Morgunblaðið - 18.03.1969, Side 14

Morgunblaðið - 18.03.1969, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1909 tíitgefia'ndi H.f. Arváfcur, Tteyfcjavík. Fnajmfc!V£öm.dais!{j óri Hiaraldur Sveinssion. Ritstjórai‘ Sigurður Bjarwaaon frá Vigluir. Matibhías Jdhannesáeanu Byjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðtaundsson. Fréttaistjóri Bjfírn Jóhannsson. Auglýsingastj öri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn Oig afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýeingar Aðalstrœti 6. Sími 22-4-80. Askriftárgj'áld fcr. 160.00 á miánuði innanlands. í lausasölm kr. 10.00 eintafcið. NORRÆNU FÉLÖGIN 50 ÁRA TVTorrænu félögin minnast ’ um þessar mundir 50 ára starfsafmælis síns. Félögin í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð voru stofnuð árið 1919. Norræna félagið á íslandi var hins vegar ekki stofnað fyrr en 1922. í Finnlandi var Nor- ræna félagið stofnað árið 1924 og árið 1951 í Færeyj- um. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að þessi samtök hafa unnið mikið og heillaríkt starf. Þau hafa fyrst og fremst stuðlað að auknum skilningi og kynnum milli hinna náskyldu nor- rænu þjóða. Má segja að þau hafi undirbúið jarðveginn fyrir margvísleg önnur sam- tök, sem þessar þjóðir hafa myndað með sér. Frá Nor- rænu félögunum hafa fjöl- margar hugmyndir komið, sem síðan hafa verið fram- kvæmdar af opinberum aðil- um eða félagssamtökum á Norðurlöndum. Það er t.d. nokkum vegiinn víst að Norð urlandaráð hefði ekki verið stofnað árið 1953, ef Norrænu félögin hefðu ekki áður ver- ið búin að boða nauðsyn sí- fellt nánari norrænnar sam- vinnu. Norrænu félögin hafa einn ig unnið stórmerkilegt upp- lýsingastarf. Þau hafa alltaf verið reiðubúin til þess að leiðrétta margvíslegan mis- skilning og ranghermi um sögulegar staðreyndir, sem oft og einatt hefur orðið vart. ★ í bæklingi, sem Norræna félagið hefur nýlega gefið út, er m.a. komizt að orði á þessa leið: „Norðmenn eignuðu sér oft íslenzkar bókmenntir frá þeim tíma, er íslendingar voru að nema land á Græn- landi og í Norður-Ameríku. Danskar bækur eignuðu Dönum oft mikilhæfa Norð- menn eins og Thordenskjöld og Holberg. Þær eignuðu Dönum einnig hálf-íslend- inga, eins og læknirinn Ní- els Finsen og myndhöggvar- ann Thorvaldsen. Sænskar bækur sögðu um Runeberg og Topelius að þeir væru „sænsk“ skáld, enda þótt þeir hafi átt heima í Finnlandi. Norskar bækur gættu þess einnig gjarnan að ræða um Leif Eiríksson, sem fann Ameríku, sem son Eiríks rauða frá Jaðri í Noregi, en gleymdu að segja frá því að Leifur sjálfur var fæddur á íslandi, sem hafði verið sjálfstætt r-íki í 70 ár, þeg- ar hann fór sína frægu Améríkuferð. Danskar bæk- ur tala gjarnan um Hans Egede, postula Grænlands, sem Dana og láta þess óget- ið að hann var norskur prest- ur, fæddur í Noregi.