Morgunblaðið - 01.03.1969, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.03.1969, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1969 — Þér hefðuð ekkert getað gert. Hann er í einhverju beta sjúkrahúsi, sem til er. Reynið þér nú að sofa, en hikið ekki við að hringja til mín, ef ég get eitthvað gert. Ég stend í sam bandi við sjúkrahúsið og ég er alveg viss um, að við fáum góð- ar fréttir þaðan bráðlega. — Spurði Símon nokkuð um mig? sagði Lísa. — Ég á við áð- ur en hann var fluttur þangað? — Hann grét ekkert, ef þér eigið við það. Hann sagði bara, að þér munduð bráðlega koma að heimsækja sig. Hann er ekk- ert tilfinninganæmur, en hann treystir yður til fullnustu. Jæja, veri þér nú sælar og guð blessi yður. Þegar Lísa hafði lagt frá sér símann, greip einmanakenndin hana aftur. Hún gaf sig óstöðv- andi gráti á vald. Stundu síðar leið henni betur aftur, en ennþá var henni mjög kalt. Hún fór fram í eldhús að hita sér te. Meðan var að sjóða á katlinum gekk hún um íbúð- ina. Þar var allt rykugt og ó- snyrtilegt. Aska og stubbar í öskubökkunum og töskurnar enn þar sem hún hafði fleygt þeim. Ljósleitur silkikjóll datt fyrst upp úr töskunni, þar sem hún hafði troðið honum og eitt- hvað, sem var eins og deigur hnykill, var flækt í nælonsokk- ana hennar. Þegar hún leit á sjálfa sig í speglinum sá hún, að hárið á henni var blautt og úf- ið. Hvernig gat hún nokkurntíma hafa farið og skilið Símon eftir — einu mannveruna, sem hún kærði sig um í heiminum og sem kærði sig um hana? Var það til þess að öðlast nýja reynslu og sjá, hvernig annað fólk lifði? Og hvaða tilgang hafði það svo sem? Hún hafði brugðizt hræðilega. FERSKT ÁVAXTABRAGÐ ROYAL ávaxtahlaup Innihald pakkans íeys» Est vpp f I bolla 'af sióSóndi vatni. BœtiS f 1 bolla af köldu Yatni. HellíB strax í mót. ívaxtablaup er liúffengt me8 þeytfum rjómq. lagiÖ tvo liti af ROYAL ÉvaxfahtdUpi. LótiS stífno. Spcenið hlaupið með skeiS og lótið í mislít log { há glos, meS þeyttum rióma & milll laga. : dÍíffíJ. :L‘ðllllllBl jL V ■Bii * handhœgum, umbúðum tU að taku IIEIM ' I ■ZPan/að _ vid stndur» Uí GIJjÐARST. GRÍSAKÖTELETTUR GRILLAÐA KJUKIJNGA ROAST BEEF GLÓÐARSTEIKT LAMB HAM BORGARA DJÚPSTEIKTAN FISK suöurlandsbraut, lJf. sími 88550 r Hún hafði brugðist föður sín- I um og brugðist einu mannver- I unni, sem nokkru máli skipti. ! Líf hennar var tómt tilgangs- laust og gagnslaust. Það hvein í katlinum svo að : hana tók í allar taugar, og hún \ þaut aftur út í eldhúsið og kippti ! honum reiðilega úr sambandi. Hún hrifsaði til sín tekönnu og | helti sjóðandi vatninu í haan, | en sá þá, að hún hafði alveg gleymt að láta te í hana. Það skipti annars engu máli. Hún settist á stól og hellti \ ofurlitlu af vatninu í bollann og dreypti á því' og hitaði sér á höndunum um leið. Þegar hún hafði drukkið þrjá bolla, lagaði hún á sér hárið og batt slæðu um það og tók síðan við að laga til í íbúðinni. Hún ryksaug, sópaði og fægði síðast jafnvel gulgrænu hurðar- húnana á dyrunum. Þegar því var lokið, var hún orðin sveitt, svo hún fór úr rökum fötunum og lá síðan lengi í volgu baði, færði höfuðið í kaf og strauk hörundið, og svo allan líkamann þangað til hún fann, að hún var orðin vel hrein. 44 Þá þurrkaði hún sér I mak- indum fór svo og settist við sím- ann. Enn var ekkert hringt. Tvisvar tók hún heyrnartólið, en lagði það niður aftur. En svo beit hún á jaxlinn og tók það í þriðja sinn og valdi númer sjúkrahússins. Þegar svarað var hugsaði hún með sjálfri sér: Ég er bjáni — ég hefði átt að spyrja lækninn um stofunúmerið og hvaða systur ég ætti að spyrja um. Og eins og hún hafði búizt við, var henni gefið samband fyrst við þennan og siðan við hinn, þangað til hún loks var farin að tala við konu, sem virt- ist vera roskin, og hafði sýni- lega búizt við hringingu frá henni. — Það er engin breyting, ung frú Brown. Ég skal biðja deildar hjúkrunarkonuna, sem tekur við ÁLFTAMÝRI 7 LOMAHÚSIÐ simi 83070 Opið alla daga öli kvöld og um helgar. Blómin, sem þér hafið ánægju af að gefa, fáið þér í Blóma- húsinu. J6HNS - MAlllLf glerullareinangrunin Fleiri og fleiri r.ota Johns- Manvilie glerullareinangrun- ina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunar- afnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2V\” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír