . . Guðmundur sagði, „þessi púðurkcirl, sem þú komst með“ . . . .Þau litu hvort af öðru og andlitin komust í samtlag. „Jæja“, sagði Helga. Hún sneri sér við og kastaði hjartanu í ruslakörfuna. Guðmundur sagði, „æt'larðu þá ekki að taka það með þér“. „Ég er bú in að fá mér nýtt.“ Lifa þeir og glíma þeir, sem í heila og hjarta gagnteknir ásetningi, þrátt um örlögin klífa hina hrjóstrugu tinda, og huga með hrifningu að göfugu takmarki. þeirra hugsjón — nótt og dag er heilagt starf — eða jafnvcl göfug ást. Victor Hugo,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.