“ Norrænu félögin hafa gert mikið til þess að leiðrétta þessar og aðrar villur, sem fram hafa komið í bókum og blöðum grannþjóðanna. Fé- lögin hafa lagt höfuðáherzlu á að láta staðreyndir sögunn ar koma fram réttar og óbrenglaðar. Hér á íslandi hefur Nor- ræna félagið fyrst og fremst haft forustu um að treysta vináttu- og ættartengsl við hinar Norðurlandaþjóðirn- ar. Það hefur stutt fjölda unglinga til náms á Norður- löndum og annast fjölþætta fyrirgreiðslu á ýmsum svið- um. Stofnun Norræna húss- ins á íslandi byggist á til- lögu frá Norrænu félögun- um. Það er glæsilegt tákn um raunhæfa norræna sam- vinnu. Norðurlandaráð sam- þykkti árið 1963 tillögu um byggingu hússins og ríkis- stjórnirnar framkvæmdu hana. ísland hefur aðeins borgað 1/6 hluta af bygg- ingarkostnaði hússins og greiðir nú aðeins 1% af rekstrarkostnaði þess. Um 150 samtök fólks úr öllum stéttum og starfshóp- um hér á íslandi hafa nú samvinnu við hliðstæð sam- tök á Norðurlöndum. Þann- ig hefur íslenzka þjóðin gert málstað norrænnar sam- vinnu að sínum. DR. HALLDÓR ÞORMAR rátt fyrir fámenni þjóðar- innar er það svo, að við íslendingar höfuin eignazt afburðamenn á ýms- um sviðum, sem borið hafa hróður íslands víða um lönd. Hins vegar virðist stundum erfitt að skapa þess um mönnum starfsskilyrði hér heima. Þeir leita því til annarra landa og hljóta þar ábyrgðarstöður á sínu sviði. Ber auðvitað að fagna því, þegar þeir fá beztu aðstöðu til vísindastarfa, sem völ er á. Fyrir skömmu sneri Morg- unblaðið sér til dr. Halldórs Þormars vegna fréttar um sér svið hans í veirufræði. Kom VHJ U1 %8I AN UR HEIMI Mulla Mustafa Barzani — leiðtogi uppreisnarmanna í Irak — á hestbaki í fjalllendi íraks og í för með honum nokkrir hinna harðgeru stuðninjgsmanna hans. Borgarastyrjöldin í írak blossar upp að nýju BORGARASXYRJÖLDIN í ír- ak milli Kúrda og herliðs stjórnarinnar hefur blossað upp að nýju í fjalllendinu í norðurhluta Iandsins, «n sl. þrjú ár hefur þessi styrjöld að mestu legið niðri. Enda þótt stjóm AJ Bakr hershöfð- ingja í Bagdad hafi eindregið neitað því, að til hernaðar- átaka hafi komið, hefur 60 þúsund manna herlið stjóm- arinnar hafið vorsókn gegn liði Kúrda, sem stjórnað er af Mulla Mustafa Barzani. frakskar flugvélar gera dag lega loftárásir á borgir og þorp Kúrda og hefur fjöldi óbreyttra borgara, þeirra á meðal konur, börn og aldrað fólk beðið bana eða særzt. Leiðtogi Kúrda, Mulla Must afa Berzani, hefur aðalstöðv- ar gínar í bænum Kala Diza, sem liggur í dal nálægt persnesku landamærunum. — Telur Barzani, að ríkisstjórn- in tefli fraim um 60.000 manna liði nú til þess að brjóta á bafc aftur uppreisn Kúrda, sem hófst fyrir 8 árum. í bar- dögum beitir stjórnarliðið brynvörðum stríðsvögnum og þungum stórs'kotabyssum og sækir það fram í skjóli filug- véla, sem gera harða atrennu að Kúrdum, þar sem þeir gefa höggstað á sér. Snjór er nú þiðnaður að miklu leyti í fjalladölunum, en vorgróður- inn tekinn að skjóta upp koll- inum og því má vænta auk- inna hemaðarátaka þarna nú, þegar veturinn er iliðinn. 