Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 28
3*Í0t<)tmWsrt>iíi LAUGARDAGUR 1. MARZ 1969 AUGLYSINGAR SÍMI 22*4*80 - í ELLIÐAÁNUM Vatnsrennsliö meira en 20-faldaðist — ÞAÐ hafa verið menn á vakt á báðum stíflunum í Elliða- ánum frá því í gærkvöld og verða í alla nótt, til að fylgjast með vatnsrennslinu og opna lok- urnar eftir því sem með þarf, sa|gði Jón Ásgeirsson, stöðvar- stjóri Elliðaárstöðvarinnar er Mbl. hafði samband við hann í gær og spurðist fyrir um vatna- vextina og afleiðingar þeirra. — Vatnsmagnið í ánum fór verulega að aukast um 10 leytið á fimmtudagskvöld, en þá feng- um við vatnið ofan af Sand- skeiði eins og dembu yfir okkur. Ástæðan fyrir þessu aukna vatns magni þaðan er sú, að þegar frost er í jörðu sígur rigningar- vatnið ekki niður, en safnast í tjarnir og rennur síðan í Elliða- árnar. — Þegar rennslið varð mest var það milli 50 og 60 rúm- metrar á sekúndu, en það er nær 20 falt meðalrennsli. f flóðunum í fyrra varð það yfir 200 rúm- metrar á sekúndu svo að rennsl- ið nú varð ekki nema fjórðungur þess, sem það varð mest í fyrra. Vatnsyfirborðið við Elliðavatns- LÍTIL VEIÐI VEGNA BRÆLU BRÆLA var á miðunum við Suð- Vesturlaíid í gær og fáir bátar á sjó. Enginn bátur landaði í Reykjavík í gær en í Keflavík lönduðu fjórir netabátar, sam- tals 50 tonnum. Sjö bátar lönduðu loðnu í Vest mannaeyjum í gær, alls rúmlega 1000 tonnum. Voru bátarnir Halkion, Ófeigur II, ísleifur, ís- leifur 4, Gullver, Gjafar og Gull- berg. Nokkrir neta og trollbátar fóru á sjó frá Vestmannaeyjum í gær, en línubátar voru allir í landi vegna brælunnar. stífluna komst hæst í 75,20 metra, en það er um 60 sm yfir meðal- vatns'borði. Hafa menn verið á vakt á stiflunum og opnað lok- urnar eftir því sem talið hefur verið nauðsynlegt. — Mikið krap hefur verið í ánum og hafa því myndazt þrengsli og vatnið f’lætt nokkuð upp á bakkana. Var töluvert flóð hjá svonefndum Kardimommu- bæ og víða erfitt að fara um veginn, en ekki er hægt að segja að þessir vatnavextir hafi valdið teljandi tjóni til þessa að minnsta kosti, sagði Jón að lok- um. Þessa Ctagan er verið að ljúka við að setja þakið á samkomusal starfsfólks Iðunnar. Skógerð löunnar tekur væntanlega til starfa í apríl n. k. Akureyri, 25. febrúar. UNNIÐ er nú ósleitilega að þvi að koma starfsemi Iðunn- ar í fyrra horf, en endanleg- ar ákvarðanir um framtíðar- skipan húsnæðis og fram- leiðslu verða teknar einhvern næstu daga. Finnskir sérfræð ingar í leðursútun komu til Reykjavíkur fyrir nokkru til skrafs og ráðagerða, en munu engar tillögur hafa gert um loðsútun eða skógerð. Loðsútunin hófst aftur skömmu eftir brunann í árs- byrjun, og vinna þar nú 25— 30 manns. Það húsnæði skemmdist mjög lítið, nema hvað rafmagnsleiðslur brunnu og eyðilögðust, þannig að þær þurfti að endurnýja að veru- legu leyti. Leðursútun liggur hins vegar alveg ni'ðri, og kemur það sér afar illa, þar sem hjá Iðunni var eina leð- ursútunin á landinu. Sú starf- semi mun liggja niðri um óákveðinn tíma, eða þar til nýtt húsnæði er fyrir hendi. Sem fyrr segir er ekki ákveð- ið, hvort gert verður við brunnu húsin eða nýtt hús reist. Mikið af vélakosti skógerð arinnar eyðilagðist algerlega í eldsvo'ðanum, og mjög dýrt er að gera þær viðgerðar- hæfu nothæfar á ný. Verk- smiðjustjórinn, Richard Þór- ólfsson, hefir verið erlendis þennan mánuð til þess að kaupa nýjar vélar og hráefni, og er hann nú nýkominn heim úr þeirri för. Það er von manna, að saumadeildin geti tekið til staría í apríl í hús- næði því, sem saumastofa Gefjnar notaði áður við Ráðhústorg. Þó fer það eftir því, hvernig gengur a'ð af- greiða vélar og efni. Fyrsti hluti vélasendingar mun fara f-rá Kaupmannaihöfn í marz- byrjun. Allt skinn í yfirleður verður að flytja inn, en það er meira en helmingur hráefn isins að verðmæti. Leita þurfti nýrra viðskiptasambanda, þar sem hingað til