rneð! Jafnvel flugfragt borgar sig- Sendum um land allt — Jón Loitsson hf. Hrmgbraut 121. - Sími 10600. — Ég er peningalaus orðinn og þú verður að láta þær nægja gúmmítékka. af mér að hringja til yðar í fyrramálið, ef þér viljið. Ég hef númerið yðar skrifað hérna. Góða nótt, ungfrú Brown. Hún yrði að vera þolinmóð og sanngjörn. Þessar æfðu hjúkrun- arkonur höfðu stöðugt gát á and ardrætti drengsins og æðaslætti. Ef hún, með sína litlu æfingu, færi að hjúkra honum, gæti hún hæglega gert einhverja vitleýs- una. En þótt hún sæi nú íbúðina hreina og þokkalega, þá hugg- aði það hana ekki neitt. Hún hitaði sér mjólk, tók tvo aspir- ínskammta og fór svo í yímið, en setti fyrst símann upp á bóka hrúgu í dyrunum að svefnher- berginu. Hún hlaut að hafa sofnað fljótt, því • að þegar símabjall- an tók að hamast, sá hún allt í senn: mjólkina, sem hún hafði ekki lokið við, náttlampann enn logandi og klukkuna sem sýndi þrjú korter í sjö. Hún stökk fram úr með sektarkennd, lagð- ist á hnén í gólfið og tók sím- ann. Eitthvað alvarlegt hlaut að hafa koniið fyrir, úr því hringt var til hennar á þess um tíma sólarhrings. Hún herti upn hugann. Þreytuleg rödd sagðist ætla að gefa henni samband við syst- ur Darby. Svo heyrði hún hin og þessi hljóð en svo tók við glað leg rödd sem s&gði: — Ungfrú Brown? Það hefur engin breyt- ing orðið enn, en læknirinn hringir til yðar eftir stutta stund. — En hvenær get ég heimsótt bróður minn? Hve fljótt? sagði Lísa biðjandi. — Það er ekki ráðlegt, en þér ættuð að spyrja lækninn. Verið þér sælar, ungfrú Brown. Svo kom smellur og síminn þagnaði. Loksins hringdi læknirinn og sagði að drengnum hefði ekki versnað. Og fimm stundum síð- ar endurtók hjúkurnarkonan það sama. Og næsta dag kom ekki nema nýjar endurtekning- ar um óbreytt ástand. Lísa talaði tvisvar við skól- ann og tvisvar hringdi hún í eftirlitsmanninn í flugstöðinni. Að kvöldi þriðja dags, fann hún að hún gat ekki þolað þessa þögn og bið öllu lengur. Hún tók sig til og fór gangandi alla leið til sjúkrahússins. Eftir margítrekaðar bænir var henni leyft að koma inn í einangrun- ardeildina og horfa á Símon gegnum glervegg. 1 MARZ 1969 Hrúturinn 21. mar/. 19. apríl Farðu snemma á fætur og leitaðu að einhverju til að auka við heima vinnu eða tómstundaiðjuna Nautið 20. apríl — 20. maí Góð tónlist er holl. Reyndu að gera einhverjar endurbætur heima Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Ljúktu skylduvinnunni eins snemma og kostur er, því að þú getur eytt tíma þínum 1 að styrkja sambönd þín við fólk, sem þú þarft á að halda Krabbinn 21. júní — 22. júlí Þú hefur tækifæri til að gera ættingjum þínum greiða, en gleymdu ekki að hressa upp á eigið útlit. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Þú getur lokið við smá erindi, ef þú byrjar bráðlega Leitaðu síðan uppi allt óvenjulegasta fólk, sem þér dettur í hug. Meyjan 23. ágúst — 22. september Ef þú athugar þinn gang, geturðu bætt fjárhaginn, og fundið jafnframt einhverja leið til sparnaðar Vogin 23. september — 22. október Láttu tilviljun og hugarfar ráða aðgerðum þínum þessa helgi. Reyndu helzt að gera eitthvað, sem gefur ímyndunaraflinu laus- an tauminn Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Leggðu vel við hlustirnar, hvar sem þú verður staddur: Það er eitthvað óvenjulega athyglisvert að ske. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Gakktu frá samböndum þínum, nær og fjær Ef þú ferð i ein- hverja ferð viðskipta þinna vegna, kann það að hafa óvænt áhrif. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Byrjaðu um morgun á því að hitta vini þína, og víkkaðu síðan út hringinn, þar til er orðið allfjölmennt kringum þig Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Þetta er góður dagur til ferðalaga, á fleiri en einn hátt. Allt virðist hafa fleiri en einn tilgang Erfitt er að skipuleggja, og erfitt er að ganga frá hlutunum, en það gerir nú sitt gagn samt. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Venjuleg störf þin taka óvenjulega langan t íma. Gerðu það sem nauðsynlegt er, en reyndu samt að fá einhverja umbun fyrir allt amstrið. ( 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.