Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 1
66. tbl. 56. árg. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kína dregur saman lið við össuriá — Bœta við hermönnum, fallbyssum og sprengjuvörpum, segja Rússar — Enn hitnar í kolunum Mo-kva, 19. marz. NTB. MOSKVUBLÖÐIN greina frá því í dag í fréttnm frá landa- mærum Kína, að þar horfðu nú sovézkir hermenn í hvíturn vetr- arherklæðum á stóraukna liðs- og hergagnaflutninga hinu meg- in Ussuri-ár, sem skipti löndum með Kína og Sovétríkjunum. Segja blöðin, að hvorttveggja sé, að aukinn liðsafli sé þarna sam- an kominn, og þar að auki stór- skotalið og sprengjuvörpur. Jafnframt þessum fregnum varaði „Bauða stjarnan“, mál- gagn sovézka hersins, Kínverja óbeint við því, að svo kynni að DUBCEK „VONAST EFTIR ÁRANGRI" — f viðtali um Varsjárbandalags- fundinn í „Rude Pravo" Prag og Belgrad 19. marz —AP—NTB— ALEXANDER Duboek, leiðtogi tékkóslóvakískra kommúnista, sagði í viðtali við flokksmálgagn ið „Rude Pravo“ í dag, að hann Evtusjenko. Evfusjenko yrkír um skærur Rússu og Kínverju Moskvu 19. marz. NTB. SOVÉZKA ljóðskáldið Evgeny Evtusjenko birti í dag ljóð, sem hann hefur ort í tilefni af landamæraviðsjám Rússa og Kínverja, og mótmælir hann eindregið atferli Kín- verjanna við Ussuri-fljót. „Ef kínverskar hjarðir streyma i inn á sovézka jörð verða þeir 7 barðir niður eins og þegar J riddarar Rússlands hins forna sigruðu Mongólana, segir Evtusjenko í kvæðinu. Þar á skáldið við sigur Dmitr Donskoy í bardaganum við Kulikovo árið 1380, og varð þar með endir bundinn á yfir- ráð Mongóla yfir austur- slavnesku landi. vonaðist til þess að tillagan frá Varsjárbandalagsfundinum í Búdapest á mánudag um ráð- stefnu varðandi öryggismál Ev- rópu, fengi jákvæðar undirtekt- ir á Vesturlöndum. „Við viljum segja það hrein- lega við allar þjóðir Evrópu, að hin sósíölsku ríki óska ekki að vera óvinir þeirra. Ákvarðanir þær, sem teknar voru í Búda- pest, voru ekki teknar í áróðurs- skyni. Við æskjum þess að ná raunverulsgum og varanlegum árangri“, sagði Dubcek. Framhald á bls. 27 Norðurlando- úætlun um Biafru? Kaupmannahöfn, 19. marz. NTB. POUL Hartling, utanríkisráð- herra Danmerkur, mun hefja máls á hugsanlegu norrænu frumkvæði varðandi Biafra- vandamálið á utanríkisráðherra- fundi Norðurlanda eftir páska. Urðu Hartling og Hilmar Bauns- gaard, forsætisráðlherra, sam- mála um þetta, eftir ®ð Hartling hafði hlustað á málflutning sendimanna frá Biafra, sem gengu á fund hans á mánudag. fara að Sovétmenn haldi ekki að sér höndum, heldur geri árásir á kínverskar landamærastöðvar. Blaðið „Trud“ segir að liðs- safnaður Kínverja sé mestur við Hungsi, og fái kínversku her- mennirnir ekki aðeins fleiri fall- byssur og sprengjuvörpur, held- ur væna skammta af hatursáróðri gegn Sovétríkjunum. í fregnunum segir, að sovézku landamæraverðirnir liggi nú hvít klæddir í snjónum á bakkanum sínu megin Ussuri-ár, og sjái þar ekki á dökkan díl utan svarta vélbyssukjaftana, sem gaégist fram úr snjósköflunum. Fylgjast sovézku landamæraverðirnir með athygli með því, sem ger- izt handan árinnar, að því sagt er. í dag birtir blaðið „Literaturn- aya Gazietta" mynd af Kínverja, ;em miðar byssu sinni beint að myndavélinni. í texta með mynd inni segir: „Þetta er Rauður varðliði, skepna í eðli sínu, brjál- aður af 'hatri og illsku, með byss- una í höndum. Honum er fjand- ans sama hvert hann beinir henni, á hve.n hann skýtur, hvern hann eys auri, hvað hann eyðileggur: Hann fylgir í blindni skipunum „Stóra mannsins við stýrið". Fyrir nokkrum dögum bar svo við, að Sukarno, fyrrum Indó- nesíuforseti, kom fram opinberlega i fyrsta sinn síðan í maí 1968. Var það er hann mætti til brúðkaups dóttur sinnar Rach- mawati og Tommy Marjuki í Djakarta. Var mynd þessi tekin í brúðkaupsveizlunni. Anguilla tekin herskildi á örstundu GULLIVER I PUTALANDI' Angiúlla 19. marz. AP-NTB. BREZKIR fallhlífahermenn með rauðar alpahúfur gengu í dag á land á tveimur stöð- um á smáeynni