hefir verið unnið úr innlendum skinnum. Deildin, þar sem skór eru formaðir, botnaðir og full- gerðir, verður til húsa í þeim hluta verksmiðjunnar, sem eyðilagðist ekki algerlega í brunanum. Mikið verk hefir verið og verður að gera það húsnæði nothæft, en sennilega tekst að ljúka því verki seint í apríl. Þegar verksmiðjan tekur til starfa aftur, mun meginhluti þess fólks, sem vann í skógerðinni fyrir ára- mótin, geta fengið vinnu þar aftur, og að því er stefnt. Þessa dagana er verið að ljúka við að setja nýtt þak yfir samkomusal starfsfólks verksmiðjanna en hann brann allur. Einnig er nú loki'ð við að hreinsa allt brak úr hin- um brunnu húsum. Sv. P. Sáttanefnd skipuð í kjaradeilunum SATTANEFND var í gær skipuð til að fjalla um yfir- standandi kjaradeilur og foarst Mbl. eftirfarandi frétta tilkynning frá Félagsmála- ráðuneytinu f gær: „Samkvæmt tilmælum sátta- semjara ríkisins, Torfa Hjartar- sonar, tollstjóra, hefur félags- málaráðuneytið i dag skipað sáttanefnd í yfirstandandi vinnu deilum. í sáttanefndinni eiga sæti, auk ríkissáttasemjara, þeir Jónatan Hallvarðsson, hæstárétt- ardómari, Hjálmar Vilhjálmsson, Undirbúningur hafinn ráðuneytiss'tjóri, Baldvin Jóns- son, hæstaréttarlögmaður og Ragnar Ólafsson, hæstaréttarlög- maður. Nefndin mun fjalla um allar kjaradeilur, sem nú hefur verið vísað til sáttasemjara." í gærkvöld hafði sáttanefndin enn ekki boðað vinnuveitendur og ASÍ til fundar. Sáttanefnd mun ekki hafa verið skipuð í kjaradeilum ASÍ og vinnuveit- enda síðan í verkfallinu árið 1955. Sérstök veiðisvæði fyrir línu og net Sjávarútvegsmálaráðuneytið setti í fyrradag auglýsingu um sérstök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir Suðvesturlandi. Sam'kvæmt aiuiglýsingunni er skipum allt að 200 brúttórúm- lestir bannaðar bofcntvörpuiveiðar til 30. apríl á þremur svæðum, sem sjást 4 kiortiinu, merkt: 1, 2 og 3 (strikuðu hlutaimir). Enmfremmr er skipum barnnað- ar netaveiðar til 20. marz 1969 á svæði 2 á kortinu. Svæðin mierkt 4 og 5 á kort- inu eru sérstök veiðisivæði fyrir Framhald á bls. 27 að smíði hjónagarðs Vatn rauf skörð olli skriðuföllum — Vegaskemmdir víða á Suðurlandi VEGASKEMMDIR hafa orðið HAFINN er markviss undirbún- ingur að smíði fyrsta hjóna- garðsins á vegum Féiagsmála- stofnunar stúdenta. Stefnt er að því að hægt verði að byrja á teikningum á þessu ári, að því er segir í Stúdentablaðinu. Þar segir ennfremur, að félapsmála- ráðherra hafi lofað að beita sér fyrir breytingum á lögum um húsnæðismálalán, þannig að stúd entagarðar verði teknir inn í lánakerfið. Er áætlað að húsa- leigan geti orðið lægri en á al- mennum leiguíbúðamarkaði. Blaðið segir, að mikil þörf hafi skapazt fyrir aukið íbúðahús- næði handa stúdentum, bæði einstaklingum og hjónum. Gert er ráð fyrir að raunveruleg íbúðaþörf giftra eða trúlofaðra stúdenta sé nú um 280 íbúðir. Samkvæmt könnun, sem farið hefur fram innan háskólans, eru 42% stúdenta við Háskóla ís- Lands í hjúskap en 73% annað hvort giftir eða trúlofaðir. víða á Suður- og Vesturlandi af völdum vatnavaxtanna siðustu daga. Hefur vatn flætt yfir vegi og brotið í þá skörð og á tveim- ur stöðum féllu skriður á vegi og lokuðu þeim. Unnið hefur verið að viðgerðum eins og hægt hef- ur verið, en víða er aðeins um bráðabirgðaviðgerðir að ræða. Samkvæmt upplýsingum Vega málaskrifistofunnar urðu nokkr- ar skemmdir vegna vatnsflóða á Suðurlandsvegi í grennd við í vegi og Sandskeið, en þar komu skörð í veginn á fjórum stöðum. Stóð viðgerð yfir í gær og var lok- ið í gærkvöldi. Krísuivíkurvegur er rofinn sunnan við Kleifar- vatn og alveg ófær. Skarð kom í veginn til Þor- lákshafnar og var rétt að stórir bílar komust um hann. Stóð til að laga hann strax og vatn sjatp aði og var jafnvel reiknað með, að viðgerð gæti hafizt seint i gærkvöldi. Framhald á hls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.