20.000 SKÆRULIDAR Kúrdarnir eru afbragðs skæruliðar og margir með mikla reynslu að baki. Þeir kunna mjög vel að notfæra sér erfitt fjalllendið í kring- um sig til þess að gera skyndiárásir eða veita fyrir- sát. Barzani hefur 20.000 manna her á að skipa, en þessi fjöldi getur tvöfaildazt með vara- liðssveitum. Sumir þessara manna hafa barizt með Barz- ani í 20 ár. Stjórnin í írak notfærir sér Kúrda, sem eru í andstöðu við Barzani. Eru þeir nefndir Saladin-riddarar, en Barzani og stuðningsmenn hans nota um þá orðið „jush“ sem þýðir „litli asni“. Barzani, sem er 66 ára, virðist vera við góða heilsu og baráttu- kjarfcur hans og stuðnings- manna hans virðist mikill. Á meðan vopnahléð stóð yfir, áður en bardagar brutust aftur út, gáfiu Kúrdar komizt yfir verulegt rfiagn af vopn- um, sem filutt voru inn frá Persíu. Þeir virða'st vera vel búnir léttum vopnum og eiga eitthvað af fallbyssium og loft- varnarbyssum. Þá hafia Kúrdar komið upp neðanjarðarhreyfingu í borg- unum Mosul, Kirfcúk, Arbil og Sulaimaniya í Norður-írak. Barzani er þeirrar skoðun- ar, að núverandi stjórn lands- ins undir forystu Ahmed Hassan B1 Bakr sé óvinsæl og ótraust í sessi og geti ekki haldið völdunum miklu leng- ur. Hann gerir sér vonir um, að herlið Kúrda geti hertekið Kirkuk, sem er mikilvæg olíumiðstöð, ef pólitískt jafn- vægLs’leysi heildur áfram Bagdad og ennfremur ef nauð synlegt verður að flytja til írakst herlið vegna hugsain- legra átaka við ísrael. Barzani sakar ríkisstjórn landsins um að hafa gengið á bak orða sinna um virkar ráðstafanir til þess að koma á fót sjálfisstjórn fyrir Kúrda í írak. Af 8 millj. íbúum í landinu eru 2 millj. Kúrdar. Þá hefur ekkert orðið úr efndum á lofiorðum um ým'sar félagslegar ráðstafanir eins og byggingu skóla og sjúkra- húsa á ilandsvæðum Kúrda og þeir eiga enga fulltrúa innan ríkisfstjórnari'nnar í Bagdad. OTMIIs w$ov]et Tyrkland ’ ÖAtapSÍ’^T^OMMuf CvrUn .WrKuko T.k.nmo 'byríenJjrak /,ran Bagdad O ^________ Á Iandamærasvaeffinu milli íraks, Sýrlands, Tyrklands og Persíu (írans) búa um 4 millj. Kúrda, sem dreymir um aff sameinast í einu þjóffríki. Þeir ættflokkar Kúrda, sem gert hafa uppreisn undir for- ystu Barzanis, ráffa yfir strik- affa svæffinu fyrir norffan og austan Mosul, sem er næst- stærsta borg Norffur-íraks meff 200.000 íbúa. í í ljós af samtalinu við hann, að hann heldur áfram þeim merku rannsóknum, sem hann hvarf frá á Keldum, en áhugi vísindamanna um heim allan beinist nú mjög að þessu sviði, enda standa von- ir til, að upp séu að lúkast áður ókunn lönd, sem ekki er þarflausara að kynnast en t.d. tunglinu. Dr. Halldór Þormar er sér- fræðingur á heimsmæli- kvarða í veirufræðum. Hann gegnir nú þýðingarmiklu starfi í Bandaríkjunum og er þó ekki annað vitað en hér sé fyrir hendi sú starfsað- staða, sem hæfir menntun hans og hæfileikum. Væri nú ekki ráð, að menn beittu sér fyrir því, að stofnað verði prófessorsembætti í sérgreín dr. Halldórs Þorm- ars við Háskóla Islands, og reynt yrði að fá hann heim frá Bandaríkjunum til þess að gegna því og þá í nánum tengslum við rannsóknar- störf hans. Hámenntaður sér fræðingur á borð við dr. Halldór Þormar mundi bera hróður Háskóla íslands víða um lönd. Við eigum nú þeg- ar að gera átak í því að skapa vísindamönnum okk- ar, sem hafa starfað erlend- is, skilyrði til þess að koma heim og vinna afrek sín hér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.