Anguilla, og tóku hana herskildi á ör- skammri stundu. Settu her- mennirnir upp vélbyssur víðs vegar um eyna, en mættu engri mótspyrnu heimavarna- liðs eyjarskeggja, sem eink- um mun vopnað gömlum haglabyssum, fallbyssum frá Napóleonstímunum og örfá- um rifflum. Telur heimvarn- arliðið 250 manns. Fallhlífahermennirnir hófu þegar leit að leiðtogum eyjar- skeggja, en árangurinn hafði ekki orði'ð ýkja mikill er síðast spurðist. Brezku hermennirnir voru fluttir í land á gúmíbátum og með þyrlum, og var öll eyjan á valdi þeirra um það leyti að eyjarskeggjar nudduðu stírurnar úr augunum. Efstur á blaði leiðtoganna, sem leitað er að, er Ronald Webster, „forseti“ kotríkisins, sem alls tel ur 6.000 íbúa, en sleit sig úr ríkja sambandinu St. Kitt-Nevis- Anguilla 1967. Webster kom orð- um til fréttaritara AP í dag, að hann mundi ekki gefa sig fram fyrr en öryggi hans yrði tryggt. Brezku hermennimir hafa hins vegar séð til þess að Tony Lee umboðsmaöur, brezku stjórnar- innar hefur tekið öll völd á eynni, og auk þess er kominn til eyjarinnar stór hópur lögreglu- manna frá London, sem taka mun við löggæzlu af hermönn- unum, en búizt er við því að þeir siðasttöldu muni hafa skamma viðdvöl á eynni. Engin vopn hafa enn fundizt á eynni, og er talið að þau hafa verið falin. Dr. David Bergland, Banda- rikjamaður og dýralæknir, sem búið hefur á Anguilla um all- langt skeið (hann er frá Chicago) Framhald á bls. 27 Laos kærir N-Vietnam — fyrir formönnum Genfarráðstefnunnar fyrir brot á Genfarsáttmálanum Sendiherruirú skotín til bunu — börn hennar og starfsíólk særð og drepin er starfsmaður gekk skyndi- lega berserksgang Vientiane 19. marz. NTB-AP. HIN opinbera fréttastofa Laos skýrði frá því í dag að utanríkis- ráðuneyti landsins hafi sent for- mönnum Genfarráðstefnunnar um Laos, þ.e. Bretum og Sovét- mönnum, orðsendingu 4. þessa mánaðar, þess efnis að hlutast verði til um að Norður-Vietnam- ar kveðji heim her sinn af land- svæði Laos. Her frá Nor’ður-Vietnam styður Paitlhet-Lao skæruliða kommún- ista i Laos. I orðsendingunni, sem frétta- stofan birti í heild í dag, eru Pathet Lao menn kallaðir öllum illum nöfnum, og sagðir vera ill- viljaðir, og ennfremur segir að Norður-Vietnam hafi á blygðun- arlausan hátt blandað sér í inn- anríkismálefni Laos. Beri N- Vietnamar þunga ábyrgð í þess- um sökum, því þeir hafi undir- ritað Genfarsáttmálann, sem tryggja átti sjálfstæði Laos. Um 4000 hermenn N-Vietnam berjast í Laos, og að auki fara þúsundir hermanna þeirra um Laos á leiðinni til Suður-Viet- nam. Mexicoborg, 19. marz. AP. HÚSVÖRÐUR í sendiráðs- byggingu Elþíópíu í Mexico- borg gekk skyndilega bers- erksgang á þriðjudagskvöld, hljóp hann um húsið og skaut hverju skoti af öðru úr skammbyssu. Eiginkona sendi herrans, Belaynesh Bekele var skotin til bana, tvö börn sendiherrahjónanna særð, tveir starfsmenn skotnir til bana og fjögur börn sendiráðs starfemanna særð mikið. Þeg- ar lögreglan réðst til inn- göngu í bygginguna að fengnu leyfi utanríkisráðuneytisins, hafði ódæðismanninum tekizt að komast undan. Víðtæk leit var hafin samstundis og fannist hann skömmu síðar í gistihúsi einu, og hafði hengt sig. Hjá líkinu fannst morð- vopnið og hnífur. Barnfóstran í sendiráðinu segir, að maðurinn hafi komið inn í herbergi til hennar og barnanna um kvöldið, þar sem 'hún og matreiðslukonan voru að búa börnin undir svefninn. Barnfóstrunni tókst að komast út, en matreiðslu- konan var skotin til bana og börnin særð, sem fyrr segir. Því næst hljóp maðurinn fram og skaut að þeim, sem urðu á vegi hans og loks rudÖ ist hann inn í herbergi sendi- herrafrúarinnar og skaut að henni mörgum skotum. Lög- reglan segir að hún ihafi reynt að gefa merki til lögreglunn- ar með því að draga glugga- tjöldin frá og fyrir nokkrum sinnum, en hún var látin, þeg ar að var komið. Sendiherr- ann, Gaitachew Bekele, var ekki í húsinu, þegar þessir skelfilegu atburðir gerðust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.