Morgunblaðið - 20.03.1969, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1969
Sveitarfélag í örum vexti
Mestum hluta teknanna
varið til skóla- og gatnagerðarmála
í upphafi bor«jarfundarins í Garða-
hreppi flutti Ólafur G. Einarsson sveit-
arstjóri ræðu, þar sem hann fjallaði um
fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir ár-
ið 1969 og fyrirhugaðar framkvæmdir
á árinu.
Fara hér á eftir kaflar úr ræðu sveit-
arstjóra:
Það er skoðun mín, að almennir
hreppsfundir geti verið hinir gagnleg-
ustu bæði fyrir sveitarstjórnina og borg
arana. Borgararnir eiga kröfu á því
að fá vitneskju um það, hvað umboðs-
menn þeirra í sveitarstjórn eru að vinna
í málefnum sveitarfélagsins, og fyrir
okkur hreppsnefndarmenn er samband
við borgaranna nauðsynlegt.
Ég hygg, að nér sem annars staðar
gæti vaxandi áhuga borgaranna fyrir
málefnum sveitarfélags síns vaxandi
áhuga þeirra á pví að hafa bein áhrif á
gang mála og er það vel. Ég tel víst
að framhald verði á þessum fundum.
Eins og hér hefur komið fram boðar
hreppsnefndin sameiginlega til þessa
til þessa fundar í þeim tilgangi að upp-
lýsa fundarmenn um þau mál, sem unnið
hefur verið að að undanförnu, svo og til
að greina frá því helzta sem fram-
undan er.
ÚTGJÖLD SVEITARFÉLAGSINS
37 MILLJ. KR.
Sveitarstjóri vék síðan að fjárhags-
áætlun sveitarfélagsins og sagði:
Aðaltekjur sveitarfélaga eru sam-
kvæmt lögum, útsvörin. Þau skuluákveð
ast þannig, að þau, ásamt öðrum tekj-
um, nægi til að greiða útgjöld hrepps-
ins, þegar gert hefur verið ráð fyrir
5—lOprs. vanhöldum við innheimtu
þeirra. Samkvæmt áætluninni nema
gjöld á rekstrarreikningi samtals 28,5
millj kr., gjöld á eignareikningi 9,1
mililj. kr., eða samtáls 37,1 mlilj kr.
Tekjur samkvæmt rekstraráætlun aðrar
en útsvör eru 16,1 millj. kr. — og mis-
munurinn er því sú upphæð sem leggja
á í útsvörum, eða 21 millj kr. Sam-
kvæmt því hækka útsvör frá síðasta ári
um 7,7prs. og verður það að teljast
varlega áætlað, þar sem íbúum fjölgar
um sömu prósentu. Efnahagsstofnunin
gerir ráð fyrir 4prs. hækkun tekna árið
1968, og má því ætla, eins og ég sagði
áðan að hér sé ekki um of mikla bjart-
sýni að ræða. Aðstöðugjöld eru áætluð
2 millj. kr. Samkvæmt þessu þurfa því
að koma til skila á árinu 1969, 23
millj kr. í útsvörum og aðstöðugjöld-
um. Sú upphæð næst, ef gert er ráð
fyrir 83,7prs innheimtu á árinu 1969
á útsvörum ársins og 57prs. innheimtu
eftirstöðva, en eítirstöðvar um áramót
námu samtals um sex og hálfri milljón
króna.
STÓRKOSTLEGT HAGRÆÐI VIÐ
INNHEMTU GJALDA
Ég vil í þessu sambandi greina í
stórum dráttum frá innheimtunni 1968.
Þá hinnheimtust 83,7prs af útsvörum árs
ins og 45,lprs af eftirstöðvum. Við meg-
um sæmilega við una með þessa inn-
heimtu, hún er hliðstæð, og þó heldur
hærri, en það oem gerist hér í nágranna-
sveitarfélögum okkar. Á sl. ári varð
innheimtan mun jafnari, en áður hefur
verið og stafar það fyrst og fremst af
áhrifum þeirrar lagabreytingar sem
tók gildi á árinu, þess efnis, að til þess
að menn njóti frádráttar á útsvari s.l
árs þurfa þeir að hafa lokið fyrirfram-
greiðslu fyrir júlílok.
Ég þarf ekki að lýsa því, hvert hag-
ræði varð af þessari lagabreytingu fyr-
ir sveitarfélögin, auk þess, sem hér var
um að ræða mikið réttlætismál fyrir þá
samvizkusömu gjaldendur, sem ætíð hafa
greitt gjöld sín á réttum gjalddögum,
en nutu einskis réttar umfram þá, sem
greiddu gjöld sín á gamlársdag.
Það má geta þess, að rekja má upp-
haf þessarar lagabreytingar til sam-
þykktar sem gerð var í hreppsnefnd
Garðahrepps árið 1966. en málið varð
síðan tekið upp í Sambandi sveitarfé-
laga í Reykjaneskjördæmi og síðan í
Sambandi ísl. sveitarfélaga.
AÐRAR TEKJUR SVEITARSJÓÐS
Fasteignaskattur er áætlaður 518 þús.
kr. Er skatturinn innheimtur með lOOprs
álagi og er því lægri hér en í ná-
grannasveitarfélögunum, en heimilt er
að innheimta skattinn með allt að 200
prs. álagi.
Lóðaleiga er áætluð 462 þúsund kr.
Hún er nokkuð breytileg á hinum ýmsú
hverfum hreppsins, eða frá 0,25 kr. á
ferm. upp í 5,00 kr. á ferm. á iðnaðar-
lóðum. Þá verður lóðaleiga í hinu nýja
Hofstaðahverfi mun hærri en á Flöt-
unum, og verður að telja eðlileg að
þar verði gerður einhver jöfnuður, og
stendur ti'l að endurskoða lóðaleigu á
Flötunum á næsta ári.
Gatnagerðagjöld eru áætluð 8,8 millj.
kr. Er þar mest um að ræða gjöld fyrir
nýjar lóðir í Hofstaðalandi, einnig eft-
irstöðvar frá fyrra ári, auk þess koma
gjöldum af lóðum í Arnarnesi.
Framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga
er áætlað 3,3 millj. kr. og að lokum er
um að ræða ýmsar áætlaðar tekjur að
upphæð 1 millj. kr.
ÚTGJÖLD IIREPPSINS
Ef við snúum okkur þá að gjalda-
lið áætlunarinnar, þá er þar fyrst að
nefna kostnað /ið stjórn hreppsins, sem
áætluð er 2,1 millj.'kr. Þessi liður er
um 5,7 prs. af heildarútgjöldunum og
hefur þetta hlutfall verið svipað nokk-
ur undanfarin ár.
L'ðurinn félagsmál fer sívaxandi ár
frá ári, einkum vegna breyttra laga, sem
leggja sveitarfélögunum ákveðnar skyld
ur á herðar í sambandi við félagsmál.
Þessi liður er samtals áætlaður 8,1 milli.
kr. — og hækkar frá síðasta ári um
fast að 2,5 millj. kr. Stærstu undirlið-
lirnir eru framlag til almannatrygg-
inga, sem áætlað er 2 millj kr., en þessi
iður hækkar einkum vegna ákvörðun-
ar ríkisstjórnarinnar um 150 millj. kr.
hækkun á bótum almannatrygginga og
fellur hluti þeirrar hækkunar á sveitar-
fé’lögin. Framlag til sjúkrasamlags er
áætlað 2,1 millj. kr. og hækkar mjög
verulega frá fyrra ári. Vegna breyting-
ar sem gerð hefur verið á þessum lög-
um þurfti nú að hækka sjúkrasamlags-
gjaldið úr 120 í kr. 160 á mánuði. Af
iðgjöldum sjúkrasamlagsmeðlima greiða
sveitarfélögin nú 85prs í stað 65 prs.
1968 og í stað 50prs 1967.
Aðrir liðir sem nefna má í sambandi
við félagsmálin eru sjúkraframfærsla
150 þús. kr. almenn framfærsla sem
jafnan hefur verið lítil í þessu sveitar-
félagi, 50 þús. kr., meðlög 350 þús. kr.
Fyrir nokkru gekkst hrepps-
nefnd Garðahrepps fyrir almenn
um borgarafundi í hreppnum.
Var fundurinn haldinn í barna-
skólanum við Vífilstaðaveg.
Fundurinn var með svipuðu
sniði og fundir þeir sem borg-
stjórinn í Reykjavík hefur
haldið með íbúum hinna ýmsu
hverfa. Sveitarstjórinn í Garða
hreppi Ólafur G. Einarsson,
flutti framsöguræðu og fjallaði
í henni úm fjárhagsáætlun sveit
arfélagsins fyrir árið 1969, fyrir
hugaðar og yfirstandandi fram-
kvæmdir á vegum hreppsins.
Athygli vakti hversu fjölsótt-
ur fundurinn var. Munu fundar
gestir hafa verið á þriðja hundr
að og cr það há hlutfallstala
Fraii hald á hls. 17
Frá borgarafundinum. Taiið frá v.: Krist-
leifur Jónsson og Jónas A. Aðalsteinsson
fundarstjórar. I ræðustóli er Ólafur G. Ein-
arsson sveitarstjóri og til hægri eru fundar-
ritararnir Eggert isdal og Vilbergur Júlíus-
son.